Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 10
22 Tíminn Laugardagur 2. febrúar 1991 Kristmundur Þorsteinsson Kvöld-, nætur- og holgidagavarsla apóteka I Reykjavík 1. til 7. febrúar er I Holts Apóteki og Laugavegs Apóteki. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna fró kl. 22.00 að kvöldl til Id. 9.00 að morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar I sima18888. Undir lok nítjándu aldar fluttu hjón- in Þjóðbjörg Þórðardóttir og Narfí Þorsteinsson frá Stíflisdal í Þing- vallasveit og stofnuðu til búskapar að Klafastöðum í Skilmannahreppi á Hvalfjarðarströnd. Sonur þeirra, Þorsteinn Narfason, tók við búi skömmu fyrir aldamót. Hann kvæntist Ragnheiði Þorkels- dóttur, sem einnig var ættuð úr Þingvallasveit. Ragnheiður og Þorsteinn eignuð- ust ellefu börn. Fjögur dóu á barns- aldri, en þrjú létust langt um aldur fram. Kristmundur Þorsteinsson fæddist 18. júní 1911. Hann lést nær áttræður að aldri þann 27. janúar 1991. Saga fjölskyldunnar á Klafastöðum nær yfir 100 ár og þrjá ættliði. Sú saga er nú öll, því Kristmundur var einn orðinn eftir af systkinahópnum og ekkert barna þeirra Ragnheiðar og Þorsteins átti afkomendur. Klafastaðir eru góð bújörð. Þar er víðáttumikið graslendi og góð skil- yrði til túnræktar. Bærinn stendur hátt og þaðan er víðsýnt um fjörð og fjöll. Gjöfult og fagurt land setur mark sitt á þá sem þar búa og þegar við bætist rík ábyrgðartilfinning og sterk fjölskyldubönd, verður það skiljanlegra en ella að börn Ragn- heiðar og Þorsteins gerðu Klafastaði að heimili sínu á fullorðinsárum. Systkinin voru fulltíða fólk löngu áður en íslenskt þjóðfélag breyttist til þess horfs sem nú blasir við aug- um. Tæknibylting í landbúnaði fór samt ekki framhjá Klafastaðabúi og starfsorka langrar ævi var til þess nýtt að bæta landið og gera það gjö- fulla og byggilegra. Öll áttu systkin- in jafnan hlut að því starfi, en lengst naut búið starfskrafta Ástu, Þórðar, Guðmundar og Kristmundar. Krist- mundur var jafnan í forsvari fyrir heimilinu. Hann var þeim kostum gæddur að draga jafnan fram þær hliðar hvers máls sem bjartari voru og þó einkum ef eitthvað spaugilegt mátti finna í orði og athöfn. Glað- værð og smitandi hlátur var jafnan skammt undan í félagi við Krist- mund. Þessar lyndiseinkunnir að viðbættum góðvilja og greiðvikni öfluðu honum margra vina sem nutu gjafmildi hans og verkkunn- áttu. En glaðværð og bjartsýni er oft sem gisin hula yfir þeim harmi sem áföll og ástvinamissir valda. Systkin- in á Klafastöðum urðu að þola marga raun vegna langvinnra veik- inda og sviplegra slysa. Allt frá því ég fyrst man eftir mér voru Klafastaðir og frændfólk mitt þar ímynd íslenskrar sveitar og sveitamenningar í huga mínum. Þar blandaðist hið forna og hið nýja með þeim hætti að hið forna var undir- staðan og kjölfesta. Landið og sagan mótuðu fólkið en lífskjörin knúðu til formfestu og stöðugleika í hátt- um. Slík eylönd gerast æ færri í straumþungum breytingaflaumi nútímans. Þau voru þrjú eftir systkinin og komin á efri ár þegar nútíminn barði harkalega að dyrum á Klafa- stöðum. Menn fyrir sunnan höfðu komist að þeirri niðurstöðu að í fjörunni við túnfótinn á Klafastöð- um, þar sem heitir Grundartangi, væri ákjósanleg aðstaða til hafnar- gerðar og byggingar mikillar verk- smiðju. Enda þótt systkinin flíkuðu ekki tilfinningum sínum þurfti ekki mikla glöggskyggni til að skynja að þessi áform voru þeim ekki að skapi. Það var til marks um æðruleysi þeirra og raunsæi að þegar þeim varð ljóst að ekki yrði undan vikist snerist áhugi þeirra allur að því að bæta landi og lífi það sem glatast kynni vegna umsvifa stóriðjunnar. Jafnframt því að íslenska járnblendi- félagið fékk land fyrir verksmiðju og höfn var félaginu gert að rækta skóg í fallegustu ásunum í Klafastaðal- andi, þar sem brekkan rís til Akra- fjalls. Enn eru þær lágvaxnar hrísl- urnar og næðingssamir vindarnir á berangri. En þar mun koma að skógurinn vaxi og hemji veðrin til yndisauka fyrir þá sem á eftir koma. Sá minnisvarði er bestur. Hafi þeim systkinum þótt miður að verksmiðja reis í túnfætinum þá fengust þær sárabætur að henni fylgdi fólk, sem skildi og mat tilfinn- ingar þeirra og gerði sér far um að auðvelda þeim þungbæra elli með hlýju viðmóti og margvíslegri hjálp- semi. Fyrir það á Islenska járn- blendifélagið og framkvæmdastjóri þess, Jón Sigurðsson, þakkir skildar. í dag verður Kristmundur Þor- steinsson borinn til grafar í kirkju- -----------------------------------------------------. í Minningarathöfn um elskulega móður okkar, ömmu og lang- ömmu Rannveigu Gunnarsdóttur frá Kópaskeri Grenimel 13 fer fram frá Neskirkju mánudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Jarðsett verður fyrir norðan. Þórhallur Bjömsson Gunnþómnn Bjömsdóttir Gunnar K. Bjömsson Kristveig Bjömsdóttir Ásta Bjömsdóttir Bjami Guðbjömsson Lovísa H. Bjömsdóttir Guðiaug Ólafsdóttir Halldór Sigurðsson Bjöm Benediktsson Sigríður J. Kristjánsdóttir bamaböm og bamabamaböm ||| Útboð Innkaupastofríun Reykjavíkurborgar, f. h. gatnamálastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í kaup á gangstéttarhellum. Heildarmagn: 34.000 stk. Stærð: 40x40x5 og 40x40x6 cm. Afhending er eigi síðar en 15. júní 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. febrúar kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 garðinum að Innra Hólmi. Megi hann hvfla í friði. Guðmundur E. Sigvaldason „Um héraðsbrest ei getur, þótt hrökkvi sprek í tvennt" orti skáldið forðum og víst er það ekki annálsvert þótt gamall maður, mæddur af langvinnum sjúkdómi, fái hvfld frá píslum sínum. Engu að síður eru þetta talsverð kaflaskil í lífi okkar, sem kveðjum þennan gamla mann og lifum og störfum á þeim slóðum þar sem hann fæddist, ólst upp og vann allt sitt ævistarf. Kristmundur Þorsteinsson var einn ellefu barna Þorsteins Narfa- sonar og Ragnheiðar Þorkelsdóttur sem bjuggu allan sinn búskap að Klafastöðum í Skilmannahreppi. Af börnunum komust sjö upp, en eru nú öll látin og öll barnlaus. Þegar járnblendiverksmiðjunni var valinn staður, var hann í landi Klafa- staða. Ríkið keypti þá hluta jarðar- innar, en systkinin, sem eftir lifðu, bjuggu á henni að öðru leyti. Þegar sá, sem þetta skrifar, kom að byggingu verksmiðjunnar voru þrjú þeirra eftir, Ásta, Guðmundur og Kristmundur. Þórður bróðir þeirra hafði þá fáeinum árum fyrr farist sviplega við bústörf þar heima við. Ýmislegt varð til erindis til að hitta þau systkinin íyrstu árin og tóku þau þessum stóra og hávaðasama nágranna einkar vel. Kynnin við þau systkini voru afar fróðíeg, því að öll voru þau greind og minnug og gátu frá mörgu sagt um mannlíf á þess- um slóðum af langri ævi og raunar enn lengra fram. Lífsviðhorf þeirra komu skýrt í ljós, þegar eftir því var leitað að járn- blendifélagið fengi að reisa hús fyrir framkvæmdastjóra þess í landi þeirra í ásunum fyrir ofan verk- smiðjuna. Það var auðsótt. Þegar lóðin skyldi hins vegar afmörkuð og samið um leigugreiðslu eða kaup- verð fór í verra, þar eð þau vilda enga peninga heyra nefnda eða sjá. Hins vegar hafði þau alla tíð dreymt um að sjá land þar um slóðir klætt trjágróðri. Byggingarheimildin fékkst því með því skilyrði einu að þarna skyldu girtir af og friðaðir um 25 ha. lands, sem járnblendifélagið skyldi síðan fullplanta á 10 árum. Allt fór þetta eftir. Ásta og Guð- mundur lifðu ekki að sjá teljandi ár- angur þessa starfs, en Kristmundur sá hins vegar fyrstu merki þess að trjágróður nái að breyta þessum snauðu og þrautbitnu ásum í skjól- sælt skóglendi. Þeir, sem eftirleiðis eiga erindi um veginn að Grundar- tanga og kunna að meta viðleitni til landbóta með trjárækt, eiga þessa spildu systkinunum á Klafastöðum að þakka. Tengsl okkar járnblendifélags- manna við Kristmund urðu allmikil og við lærðum að meta þennan góða dreng, sem um áratugi hafði helgað jörðinni, sveitinni og nágrönnunum krafta sína á svo margan veg. Hann sat lengi í hreppsnefnd og persónu- lega leisti hann hvers manns vanda sem best hann gat. Þyrfti að fella hest, hlúa að sjúkum skepnum eð leita til granna í heyleysi, áttu menn erindi við Kristmund. í viðkynningu var hann ljúfur maður, afar við- kvæmur í lund, en spaugsamur og glettinn. Og nú er hann allur eftir löng ár mikilla þrauta í skiptum við erfiðan sjúkdóm. Við Grundartangamenn þökkum að leiðarlokum kynnin við hann og þau systkinin öll. Jón Sigurðsson Grundartanga Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fyrir bírtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. VERKEFNIS- STJÓRI - UMHVERFISMÁL Ungmennafélag Islands óskar eftir að ráða verk- efnisstjóra fyrir umhverfisátak UMFÍ1991 „Fóst- urbörnin“. Starfstími er 6 mánuðir og þarf að hefj- ast í mars. Starfið felst í almannatengslum og að skipu- leggja á landsvísu samræmt verkefni með teng- ingu við félög, sambönd, félagasamtök og ein- staklinga. Umsóknir óskast sendar til UMFÍ, Öldugötu 14, 101 Reykjavík, fyrir 21. febrúar 1991 með upp- lýsingum um aldur og fyrri störf ásamt hugsan- legum kaupkröfum. Nánari upplýsingar gefur Sigurður Þorsteinsson í síma 91-12546. Ungmennafélag íslands Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátíöum. Stm- svari 681041. Hafnarfjöröur Hafnarfjaröar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I slmsvara nr. 51600. Akunsyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búöa. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tímum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavikun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selföss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Op- iö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavík, Settjamames og Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seftjamamesi er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokað á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, slmaráðleggingarog timapantan- ir i slma 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðir og læknaþjónustu emgefnar I slmsvara 18888. Ónæmisaðgetóir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavfkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garöabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er i síma 51100. Hafharflörður Heilsugæsla Hafnarflarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogur. Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamái: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspftalinn: Alladaga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartlmi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldmnarlæknlngadelld Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspitali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartlmi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn f Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvfta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartlml frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Neppsspftali: AJIa daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæfiö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspitall: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - Sl Jósepsspítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkmnarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlml kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúsið: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarogá hátlðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyrt- sjúkrahúslð: Heimsóknartlmi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkmnardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarösstofuslmi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. SJúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavik: Seitjamames: Lögreglan slmi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur Lögreglan slml 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100. Hafnarflörður Lögreglan slmi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreiö slmi 51100. Keflavfk: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabill slmi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akurayrt: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið slml 22222. Isaflörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi 3300, bmnaslmi og sjúkrabifreiö slmi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.