Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.01.1991, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 31. janúar 1991 Tíminn 17 Umboðsmenn Tímans: Kaupstaður Nafn umboðsmanns Heimili Sfmi HafnarQörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195 Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228 Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883 Njarðvík Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826 Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261 Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410 Ólafsvik Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269 GrundarQörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604 Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629 Búðardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222 ísaflörður Jens Markússon Hnlfsdalsvegi 10 94-3541 Bolungarvík Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366 Hólmavík Elísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132 Hvammstangi Hólmfriður Guðmundsd. Fífusundi 12 95-12485 Blönduós Snorri Bjarnason Urðarbraut 20 95-24581 Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772 Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95- 35311 Siglufjöröur Sveinn Þorsteinsson Hllðarvegi 46 96-71688 Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstlg 18 96-24275 skrifstofa Skipagötu 13(austan) 96-27890 Svalbarðseyrí Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016 Húsavík Friðrik Sigurðsson Höfðatúni 4 96-41120 Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggö 8 96-62308 Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289 Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350 Seyðisflörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136 Neskaupstaöur Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841 Reyðarfjörður Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167 Eskrflörður Berglind Þorgeirsdóttir Svínaskálahllð 17 97-61401 FáskrúðsQöröur Guðbjörg H. Eyþórsd. Hlíðargötu 4 97-51299 Djúpivogur Jón Björnsson Borgarlandi 21 97-88962 Höfn Skúli (sleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796 Setfoss Margrét Þorvaldsdóttir Engjavegi 5 98-22317 Hveragerði Vilborg Þórhallsdóttir Laufskógum 19 98*34323 Þoríákshöfrí Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627 Eyrarbakki Þórir Erlingsson Túngötu 28 98-31198 Stokkseyrí Andrés Ingvason Eyjaseli 7 98-31479 Laugarvatn Halldór Benjamínsson Flókslundi 98-61179 Hvolsvöilur Jónína og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335 Vfk Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122 Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192 FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Hjúkrunarfræðingar— Sjúkraliðar Á Gjörgæsludeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyrí eru lausar stöður til umsóknar: Staða hjúkrunarfræðings er laus nú þegar. Við bjóðum upp á ein- staklingshæfða aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingi. Deild- arstjóralaun fyrir 60% næturvaktir. Sjúkraliða vantar til langtíma afieysinga nú þegar eða eftir sam- komulagi. Nýir starfsmenn fá einstaklingsbundna þjálfun. Til greina kemur að ráöa á fastar næturvaktir. Upplýsingar gefa Sigurlaug Arngrímsdóttir deildarstjóri og Svava Aradóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 96-22100 kl. 13-14 virka daga. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. L LANDSVIRKJUN FLJÓTSDALSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu Eyja- bakkastíflu ásamt botnrás, lokubúnaði, yfirfalli og veitu- skurðum. Hélstu magntölur eru: Gröftur 1.000.000 m3 Fyllingar 1.500.000 m3 Malbik í kjarnastíflu 15.500 m3 Steinsteypa 7.800 m3 Stálvirki 26 tonn Lokubúnaður 75 tonn Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunarfrá kl. 13:00 föstudaginn 1. febrúar 1991 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 9.000,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 4.000,- fyr- ir hvert viðbótareintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitis- braut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12:00 föstudaginn 15. mars 1991. Tilboðin verða opnuð opinberlega sama dag kl. 14:00 í stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7, Reykjavík. 15 árum eftir að Josephine Baker dó söfnuðust 10 af 12 bömum hennar saman í Folies Bergere. Böm Josephine Baker hittast í Folies Bergere Fyrir 15 árum lést Josephine Bak- er í svefni eftir að hafa í fjórtánda sinn komið ffarn í sýningunni Jos- ephine 75. Hún hafði dansað þar „charleston" af fullum krafti þó að aldurinn væri orðinn 69 ár. Josephine varð stjama við Folies Bergere, þegar hún dansaði hið fræga bananaatriði, þar sem hún huldi ekki nekt sína með öðru en klasa af banönum. Myndir af henni birtust á óteljandi tímaritaforsíð- um og auglýsingaspjöldum. Hún átti sinn eigin klúbb sem bar nafn hennar, „Chez Josephine", og komst í fréttirnar vegna gæludýrs- ins sem hún kaus að hafa með sér, hlébarða. Það var svo árið 1956 sem Josep- hine fann sér verkefni sem var svo yfirgripsmikið að ótrúlegt er að ein bandarísk blökkukona, búsett í Frakklandi, tækist það á hendur. Hún hafði lengi barist gegn kyn- þáttamisrétti hvers konar og tók nú til við að ættleiða böm af ýms- um kynþáttum og trúarbrögðum. Hún hætti ekki fyrr en þau voru orðin 12! Tíu þessara bama, sem nú eru á aldrinum 26 til 39 ára, komu ný- Iega saman í Folies Bergere til að minnast þessarar merku konu. Marianne, Sellina, Jari, Jeannot, Luis, Moise, Jean-Claude, Brahim, Koffi og Akio komu frá öllum heimshomum og var margs að minnast. Jari, sem er 37 ára, minntist þess þegar mamma þeirra fór með þau í ferðalög, og þó var eitt sérstaklega eftirminnilegt. 1972 fóru þau til Svíþjóðar og Jari vissi ekki fyrr til en hún sat úti í sal og horfði á mömmu sína á sviðinu. Hún sat á milli kóngs og drottningar Sví- þjóðar. Marianne, sem líka er 37 ára, á tvær dætur, Marie og Josephine. Henni fannst ekki annað koma til greina en að halda nafhinu í fjöl- skyldunni. Ein hennar dýrmætasta minning er frá því þegar hún bað mömmu sína um að fá systur í jólagjöf, hún væri búin að fá nóg af því að vera eina stelpan innan um 10 stráka. Mamma hennar færði henni Sellinu, pakkaða inn í teppi. Marianne segist nýlega hafa verið að máta gamla kjóla mömmu sinnar og fúndið til nærveru henn- ar, sem alltaf var svo falleg og góð í augum bamanna sinna 12. En þó að Josephine Baker þyrfti á öllum sínum kröftum að halda til að reka þetta stóra heimili varð hún líka að halda fjárhagnum gangandi og það var ekki auðvelt. Hún var á barmi gjaldþrots þegar hún tók aftur til við að dansa á sviði 69 ára gömul. Og kannski það hafi verið fullerfitt fyrir hana, því að hún slakaði aldrei á, sama hvað hún tók sér fyrir hendur. Josephine Baker ættleiddi alls 12 böm af ýmsum kynþáttum og trúarbrögðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.