Tíminn - 22.01.1991, Síða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300
RÍKISSKIP
NUTIMA FLUTNINGAR
Hatnorhusinu v Trvggvagotu,
S 28822
Ókeypis auglýsingar
fyrir einstaklinga
POSTFAX
91-68-76-91
IMI55AN
Réttur bíll á
réttum stað
Ingvar
Helgason Kf.
Sœvarhöfða 2
Slmi 91-674000
-------------------------------------------------------------,-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------m
Byrgt var fyrir alla sýn til Heklu í gær og óvíst hvort húr \ gaus enn:
'TLUI LLT
ELDFJALL HEK LA
Jarðfræðingar, sem voru á Heklu-
svæðinu, gátu síðdegis í gær ekk-
ert sagt til um hvort gos væri enn
í fjallinu. „Héðan er ekkert að
frétta, rigning og rok — slagveð-
ur,“ sagði Eysteinn Tryggvason
jarðeðlisfræðingur í samtali við
Tímann þar sem hann var stadd-
ur í Seisundi á Rangárvölium.
Ekkert hafði þá sést til fjallsins
frá því snemma um nóttina, en þá
sást ennþá roði á himni. Þá var
enn virk ein sprunga í norðaust-
urhlíð þess.
Eysteinn kvaðst ekki búast við að
geta séð það á mælum hvort gos-
virkni væri ennþá. „Ég held að
veðrið hafi verið alltof mikið til
þess og hafi alveg yfirgnæft áhrif
gossins á þá.“
„Hekla er óútreiknanleg og ef
einhver talar um að hún sé að
hægja á sér, þá á hún til með að
rjúka upp,“ sagði Drífa Hjartar-
dóttir á Keldum á Rangárvöllum í
samtali við Tímann. „Mér finnst
þetta gos ná yfir stærra svæði en
mörg hin fyrri hafa gert. Þetta gos
nær alveg frá vesturhrygg og aust-
ur yfir fjallið og þegar mest var
taldi ég 17 gígaraðir.
Það sem mér finnst merkilegt við
þetta gos er að því fylgja engar
drunur, en í gosinu 1980 nötruðu
rúðurnar í húsinu hjá mér. Sjálf
kann ég nábýlinu við Heklu vel og
er mjög hreykin af mínu fjalli. Ég
held að gosið sé að fjara út núna,
en annars er þetta óútreiknan-
legt,“ sagði Drífa Hjartardóttir.
Asta Þorleifsdóttir jarðfræðingur
var í skíðagönguferð með hóp frá
ferðafélaginu Utivist þegar blaða-
maður Tímans hitti hana í Langv-
íuhrauni síðdegis á sunnudaginn.
Þetta var þriðja ferð hennar á jafn-
mörgum dögum með ferðamenn
á þær slóðir. „Þetta er skemmti-
legt gos að því leyti hvað það hef-
ur verið fjölbreytt. Það er eins og
það sé nýtt gos í hvert skipti sem
maður kemur hingað. Gosið
Fjöldi fólks lagði leið sína á Hekluslóðir um helgina.
Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur.
hreinlega flakkar um fjallshlíðina
- þar sem voru virkar sprungur í
gær er ekkert í dag og gosið kom-
ið upp annarsstaðar, þannig að
Tímamynd: Sigurður Bogi
þetta er með skemmtilegri eld-
gosum sem ég hef fylgst með.“
Ásta sagði að greinilegt væri að
Hekla væri að breyta hegðan sinni
Tímamynd: Sigurður Bogi
frá því sem áður hefði verið.
„Fyrsta Heklugosið, sem fylgst var
með, var árið 1947 og fram að
þeim tíma höfum við bara annála.
En það er greinilegt að hegðan
fjallsins er síbreytileg: Fyrst eftir
ísöld gaus Hekla stórum gosum á
1000-2000 ára fresti allt fram til
ársins 1104 sem er fyrsta gos á
sögulegum tíma. Þá byrjar hún að
gjósa tvisvar á öld allt fram til
1947. Það kom því öllum í opna
skjöldu þegar hún gaus 1970.
Menn höfðu talið að hún myndi
gjósa næst í kringum 2000. Því
kom það enn meir á óvart þegar
hún gaus enn árið 1980 og 1981
og gosið núna kemur eins og
þruma úr heiðskíru lofti. Annað
sem er breytt er gosefnið, því
Hekla gaus einkum öskugosum
fram á þessa öld, en núna aðallega
hraungosum."
-sbs.
Hvanneyrarveiki:
Ekki
smitandi
Rétt er að taka fram vegna frétt-
ar um dauð folöld í Skarði í
Landssveit að Hvanneyrarveiki er
ekki smitandi og veldur hross-
um, sem ekki komast í skemmt
hey, engum skaða. Ekkert hefur
borið á veikinni eftlr óhappið um
daginn, enda hefur þess verið
gætt að gefa hrossunum ekki
annað en gott hey.
Folöldin, sem drápust á Skarði,
voru ekki frá bænum sjálfum og
ekki tengd hinu kunna hestakyni
frá Skarði. -EÓ
Eyjafjörður:
Fimm tonna plastbátur, Eyfell EA
frá Grenivík, fannst um kl. 16.00 á
sunnudag, mannlaus og marandi í
hálfu kafi við Gjögurtá, nyrst við
austanverðan Eyjafjörð. Skammt
frá fannst björgunarbátur Eyfells-
ins uppblásinn uppi í fjöru.
Grenvíkingur á fertugsaldri reri
einn á Eyfellinu, og er hans enn
saknað.
Hann hafði síðast samband við
Siglufjarðarradíó um kl. 7.00 á
mánudagsmorgun.
Hann sinnti ekki tilkynningar-
skyldu um hádegisbilið, og skömmu
síðar var leit hafin.
Að sögn Ásgeirs Kristinssonar hjá
Björgunarsveitinni á Grenivík er
fjaran næst slysstaðnum mjög erfið
yfirferðar, og vart hægt að leita þar
nema af sjó eða úr lofti. Þyrla Land-
helgisgæslunnar leitaði á mánudag
frá slysstaðnum og inn að Látrum,
auk þess sem bátar frá Dalvík,
Grenivík og Hrísey leituðu á sjó.
Einnig flutti þyrlan 4 menn frá
Grenivík út í svonefnda Keflavík á
mánudagskvöld, og gistu þeir í
ríniinn
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 1991
Sjóslys við Gjögur
■■ ■ X ■ ■ ■ * r
I
hvassviðri
norðanlands
Aðfaranótt mánudags gekk á
mikið hvassviðri norðanlands.
Mestur var vindhraðinn á Akur-
eyri um kl. 8.00 í gærmorgun.
Þá mældist hann 68 hnútar,
sem jafngiidir 12 vindstigum.
Tálsvert tjón varð á Akureyri,
þakplötur fuku af húsum, bflar
fuku saman og ýmsir lausir
hlutir fuku og ollu tjóni. Mikil
hálka var á götum Akureyrar,
svo og vatnselgur, svo ökumenn
og gangandi vegfarendur áttu
erfltt með að komast leiðar
sinnar. Þá var vart ferðafært á
vegum í Eyjafírði vegna hvass-
viðris og hálku. Grunnskólum
var víða aflýst og menn áttu víða
erfitt með að komast til vinnu.
Samkvæmt upplýsingum varð-
stjóra í lögreglunni á Akureyri
var mikið um upphringingar og
annríki hjá lögreglu í gærmorg-
un. Þakplötur fuku af íjölbýlis-
húsi við Skarðshlíð, og varð að
loka nærliggjandi götum meðan
verið var að hreinsa tll. Þá fuku
þakplötur af a.m.k. þremur ein-
býlishúsum. Skorsteinn fauk af
húsi við Hafnarstræti, lenti ofan
á bfl og stórskemmdi hann.
Gervihnattardiskur fauk af húsi,
og er talinn ónýtur. Þá var eitt-
hvað um tillómningar vegna
kyrrstæðra bfla sem fuku saman
á bílastæðum.
Lögregluþjónn á Dalvík sagði
að þar hefði verið hávaðarok og
mikil hálka. Hins vegar var hon-
um ekki kunnugt um neitt tjón
eða árekstra af völdum hvass-
viðrisins. hiá-akureyri.
Björgunarsveitarskýli sem þar er.
Ætlunin var að þeir gengju fjörur í
gær, en vegna hvassviðris og erfiðra
skilyrða gekk leit erfiðlega. Um há-
degisbil í gær komust þeir um borð
í Frey frá Ólafsfirði, sem leitaði með
ströndinni austur fýrir Gjögur og
allt austur í Þorgeirsfjörð. Skilyrði
til leitar voru mjög erfið í gær vegna
hvassviðris, en Ásgeir sagði að ráð-
gert væri að leit yrði efld um leið og
veðrið gengi niður og skilyrði bötn-
uðu.
hiá-akureyri
Akureyri:
Snjósleðaslys
á Glerárdal
Um miðjan dag á sunnudag varð
snjósleðaslys við Lamba á Glerárdal
ofan Akureyrar. Hópur vélsleða-
manna var á ferð um Glerárdal, og
samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Akureyri voru tildrög slyss-
ins þau að einn vélsleðamaðurinn
hægði snögglega á sleða sínum,
með þeim afleiðingum að félagi
hans, sem var rétt á eftir honum,
lenti aftan á sleðanum.
Hjálparsveit skáta var send á stað-
inn ásamt lækni, en síðan var þyrla
Landhelgisgæslunnar fengin til að
flytja mennina tvo á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Upphaflega
átti að flytja mennina til Reykjavík-
ur, en vegna sjóslyssins við Gjögur
var horfið frá því, mennirnir fluttir á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og
þyrlan síðan send til að aðstoða við
íeitarstörf.
Lögreglan taldi að vélsleðamenn-
irnir, sem báðir eru um tvítugt, hafi
sloppið mjög vel. Annar kjálkabrotn-
aði, og var talsvert marinn og
skrámaður. Hann var lagður inn til
nánari skoðunar. Hinn kenndi til í
hálsi og marðist talsvert, og var
hann sendur heim að iokinni skoð-
un. Hann var hins vegar fluttur aftur
á Sjúkrahúsið í gær vegna háls-
áverkanna.
hiá-akureyri.