Tíminn - 15.02.1991, Síða 10

Tíminn - 15.02.1991, Síða 10
10 Tíminn Föstudagur 15. febrúar 1991 MINNING Hjónaminning Anna Kristín Bjömsdóttir Fædd 4. júlí 1894-Dáin 21. júní 1990 Sveinbjöm Pétursson Fæddur 13. júlí 1890 - Dáinn 19. apríl 1990 Þau bjuggu í Innribænum. Undirrit- aður kíkir inn í minningar æskudaga. í Innribænum er allt fágað og prýtt, hvergi sést fis né ryk. Snaraðar þiljur, slitin stigahöft af umferð margra kyn- slóða, skarsúðin í baðstofuloftinu uppi, sligaðar gluggakistur, slitin og gisin fjalagólfin. Allt er hvítskúrað. Á gólfum í eldhúsi og gangi eru hreinir strigapokar. Múrpípa úr leirrörum við eldavélina, snöruð undan sligun gamla bæjarins, sprungin, og mynd- ast þrálátur sótleki. Þau eiga borð og stóla. Önnur húsgögn eru mest kistl- ar og koffort Veggina prýða inn- rammaðar forsíður danskra tímarita, myndimar eru af glöðum bömum og fallegum kisum. Rúmábreiðan í bað- stofunni er fi'n og þar og í stofunni niðri gefur að líta litfagrar skeljar og ýmislegt skraut sem maður er feim- inn við. Enda kem ég sjaldan í þær vistarverur. í eldhúsi og kamesi er ég hagvanur. Ég kný ekki dyra, paufast inn úr skúmum, um göngin með skellihurðum gegnum vegginn, inn í eldhúsið. Við blasir birtan úr smárúð- óttum glugga í djúpri veggjartóft og ber birtu f eldhús og kames. Hún stendur í birtunni, hallast að borð- rönd og grófir bambusprjónar ham- ast í lopanum. Hún situr sjaldan en stendur svona viö vinnu sína á öðmm fæti, hinn á rist þess sem hún stendur í. Hún hefur alltaf haft ánægju af smá- bömum og mörg passað. „Strákaling- ur“, ,jSteppuskinn“ eru hennar gælu- orð. Ég er enn heimagangur þótt mér sé ekki lengur í minni þegar hún var dagmamma mín og það var áður en það starfsheiti varð til. Ég er orðinn feiminn að bera upp erindið sem mér var áður tamt: ,Ánna, viltu gefa mér köku?“ Hún gerir bón mína. Svarar sinni sérkennilegu, önugu rödd. Þannig er það bara, bak við er bæði kímni og hlýja. Kökumar segir hún vera ffá jólabakstrinum frá í fyrra og þetta er á haustmánuðum. Gyðinga- kökumar em bestar, stökkar og góm- sætar, sumar með gati í miðjunni. Ég hef alltaf dáðst að henni. Hún er svo fríð, smávaxin, teinrétt, hárið með mógulum blæ myndar bylgjaða um- gjörð um andlitið, þykkar fléttur vafðar um höfuðið eða í hnút í hnakka. Slegið nær hárið niður í mitti. Göngulagið er líðandi mjúkt, tifar handleggjum. Léttklædd úti á sumrin hoppar hún yfir föngin í röð á túninu. Á vetuma úti klæðist hún blárri kápu þykkri með brúnum loð- kraga, tígulega fögur, aldrei sem þá. Að bæjarbaki stendur lítil timbur- skemma. Þar inni finn ég mann við iðju sína. Hann smíðar tunnu. Verk- færin hans em öll á sínum stað. Þau em máluð hvar sem ekki em á þeim slitfletir. Ég á útskorið púlt eftir hann þó hann fáist lítið við útskurð. Ég á heilt stóð hrossa eftir hann. Kláramir hafa kolsvört augu úr skotthúfu- prjónum. Sumir em grábláir á litinn eins og tunnumar. Ósköp hefur hann áttafþessari grábláu málningu. Sum- ir kláramir draga kerru og em gegnsplittaðir við kjálkana. Þannig á það að vera þó mér eldri strákar gagn- rýni það rökfræðilega séð að gegnsp- litta klárana svona. Ég fæ að tálga spýtu litla stund og kannski dálítið kjass og klapp á kollinn um leið og hann stjakar mér út fyrir og skellir aftur. Utantúns stendur fjárhúskofi hans. Heflaðir viðir og smekklegur frágangur bera merki um haga hönd og snyrtimennsku. í nausti stendur bátur hans, Venus. Grár á litinn, öðmvísi en allir aðrir bátar. Við sjóinn stendur hjallur hans, oft ilmandi af harðnandi fiski. Hann er alltaf snyrti- Iegur til fara. Stórskorið andlitið með klumbunefi, beinaber, teinréttur, há- vaxinn, skálmar álútur, stórstígur, ber hvolpana. Hann á merkileg stígvél, spennt um lærið ofan við hné, hvorki lágstígvél né bússur, trúlega keypt í erlendri höfti. Þau koma sér vel þegar hann fer að smala, sjórinn og drullan ganga höfðinu hærra þegar hann göslast yf- ir vogana, án þess hann óþrífi sig. Enginn er hans jafnoki í gösli. Hann hóar að fénu skerandi hljóðum þess er heyrir ekki sína eigin rödd. í daglegu tali hétu þau Anna Bjöms og Bjössi P. Þau kynntust í Látmm og giftu sig í Reykjavík 12. júní 1920. Þau streyttust ekki við ábúð eða eignasöfhun, en bjuggu í hús- mennsku langa ævi. Verðugir fulltrú- ar þeirrar stéttar sem áður var algeng í sveitum. Þeir síðustu hér um slóðir. Byggðu sína afkomu á iðni, nýtni og nægjusemi. Háð þeim sem meira máttu sín og lögðu á móti það lið- sinni sem í þeirra valdi stóð. Þau vom 26 ár í Skáleyjum, 20 ár í Svefneyjum, 16 ár í Flatey og þá í ellinni í eigin húsnæði. Böm áttu þau ekki, en fóst- urböm þeirra, Árni Bergmann Þórð- arson og Ólöf Hannesdóttir, ólust upp í Skáleyjum. Bjössi P. var Svefneyingur, 6. í röð 8 bama Péturs Hafliðasonar í Svefneyj- um og k.h. Sveinsínu Sveinsdóttur frá Vesturbúðum í Flatey. Pétur var sjómaður og þau bjuggu á fjórðungi Svefneyja, jafhan við heidur þröngan efnahag. Fóm í húsmennsku í Látr- um og þar hélt Bjössi heimili með móður sinni eftir að hún varð ekkja 1910. Hann kynntist flestum þáttum hús- mennskunnar, fyrst áraskipum, síðan á þilskipi frá Flatey og var svo margar vertíðir á togaranum Skallagrími við útgerð Kveldúlfs. Á Skáleyjarámnum var hann oftast á sjónum á veturna. Hluta úr summm fór hann í kaupavinnu, oftast að Brekku í Gufudalssveit, eða krafsaði dún fyrir bændur. Þess utan dútlaði hann að sínu. Heyfeng handa 20 kindum snapaði hann hingað og þangað, flutti að á Venusi. Konan og bömin þurrkuðu heyið á túnbleðlin- um við fjárhúsið og sinntu fénu þegar hann var á sjónum. Marga lúðuna dró hann á Venusi og sótti til fiskjar frá Bjameyjum á haustin. Venus hafði bensínvél. Gang hennar prófaði hann með því að bregða hendi yfir púströrið. Heymina missti hann á fimmtugsaldri. Sér- grein hans í smíðum var stafaflát, mjaltafötur, þvottabalar, blöndukútar, vatns- og súrmatarkeröld hans vom þekkt víðs vegar. Höldur á mjaltaföt- um tengdi hann fötueymnum með hvalskíðum. Balaeymn vom sniðin í þægilegt grip, markað fyrir hverjum fingri. Mörg vom flátin skreytt þann- ig að járngjarðimar höfðu annan lit en stafimir. Þar sem liðs var þörf, s.s. við að setja bát eða reka fé í aðhald, var hann jafnan fyrstur manna á vett- vang og rak á eftir. Gekk að verki með „súper“ togarakrafti, púandi belgdum gúl. Togarajaxlinn sífellt að blása frá sér ágjöfinni. Á sjónum kynntist hann háska og erfiði. Stundum var siglt með aflann og hann kom á erlendar hafhir. Úr ferðum sínum færði hann margt gagnlegt heim. Á landamæmm lífs og dauða stóð hann með áhöfninni inni- lokaðri í lestinni, í lengri tíma í skip- inu á Iögginni við að færa til farminn, lengst af í algjöru vonleysi í ofsaveðri út af Faxaflóa. Vestur á Hala tók hann út og taldi sig hafa lent undir kjöl. Fjölskyldan kynntist kvíðanum. Fóst- urdóttirin gaf Slysavamafélagi ís- lands sína verðmætustu eign, í ein- lægni barnsins, túkallinn sem lækn- irinn gaf henni. Heyrnarleysið og umsetin pláss á Reykjavíkurtogumnum á kreppuár- unum lögðust á eitt og ráku hann endanlega í land. E.t.v. olli heyrnar- leysið nokkm um alla þá beiskju sem jafnan inni fyrir bjó í bland við eðlis- læga spaugsemi. Orðheppinn og glöggur á snögga bletti náungans haföi hann sér að tómstundagamni að skrifa kunningjunum. í bréfunum steig æringinn villtan dans við beiskj- una. Skaplyndi viðtakanda réð mestu um hvort meira kitlaði taugar hláturs eða vandlætingar. í Svefneyjum var hægra um heimatökin til heyskapar en í Skáleyjum. Hann hætti að fara í kaupavinnu. Seldi bátinn. Aldur færðist yfir. Anna Bjöms var frá Hólum í Reyk- hólasveit. Næstelst 14 barna, sem 10 náðu aldri. Foreldrar vom hjónin Ástríður Brandsdóttir frá Hlíð, Þorskafirði, og Björn Björnsson sem átti rætur beggja megin heiða við Húnaflóa og Breiðafjörð. Hún kynnt- ist í æsku mikilli fátækt. M.a. minnist hún þess að þau systkinin vom bara í rúminu meðan þvegið var af þeim, því þau áttu ekki til skiptanna. 11 ára fékk hún vist í Látmm og var lítið heima eftir það. í Látmm taldi hún sig hafa fengið þá mennt til munns og handa sem hún síðan bjó að. Auk þess fór hún vetur til matreiðslunáms í Reykjavík áður en hún gifti sig. Hún var afkastamikil prjónakona. Hann fór með prjónles hennar í kipp- um, sokka og vettlinga, og seldi tog- arakörlum. Heim kom hann með filmur og plötur. Hún átti myndavél og grammófón. Þessi kona, sem vel þekkti fátækt og eríiði, leyfði sér að kosta nokkm til tómstundagamans. Myndavélar vom ekki orðnar al- menningseign og því er það hennar verk að margt er til á myndum sem annars væri ekki. Til var að hún keyrði grammófóninn fyrir dansi þó ekki væri það oft. Má vera að hún hafi verið gott efni í nú- tíma plötusnúð. Hún gaf gaum að fegurð umhverfisins, kom kannski hlaupandi til að vekja athygli á hyll- ingunum eða tíbránni. Þar sem öðr- um var umhverfið grátt fann hún lit- fagrar skeljar og steina, sem hún skreytti heimili sitt með. Eftir að hann hætti ferðum dróst saman sjó- vettlingasala hennar. Hún komst upp á Iag með að prjóna lopahosur. Þær urðu víða þekktar, fínar, hlýjar, notað- ar til spari, því þær vom ekki slit- sterkar. Hún var eyrun hans. Hann las af vör- um hennar, eða hún skrifaði með fingri á handarbak sér. Hann las jafn- óðum hálfar setningar og skildi af- ganginn. Lítum inn til þeirra í Vinaminni við Hafharsundið í Flatey. Segjum að lið- in séu 30-35 ár frá því sem ég sníkti köku í Innribænum og tálgaði spýtu í skemmunni. „Sælnú, vinur,“ segir hann í gættinni. „Gebbðonum kaffi,“ hrópar hann iinn. „Mér leiðist þessi hávaði," segir hún og ber á borð. Hann kemur með vindil og snafs. Sjálfur hefur hann alla tíð verið hófs- maður á áfengi en hefur gaman af að gefa út í kaffið. „Þetta er helvískur glussi," segir hann og snarar pyttl- unni á borðið. „Það er Ijótt að gefa honum svo mikið að hann finni á sér,“ segir hún. Sami hreinlætis- og snyrtimennskubragurinn og áður. Veggi, hillur og borð prýða fjölskyldu- myndir og fjöldi krosssaumsmynda hennar sjálfrar. Steina- og skeljasafn hefur stóraukist. Góð húsgögn, eng- inn fátæktarbragur. Iðn hans hefur dregist saman, situr mest og tálgar í eldhúshlýjunni, sjóndapur. Fuglar hans og hestar hafa grófari svip en áð- ur. Enn er hann allt í senn: spaug- samur, skömmóttur, kvartsár, iðju- samur, veitull. Fáeinar kindur og hænsni í kofum, síðasti bústofninn. Hvert sinn sem Baldur leggst að er hann fyrstur á bryggjuna, hátt á ní- ræðisaldri. Leiðist honum að bíða brottfararr biður hann einhvem að sleppa fyrir sig, þótt enginn hafi falið honum ábyrgðina. Búsetu þeirra í Flatey lauk árið 1983 með því að hann lærbrotnaði á eld- húsgólfinu þeirra. Sjúkrahúsið í Stykkishólmi varð hans síðasti sama- staður. Kominn á tíræðisaldur, rúm- fastur, nær blindur, heyrnarlaus í 50 ár, fylgdist hann með aflabrögðum í Hólminum og innti frétta heiman úr eyjum. Aðeins síðustu 2-3 árin fór raunveruleikinn að fölskvast. Anna hugsaði sig ekki lengi um haustið 1983. Hún seldi eignina í Flatey og keypti lítið hús í Hólminum og bjó þar meðan hún gat. Þangað mun hún hafa flutt með nokkurri eftirvænt- ingu. Átti þar vinkonur sem hún hugði gott til samvista við. Ég vissi að það varð henni mikil raun að strax á fyrsta ári hennar þar fluttu þær fyrr en varði yfir móðuna miklu. Kallið mikla kemur oft fyrirvaralítið. Sjúkrahúsið varð einnig hennar síð- asti samastaður. Meðan hún bjó enn í húsinu sínu kom ég til hans í hennar fylgd. Hún hvarf til hans. Hann kyssti hana blíð- ur. Sambúð þeirra varð 70 ár. Saman- lagður aldur 196 ár. Þau ráðstöfuðu sjálf sínum reitum og mun hún hafa ráðið mestu um. Dvalarheimilinu gáfu þau húsið. Sjúkrahúsinu gáfu þau leitar- eða könnunartæki til hjálpar heymarskertum eða varnar heyrnarskemmdum. Þau áttu góða að sem í minningu beggja veittu rausnarlega við útför þeirra. Við útför hans var síðasti snaf- sinn veittur í hans nafni og þótti vel hæfa. Ósagt skal látið hvort honum hefði þótt það hálfgerður glussi og engum var sá grikkur gerður að hann fyndi á sér. Vel er að hvers og eins sé minnst í hans anda. Með kveðju til fjölskyldna þeirra, Jóhannes Geir Gíslason Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavik 15. til 21. febrúar er I Brelöholts Apöteki og Apótekl Austurbæjar. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá W. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aö morgni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyQaþjónustu eru gefnar i sfma18B88. Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. HafnarQörður Hafnarfjarðar apótek og Noröur- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar i sfma 22445. Apótek Keflavikur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiö til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamames og Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesl er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaö á sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og timapantarv Ir i síma 21230. Borgarspitalinn vakt frá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðirog læknaþjónustu erugefnar I slmsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reylgavikur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Seltjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabæn Heilsugæslustöðin Garðafiöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I sima 51100. Hafharfjörðun Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, slmi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavik: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamái: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf i sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunariækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn i Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Á laug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúöin Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæöingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspitali: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæliö: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifilsstaðaspítall: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Kefiavikuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Kefiavik-sjúkrahúsið: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamamcs: Lögreglan simi 611166, slökkviliðog sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogur Lögreglan simi 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjöröur Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 51100. Keflavik: Lögreglan simi 15500, slökkvilið og sjúkrabill sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, slmi 11666, slökkviliö simi 12222 og sjúkrahúsiö sími 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. Isafjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi 3300, bmnasími og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.