Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.02.1991, Blaðsíða 14
26 Tíminn Laugardagur 2. janúar 1991 MINNING Þorsteinn Loftsson Fæddur 23. september 1905 Dáinn 25. janúar 1991 í dag verður jarðsunginn frá Hrunakirkju tengdafaðir minn Þor- steinn Loftsson. Mig langar að minnast hans með nokkrum orðum. Steini, eins og hann var ævinlega kallaður, fæddist á bænum Jötu í Hrunamannahreppi. Sonur hjón- anna er þar bjuggu, Kristínar Magn- úsdóttur og Lofts Þorsteinssonar. Þau Kristín og Loftur eignuðust fimm börn. Þau voru Magnús (eldri), bóndi Haukholtum, Þóra, húsfreyja í Sandgerði, Steini tengdafaðir minn, Guðrún bjó lengst af í Sandgerði en dvelur nú á sambýli aldraðra Lönguhlíð 3, ein þeirra systkina á Iífi, og Magnús (yngri) bílstjóri, búsettur í Kópa- vogi. Vorið 1906 hætta foreldrar þeirra búskap í Jötu og flytja að Haukholtum, þá var Steini aðeins nokkurra mánaða. í Haukholtum bjó Steini ætíð síðan, utan nokkrar vertíðir til sjós á yngri árum. Þann 23. nóvember 1935 kvæntist Steini Ástbjörtu Oddleifsdóttur frá Langholtskoti. Þau hófu búskap í Haukholtum vorið 1936 ásamt Magnúsi (eldri) bróður Steina. Ásta og Steini eignuðust tvo syni, þá Oddleif og Loft sem nú búa báðir á föðurleifð sinni. Við fráfall Steina hrannast upp ótal minningar frá liðlega þrjátíu ára samveru hér í Haukholtum. Segja má að Steini hafi verið at- hafnabóndi af lífi og sál. Hann var af aldamótakynslóðinni, kynslóðinni er upplifði hvað mestar framfarir í bóndi, Haukholtum búskaparháttum og hann var fljótur að tileinka sér nýjungar þeirrar ald- ar. Á fyrstu búskaparárum mínum og raunar allt fram á síðustu ár, fórum við Steini oft saman að huga að lambfénu á vorin. Hann var fjár- glöggur með afbrigðum og iðulega gat hann þekkt lamb er var móður- laust. Þetta voru ánægjulegar stundir sem aldrei líða úr minni og eru mér kærari en flestar þær stundir er við áttum saman. Ég minnist Steina einna best á hestbaki að smala og fór hann þá stundum geyst. Það var nánast sama hvaða hross hann sat, öll virtust þau fjörviljug hjá honum. Steini naut sín best á góðum hesti við smala- mennsku og fjallferðir enda fór hann þær margar og þótti liðtækur. Steini var selskapsmaður og þótti gaman að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi og alltaf fann ég hvað hann hlakkaði til réttanna á haustin. Steini var góður húsbóndi en stundum dálítið kröfuharður. Hann var hamhleypa til allra verka og ætl- aðist til þess sama af öðrum. Þrátt fyrir það var hann ljúfur og blíð- lyndur við alla, ekki síst börn. Þess nutu börn okkar öll er ólust upp við hlið hans. Þess nutu ekki síður börn sem komu til sumardvalar í Hauk- holtum. Þau vildu endilega koma aftur og aftur. Það segir sína sögu, enda voru þau Ásta og Steini sam- taka í að laða að sér börn sem aðra. Það þurfti því ekki að koma á óvart að þegar Steini hélt upp á áttræðis- afmæli sitt sótti hann heim fjöldi manns, jafnt vinir og ættingjar. Steini missti mikið er hann missti Ástu konu sína árið 1983. Áfram gat hann þó starfað og fýlgst með öllu, allt þar til á síðastliðnu hausti að heilsu hans tók að hraka. Hann dvaldi á Sjúkrahúsi Suðurlands af og til síðan. Þakklát er ég fyrir að hann gat verið heima með fólkinu sínu yfir síðustu jólahátíð, þá var heilsa hans mjög orðin tæp en ekki datt mér samt í hug að svo skammt væri eftir. Ég vil þakka Steina mínum sam- fýlgdina og allt það sem hann gaf mér. Ó, láttu Drottin þitt Ijós mér skína oa sendu frið inn í sálu mína. 0, vertu mér Drottinn í dauða hlíf ég bið ekki framar um bata og líf. Stefán frá Hvítadal. Guð blessi minningu hans. Elín Kristmundsdóttir Elsku afi okkar er dáinn. Eins og ávallt á stundum sem þessum koma upp í huga okkar ótal minningar. Áfi var mikill athafnabóndi og rak sitt bú af kappi og eljusemi. Hánn gekk léttstígur um tún að vitja ánna á vorin og reið geyst um fjöll við smölun á haustin. Þannig minnast hans víst flestir enda voru fjallferð- irnar, sem hann fór ófáar, hans líf og yndi. Þannig minnumst við afa einnig, en við minnumst hans ekki síður sem huggarans er þerraði tár- in og gerði gott úr hlutum þegar stelpukjánarnir höfðu farið of geyst við leik eða störf. Þó búskapurinn ætti allan hug afa og krafturinn við að koma áfram störfunum slíkur að öllum þótti nóg um, þá var ávallt rúm fyrir okkur systur í huga hans. Hann var ólatur við að hafa okkur með í störfum sín- um og miðla af þekkingu sinni og reynslu. Er inn var komið tók hann okkur gjarnan á hnéð og vermdi kalda fingur. Hann afi kenndi okkur líka fleira, hann kenndi okkur að lesa og reikna, margföldunartöfluna fórum við oft með saman eins og kvæði. Við erum þó sammála um að ánægjulegustu stundir sem við átt- ,um með afa voru þegar við kúrðum fyrir ofan hann og hlustuðum á hann segja okkur söguna af „Grá- manni í Garðshorni". Þá sögu gat enginn sagt eins vel og afi. Afi átti myndarlegt bú og hlýlegt heimili, slíkt skapar enginn maður einn, ekki heldur afi. Amma okkar, er lést fyrir átta árum, var honum meira en hægt er að lýsa í orðum og þau voru ákaflega samhent hjón í öllu sem þau gerðu. Afi var því aldr- ei samur maður eftir að hann missti ömmu. Kátínan og fjörið er ein- kenndi hann alla tíð minnkaði eftir að hann var orðinn einn. Það var þó óbrigðult ef hann og Siggi móður- bróðir okkar settust niður og rifjuðu upp Iiðnar fjallaferðir, að gleði- glampi kviknaði í augum afa og hlý- lega brosið hans flæddi yfir andlitið. Afí var ánægður með að vita af „stelpunum sínum" í búskapnum og víst er að það veganesti er hann gaf okkur mun reynast drjúgt við þau störf. Um leið og við kveðjum afa viljum við þakka fyrir allt það sem hann gaf af sér og kenndi okkur. Þó söknuð- urinn sé mikill, þá er það huggun harmi gegn að afi hefur nú verið leystur frá þrautum síðustu vikna og við trúum að það hafi orðið fagnað- arfundir á öðrum tilverustigum. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér gfir láttu vaka þinn engil, svo égsofí rótt. S. Egilsson Blessuð sé minning afa. Ásta og Ella Árla morguns þann 25. janúar sl. barst mér sú frétt að frændi minn og vinur Þorsteinn Loftsson, bóndi í Haukholtum, hefði látist þá fyrr um morguninn. Steini, eins og hann var oftast kallaður af vinum sínum, var fæddur í Jötu í Hrunamannahreppi þann 23. september 1905 og var því orðinn 85 ára gamall þegar kallið kom. Kornungur flutti Steini að Haukholtum með foreldrum sínum, og þar ólst hann upp ásamt tveimur bræðrum sínum og tveimur systr- um. Hann fékk ungur áhuga á bú- störfum og öllu því sem að sveitabú- skap sneri. Hann bjó alla sína tíð í Haukholtum, fyrst með föður sín- um, síðan með eldri bróður sínum og síðast með sonum sínum tveim, sem þar búa enn. Þann 23. nóvem- ber 1935 kvæntist Steini Ástbjörtu Oddleifsdóttur frá Langholtskoti, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Sem lítill strákhnokki fór ég til sumardvalar hjá Ástu og Steina og urðu þau reyndar sjö sumrin og einn vetur sem ég var hjá þeim. Þá voru búskaparhættir aðrir en nú tíðkast til sveita, tæknin rétt að byrja að ryðja sér til rúms. Þær mega teljast hreint ótrúlegar allar þær breytingar sem kynslóðin hans frænda míns hefur upplifað. Ég minnist með hlýhug allra sam- verustundanna með Steina. Sérstak- lega eru minnisstæðar þær stundir þegar hann fræddi mig um kenni- leiti og sagði sögu hinna ýmsu staða sem um var farið og seint líður úr minni ferð inn á afrétt Hruna- manna, en þar var eins og hvert fjall, hver hóll, hvert dalverpi ætti sína sögu. Þar höfðu fjallmenn lent í erf- iðleikum með fé eða hross eða leitað sér skjóls undan veðrum til að snæða nestið sitt. Þar naut frásagn- argleði hans sín, enda þekkti hann afréttinn vel eftir fjallferðir í áratugi í einar lengstu leitir á landinu. Sjálf- sagt voru allar þessar ferðir erfiðar, og trúlega hafa oft verið loppnir fingur á mönnum, þegar lagst var til hvflu ofan í gæruskinnspokann í köldu segldúkstjaldinu og ekki víst að alltaf hafi allur hrollur verið far- inn úr mönnum þegar lagt var af stað að morgni. Ég á honum Steina mínum ogÁstu svo margt að þakka. Þann tíma sem ég var hjá þeim hjónum í Haukholt- um kenndu þau mér svo margt sem ég bý enn að. Jafnvel nú síðari árin, þegar hann var orðinn lasburða og þrotinn að kröftum, gaf hann heil- ræði sem dugði ef erfiðleikar voru uppi. Það var ósköp notalegt að setj- ast hjá honum á loftinu í Haukholt- um, rifja upp gamla tíð og léita svara við spurningum sem upp komu. Hann fylgdist vel með öllu sínu frændfólki, mundi ótrúlega vel hagi hvers og eins og vildi að öllum liði sem best. Steini hafði gaman af að fara á hest- bak og það var gaman að horfa á hann á hestbaki, því þrátt fyrir háan aldur var hann alltaf jafnhnarreist- ur. Hann smalaði alltaf heimahag- ana á haustin þar til sl. haust, en þá lét hann sér nægja að fara í fjárhús- ið til að líta á féð. Steini var óvenju mikill hugmaður, tók hvern dag snemma og vildi láta hvert verk ganga sem greiðast án þess þó að gæði spilltust. Honum leiddist að þurfa að bíða eftir öðrum og mikið hefði hann tekið það nærri sér ef einhver hefði þurft að bíða eft- ir honum. Hann brá ekki vana sín- um andlátsdaginn, tók daginn snemma, annað hefði verið ólíkt honum. Ég kveð góðan vin minn og frænda með söknuði, en þakklæti fyrir sam- fýlgdina. Kæru vinir í Haukholtum. Við á Álfhólsveginum sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Raggi POSTFAX TÍMANS E LANDSVIRKJUN Fljótsdalsvirkjun Utboð Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í bygg- ingu Eyjabakkastíflu ásamt botnrás, lokubúnaði, yfirfalli og veituskurðum. Helstu magntölur eru: Gröftur 1.000.000 m3 Fyllingar 1.500:000 m3 Malbik í kjarnastíflu 15.500 m3 Steinsteypa 7.800 m3 Stálvirki 26 tonn Lokubúnaður 75 tonn Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkj- unar frá kl. 13:00 föstudaginn 1. febrúar 1991 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 9.000,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 4.000,- fyrir hvert við- bótareintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 12:00 föstudaginn 15. mars 1991/. Tilboðin verða opn- uð opinberlega sama dag kl. 14:00 í stjórnstöð Landsvirkjunar, Bústaðavegi 7, Reykjavík. SJÚKRAHÚSIÐ EGILSSTÖÐUM Hjúkrunarforstjóri Laus er til umsóknar staða hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahúsið á Egilsstöðum frá 15. maí 1991 til 1. október 1992. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið starf í byrjun maí 1991. Æskilegt er að umsækjendur hafi stundað sérnám í stjórnun og hafi starfsreynslu við stjórnarstörf. Umsóknarfrestur er til 1. mars 1991. Upplýsingar gefa Einar Rafn framkvæmdastjóri í síma 97-11073 og Helga hjúkrunarforstjóri í síma 97- 11631 Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveimur dögum fýrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. NORRÆNA HUSIÐ POHJOLAN TALO NORDENS HUS !OI REYKJAVÍK X 17030 ISLAMD Skrifstofustarf Norræna húsið óskar eftir að ráða starfskraft á skrifstofu Norræna hússins. Viðkomandi þarf að geta talað og skrifað eitt eða fleiri Norðurlandamál og hafa góða þekkingu á íslensku. Starfssviðið er almenn skrifstofustörf og síma- varsla. Tölvukunnátta æskileg (Macintosh). Laun samkv. kjarasamningi starfsmanna ríkis- ins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf auk meðmæla sendist Norræna húsinu v. Sæmundargötu, 101 Reykjavík, fyrir 9. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Lars-Áke Engblom for- stjóri og Margrét Guðmundsdóttir í síma 1 70 30 kl. 9-16 mánud. til föstud. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. mars 1991. 687691

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.