Tíminn - 07.02.1991, Side 3
Fimmtudagur 7. febrúar 1991
Tíminn 3
Höfundar Ijóðanna 25 í Ijóðasamkeppni Stúdentaráðs.
Tfmamynd: Pjetur
Lindarmosi verölaunaljóð
í samkeppni Stúdentaráðs
Síðastliðinn föstudag fór fram á
vegum Stúdentaráðs verðlaunaaf-
hending í ljóðasamkeppni Stúdenta-
ráðs, sem haldin var á meðal stúd-
enta við Háskóla íslands á haust-
misseri. Alis bárust 213 ljóð í keppn-
ina undir 109 dulnefnum.
Sérstök dómnefnd skipuð þrem
skáldum, þeim Matthíasi Johannes-
sen, Steinunni Sigurðardóttur og
Sigurði Pálssyni, fór yfir Ijóðin og
valdi úr 25 þeirra, þar af eitt verð-
launaljóð. Hefur nú komið út sér-
stök ljóðabók með verðlaunaljóðum
stúdentanna og ber hún nafnið:
Þessi ást, þessi ást.
Sigurljóð keppninnar átti Þórdís
Guðjónsdóttir íslenskunemi og heit-
ir ljóð hennar Lindarmosi og er svo-
hljóðandi:
Langt inni á heiðinni
vaka heitar lindir.
Hélumosi
á bakka.
Héðan renna engir lækir.
-sbs.
Framganga íslands í málefnum Eystrasalts-
ríkjanna lofuð í New York Times:
Framganga íslands
setur smánarblett
á önnur Vesturlönd
í lesendabréfí, sem birtist sl.
mánudag í stórblaðinu New York
Times, segir John Budris, blaða-
maður og fyrrum starfsmaður
Radio Vilnius World Service, að
framganga íslendinga í málefnum
Eystrasaltsríkjanna sé lofsverð,
meðan önnur Vesturlönd gráti
krókódílatárum yfír hetjuskap íbúa
landanna.
í bréfinu segir að flatarmál sé ekki
maelieining á mikilleika þjóða,
heldur sé það heiðarleiki, og að litla
ísland standi nú fremst í því af öll-
um vestrænum þjóðum að viður-
kenna sjálfstæði Lithaugalands. f
bréfinu segir að pólitísk viðurkenn-
ing á sjálfstæði landsins sé mun
meira en einföld skipti á sendiherr-
um og sendiráðum. Það þýði að ís-
land viðurkenni ekki lengur yfirráð
Sovétríkjanna yfir landinu og einn-
ig að innrás sovéskra hersveita í
landið í janúar sé sambærileg við
innrás íraka í Kúvæt.
í bréfinu segir að Vesturlönd hefðu
átt að viðurkenna sjálfstæði Eystra-
saltslandanna þegar uppstokkunin
átti sér stað í Evrópu fyrir um ári
síðan. Þess í stað hefðu þau frið-
mælst við Sovétríkin og skilið
Eystrasaltsríkin eftir í höndunum á
Gorbatsjov Sovétleiðtoga, sem allt-
af hefur sagt að sjálfstæði þeirra
kæmi ekki til greina. íslenska ríkis-
stjórnin hefði gert sér grein fyrir,
að þegar skriðdrekar komu til höf-
uðborgar Lithaugalands eftir að
sjálfstæðisyfirlýsingin var gefin út í
mars á sl. ári og komið var á við-
skiptaþvingunum, að þá hefðu vest-
rænar þjóðir átt að sameinast um
aðgerðir f stað þess að friðmælast
við Sovétríkin. Því sé það smán fyr-
ir Vesturlönd að sitja hjá aðgerðar-
laus meðan ísland eitt standi upp
og segi að eina leiðin sé að viður-
kenna sjálfstæði landanna. —SE
Málefni Eystrasaltsríkjanna:
Möguleikar á formlegu
sambandi kannaðir
í yfirlýsingu, sem dr. Gunnar
Pálsson sendiherra flutti á fundi
embættismannanefndar RÖSE í
síðustu viku, kemur fram að með-
al þeirra aðgerða, sem íslenska
ríkisstjórnin hefur ákveðið til
stuðnings sjálfstæðisbaráttu
Eystrasaltsríkjanna, sé ákvörðun
um að hefja viðræður milli ís-
lands og Lithaugalands til að
kanna möguleika á því að taka
upp formlegt stjórnmálasamband
milli ríkjanna.
Gunnar tók það skýrt fram að
þeirri aðgerð væri ekki ætlað að
spilla ástandinu innan Sovétríkj-
anna, heldur beri að líta á hana
sem endurnýjaða staðfestingu á
þeirri stefnu íslands að viður-
kenna ekki innlimun Eystrasalts-
ríkjanna með valdi í Sovétríkin
fyrir fimmtíu árum. Gunnar sagði
að íslensk stjórnvöld hörmuðu að
tillaga Austurríkis, um að kalla
saman sérstakan fund til að ræða
ástandið í löndunum við Eystra-
salt, hafi ekki hlotið stuðning
allra þeirra ríkja sem væru á
fundinum. Hann sagðist einnig
taka heilshugar undir það sjónar-
mið, sem komið hafi fram hjá
Norðmönnum, að ef við kjósum
að líta á ágreininginn um Eystra-
saltsríkin sem innanríkismál Sov-
étríkjanna, þá tökum við um leið
þá áhættu að Ráðstefna um öiyggi
og samvinnu í Evrópu, RÖSE,
gegni ekki því hlutverki sem
henni er ætlað.
—SE
Fjárhagsáætlun Garðabæjar:
25% af rekstrargjöld-
um til fræðslumála
Fjárhagsáætlun Garðabæjar íyrir árið
1991 var samþykkt nýlega á fúndi
bæjarstjómar. Þar kemur fram að
stærsta framkvæmd ársins er nýbygg-
ing gatna í Hæðarhverfi, en þar hefur
að undanfömu verið úthlutað lóðum
íyrir ibúðarhús. Aætlaður kostnaður
við þá framkvæmd er á þessu ári 119
milljónir.
Sameiginlegar tekjur bæjarsjóðs eru
áætlaðar 602,7 milljónir. Aðaltekju-
stofn bæjarsjóðs eru útsvör og eru þau
áætluð 455 milljónir eða 75,5% af
sameiginlegum tekjum. Mestum
hluta útgjalda er varið til fræðslumála,
102,9 milljónum, eða 25% af rekstrar-
gjöldum í heild. Framlög til almanna-
trygginga og félagshjálpar koma þar
næst, 63,4 milljónir, eða 16% af
rekstrargjöldum. Meðal stórfram-
kvæmda á vegum bæjarins má nefna
gerð undirganga og endurbóta á Vífils-
staðavegi, byggingu undirganga við
Hafnarfiarðarveg á móts við Bitabæ og
lokaframkvæmdir við íþróttamiðstöð.
í fiárhagsáætluninni er gert ráð fyrir
að hafnar verði framkvæmdir við hol-
Jóhanna B. Magnúsdóttir hefúr
verið ráðinn umhverfisfulltrúi hjá
Ferðamálaráði.
Staða umhverfisfulltrúa er ný hjá
Ferðamálaráði. Starfið er meðal
annars fólgið í að sinna ýmsum
ræsaútrásir, en á undanfömum árum
hafa verið lagðir í sjóð fiármunir til að
standa undir nauðsynlegum og viða-
miklum framkvæmdum í þeim mál-
um, sem ráðast þarf í á árinu og næstu
árum, segir í fréttatilkynningu frá bæj-
arstjóminni. —SE
verkefnum á sviði umhverfismála og
þá sérstaklega vegna uppbyggingar
og úrbóta á ferðamannastöðum.
Einnig mun umhverfisfulltrúi sinna
ráðgjöf vegna uppbyggingar og úr-
bóta á ferðmannastöðum. -sbs.
Umhverfisfulltrúi
hjá Feröamálaráöi
LONDON
KR. 14.700
ÍVIKAKR. 14.700
2 VIKUR KR. 15.800
3 VIKUR KR. 16.900
M
KAUPMANNAHOFN
KR. 15.800
ÍVIKAKR. 15.800
2VIKURKR. 16.900
3 VIKUR KR. 17.700
AÐEINS 370 SÆTI Á AFMÆLISVERÐI
BROTTFARARDAGAR
maí 1. 8.15. 22. 29.
júní 5. 12. 19. 26.
júlí 3. 10.17.24.31.
ágúst 7. 14. 21. 28.
sept. 4. 11. 18. 25.
LON KL. 1600
CPH KL. 800
Ofangreind verð eru afmælisverðin
á flugkostnaði, fram og til baka.
Síðan bætast við fjölbrey ttir
gistimöguleikar að eigin vali,
bílaleiga og margt fleira. íslenskt
starfsfólk okkar í Kaupmannahöfn
og London annast fyrirgreiðslu
farþega á flugvöllum.
Þeir sem missa af afmælissætunum geta bókað sig í leiguflug á
12-16 % hærra gjaldi og samt komist miklu ódýrara yfir
Atlandshafið en almennt gerist. Leiguflug okkar, sem opið er
öllum íslendingum, er sannkölluö kjarabót í anda þjóðarsáttar.
Sætaframboð er takmarkaö, svo nú gildir að nota þetta einstaka
tækifæri strax, því afmælissætin okkar til útlanda eru ódýrari en
flugfar til Egilsstaöa.
FLUGFEROIR
SOLRRFLUG
Vesturgötu 12 - Sími 620066 og 15331