Tíminn - 15.02.1991, Page 4

Tíminn - 15.02.1991, Page 4
4 Tíminn Föstudagur 15. febrúar 1991 í ÚTLÖND Aðalstjórnstöð íraska hersins: Undir kjallara hótels fréttamanna í Bagdad íraski herinn hefur aöalstjómstöð sína undir kjallara Rashid-hótelsins í Bagdad, en á því hót- eli gista nær allir útlendingar sem eftir eru í Bagdad, aðallega fréttamenn. Þetta sagði dagblað- ið New York Times í gær. Dagblaðið hafði fréttina eftir emb- ættismönnum innan Bandaríkja- hers. f henni kemur fram að þetta sé eina samskiptastöðin sem enn er heil og getur náð öruggu sambandi við íraskar hersveitir. Símalínur liggja frá stjórnstöðinni eftir tveim brúm yfir ána Tígris sem liggur í gegnum Bagdad. Bandamenn hafa veigrað sér við að varpa sprengjum á hótelið eða brýrnar af ótta við að margir óbreyttir borgarar geti látið lífið og það orðið til að skaða al- menningsálitið. Bandarískir embættismenn í Riy- adh og Washington sögðu í viðtali við blaðið að ef samband þessarar stöðvar yrði rofið, yrði Saddam ír- aksforseti að treysta á langbylgju- sendingar til að hafa samband við hersveitir sínar og það væri auðvelt að hlera og jafnvel trufla. Þeir sögðu að það mundi einnig leiða til þess að írakar ættu erfiðara með að gera Scudárásir á ísrael og auðveldara yrði fyrir bandamenn að finna eld- flaugapallana og eyða þeim. Bandarískar sprengjuflugvélar hafa þegar eyðilagt þrjár af þeim átta brúm, sem lágu yfir Tígrisfljótið, og um eina þeirra lágu símalínur frá Rashid-hótelinu. Herinn hætti við fyrirhugaðar áætlanir um að sprengja hinar tvær vegna þrýstings frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum, því þau óttast um líf óbreyttra borg- ara. í upphafi stríðsins munu írakar hafa treyst á fjórar meginsamskipta- stöðvar. Hinar þrjár voru sprengdar á fyrstu þremur dögum stríðsins, að sögn embættismannanna sem blað- ið hafði fréttina eftir. Stuttu eftir að fréttin birtist í New York Times var farið með erlenda fréttamenn niður í kjallara hótelsins til að sýna fram á að fréttin væri ekki sönn. Fréttamennirnir sögðust ekki hafa séð neitt sem benti til að þarna væri stjórnstöð írakshers, en þess ber að geta að samkvæmt fréttinni í N.Y. Times á hún að vera falin undir kjallaranum. írakar vara við gereyð- ingarvopnum Útvarpið í Bagdad sagði í gær að ír- akar ættu eftir að koma á óvart og valda gereyðingu og að aðeins nokkrir dagar væru í lokasigur þeirra. „Eftir fjögurra vikna stórfelldar loftárásir hafa leiðtogar árásar- mannanna fyllst örvæntingu og vonleysi," sagði útvarpið í Bagdad þegar það íjallaði um árás banda- manna á loftvarnabyrgið með þeim afleiðingum að um hundrað óbreyttir borgarar létust. Banda- menn segja að byrgið hafi verið stjórnstöð íraska hersins. Útvarpið sagði að loftárásir bandamanna hefðu einungis orðið til þess að styrkja þjóðina og auka staðfestu hennar. „... írak mun halda áfram að koma með óvæntar aðgerðir... þeim mun fjölga. Þetta verða gjöreyðandi aðgerðir.“ „Við munum brátt láta til skarar skríða. Aðeins nokkrir dagar eru til lokasigurs," sagði útvarpið. Sendifulltrúi íraks í Japan endur- tók hótun fraka í gær um aö nota efna- og sýklavopn. „Við megum nota hvaða vopn sem er til aö verja landið okkar," sagði hann. Reuter-SÞJ Stríöið hefúr komið hart niður á óbreyttum borgurum. Rettarholdin yfir fru Mandela: Frestað til sjötta mars Dómarínn sem dæmir í máli VVinnie Mandela, sem er ákærö fyrir mann- rán og misþyrmingu fjögurra manna fyrír tveimur árum, frestaði réttar- höldunum í gær til sjötta mars til að gefa lögreglunni tíma til að fínna eitt af lykik’itnum ákæruvaldsins, sem talið er að hafi veríð rænt. Önnur tvö lykilvitni hafa ekki þorað að vitna eftir að því þriðja var rænt og geta þau átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist vegna þess. Dómarinn sagðist ætla að bíða til sjötta mars með að dæma í máli vitn- anna tveggja sem neituðu að bera vitni. Þessi þrjú vitni eru meðal þeirra fjögurra manna, sem frú Mandela ásamt lífvörðum sínum er sökuð um að hafa rænt og misþyrmt fyrir tveim- ur árum. Fjórði maðurinn fannst lát- inn skömmu síðar og var einn af líf- vörðunum dæmdur til dauða á sein- asta ári fyrir að myrða hann. Maður, sem sagöist vera týnda vitnið, hringdi til dagblaða í Suður- Afríku í gær og sagðist hafa farið sjálfviljugur til Zimbabwe. Hann sagðist vilja bera vitni gegn frú Mandela og lífvörðum hennar, en ekki í Suður-Afríku, því þar óttaðist hann um líf sitt. Reuter-SÞJ Troðningur í mexíkanskri kirkju: Fjörutíu og tveir kafna Reutermynd Fjörutíu og tveir Mexíkanar, mest konur og böm, létu lífið þegar mannfjöldi reyndi að komast að fomfrægrí helgimynd í kirkju í bæn- um Chalma, sem er smábær um 50 km suðvestur af höfuðborginni Mexíkó. Á öskudegi ár hvert fara margir Mexíkanar til bæjaríns og reyna að komast í snertingu við myndina, en margir trúa því að hún hafi lækningamátt. Talsmenn Rauða krossins sögðu að 25 menn hefðu að auki slasast. Talsmaður kaþólsku kirkjunnar í Mexíkó sagði að þetta væri hörmu- legasti atburður, sem hefði átt sér stað innan kaþólsku kirkjunnar í Mexíkó á seinni tímum. Mikill mannfjöldi hafði komið til bæjarins í gær í þeim tilgangi að nálgast myndina helgu. Ákafinn varð svo mikill að troðningurinn varð að „mannlegu flóði“, eins og einn sjón- arvottur orðaði það. „Allir sem koma hingað, koma í mikilli trú,“ sagði umsjónarmaður kirkjunnar. „Það sem gerðist verður ekki aftur tekið. Þetta er vilji Drottins,“ bætti hann við. Sjö menn létu lífið við svipaðar aðstæður fyrir sjö árum síðan að sögn bæjarbúa. Reuter-SÞJ Frönsku Alparnir: Níu láta lífið í snjóflóði Níu hollenskir skíðamenn létu lífið í snjóflóði í suðurhluta Alpafjalla í Frakklandi á miðvikudag, að sögn lögreglunnar í gær. Björgunarmenn voru margar klst. að grafa líkin upp úr snjónum, en atburðurinn átti sér stað í Queyras- fjöllum nálægt ítölsku landamær- unum. Hollendingamir skíðuðu niður 2.500 metra hátt fjallið á miðvikudag, þrátt fyrir þunga snjó- komu undanfama daga og mikla hættu á snjóflóðum. „Þetta var óviturlegt hjá þeim. Þetta var mjög afskekkt svæði, þetta var mjög áhættusamt," sagði forstöðumaður skíðaskálans þar sem Hollendingamir höfðu aðset- ur, en hann gerði björgunarmönn- um og lögreglu viðvart þegar skíða- mennirnir skiluðu sér ekki heim á miðvikudagskvöldið. Lögreglan útilokaði ekki þann möguleika að jarðskjálfti hefði vald- ið snjóflóðinu. Jarðskjálfti, sem mældist 3.8 á Richter, varð á þessu svæði um það leyti sem síðast sást til Hollendinganna. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit BAGDAD - Fyrstu fömariömb árásar bandarískra flugvéla á loft- vamabyrgiö I (rak voru jarösett f gær. Snerist likfylgdin upp I mót- mælagöngu gegn Bandaríkjunum. Taliö var að um hundrað manns hafi látiö llfið og fjölmargir særst. NIKÓSÍA - frakar vöruðu banda- menn við að þeir ættu eftir að koma á óvart og valda gereyðingu og aðeins nokkrir dagar væoi I lokasigur. HAFR AL-BATEN, Saudi-Ar- abfu - (rakar skutu a.m.k. einni Scudeldflaug á Hafr al-Baten, bæ f norðurhluta Saudi-Arabfu. Ein- hverjar skemmdir urðu og nokkrir særðust. Fyrstu fréttir sögðu að tveimur eldflaugum hefði verið skotið. TOKYO - Sovéski sendifulltrúinn, Jevgeny Primakov, sem átti við- ræður við Saddam f Bagdad, kem- ur til Tokyo á föstudag og þar mun hann eiga viðræður við japanska leiðtoga. I Moskvu sagði utanrfkis- ráðhenra Kúvæts að Primakov hefði komið auga á möguleika, sem gæti boriö árangur I friðarviö- raeðum við stjómvöld f Bagdad. GENF - Utanrfkisráðherra frans sagði að sumir frösku flugmann- anna, sem hefðu floglð frösku flug- vélunum til Irans, hefðu beðið um pólitlskt hæli I Iran. Hann sagöist vera á leið til Moskvu til að ræða um möguleika á að binda enda á stríðlö. JERÚSALEM - fsraelska lögregl- an hefur mælt með að tveir ráð- herrar f ríkisstjóminni verði ákærð- ir fyrir fjármálasvlk, að sögn fsra- elska útvarpsins. JÓHANNESARBORG - Réttar- höldunum yfir Winnie Mandeia, sem sökuð er ásamt þremur líf- vörðum sínum um að ræna og misþyrma fjórum mönnum, var frestað f gær til sjötta mars til að gefa lögreglunni tlma til að finna vitni, sem talið er að hafi verið rænt. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.