Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 3
Fimmtu'dagur 31! janúar 1991 £ i t i£ A'i A'X'A"*'£ nntírí' í .v. ^ " "'"•^Trmiríh 3 Austurbæjarskólinn: Foreldrar krefjast endur- bóta á skólabyggingunni í gær voru tekin íyrir á fundi borgarráðs bréf frá foreldrum nem- enda við Austurbæjarskólann í Reykjavík til borgarstjóra þar sem skorað er á yfírvöld að hraða framkvæmdum við endurbætur og lag- færingar á Austurbæjarskólanum í Reykjavik, en skólinn hefur ver- ið í sífellt hrörnandi ásigkomulagi á síðustu árum. Endurbætur voru gerðar á salemum skólans síðasta sumar eftir að heilbrigðis- eftirlit hafði gert alvarlegar athugasemdir við þau og talið þau heilsuspillandi. Alfreð Eyjólfsson, skólastjóri Aust- urbæjarskólans, sagði að það væri bæði að ýmsir hlutir væru í ólagi og eins væri skólahúsið byggt fyrir 60 árum og fullnægði því ekki kröfum nútímans. Alfreð nefndi í því sam- bandi samkomusal, bókasafn og mötuneyti sem vantar í skólann. Þá hafa bæði veggir og þak lekið. „Ég er bjartsýnn á að unnið verði kerfis- bundið að endurbótum á húsinu. Ég hef heyrt tölur á bilinu 50 til 60 mi- Ijónir í endurbætur og breytingar á húsinu sem æskilegar væru,“ sagði Alfreð. „Hugmyndin er að standa þannig að þessu að sá áfangi, sem gerður er hverju sinni, sé f takt við það sem á eftir kemur. Þannnig verði þetta unnið kerfisbundið — skref fyr- ir skref.“ Guðni Olgeirsson, sem sæti á í stjórn foreldrafélags Austurbæjar- skólans, sagði að send hefðu verið bréf frá 200 heimilum, óháð því hve mörg börn frá heimilinu eru í skól- anum, en í honum eru alls 500 böm. „Við fórum í fyrra með áskoranir um þetta til borgarstjóra og þá var farið af stað með verkefnið. En markmiðið með þessum bréfum var að ítreka vilja foreldra í hverfmu til að þessi skóli yrði endurreistur á þessu kjör- tímabili, eins og okkur hafði verið lofað. Skólastjórinn er árum saman búinn að biðja um endurbætur og það virðist lítið hlustað á hann. En það er ekki fyrr en foreldrar fara að þrýsta á að hreyfing kemur á málið,“ sagði Guðni. Bréfin, sem borgaryfirvöldunum voru send, eru svohljóðandi: „For- eldrar, nemendur og kennarar Aust- Pólstækni á ísafirði gjaldþrota: Fyrirtækið endur- reist með nýju nafni Lóðarlausa húsið við Vestur- götu fær að standa: Eigendur hússins eignast lóðina 1 nóvember s.I. sagði Tíminn frá lóðarlausu timburhúsi sem stendur við Vesturgötu 28. En lóðin var í eigu eiganda steinhússins sem stendur fast við hlið timburhússins á sömu lóð. Nú hefur borgin keypt lóðina und- ir timburhúsinu og greitt 3,5 millj- ónir fyrir. Ætlunin er að selja eig- endum timburhússins lóðina á 1,5 milljónir til þess að tryggja að húsið fái að standa kyrrt. „Borgin kaupir hluta af heildarlóð- inni, því steinhúsið og timburhúsið standa á sömu Ióð, eða þann hluta sem tilheyra á timburhúsinu. Þessi lóðarhluti er keyptur af eiganda steinhússins — en það er alveg óumdeilt að hann á alla lóðina — á 3,5 milljónir og verður hún síðan seld aftur til eiganda timburhússins á 1,5 milljónir," sagði Hjörleifur Kvaran, deildarstjóri stjórnsýslu- deildar borgarinnar. „Borgarráð vildi ekki láta rífa húsið og vildi stuðla að verndun gamla timburhússins á þessum stað og því verður gert ráð fyrir því í sölusamn- ingi að húsið standi áfram," sagði Hjörleifur jafnframt í samtali við Tímann í gær. —GEÓ Fyrirtækið Pólstækni hf. á ísafirði hefur verið lýst gjaldþrota. Auglýst hefur verið eftir kröfum í þrotabú- ið, en ekki er vitað hve miklar þær eru. Pólstækni hefur haft 11 starfs- menn á launaskrá á ísafirði, þar sem höfuðstöðvar þess hafa verið, og svo 6 starfsmenn í Reykjavík. ísfirðingarnir 11 hafa nú stofnað nýtt fyrirtæki, Póls hf. — rafeinda- tæki, og þeir allir starfa við það. Póls mun sem slíkt ekki hafa útibú í Reykjavík, en þrír fyrrum starfs- menn útibúsins í Reykjavík hafa stofnað sjálfstætt fyrirtæki, Eltak, Skilafrestur bifreiðahlunnindamiða framlengdur til 25. febrúar nk. Ákveðið hefur verið að framlengja áður auglýstan frest til þess að skila bifreiða- hlunnindamiðum, samkvæmt 93. grein laga nr. 75/1981 um tekjuskatt og eignar- skatt, til 25. febrúar nk. m RÍKISSKATTSTJÓRI ! urbæjarskólans í Reykjavík héldu síðastliðið vor hátíðlegt 60 ára af- mæli skólans. Var þá mikið um dýrð- ir í skólanum bæði úti og inni. f Aust- urbæjarskólanum eru nú um það bil 500 börn á aldrinum 6 til 16 ára. Ekki fer á milli mála að skólinn er merki- leg bygging og verðugt sýnishom ís- lenskrar byggingarlistar. Hins vegar finnst foreldrum barna við skólann mál til komið að taka rækilega til hendinni í viðhaldi hans og um- hverfi. Skólastjóri hefur um margra ára skeið bent á nauðsyn þess að vinna að endurbótum, enda hefur viðhald alla tíð verið í lágmarki.“ Guðni sagði að þrýstingur foreldra í þessu máli væri mjög öflugur, enda væri það gott fyrir önnur foreldrafé- lög að taka sér þetta til fyrirmyndar. „Enda eru foreldramir í þessum mál- um það afl sem enginn getur stöðv- að,“ sagði Guðni að lokum. -sbs. sem verður umboðsaðili Póls í Reykjavík. Að sögn Sigurjóns Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Póls, eru margar ástæður fyrir gjaldþroti Pólstækni. Má þar nefna fjármagnskostnað og eins varð umboðsaðili í Noregi gjaldþrota. Sigurjón sagði að auk þess sem ellefumenningarnir hefðu lagt fram hlutafé í endurreisnina með stofnun Póls hf., hefðu þeir leit- að eftir hlutafjárframlögum hags- munaaðila, þ.e. frystihúsa, og síðan Byggðastofnunar. -sbs. «15 KJÖRBÓK ...kjörin leið til spamaðar Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.