Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. janúar 1991 Tíminn 5 Loðnubresturinn mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar á afkomu sveitarfélaga víða um land. 16% tekna bæjarsjóðs á Eskifirði koma frá veiðum og vinnslu á loðnu: UM 4-5 MILLJARÐA KR. LOÐNUBRESTUR Veiðist engin loðna á þessari vertíð mun það hafa mjög alvarleg áhrif á af- komu útgerðarfyrirtækja sem eiga rúmlega 40 loðnuveiðiskip, 20 loðnu- verksmiðjur, þjónustuiyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga sem hafa af- komu sína beint og óbeint af loðnuveiðum og loðnuvinnslu. Þetta kemur fram í skýrslu sem Byggðastofnun hefur gert að beiðni ríkisstjómarinnar um áhrif loðnubrests á einstök sveitarfélög. Ríkisstjómin ræddi um skýrsl- una í gær og jafnframt hvort Jöfnunarsjóður sveitarfélaga gæti aðstoðað sveitarfélög í þeim vanda sem þau eiga nú við að etja vegna loðnubrestsins. Síðastliðinn áratug hafa loðnuveiðar verið helmingur til nær 2/3 af heildar- veiði hér við land ef undan eru skilin árin 1982 og 1983. Hins vegar hefur hlutdeild loðnuaflans verið mun lægri en nemur hlutdeild í afla, sem dæmi nam verðmæti loðnuaflans um 7% ár- ið 1989 og 14% árið 1985, en þá voru veidd um ein milljón tonn af loðnu. í fyrra voru veidd um 670 þúsund tonn af Ioðnu og fluttar út loðnuafurðir fyrir um 3,9 milljarða. Byggðastofnun setur upp ákveðið dæmi í skýrslu sinni til að reyna að meta áhrif loðnubrestsins á þjóðarbú- skapinn. Miðað er við að á land berist 835 þúsund tonn af loðnu, en það er meðalloðnuveiði áranna 1984 til 1990, og að aflaverðmæti sé 4000 krónur á tonnið. Þetta þýðir að tapaðar útflutn- ingstekjur verða 5,4 milljarðar. Rikis- sjóður fær 300-400 milljónum minna í tekjur. Hafharsjóðir verða af tekjum sem nema 40-50 milljónum og sveitar- sjóðir af 120-150 milljón króna tekjum. Þessar tölur'eru líklega eitthvað hærri vegna þess að ekki er reiknað með margfeldisáhrifum vegna minni tekna þjónustuaðila á hverjum stað og lægri tekjum sveitarfélaga fil framkvæmda. Þeir staðir sem ætla má að hefðu yfir 3% af samanlögðum tekjum hafnar- sjóðs og bæjarsjóðs af loðnuveiðum eru Vestmannaeyjar (5%), Grindavík (6%), Akranes (3%), Bolungarvík (3%), Siglufjörður (5%), Grenivík (6%), Raufarhöfn (13%), Þórshöfn (9%), SeyðisOörður (12%), Neskaup- staður (8%), Eskiíjörður (16%) og Reyðarfjörður (6%). Þessir staðir hafa tekið við 4 af hverjum 5 tonnum af loðnu sem farið hafa í bræðslu á und- anfömum ámm. Til samanburðar má nefna að loðnubresturinn mun lækka tekjur Reykjavíkurborgar um 0,2%, en í Reykjavík hefur að jafnaði verið land- að um 30 þúsund tonnum af loðnu á síðustu árum. Um 600 sjómenn em á loðnuveiði- skipunum og starfsmenn loðnuverk- smiðja em rúmlega 300. Byggðastofn- un telur að allt að 360 sjómenn verði atvinnulausir, 200-300 verkamenn í loðnubræðslum og e.Lv. 100-150 menn sem tengjast loðnuvinnslu, eins og löndun, útskipun, viðgerð siglinga- tækja, netagerð, akstri o.fl. fái loðnu- veiðiflotinn engin önnur verkefhi. í flestum tilfellum er um að ræða karl- menn sem hafa haft góð Iaun en verða nú að fara á Iágar atvinnuleysisbætur. Flugvélaeigendur höfðu varann á í gærkvöld og flugvélum frá Helga Jónssyni haföi verið komið fýrir í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Fátítt er að utanaðkomandi aðilar fái þar inni. Tímamynd: Áml BJama. TR0LLIÐ BRAÐNAÐI FVrir skömmu uppgötvaðist um borð í frystitogaranum Vestmannaey VE, þegar verið var að hífa á Breiðamerk- urdjúpi, að trollið hafði bráðnað í sundur á nokkmm stöðum. Skipverj- ar segja að trollið hafi verið heilt þeg- ar það fór í sjóinn og því em fáar skýr- ingar aðrar en þær að trollið hafi ver- ið dregið yfir háhitasvæði. Samkvæmt rannsóknum þarf um 150 gráður til að bræða nælonið í trollinu. Níels Óskarsson, jarðfræðingur hjá Norrænu eldfjallastöðinni, sagði að ekki væri vitað til þess að háhitasvæði væri á þessum slóðum en þó væri það ekki óhugsandi. Hann benti td. á að jarðhiti væri í ísafjarðardjúpi og á nokkmm öðmm stöðum utan við eld- virk svæði. Níels vann að rannsóknum á háhitasvæði sem fannst við Grímsey í fyrra, þegar bátur bræddi veiðarfáeri sín þar. Hann sagði að hann hefði þá kannað hve háan hita þyrfti til að bræða nælonið í veiðarfærunum og fundið út að það bráðnaði við u.þ.b. 150 gráður á Celcius kvarða. Pétur Þór Jónasson w m Almannavarnir vöruöu við flóðahættu í nótt Almannavamir ríkisins hafa síð- ustu daga veríð í sambandi við staði á Suðurlandi og Suðumesjum og varað við sjávarflóðahættu. í gær- kvöldi og nótt átti að ganga yfir landið hvass vindur á sama tíma og stórstreymi er. Djúp lægð átti að ganga yfir landi í nótt en lægðar- miðja hennar, þ.e. lægsti loftþrýst- ingur, er hins vegar við Grænland. Síðastnefnda atríðið dregur úr lík- um á sjávarfióðum en engu að síð- ur ætluðu menn að hafa varann á sér. Markús Á. Einarsson veðurfræð- ingur sagði að seint í gærkvöldi og fram eftir nóttu færi hér um djúp lægð sem myndi fylgja stormur af suðri eða suðaustri, 10 til 11 vind- stig. Þegar liði á nóttina átti síðan að verða heldur vestlægari átt og hæg- ari. Þessa dagana er stórstreymi og á flóðinu í morgun var flóðhæðin 4,4 metrar. Við þessar aðstæður sagði Markús að mönnum dytti strax í hug hætta á sjávarflóðum. Þá þyrftu þrjú atriði að leggjast á eitt: stór- streymi, mjög lágur loftþrýstingur þ.e. lægðarmiðja og mikill vindur af hafi. Hins vegar átti miðja þeirrar djúpu lægðar, sem var að nálgast landið í gærkvöld, og er í 930-935 að vera við strönd Grænlands. „Og það þýðir það að þó vindurinn hér verði gífurlega mikill þá verður loftþrýst- ingurinn ekki óvenjulega lágur. Þess vegna hef ég ekki verulega miklar áhvggjur af flóðum.“ Á hafnarvoginni í Sandgerði feng- ust þau svör að bátaeigendur ætluðu sér að vera um borð í bátunum í nótt og hafa þá í gangi. „Viðbúnað- urinn hér er ekkert meiri en venju- lega svo vön erum við þessu hér. Menn, sem er annt um bátana sína, eru um borð í bátunum þegar spáin er ljót og hásjávað er. Þannig reyna þeir að bjarga því sem bjargað verð- ur ef eitthvað er,“ voru svörin sem Tíminn fékk á hafnarvoginni í Sand- gerði. -sbs. Sveitarstjóm Eyjafjarðarsveitar hefur ákveðið aö ganga til samninga við Péhir Þór Jónasson, forstöðu- mann tölvudeildar Búnaðarfélags íslands, um starf sveitarstjóra í EyjafyarðarsveiL Gert er ráð fyrir að nýr sveitarstjóri hefji störf elgi síðar en um mánaöamótín aprfl-maí. Pimmtán umsælqendur voru um stöðuna. Pétur Þór er fæddur 9. maí 1952. Hann iauk stúdendtsprófi frá MH 1972, og útskrifaðist sem búfræði- kandídat frá Hvanneyri 1977. Hann stundaði síðan framhaldsnám í landbúnaðarháskóla í Sviþjóð og lauk MS-prófi £ landbúnaðarverk- fiæði árið 1983. Að námi loknu starfaði Pétur Þór sem kcnnari á Hvanneyri, en frá árinu 1984 hefur hann verið forstöðumaður tölvu- deildar Búnaðarfélags íslands. Eig- inkona Péturs er Freyja Magnús- dóttír og elga þau 3 böm. Þá hefur sveitarstjóm samþykkt að mæla með því að Kristján Theo- dórsson á Brúnum, fyrrvetandi hreppstjóri Öngulstaðahrepps, verði skipaður hreppstjóri í Eyjafjarúar- sveiL Endanleg ákvörðun er hins vegar í höndum bæjarfógetæmb- ættisins á Akureyri. hiá-akureyri. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga: ALYKTAR UM LAGAFRUMV0RP Stjóm Sambands íslenskra sveitar- félaga fjallaði á fundi sínum þann 25. janúar sl. um fmmvarp til laga um upplýsingaskyldu stjómvalda þar sem þeir gagnrýna frumvarpið fyrir að vera of víðtækt. „Okkur finnst upplýsingaskyldan vera víðtæk samkvæmt frumvarp- inu og finnst að það eigi að binda upplýsingaskylduna einhverjum takmörkunum, t.d. rétti manns til aðgangs að gögnum er varða ein- göngu hann sjálfan, eða að hann geti sýnt fram á það að hann hafi sérstaka hagsmuni af því að kynna sér þau gögn. Að öðrum kosti finnst okkur að það gæti verið um að ræða að þessi upplýsingaskylda sjórnvalda verði misnotuð af einhverjum aðil- um,“ sagði Þórður Skúiason, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga. Á umræddum fundi var einnig tek- ið fyrir frumvarp til stjórnsýslulaga þar sem stjórn Sambandsins mælti með að lögfestar verði almennar reglur um stjórnsýslu ríkis og sveit- arfélaga, þó með nokkrum breyting- um. í umsögn sinni segir stjórnin að í þessu sambandi beri að hafa í huga „hagsmuni og réttarstöðu borgar- anna gagnvart yfirvöldum svo og að réttarreglur verði skýrar og leiði til skilvirkrar stjómsýslu. „Við mælum með því að þessi lög taki gildi, en við gerum athuga- semdir við einstakar greinar þar sem við viijum að verði kveðið skýr- ar á um einstaka liði,“ sagði Þórður. Þórður sagði að þeir hefðu t.d. gert athugasemd við ákvæði um vanhæfi kjörinna sveitarstjórnarmanna til þess að taka afstöðu á vettvangi sveitarstjórnar. „Við lítum svo á að sveitarstjórnarmaður eigi ekki að vera vanhæfur þó að hann hafi fjall- að áður um ákveðið mál í undir- nefnd sveitarstjórnarinnar, eins og byggingarnefnd eða skipuíagsnefnd eða í einhverri slíkri nefnd. Við vilj- um að það sé kveðið skýrt á um það. Einnig teljum óskýrt ákvæðið um hver hefur úrskurðarvald um hvort viðkomandi sé vanhæfur, við teljum að það sé væntanlega viðkomandi sveitarstjórn," sagði Þórður. Auk þess gerði stjórnin athuga- semdir við ákvæði um rétt til að- gangs að skjölum, þar sem hún telur að réttur til aðgangs að vinnuskjöl- um starfsmanna sé hæpinn. Svo og gagnrýnir stjórnin reglu um að skriflegur rökstuðningur þurfi að fýlgja öllum málaafgreiðslum sveit- arstjórna, vegna allra þeirra aragrúa mála sem tekin eru fyrir, þó það eigi við í mörgum tilfelium. —GEÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.