Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn
■ -.-FimmtuciagurSl .Jqqúai: ,tp91
Menntamálaráð-
herra Lithauga
boðið á málþing
Svavar Gestsson menntamálaráðherra hefur boðið menntamálaráð-
herra Lithaugalands, hr. Darius Kuolys, að sitja málþing ráðuneyt-
isins um Evrópu og íslenska menningu, sem haldið verður 23.
febrúar nk.
Ákvörðun um að bjóða Kuolys hing-
að var tekin, þegar Svavar Gestsson
átti viðræður við formann utanríkis-
málanefndar þings Lithauga, hr. Em-
anueiis Zingeris, þegar hann var
staddur hér á landi í síðustu viku.
Svavar Gestsson sagði að ástæðan
fyrir því að Kuolys væri boðið á þetta
þing væri sú að Lithaugaland ætti
sér mjög merka menningu og tungu,
sem lifað hafi af í nábýli við stórveldi
eins og Rússland. „Við viljum fá að
frétta af reynslu þeirra og hvemig
þeir hafa farið að því og hvemig þeim
líst á þróunina í þessu framtíðar
samfélagi Evrópu á komandi ári og
áratugum. Ástæðan er í rauninni sú
að við viljum Iæra af þeim,“ sagði
Svavar. Hann sagði að einn annar er-
lendur fyrirlesari yrði á málþinginu,
frú Lalumiere, sem er framkvæmda-
stjóri Evrópuráðsins. Hún mun gera
grein fyrir viðhorfum Evrópuráðsins
til þeirrar menningarþróunar sem
framundan er, sérstaklega að því er
varðar fámennar menningarheildir
með sterka menningarlega hefð, eins
og t.d. hér á íslandi. Auk þessara er-
lendu fyrirlesara munu forseti ís-
lands, frú Vigdís Finnbogadóttir,
Svavar Gestsson menntamálaráð-
herra og fjölmargir aðrir flytja er-
indi.
Emanuelis Zingeris bauð Svavari í
opinbera heimsókn til Lithauga-
lands, þegar hann var hér í síðustu
viku. Svavar sagðist ekki vera búinn
að taka ákvörðun um það hvenær
hann færi, en sagðist búast við að
það yrði í kringum þing Norður-
landaráðs, sem haldið verður í lok
febrúar. —SE
Bændaferðir
og vetrarorlof
Eins og undanfarín ár bjóða Bænda-
samtökin uppá ýmiskonar ferðir og
oriof fyrir bændafólk. Bæði ferðir
hér heima og út fyrir landsteinana.
Dagana 11. til 17 mars verður orlof-
svika á Hótel Sögu. Heimsóttar verða
afurðastöðvar landbúnaðarins og
ýmsar stofnanir og fyrirtæki. Þá
verða haldnar kvöldvökur, farið í
leikhús og fólk borðar saman.
Rétt eins og sl. haust verður boðið
uppá ferðir til meginlands Evrópu,
þ.e. Belgíu og Frakklands. Flogið
verður til Amsterdam 18. mars og
verður þaðan ekið til orlofsbúða, sem
eru skammt frá borginni Ostende.
Þaðan verður svo farið daglega í
skoðunarferðir til ýmissa staða. Flog-
ið verður heim 25. mars.
Aðalferð sumarsins verður 100
manna ferð til Vínarborgar og Bæj-
aralands í Suður-Þýskalandi.
Haldið verður af stað 14. júní og fara
50 þátttakendur til Vínarborgar en
aðrir 50 fara til Frankfurt. Þeir sem
fara til Vínarborgar gista þar í 4 næt-
ur. Þar verður farið í skoðunarferðir
Langbylgjustöðin á Vatnsendahæð erfrá árinu 1929. Tæknibúnaður hennar og möstur eru úr sér gengin.
Timamynd: Ami Bjama
Útvarpsráð óánægt með hlut Útvarpsins á fjárlögum:
Langbylgjustöð Ríkis-
útvarps að hruni komin
um borgina og stefnt að því að kom-
ast í óperu. Þá verður farin ein dags-
ferð til Búdapest í Ungverjalandi. Frá
Vínarborg fer hópurinn svo til bæjar
sem heitir Rattenberg. Þar verður
gist í fjórar nætur. Að fjórum dögum
liðnum fer hópurinn svo til St. Engl-
mar í Bæjaralandi og þar verður
haldið til í um vikutíma. Hópurinn
sem fer til Frankfurt gistir á sömu
stöðum og hinn hópurinn. Þeir sam-
einast svo í St. Englmar og fara sam-
an heim.
Eins og hin fyrri ár verður einnig
boðið uppá ferðir til Kanada. Að
þessu sinni verður flogið til New York
og svo þaðan til Minneapolis í Min-
nesota og tekið þátt í hátíðahöldum,
sem eru þar fyrstu helgina í ágúst.
Þaðan verður svo farið til ýmissa
staða í Kanada, en síðan verður flog-
ið aftur heim frá New York. Ferðin
tekur alls þrjár vikur. Hámarksfjöldi
þátttakenda getur orðið 47.
Allar nánari upplýsingar veita Agnar
eða Halldóra hjá Bændasamtökun-
um í símum 91-29433 eða 19200.
Langbylgjustöð Ríkisútvarpsins að Vatnsenda þarfnast mjög nauð-
synlega endurbyggingar. Hún var reist árið 1929 og var þá ein fuil-
komnasta endurvarpsstöð í Evrópu, en nú er hún að hruni komin,
því enn eru upprunalegu möstrin í fuliri notkun og er orðið ill-
möguiegt að fá varahluti í hana, sökum þess hve gömul og úrelt hún
er. Aætlað er að það muni kosta allt að því 500 milljónir að endur-
byggja stöðina.
Langbylgjustöðin gegnir mikil-
vægu hlutverki í öryggiskerfi og al-
mannavörnum landsins, því sendir
hennar flytur langbylgjuútvarpið
sem næst út um mestallt land og
miðin. Hún er því grunn-útvarps-
stöðin okkar og trygging þess að
hægt sé að tilkynna nær öllum
landsmönnum ef hættu ber að
höndum.
Að sögn Eyjólfs Vilhjálmssonar,
tæknistjóra Ríkisútvarpsins, er
hlutverk þessarar sendistöðvar „að
vera að vissu leyti til vara ef FM-
dreifikerfið gefur sig, eins og sýndi
sig í rafmagnsleysinu fyrir norðan í
vetur. Langbylgjusendingarnar ná
inn á hálendið og inn á hinar
dreifðu byggðir, sem ekki njóta nú
þegar FM- sendinga og svo út á fiski-
miðin. Með þessari einu sendistöð
er hægt að ná yfir mestallt landið og
gerir því auðveldara að tryggja að
hún gangi en tugir senda og endur-
varpa, eins og er í FM-dreifikerfinu.“
Umræða um endurbyggingu á
þessari stöð hefur staðið yfir lengi
og var ljóst fyrir allmörgum árum að
hún myndi ekki þola hvassan vind
eða storm. Hún hefur þó hangið
uppi. Nú er svo komið að vegna þess
hve lengi hefur verið dregið að end-
urbyggja hana, mun það kosta nú á
bilinu 400-500 milljónir króna, að
sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, for-
manns útvarpsráðs.
Ríkisútvarpið á, samkvæmt lögum
frá árinu 1985, að fá aðflutnings-
gjöld af innfluttum útvarps- og sjón-
varpstækjum, en hefur verið svift
þeim tekjustofni í fjárlögum þessa
árs, sem og öll árin síðan þessi lög
voru sett, nema árið 1986. Að sögn
Ingu Jónu var þetta sá tekjustofn,
sem ætlaður var til að standa að
miklu leyti undir nauðsynlegum
fjárfestingum, svo sem dreifikerfi og
endurbyggingu langbylgjustöðvar.
„Þessi gjöld áttu að renna í fram-
kvæmdasjóð til þess að standa undir
meiriháttar framkvæmdum, eins og
útvarpshúsinu, og svo að endur-
Salómonsdómur um þjóðerni Leifs heppna:
Leifur heppni er sonur Is-
lands og sonarsonur Noregs
Næsta sumar mun eftirlíkingu af Gauksstaðaskipinu verða siglt
frá Noregi til íslands, Grænlands og Bandaríkjanna. Þetta er gert
til að minnast landafunda Leifs heppna, en árið 2000 verða liðin
1000 ár frá því að Leifur fann Ameríku. Feröin verður að megin-
hluta kostuð af Norðmönnum, en íslendingar munu Ieggja fram
10 milljónir til að kynna Leif heppna í Ameríku.
Þetta mál var rætt á Alþingi þegar efnaður norskur skipakóngur fékk
forsætisráðherra svaraði fyrirspum
frá Þorvaldi Garðari Kristjánssyni
alþingismanni um kynningu á af-
rekum Leifs heppna. Þorvaldur
sagðist telja að með þessari kynn-
ingu væm Norðmenn að gera enn
eina tilraunina til að stela Leifi
heppna með sögufölsunum. Hann
sagði að hlutur Norðmanna í kynn-
ingarátakinu væri alltof stór.
þetta mun hafa komið þannig til að
þá hugmynd að sigla eftirlíkingu af
Gauksstaðaskipinu frá Noregi til
Bandaríkjanna. Hann hóf undirbún-
ing að ferðinni upp á sitt einsdæmi
og án samráðs við nokkra íslend-
inga. Norsk stjómvöld höfðu sam-
bandi við íslensk stjómvöld og
sögðu þeim frá fyrirætlan Norð-
mannsins. Niðurstaðan varð sú að
setja á stofn nefnd íslenskra og
norskra embættismanna til að halda
áfram undirbúningi málsins. Nefnd-
in er undir forystu Norðmanna.
Ákveðið hefur verið að eftirlíking af
Gauksstaðaskipinu leggi af stað frá
Noregi á þjóðhátíðardegi Norð-
manna, 17. maí, komi til íslands á
þjóðhátíðardegi íslendinga, 17. júní,
til Grænlands 25. júní og til Banda-
ríkjanna á degi Leifs Eiríkssonar, 9.
október.Um þessa ferð verður gerð-
ur sjónvarpsmyndaflokkur. Samfara
ferð skipsins verður hrint af stað
umfangsmikilli kynningu á Leifi
heppna og Norðurlöndunum í
Bandaríkjunum. Fyrirhugað er að
vera með vörukynningu, kynningu
á norrænni menningu og ferða-
málakynningu á viðkomustöðum
skipsins. Óskað hefúr verið eftir að
forseti íslands taki þátt í þessum
kynningum að einhverju leyti.
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra sagði að hann gæti tekið
undir með þeim sem segðu að hlut-
ur Norðmanna í þessari kynningu
væri stór og hlutur íslands að sama
skapi of lítill. Hann sagðist hins veg-
ar telja að afstýrt hefði verið slysi, en
í upphafi leit út fyrir að Norðmenn
sæju algerlega um kynninguna á
Leifi heppna. Leifur hefði þá verið
kynntur sem Norðmaður. Forsætis-
ráðherra sagði að nú hefði verið
kveðinn upp Salómonsdómur í
deilu íslendinga og Norðmanna um
þjóðemi Leifs. Leifur verður í fram-
tíðinni kynntur sem „sonur íslands
og sonarsonur Noregs". -EÓ
byggja langbylgjustöðina. Þetta er
það kostnaðarsamt að það er enginn
vegur að taka peninga fyrir þessu út
úr rekstrinum," sagði Inga Jóna.
,Auk þess er ákvæði í Iögum um að
Ríkisútvarpið skuli setja sjálft í
framkvæmdasjóð 10% af brúttótekj-
um sínum og leggja í framkvæmda-
sjóð, sem hefur staðið undir fram-
kvæmdum og tækjabúnaði og fram-
kvæmdum við Útvarpshúsið að
Efstaleiti, en dugar ekki fyrir svo
kostnaðarsamar framkvæmdir,"
sagði Inga Jóna.
Utvarpsráð hefur sent frá sér álykt-
un þar sem þeir „átelja harðlega það
ábyrgðarleysi, sem stjórnvöld sýna
með því að tryggja ekki fjárframlög
til endurbyggingarinnar". Útvarps-
ráð segir jafnframt í ályktun sinni að
þrengt hafi að Ríkisútvarpinu á und-
anförnum árum og það rekið með
fjárhagslegum halla. „Útvarpsráð
gagnrýnir harðlega þá afstöðu ríkis-
stjórnarinnar að leyfa ekki hækkun
afnotagjalds í samræmi við hækkan-
ir verðlags og væntir þess að stjórn-
völd tryggi fjárhagsgrundvöll Rfkis-
útvarpsins, þannig að það geti upp-
fyllt þær kröfur sem bæði stjórnvöld
og almenningur gera."
Á síðasta ári hækkuðu afnotagjöld-
in um 3% og síðan um 4% nú um
áramótin. Ekki er von á frekari
hækkun á þessu ári, að sögn Harðar
Vilhjálmssonar, fjármálastjóra Ríkis-
útvarpsins. „Nú er verðbólga vægt
áætluð 8% milli áranna 1990 og ‘91,
þannig að í rauninni valda þessar
knöppu hækkanir tvö ár í röð stór-
þrengdum fjárhag stofnunarinnar,"
sagði Hörður. „Við höfum enga
heimild til að reka stofnunina með
halla, svo það verður leitað allra
leiða með hagræðingu og sparnað,
sem þó hefur verið reynt á undan-
förnum árum. Eins verður reynt eft-
ir megni að dagskráin haldist
óbreytt," sagði Hörður.
„Það eru í raun tvö önnur mál, sem
valda tekjuskerðingu hjá stofnun-
inni. Það er niðurfelling tekna af að-
flutningsgjöldum og svo hefur Rík-
isútvarpið þurft að standa undir nið-
urfellingu á afnotagjöldum elli- og
örorkulífeyrisþega," sagði Hörður.
En Tryggingastofnun ætti, lögum
samkvæmt, að standa undir afnota-
gjöldum þessara lífeyrisþega.
Hörður sagði jafnframt að þörf á
endurbyggingu á Vatnsendastöðinni
væri til umfjöllunar hjá Mennta-
málaráðuneytinu nú. „Menn gera
sér grein fyrir að það getur allt gerst,
því stöðin er orðin úr sér gengin og
löngu komin á tíma.“
—GEÓ