Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 31. janúar 1991 Fimmtudagur 31. janúar 1991 Tíminn 11 'mwmm : HMMHMHj $S88Sc«S9í«»S8999cðSe««we«c< 53S8»SoweííSíwcwíSSííSflí Þróun fíkniefnaneyslu á íslandi: yngn neytendur Neysla ávana- og fíkniefna á íslandi hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum. Stærsti neysluhópurinn er ungt fólk á aldrinum 17 til 25 ára og virðist aldur þeirra, sem neyta fíkniefna, sífellt vera að færast neðar. Neysla svokallaðra „harðra" eða örvandi efna, m.a. amfetamíns og kókaíns, hefur aukist og samfara þeim af- brot og glæpir. Á árinu 1990 voru 419 manns kærðir hjá ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar um að hafa fíkniefni undir höndum. Af þeim voru 228 ungt fólk á aldrinum 17 til 25 ára, eða 54,4 prósent. 344 þeirra sem teknir voru, voru teknir vegna gruns um neyslu fíkniefna, 53 voru teknir vegna gruns um dreifingu, 47 vegna gruns um innflutning og 19 vegna sprautunotkunar. Við rannsóknir á þessum málum tók lög- reglan í sína vörslu 13 byssur, 29 hnífa, 985 byssuskot og 492 þúsund krónur f peningum. Aukið ofbeldi og harka í kjölfar meiri notkunar á örvandi efnum Að sögn Arnars Jenssonar, lögreglufull- trúa í forvarnardeild ávana- og fíkniefna, þá hefur fjöldi þeirra, sem teknir eru vegna gruns um aðild að fíkniefnamálum og finnast með vopn, aukist síðustu ár. „Eftir 1980 fóru þessi örvandi efni að verða miklu algengari, amfetamín og kókaín, og með neyslu þessara örvandi efna breytist ástandið að því leyti að fólk verður örvað og æst, hugsar stutt áður en það framkvæmir hlutina, verður við- kvæmt fyrir öllum áreitum og það er stutt í að það grípi til einhverja örþrifaráða." „Annar fylgikvilli þessara efna er sá að amfetamínneytandi, sem notar það efni reglulega, verður fljótlega haldinn of- sóknaræði, geðveiki sem er algengur fylgikvilli neyslunnar, og þá fer fólk oft að bera á sér vopn til að verjast þessum ímyndaða óvini. Þar að auki er þessi heim- ur tóm svik, svínarí, blekkingar, fals og prettir, og mikil harka sem verður í kring- um þá hópa, sem neyta þessara efna, og þá um leið meira ofbeldi,“ sagði Arnar í sam- tali við Tímann í gær. Aldur fíkniefnaneytenda færist sífellt neðar - uggvænleg þróun Aldur þeirra, sem eru kærðir fvrir fíkni- efnaafbrot, fer sífellt neðar. Arið 1987 voru 2 kærðir sem voru 17 ára, árið 1988 og 1989 voru 17 kærðra 17 ára, en 24 árið 1990. Árið 1989 voru 79 manns á aldrin- um 18 til 21 árs kærðir fyrir fíkniefnabrot, en sú tala var 108 árið 1990. Að mati Björns Halldórssonar, lögreglu- fulltrúa Fíkniefnadeildar, hefur ástandið ekki breyst mikið undanfarin ár að öðru leyti en því að þeir verða sífellt meira var- ir við að neyslan er að færast niður í aldri. „Á hverju einasta ári bætast við neytend- ur, á hverju einasta ári verða þeir, sem eru búnir að vera í neyslu lengi, verr farnir. Nýju neytendurnir, sem við erum að fá, eru oft krakkar, sem eru í grunnskóla, og aldurinn á þeim, sem neyta þessara efna, er að færast neðar og neðar, meðhöndlun- in er að verða algengari. Við heyrum æ oftar fréttir af því að þetta sé jafnvel al- gengt innan ákveðinna hópa í sumum grunnskólum. Ekki bara í tíunda eða ní- unda bekk, heldur jafnvel niður í sjöunda bekk,“ sagði Björn í samtali við Tímann í gær. Arnar Jensson var sammála þessu. Hann sagði: „Eina raunverulega breytingin, sem maður sér, er að aldurinn er alltaf að fær- ast neðar, stærsti aldurshópurinn er yngri en áður. Oftast er ferillinn sá að krakkarn- ir byrja að drekka og kynnast síðan hassi og síðan amfetamíni.'1 Björn sagði einnig að það mætti segja að íslenski fíkniefnamarkaðurinn væri tölu- vert stöðugur frá ári til árs, en hann hlæði þó sífellt utan á sig. „Neysla á kókaíni og amfetamíni hefur aukist, en ekki á kostn- að kannabisefna, þ.e. dregur ekki úr hass- neyslu, svo að aukin neysla „harðra efna“ er hrein viðbót. En því miður eru ekki til neinar kannanir, neyslukannanir og út- breiðslukannanir á fíkniefnum nema síð- an 1984 eða ‘85, þá var síðast gerð al- mennileg neyslukönnun. Það er virkileg þörf á slíku," sagði Björn. Þróun síðustu ára Á síðustu fjórum árum hefur fjöldi kærðra um fíkniefnaafbrot verið nokkuð svipaður hjá lögreglunni. Árið 1987 voru 447 teknir, 473 árið 1988, 439 árið 1989 og 419 árið 1990, eins og áður sagði. Ástæðan fyrir því að fjöldinn er aðeins minni á síðasta ári en hin þrjú á undan er ekki sú að afbrotum hafi fækkað, heldur fjárhagslegar aðhaldsaðgerðir hjá lögregl- unni, að sögn Arnars Jenssonar. „Aðhaldsaðgerðir hafa verið harðari. Við höfum ekki getað eytt eins miklum pen- ingum í löggæslu og áður og það kemur beint niður á árangri," sagði Arnar. „Aðal- áherslan hefur verið síðustu ár á innflutn- ing og sölu og púðrið hefur farið í það. Þannig að ef að við höfum haft mikið að gera í því, þá hefur það komið niður á því að við höfum minna getað sinnt neytend- um. í sjálfu sér væri hægt að hafa þessa tölur miklu hærri, ef við myndum bara halda áfram að handtaka neytendur sem eru alltaf að gera ólöglega hluti. En það er miklu meira virði að stoppa magnið," sagði Arnar. I þessum tölum er einnig að finna at- vinnustöðu þeirra, sem kærðir eru fyrir fíkniefnabrot, og eru flestir þeirra at- vinnulausir, sem gæti talist dæmi um að flestir þeirra, sem neyta fíkniefna að stað- aldri, eiga mjög erfitt með að halda stöð- ugri vinnu. Til dæmis árið 1989 voru 159 kærðra atvinnulausir, 126 verkamenn, 19 sjómenn, 26 iðnaðarmenn, 25 verslunar- menn, 10 opinberir starfsmenn, 25 með eigin rekstur, 29 skólanemar, 7 húsmæður og 13 gerðu annað en er ofantalið. Þessar tölur sýna að verkamenn eru næst á eftir atvinnulausum, af þeim sem kærðir eru fyrir fíkniefnabrot, en síðan virðist dreifingin vera nokkuð jöfn í öðrum at- vinnugreinum. Til að sýna að dreifingin breytist lítið frá ári til árs, þá litu tölurnar þannig út árið 1990: 168 kærðra voru at- vinnulausir, 116 verkamenn, 35 sjómenn, 18 iðnaðarmenn, 26 verslunarmenn, 6 op- inberir starfsmenn, 13 með eigin rekstur, 24 nemendur, 7 húsmæður og 5 sem gerðu annað en ofangreint. Að mati Björns Halldórssonar má varast að taka þessar tölur sem sönnun á ástandi mála. „Þessar tölur, sem verið er að birta, segja ekki mikið. Þær eru ekki merkilegur mælikvarði á þróunina eða það sem við er- um að gera, þó þær geti sýnt vissa þróun t.d. í aldri og atvinnumálum þeirra sem tengjast þessu. Fjöldi mála segir ekkert um ástandið. T.d. árið 1989 var árið allt undirlagt í stóru kókaínmálunum fjórum, sem öll tóku mjög langan tíma, og það getur breytt tölunum." „Oft sömu aðilarnir sem fremja afbrotin“ Af ofangreindum tölum má sjá að meiri- hluti þeirra, sem eru ákærðir, hafa komið við sögu fíkniefnalögreglunnar áður. Árið 1990 höfðu 282 þeirra, sem kærðir voru, áður haft afskipti af lögreglunni, eða 67,3 prósent. „Minni málunum lýkur venjulega með dómsátt og þá sekt, þannig að maður- inn getur haldið áfram sinni iðju strax og hann er laus frá okkur, hann borgar bara sína sekt. Það er því miður mjög algengt. Þegar að dómsátt kemur, erum við löngu búnir að setja málið frá okkur og senda það til dómstóla," sagði Arnar Jensson. „Sölumenn dauðans“ Af hálfu lögreglunnar er sérstök áhersla lögð á að hafa hendur í hári sölumanna, smyglara og eigenda fíkniefnanna, sem- sagt þeirra sem græða á ógæfu neytenda. Fíkniefni hafa þá náttúru að koma verst niður á þeim sem neytir þeirra, en færa seljandanum mikinn gróða. Fíkniefnin eru dýrust neytandanum, bæði eru þau mjög fjárhagslega dýr og leiða því neyt- andann út í ýmis afbrot og glæpi til að afla sér fjármagns, svo kosta þau neytandann heilsuna svo að hann bíður þess ekki bæt- ur framar, eða jafnvel lífið. Þess vegna hafa sölumenn fíkniefna oft verið nefndir réttnefninu „sölumenn dauðans". „Þegar framboð, eða magn fíkniefna í umferð, er mikið hér á landi eru smásal- arnir stundum með mikið efni í fórum sínum, sem þeir þurfa að vera búnir að selja innan skamms tíma. Oft skuldar þá neytandinn smásalanum, smásalinn heild- salanum og hann innflytjandanum o.s.frv. Þá myndast þrýstingur frá eigendum efn- isins að selja strax. Þá er unglingur, sem venjulega á erfitt með að nálgast fíkniefni, skyndilega kominn með mikið magn sem hann þarf að losa sig við. Á þeim stundum fjölgar nýjum neytendum mikið og allur kunningjahópur þeirra, sem þegar eru að Tæki og tól til vímuefnaneyslu eru margvísleg og sum gerð af talsverðrí hugvitssemi. Niður- staðan af notkun þeirra og neyslu fíkniefna virðist þó að mestu vera á einn veg — niður á við. Eftir Guörúnu Erlu Ólafsdóttur fikta, verður í hættu, í skólanum, á vinnu- staðnum..." Þessi frásögn er úr upplýsingabæklingn- um „Fíkniefni. Frá fikti til dauða" frá for- varnardeild ávana- og fíkniefnadeildar lögreglunnar, þar sem verið er að beina upplýsingum til foreldra. „Þegar fólk er handtekið af lögreglu er það yfirheyrt og svo kært, en við yfir- heyrslu þá reynum við mjög oft að hafa þau áhrif á fólk að það geri eitthvað í sín- um málum og bjóðumst til þess að vera einhverskonar milliliður. Reyndar þiggur fólk það í fæstum tilfellum, en hér er starfandi einn maður sem hefur eingöngu það starf að liðsinna fólki sem vill hjálp," sagði Arnar Jensson. Forvarnarstarf — „byrgja brunninn áður en barnið er dottið Undanfarna mánuði hefur forvarnardeild lögreglunnar beint upplýsingastarfi sínu að foreldrum og verið með fundi og fræðslu í skólum og á fleiri stöðum. „Við reynum að segja fólki frá því hvað er að gerast í kringum okkur, hvaða hættur eru fyrir krakkana og þau sjálf, við hvaða aðstæður þau kynnast efnunum, hvenær og hvar og af hverju. Hvaða efni þetta eru o.s.frv., svo að foreldrarnir séu viðræðu- hæfir við börnin ef þau spyrja um fíkni- efni. Sömuleiðis ræðum við töluvert um algengustu orsakirnar fyrir því að börn og unglingar leiðast út í fíkniefnaneyslu. Oft er um að ræða einhverja brotalöm í fjöl- skyldunni, t.d. óreglu," sagði Arnar Jens- son um forvarnarstarfið. Hann sagði þó að algengasta munstrið, sem þeir verða varir við hjá þeim sem leið- ast út í óreglu á borð við fíkniefnaneyslu, er að eitthvað skortir á tilfinningalegt ör- yggi og náin samskipti innan fjölskyldu viðkomandi. „Þau fá kannski ekki nauð- synlegan stuðning eða uppörvun þar,“ sagði Arnar. í upplýsingabæklingi lögreglunnar til foreldra er að finna upptalningu á nokkr- um sameiginlegum einkennum þeirra sem eru að byrja í fíkniefnaneyslu, sem viðeigandi er að enda á hér. Þau eru: í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.