Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Laugardagur 2. febrúar 1991 Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin 'í Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofurLyngháls 9,110 Reykjavlk. Slml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð I lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Tennur og heilsufar Fyrir u.þ.b. þrjátíu árum hóf íslenskur tannlæknir, Pálmi Möller, sem um langt skeið hefur verið pró- fessor í tannlæknisfræði við bandarískan háskóla, skipulegar rannsóknir á tannheilsu íslenskra barna. Sérstaklega er minnst rannsóknar hans frá árinu 1974, sem leiddi í ljós að hvert 12 ára íslenskt barn var með 8 skemmdar tennur að meðaltali. Þær rannsóknir sem síðan hafa verið gerðar sýna að svipað ástand hélst um tannskemmdir barna fram til ársins 1982. Eftir það hefur tannheilsa barna far- ið batnandi, enda mátti svo verða því að íslendingar voru þá mjög aftur úr á þessu sviði heilsufarsmála. Samkvæmt upplýsingum sem heilbrigðisráðherra og tannverndarráð, sem starfar á vegum heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytisins, hafa veitt í tilefni tannverndardags sem haldinn var í gær benda rann- sóknir til þess að árið 1990 hafi meðaltal tann- skemmda verið 3,4, sem augljóslega er mikil fram- för miðað við ástandið fyrir 10 árum og fyrr, þótt enn sé þörf að stefna að lækkun þessa hlutfalls mið- að við það sem gerist í ýmsum öðrum löndum. Sá árangur sem orðið hefur síðustu ár á sviði tann- heilsu barna er óneitanlega athyglisverður og aug- ljós vísbending um að íslendingar hafa fullnægj- andi skilyrði til þess að ná enn betri árangri og komast í fremstu röð þjóða að þessu leyti eins og á mörgum fleiri sviðum heilsufarsmála. Ekki verður annað séð en að yfirvöld heilbrigðisþjónustunnar í landinu sýni þessu verkefni mikinn áhuga, enda hefur verið stuðlað að því að auðvelda fólki aðgang að tannlæknaþjónustu, ekki síst því forvarnarstarfi sem felst í því að börn njóti hennar svo snemma og reglubundið að það þurfi ekki að leiða til óhófs- kostnaðar, sem oft er kvartað undan. Enginn vafi er á að menntun og starfsþjálfun lækna hefur fleygt fram auk þess sem þeim hefur fjölgað, svo að auðveldara er að ná til þeirra með eðlilegum, reglubundnum hætti. Stundum verður vart tortryggni í garð tannlækna vegna kostnaðar- samrar vinnu þeirra. Slík tortryggni kann e.t.v. að eiga við einhver rök að styðjast, en er þó í alltof mörgum tilfellum reist á hleypidómum. Engin ástæða er til að láta tannlæknastéttina verða fyrir barðinu á almennri fyrirtekt umfram aðra. Þvert á móti þarf að skapast trúnaður milli þeirra og al- mennings. í upplýsingum heilbrigðisráðherra og tannvernd- arráðs um ástand tannheilsu barna er enn bent á það sem er að verða gömul saga hér á landi, að ís- lensk börn virðast lifa mjög á sælgæti og öðru sjoppufæði og drekka gosdrykki úr öllu hófi. Enn er á það bent að sjoppur séu óhæfilega margar í land- inu og oft reknar í næsta nágrenni skólanna. Það er samdóma álit heilsufræðinga að sjoppufæðan sé óholl og draga verði úr neyslu hennar. Hvernig verður það gert? Hvers vegna er ekki gerð gangskör að því að koma upp skólamáltíðum? Svar við þeirri spurningu verður brýnna með hverju ári. INN MÁNUÐUR er nú lið- inn af árinu 1991, upphafsári síðasta áratugar tuttugustu aldar. Ef árið allt verður svo við- burðaríkt sem þessi eini mán- uður, þarf ekki að kvíða frétta- leysi í því upplýsingaþjóðfélagi sem snillingar hátæknialdar hafa lagt grunninn að, en fjöl- miðlar eru sem óðast að full- komna í framkvæmd. Hvað sem segja má um efni Persaflóastríðsins er a.m.k. víst að styrjöld þessi hefur orðið einkar velþeginn fréttamatur og kærkomið afþreyingarefni um allan heim. Þessa sér ekki síst stað á íslandi, því að „ekki hafa verið stigin stærri framfara- spor í upplýsingamiðlun af stóratburðum heimsins" en í nýliðnum janúarmánuði, svo að segja má „að stórt skarð hefur verið höggvið í þann einangr- unarmúr sem hlaðinn hefur verið um íslensku þjóðina með búralegri afdalamennsku í fjöl- miðlastarfsemi ofan á þann pólitíska útúrboruhátt sem það er að vilja ekki af stórhuga framtíðarsýn opna landið fyrir framfarastraumum og samein- ingarhugsjónum sem leika um Evrópu eins og þýður andvari.“ Innilokunarkennd Það sem hér er sagt innan gæsalappa er nokkurn veginn sá blær sem setur svip á stjórn- mála- og menningarumræðu á íslandi um þessar mundir. Að hlusta á málflutning margra þeirra sem mest láta að sér kveða í almennri umfjöllun þjóðmála og telja sig sérstaka boðbera alþjóðahyggju, gæti maður helst haldið að þeir væru þjakaðir af innilokuna- rótta og sjúklegri einangrunar- skelfingu, sem brýst út í því að sjá ekkert fyrir sér nema „af- dalamennsku" ef einhverjum verður á að andæfa ofæði þeirra, sem halda að þjóðleg viðhorf í pólitík og menningar- efnum séu dragbítur á efna- hagslegar framfarir og daglegt líf í landinu um alla framtíð. Af mörgu er að taka um þessa pól- itísku innilokunarkennd en til- tækast er í augnablikinu að minna á grein í Morgunblað- inu eftir Birgi Árnason, sem sagður er hagfræðingur EFTA í Genf og býður sig fram til þess að verða frambjóðandi Alþýðu- flokksins í Reykjavík. Hann hefur það m.a. eftir barni sínu („víðförlu eftir aldri“) og enn ekki sjálfráða: „Ég fæ gæsahúð (segir barnið) af tilhugsuninni um að við verðum ekki aðilar að Evrópubandalaginu í fram- tíðinni." Því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft. Hvernig má annað vera en að drengurinn tali eins og hann gerir, þegar hann er innrættur þeim skilningi á Evrópubanda- laginu sem faðir hans hefur til- einkað sér og glöggt kemur fram í áminnstri blaðagrein, sem endar á þessari klástrófób- ísku upphrópun: „Ég kýs aðild að Evrópubandalaginu fyrir aldamót!" Gervitungl sannleikans Eitt af því sem þessir þjáðu al- þjóðahyggjumenn hafa haldið hvað stífast fram er sú fullyrð- ing að íslensk fjölmiðlastarf- semi hafi verið í fjötrum „ein- angrunarsinnaðrar miðstýr- ingar“, svo að hvergi eigi sinn líka. Hafi þessari fréttaeinangr- un ekki verið unað í orði hafa sjónvarpsfyrirtæki sýnt vilja sinn í verki með því að taka lögin í sínar hendur. íslensku sjónvarpsstöðvarnar urðu á andartaki endurvarpsstöðvar fyrir erlend sjónvörp. Stöð 2 setur metnað sinn í að endur- varpa dagskrá bandaríska sjón- varpsrisans CNN og Ríkisút- varpið sjálft með sextíu ára sögu að baki sem þjóðleg menningarstofnun hefur strokið af sér afdalasvipinn og endurvarpar nú dagskrá bresks sjónvarpsfyrirtækis. Þannig halda forstöðumenn þessara tveggja sjónvarpsstöðva að þeir þjóni skyldunni við að upplýsa íslenskan almúga um gang heimsmála. Peter Ustinov, breskur háðfugl, kallar CNN og Sky „gervitungl sannleikans“ í háðungarskyni, en á íslandi taka menn slíkt hátíðlega. Eitt er a.m.k. víst að það er kostn- aðarminna að endurvarpa dag- skrárefni erlendra stöðva en framleiða eigin efni sjálfur. Það er til nokkurs að vinna fyrir ís- lensku sjónvörpin að breyta starfsemi sinni í endurvarp al- þjóðlegu gervihnattasjónvarp- anna, auk þess sem þess háttar nýtni og forsjálni í rekstri menningarstofnana fellur ljómandi vel að rekstrarhag- fræði nýkapitalismans. Janúarmánuður hefur verið viðburðaríkur. Hins vegar hef- ur minna verið rætt um það hversu afdrifaríkir þeir atburð- ir eru og eiga eftir að verða, enda hefur ekki á svo skömm- um tíma gefist tóm til að hugsa um afleiðingarnar. Heimurinn hefur verið í svipaðri stöðu eins og þegar menn verða vitni að stórbruna. Þeir hafa nóg með að horfa á það sem fyrir augu ber, en eru ekkert að hugsa um hvernig tjónið kem- ur við þá sem eiga húsið og það sem í því er. Menn eru ekkert að spilla sjónrænni skynjun augnabliksins, tignarlegum myndum, með grufli um hagi einstaklinganna sem þar eiga allt sitt í húfi eða hvernig reisa eigi við það sem liggur í rúst. Den dag, den sorg! Það fer lítið fyrir því að reynt sé að setja stóratburði janúar- mánaðar í samhengi við það sem þótti einkenna heimsvið- burði tveggja nýliðinna ára, hvað þá að nokkur gerist svo djarfur meðan leikurinn er rétt að byrja að spyrja að leikslok- um og hvað við taki þegar allt er afstaðið. Endurvarpið frá CNN og Sky hefur séð íslend- ingum fyrir beinum útsend- ingum frá Persaflóastríðinu, að vísu ritskoðað efni og falsað að sama skapi, en þar á móti kem- ur að sjónrænt efni nýtur sín eins vel þótt það sé logið, ef menn trúa því sem þeir sjá. Er það ekki einmitt galdur listar- innar að blekkja? Og krafa af- þreyingarinnar að láta menn gleyma áhyggjunum? Þessi endurvarpaða dagskrá skilar því sem henni er ætlað: Að lát- ast vera að segja sannar fréttir í beinni útsendingu. Eða eins og Peter Ustinov benti á undir rós: CNN og Sky fundu upp sann- leikann. Háskalegt friðartal Þess vegna eru íslendingar nú taldir öngvir eftirbátar Banda- ríkjamanna og Breta að vita allt sem vitað verður um Persaflóastríðið, því að svo vel er séð fyrir fréttaflutningi af styrjöldinni með endurvarpi íslensku sjónvarpsstöðvanna. Hins vegar eru CNN og Sky ekki eins á ferðinni á atburða- vettvangi í Sovétríkjunum. Þessar alþjóðlegu sjónvarps- stöðvar virðast a.m.k. vita giska fátt af íslensku framtaki um að styðja sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsþjóðanna og varla við að búast, því að þær hafa yfirleitt ekki látið sig varða baráttu þessara smá- þjóða að varpa af sér oki bandaríkjastjórnarskrár sovét- samveldisins, enda lítill hljóm- grunnur í heiminum fyrir sjálfstæðishreyfingar af slíku tagi og pólitíska þjóðrækni smáþjóða, sem hin Sameinaða alþjóðahyggja hf. safnar liði gegn og vex ásmegin, því ve- sælli sem Sameinuðu þjóðirn- ar verða um annað en orða- gjálfur. Fyrir slíkt hljóta Sam- einuðu þjóðirnar litla virð- ingu, enda má ekki á milli sjá hvor niðurlægir framkvæmda- stjóra samtakanna meira Saddam Hússein eða Georg Búsh, þegar Peres de Cuellar (framkvæmdastjórinn) leyfir sér að tala máli friðarins. Það þykir mikil smán og heiguls- háttur beggja vegna víglín- unnar að biðja menn að vera til friðs, svo að annað fólk þurfi ekki að líða fyrir hetjuskap þeirra. Þetta er eins og var á fyrsta desember böllunum á Norð- firði á árunum milli stórstyrj- aldanna, þegar siður var að stinga upp í þá, sem reyndu að stilla til friðar með slagsmála- hundum, með niðursallandi brigslyrðum, ef meðalgöngu- mennirnir voru þá ekki bein- línis rotaðir með sameiginlegu hnefaafli óróaseggjanna. Hins vegar kom það aldrei fyrir að þeir, sem gengu á milli, væru sakaðir um að hafa espað til ólátanna, en það má Peres de Cuellar þola og aðrir sem skynja hetjuskap í öðru en munnfylli af stóryrðum. Nú fá þeir það á sig að hafa komið styrjöldinni af stað með frið- mælum, sem eiga að gera hina forhertu enn forhertari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.