Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 2. febrúar 1991 Atök landherja SOKNIRAKA HRUNDIÐ Bresk hemaðaryfirvöld sögðu að árásin á Khafji hefði verið undir- búningur að mikilli sókn íraska hersins inn í Saudi-Arabíu en flug- her bandamanna hefði komið í veg fyrir hana. írakar styrktu landher sinn við varpið í Bagdad tilkynnti í gær að Iandamærin rétt hjá Khafji með 800- 1.000 skrið- og bryndrekum ásamt fjölda hermanna. Bandamenn gerðu stöðugar loftárásir á sveitimar sem stefndu suður. Hernaðarsérfræðing- ar töldu að slík framsókn íraska hersins hjálpaði bandamönnum mikið því auðveldara væri að veikja herinn með loftárásum þegar hann kæmi úr felum. Sveitir bandamanna nálægt Khafji voru einnig styrktar til að geta tekið á móti írökum ef þeir gerðu árás. Bandamenn sögðust í fyrradag hafa hrakið íraka aftur til Kúvæt og út- íraski herinn hefði dregið sig frá Khafji. Sovéska fréttastofan Interfax hafði það eftir sovéskum hernaðaryf- irvöldum að 1.500 írakar hafi fallið í átökunum í Khafji og annarra 1.500 sé saknað. Bandamenn telja hins vegar að 300 hafi fallið og þeir sögð- ust hafa tekið 500 fanga. Að sögn bandamanna eyðilögðu þeir um 90 skrið- og bryndreka í Khafji. Banda- rísk hemaðaryfirvöld viðurkenndu í gær að þau hefðu misst á fimmtudag AC-130A flugvél með 14 menn inn- anborðs. Reuter-SÞJ Eystrasaltslýðveldin: Aukin tengsl Norðurlanda Mfci ■ # ...ísjiJ Norðurlönd hafa ákveðið að auka tengsl sín við Eystrasaltslýðveldin í menntamálum, vísindum og menn- ingu með því að koma upp skrifstofu í hverju lýðveldi fyrir sig sem mundi hafa yfirumsjón með þessum málum, að sögn norska utanríkisráðuneytis- ins í gær. Skrifstofurnar yrðu staðsett- ar í höfuðborgum lýðveldanna þriggja. Utanríkisráðuneytið norska taldi að kostnaðurinn við að koma upp þessari starfsemi og reka hana síðan það sem eftir væri ársins 1991 yrði milli 130 og 140 milljónir fsl.kr. Þessi áætlun gerir einnig ráð fyrir að leyfa fólki frá lýðveldunum þremur að stunda nám í Noregi, Svíþjoð, Dan- mörku, Finnlandi og á íslandi. Tálsmaður norska utanríkisráðu- neytisins sagði að þessum skrifstofum yrði komið upp fljótlega en tilgreindi enga ákveðna dagsetningu. Litháen opnaði nýlega sams konar skrifstofur í Osló og Kaupmannahöfh og Lettland í Stokkhólmi. Reuter-SÞJ íta | a - DÓMSMÁLARÁÐH ERR- ANN SEGIR AF SÉR Fréttayfirlit Riyadh - Bandarísk flugvél af gerftinni Hercules brotíentí í Kú- væt með fjórtán manns innan- borfts. Bandaríkjamenn segja að yfir300iraskirhemTennhafHallið í bardögunum um Khafji og 500 haflveríðteknirtilfanga Nikósía - S^ómvöld í Iran fullviss- Uðu fulltrúa franskra stjómvakta í íran um að flugvólar fraka mundu ekkifáaðfarafráíranfyrrenstríð- inu lyki en sögðu að fjölþjóðaher- írm ættí að fara frá Saudi-Arabíu tíl aðtryggjaaðfriðurgetikomistá Jerúsalem - fsraelsmenn hafa hótaö að þurrka út jórdanska flugherinn ef hann reynir aö koma í veg fýrir hefndarárás þeirra gegn Irökum. Islamabad - Aift aö hundraö létust og á annaö hundrað siös- uðust í hörðum jarðskjálfta sem varð i Pakistan i gær. Skjálftinn mældist 6,8 á Richter. Búist var við að tala látinna og særöra ætti eftir að hækka verulega. Sofía - Verðlag f Búlgaríu hækkaði í gær um 1.200% Á fimmtudag birgði fólk sig upp af vörum. Dómsmálaráðherra Ítalíu, Giuliano Vassali, sagði af sér í gær. Vassali, sem er jafnaðarmaður, hafði tekið hegningarlögin í gegn og fengið slæma gagnrýni fyrir. Gagn- rýnendur segja að eftir breytingarn- ar hafi dómskerfið orðið enn þung- lamalegra í sniðum en þaö var. Kommúnistaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, krafðist afsagnar hans á seinasta ári eftir að dómarar höfðu gagnrýnt hann fyrir að tryggja dómskerfinu ekki nægjanlegt fjár- magn og starfslið til að glíma við ört fjölgandi skipulagða glæpi. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Claudio Martelli, sem einnig er jafn- aðarmaður mun að öllum líkindum taka við dómsmálaráðuneytinu til bráðabirgða eða þangað til stjórnin verður stokkuð upp en því hefur ver- ið frestað vegna Persaflóastríðsins. Vassali er annar ítalski ráðherrann sem segir af sér í þessari viku. Varn- armálaráðherra landsins sagði af sér í kjölfar ummæla sem höfð voru eft- ir honum í ítölsku dagblaði þar sem hann sagði að ítalskir hermenn væru að láta hafa sig að fífli við Persaflóa. Hann sagði að vísu að blaðið hefði mistúlkað ummæli sín en sagði engu að síður af sér. Reuter-SÞJ ítalskur tískuhönnuður: Mario Valentino lést í gær Hinn frægi ítalski tískuhönnuður, Mario Valentino, lést í gær á heimili sínu í Napólí 63 ára gamall. Valent- íno skaust upp á stjörnuhimininn árið 1954 þegar hann hannaði san- dala úr kóröllum. Hann var fata- hönnuður margra frægra kvenna, til að mynda Sophiu Loren, Evu Gardn- er og Jacqueline Kennedy. Hann var samt frægastur fyrir skó og leður- vörur sem hann seldi í verslunar- keðju víðs vegar um heiminn sem bar nafn hans. Hann lætur eftir sig ekkju og þrjú börn. Reuter-SÞJ Róttækar breytingar í Suður-Afríku: ADSKILNADARSTEFNAN MILDUÐ ENN FREKAR F.W de Klerk, forseti Suður- Afríku, kynnti nýjar tillögur í gær sem miða að afnámi aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í landinu. Tillögumar gera m.a. ráð fyrir að afnema lög sem banna hvítum og svörtum að búa saman í íbúahverfum og lög sem geri svörtum erfitt fyrir að eign- ast ræktarland. Einnig hefur verið ákveðið að nema úr gildi iög sem gerðu ráð fyrir að öll nýfædd böm séu skráð með tilliti til kynþáttar. De Klerk skýrði frá þessum tillögum á löggjafarþinginu. Var oft gripið fram í fyrir honum af fulltrúum íhalds- flokksins og að lokum gengu þeir út De Klerk dró nokkuð úr aðskilnað- arstefnunni á seinasta ári og fékk mildari viðhorf í ríkjum Evrópu- bandalagsins og Bandarikjunum en þau eru í forystu fyrír þeim viðskipta- þvingunum sem beitt eru gegn Iand- inu vegna aðskilnaðarstefnu stjóm- valda. Nú virðist hann ætla að gera enn betur. Evrópskur stjómarerindreki sagði að sú óvænta ákvörðun að nema úr gildi lög um skrásetningu barna eftir kynþætti gerðu það að verkum að ómögulegt væri að snúa aftur til fyrri stefnu sem hefur verið ríkjandi síðan flokkur De Klerks komst til valda ár- ið 1948. De Klerk sagði að iagafrumvörp, sem mundu koma þessum tillögum í framkvæmd, færu brátt fyrir þingið. Ræða De Klerks hleypti reiði í íhaldsmenn sem mótmæltu meðan hann flutti hana. íhaldsmaðurinn Jan Hoon var rekinn út af þinginu vegna síendurtekinna tmflana þegar hann öskraði: „Þú hefur ekkert um- boð til að gera þetta." Aðrir meðlimir íhaldsflokksins gengu síðan út og eiga slíkir atburðir sér ekki fordæmi í sögu þingsins. Þegar De Klerk flutti ræðuna söfn- uðust þúsundir blökkumanna fyrir utan þinghúsið í Höfðaborg og kröfð- ust þess að fá fulltrúa til að taka þátt í mótun nýrrar stefnu. Mótmæli svartra urðu víðar í landinu og sums staðar kom til dagsverkfalla. Nelson Mandela einn af leiðtogum Afríska þjóðarráðsins hefur þegar mótmælt þessum áformum því hon- um finnst þau ekki ganga nógu langt. Hann hvatti til að viðskiptabanninu á landið yrði haldið áfram þangað til réttur blökkumanna hefði verið tryggður til fulls. Framkvæmdaráð Evrópubandalagsins tilkynnti hins vegar í gær að þessi stefnubreyting De Klerk, forseti Suður-Afríku. gæfi tilefni til að milda viðskipta- bannið gegn Suður-Afríku. Reuter-SÞJ Jarðskjálfti í Pakistan: Mældist 6,8 á Richter Harður jarðskjálfti, .6,8 á Richter, varð í norðurhluta Pak- istan í gær. Vitað var um allt að hundrað sem höfðu látist og iangt á annað hundrað sem höfðu slasast. Búist var viö að tala látínna og slasaðra ættí eft- ir að hækka verulega því á þessu svæði eru afskckkt fjallahéruð sem erfitt er að ná til. Jarð- skjálftans varð einnig vart í Afg- anistan og í hluta Sovétríkj- anna. Þetta er harðasti jarðskjálfti í Pakistan í mörg ár. Arið 1974 varð skjálfti sem áttí upptök sín á sömu slóðum og skjálftinn í gær og mældist hann 6,3 á Richter og þá létust 5.200 manns. í október síðastiiðnum varð skjálfti upp á 6,6 á Richter og þá létust 13. Skjálftinn átti sér stað rétt fyr- ir dögun. Flestír reyndu að komast út úr húsum sfnum og margir múslimar hrópuðu, ,AHah-o-Akbar“ (Guð er mik- ill). Þó nokkrar skemmdir urðu í Kabúl, höfuðborg Afganistan, og varð skjálftans vart um aOt landið. Sovéska fréttastofan Táss greindi frá þvf að miklar skcmnidir hefðu orðið í bæjum kringum Khorog og í suður- hluta lýðvcldisins Tadzhikistan. Engar haldbærar tolur lágu fyr- ir um mannfall eða slasaða á þessum svæðum. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.