Tíminn - 15.02.1991, Side 5
Föstudagur 15. febrúar 1991
Tíminn 5
Sovésk stjórnvöld kalla sendiherra sinn á íslandi heim vegna Eystrasaltsmálsins:
Kröftug mótmæli gegn
afskiptum íslendinga
í annað sinn á nokkrum dögum hafa stjóravöld í Sovétríkjunum
mótmælt afskiptum íslendinga af málefnum Litháen. í fyrrakvöld
var Ólafur Egilsson, sendiherra íslands í Sovétríkjunum, kallaður á
fund aðstoðarutanríkisráðherra Sovétríkjanna og honum formlega
afhent mótmæli sovétstjóraarínnar gegn ályktun Alþingis um að
viðurkenna bærí svo fljótt sem verða mætti sjálfstæði Litháen. Jafn-
framt var tilkynnt að sendiherra Sovétríkjanna á íslandi hafi veríð
kallaður heim til Moskvu til að ráða ráðum sínum við yfirboðara
sína og að hann yrði ekki sendur aftur til íslands fyrr en skýríngar
íslenskra stjóravalda lægju fyrir.
Það að tilkynna með þessum hætti
að sendiherra einhvers ríkis hafi
verið kallaður heim eru mjög
ákveðin og alvarleg diplómatísk
mótmæli og eftir því sem næst
verður komist hefur ekkert erlent
ríki beitt slíkum aðferðum hér á
landi að fyrrabragði á lýðveldistfm-
anum. Islendingar kölluðu þó
sendiherra sinn í Bretlandi heim í
þorskastríðunum og gengu raunar
alla leið og slitu stjórnmálasam-
bandi.
Steingrímur Hermannsson sagði í
samtali við Tímann í gær að sér
kæmi á óvart að Sovétmenn skuli
bregðast svo fljótt við. Hann sagðist
ekki vilja gera því skóna að þessi
viðbrögð sovéskra stjórnvalda séu
fyrsta skrefið að því að þeir slíti við
okkur stjórnmálasambandi. „Ég
held að það sé full ástæða til að
spyrja sig hvað Sovétmenn muni
gera þegar og ef við tökum upp
formlegt stjórnmálasamband við
Litháen," sagði Steingrímur.
Er ástæða fyrir okkur að endur-
skoða okkar fýrri afstöðu til máls-
ins?
„Teningunum var kastað með sam-
þykkt Alþingis. Menn verða náttúr-
lega að meta hvenær er hægt að
koma á stjórnmálasambandi við Lit-
háen. Utanríkisráðherra er með
málið í sínum höndum og hann
hefur lagt áherslu á að ræða málið
við utanríkisráðherra vestrænna
ríkja. Með þessu er ætlunin að
vinna Litháen gagn og það verður
að mínu mati aðeins gert að aðrar
þjóðir fylgi í kjölfarið. Að þessu máli
verður að vinna innan þeirra sam-
taka sem við störfum í. Það er mik-
ilvægast í okkar aðstoð við Litháa,"
sagði forsætisráðherra.
Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra sagði í gær að Ólafi
Egilssyni sendiherra hafi þegar ver-
ið falið að óska formlega eftir við-
ræðum við sovésk stjórnvöld um
málið, en tók fram að hann sæi þess
engin merki í mótmælum Sovét-
manna að von væri á að mótmæli
þeirra gengju enn lengra en orðið
er og slit á stjórnmálasambandi
væri yfirvofandi. Jón bendir á að
mótmæli Sovétmanna snúist um
það að íslendingar hafi verið að
blanda sér í sovésk innanríkismál,
sem sé túlkum sem íslendingar séu
ósammála. íslensku sjónarmiðin
hafi margsinnis komið fram á al-
þjóðlegum vettvangi og raunar hafi
legið fyrir í sovéska utanríkisráðu-
neytinu, áður en mótmæla Sovét-
manna hafi komið til, óformleg
beiðni um að viðræður um þennan
skoðanaágreining stjórnvalda í Sov-
étríkjunum og á íslandi um stöðu
Eystrasaltsríkjanna. Hugmyndin að
baki því að óska eftir slíkum fundi
var að sögn Jón Baldvins sú að skýra
sjónarmið og rökstuðning íslend-
inga.
Jóhann Einvarðsson, formaður ut-
anríkismálanefndar Alþingis, sagði
að þessi viðbrögð hefðu komið sér á
óvart, einkum vegna þess að fyrir
dyrum stóðu viðræður íslenskra og
sovéskra stjórnvalda um Litháen-
málið. Hann sagðist hafa talið að
Sovétmenn myndu ekki grípa til að-
gerða fyrr en eftir að þessar
viðræður hefðu farið fram. Jóhann
sagði að utanríkismálanefnd hefði
að sjálfsögðu velt því fyrir sér hver
viðbrögð Sovétmanna yrðu við
þessari síðustu samþykkt Alþingis.
Á blaðamannafundi í Moskvu í gær
greindi talsmaður sovésku stjórnar-
innar, Vitaly Churkin, frá mótmæl-
unum og sagði m.a. við það tæki-
færi: „Sovéska utanríkisráðuneytið
harmar mjög óvinsamlegar aðgerð-
ir fslendinga og bíður eftir að fá við-
hlítandi skýringar á þeim.“ í mót-
mælum Sovétmanna kemur fram
að þeir telja samþykkt Alþingis af-
skipti af innanríkismálum þeirra.
Churkin lagði áherslu á að Litháen
væri hluti af Sovétríkjunum.
Igor Krasavin, sendiherra Sovét-
ríkjanna á íslandi, fór til Moskvu í
síðustu viku í reglulega heimsókn
og var fyrirhugað að hann sneri aft-
ur til íslands í þessari viku.
-BG/EÓ
Harður flögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbrautinni undir Elliðaárbrúnni um hádegisbilið í gær. Þrír
voru fiuttir á slysadeild, en voru ekki taldir mikið slasaðir. Áreksturínn varð með þeim hætti að bfll, sem var
á vinstrí akrein, hugðist skipta um akrein til að komast upp á Miklubraut og upp Ártúnsbrekku. Bfll á hægrí
akrein hægði á sér til að hleypa bílnum yfir og skipti þá engum togum að næsti bíll fýrír aftan ók á hann
með þeim afieiðingum að fremsti bfllinn kastaðist á bflinn sem ætlaði upp Ártúnsbrekkuna. Fjórði bfllinn
ók síðan aftan á alla kösina. Þá var ekið á gangandi vegfaranda við Auðarstræti seinni partinn í gær og
var hann fluttur á slysadeild mikið slasaður. —SE Tfmamynd: Ami Bjama
Alþingismenn ekki áhugalausir um umbótaviðleitni viðskiptalífsins:
Nefndarmenn voru
störfum hlaðnir
Ummæli Herberts Guðmundssonar
hjá Verslunarráði íslands íTímanum
í gær, um áhugaleysi þingmanna á
umbótaviðleitni viðskiptalífsins,
vöktu ekki ánægju hjá nefndar-
mönnum í fjárhags- og viðskipta-
nefndum efri og neðri deildar.
Ástæða ummælana er sú að fáir af
þeim þingmönnum, sem var boðið,
létu sjá sig á Viðskiptaþingi Verslun-
arráðs, sem haldið var á miðvikudag-
inn.
Páll Pétursson, formaður fjárhags-
og viðskiptadeildar neðri deildar,
sagði að nefndinni hefði verið boðið
á þingið, en það hefði borið upp á
fastan fundartíma nefndarinnar.
„Það var ekki af því að við höfðum
ekki áhuga á þinginu sem við kom-
um ekki, heidur vorum við störfum
Hugmyndir um framboð Borgaraflokksins og ýmissa einstaklinga í vor:
„Borgaraflokkurinn einn
getur stofnað svona flokk“
„Þaö, sem viö erum að benda á, er að
bjóöa fram í samstarfi viö ýmsa hópa
undir merkjum frjáislyndra kjósenda,"
sagði Júlíus Sólnes, formaður Borgara-
flokksins, um hugsanlegt framboð
flokksins og ýmissa einstaklmga víða um
land með sameiginlegum hætti. Júlíus
segist vilja stuðla að myndun stórs, öfl-
ugs, fijálslynds flokks sem yrði hægra
megin við miðju. Hugmyndir um þetta
hafa verið í gangi að undanfómu og þá
um að bjóða fram í komandi alþingis-
kosningum.
Júlíus sagði að auk Borgaraflokksmanna
tækju þátt í að vinna þessu verkefhi
brautargengi einstaklingar víða um land.
„Þeir hafa leitað eftir samstarfi við okkur
og við við þá. Það eru ekki nein formleg
samtök, utan Borgaraflokksins, sem taka
þátt í þessu, heldur eru þetta einstakling-
ar og skoðanabræður," sagði Júlíus.
„Stofnun Borgaraflokksins var kannski
bara fyrsta skrefið í átt að ffjálslyndum
flokki, hægra megin við miðju. Næsta
skref verður að bjóða öllum frjálslyndum
kjósendum þátttöku. Síðan verður
kannski eitthvert viðbótarskref stigið á
næstunni með því að reyna að sameina
þessar fylkingar undir öðru nafni. Ég tal-
aði um að það geti tekið 2 til 3 kjörtíma-
bil að koma þessu í kring,“ sagði Júlíus.
Hann segist binda vonir við að svona
flokkur geti tekið þriðjung af fylgi Sjálf-
stæðisflokksins og dijúgan skerf að fylgi
Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Nú segir DV að Borgaraflokkurinn eigi
peninga og þess vegna getið þið boðið
fjárvana flokkum og samtökum til svona
samstarfs?
„Það eru þeirra orð. Sannleikurinn er sá
að Borgaraflokkurinn einn getur tekið að
sér það hlutverk að stofna svona flokk. í
þeirri aðstöðu, sem við erum í dag, erum
við til dæmis með 2 ráðherra, 3 þing-
menn og skrifstofur og starfsfólk úti um
allt land. Það getur vel verið að eitthvert
fólk trúi að 10 manna hópur komi saman
á kaffihúsi og geti búið til stjómmála-
flokk. Það má alveg trúa því. En mér þyk-
ir það út í bláinn að einhverjir smáhópar
ætli að fara að bjóða hér fram. Eftir kosn-
ingamar 1987 stóðum við, 7 þingmenn, í
þeim sporum að skulda tæpar 10 milljón-
ir. Ef við hefðum ekki komist inn á þing,
hlaðnir á Alþingi," sagði Páll. Hann
ritaði Vilhjálmi Egilssyni, fram-
kvæmdastjóra Verslunarráðs, bréf og
skýrði honum frá að þeir gætu ekki
þegið boðið og þakkaði honum fyrir
áhugavert boð. Páll sagði að það
hefði farið illa í suma nefndarmenn
að vera borið það á brýn að hafa ekki
áhuga á þessum málum. —SE
hefðum við líklega orðið að selja húsin
okkar. Menn geta hugleitt sérframboð á
grundvelli þessa: hve dýrt þetta er,“ sagði
Júlíus.
Hann segist telja afar æskilegt ef aðeins
verði um eitt framboð að ræða, fyrir utan
fjórflokkana og Kvennalistann. Ef allir
ætli að rjúka af stað með einhver framboð
náist enginn árangur. „Staðreynd málsins
er líka sú að fólk er orðið varfæmara en
áður. Vorið 1987 voru þjóðfélagsaðstæður
þannig að mikill uppgangur var í þjóðfé-
laginu og menn miklu frekar tilbúnir að
bregða á leik. Núna hefur fólk áhyggjur af
afkomu sinni og mörgu fleiru og hugsar
sig því um áður en það blandar sér í pólít-
ík með mjög áberandi hætti."
-sbs.
bindindi?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú
sent út bréf tll þeirra flokka, sem
bjóða munu fram í komandi al-
þíngiskosningum, og lagt tii að
flokkarnir auglýsi ekki f ijósvaka-
fjölmiðlum fyrir kosningamar.
„Við höfðum forgöngu um svona
samkomulag fyrir síöustu sveitar-
stjómarkosningar og ætlum með
þessu að kanna hvort áhugi væri á
að gera samskonar samkomulag
aftur,“ sagði Kjartan Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sjáifstæðis-
flokksins. „Okkur myndi ekki
þykja gefast vel ef að kosnlngabar-
áttan myndi fara að færast inn í
sjónvarpsaugiýsingar. Við teljum
aö flokkamir hafi ekki fjárhags-
legt bolmagn til að gera slðct með
sæmilegum hætti, öðruvisi en að
stofna sér í stórkoslegan fjárhags-
vanda.“
Eins segist Kjartan tcfja að stutt
sé í að settar verði elnhveijar regl-
ur um auglýsingar, sem segja
murú til um mnihald þeirra og
fjölda. Takmarki þessar reglur
mjög svigrúm til að auglýsa á ijós-
vakanum. „Þá tefjum við miklu
heppilegra að menn komi sér
saman um að nota ekki þennan
vettvang,“ bætti hann við.
Talsmenn hinna flokkanna, sem
Tíminn ræddi við, sögðu að erindi
Sjálfstæðisflokksins væri í skoð-
nn. -sbs.