Tíminn - 19.02.1991, Side 9

Tíminn - 19.02.1991, Side 9
8 Tíminn Þriðjudagur 19. febrúar 1991 Þriðjudagur 19. febrúar 1991 Timinn 9 ||||| 75. búnaðarþing sett í gær. Þinginu er ætlað að taka til álits sjömannanefndar: Stendur valið um skipulagt und anhald eða óskipulagðan flótta? Búnaðarþing, það 75. í röðinni, var sett í gær. Viðstaddir setninguna voru forseti íslands, for- sætisráðherra, forseti sameinaðs þings, ráðherr- ar, alþingismenn og fleiri. í vor var kosið til Bún- aðarþings, en á því sitja 25 kjömir fulltrúar kosn- ir til fjögurra ára. 22 af fyrri fulltrúum vom end- urkosnir. Reiknað er með að Búnaðarfélagi íslands verði kosin ný stjóm á þinginu, en Hjört- ur Þórarinsson, formaður félagsins, hefur lýst því yfir að hann ætli að hætta formennsku. Tvö stærstu mál þingsins eru breytingar á félagskerfi landbúnaðarins og framtíð sauðfjárræktar og til- lögur sjömannanefndar um sauðfjárframleiðsl- una. Þéttbýlið á landsbyggðinni þarf að vera í stakk búið til að veita dreifbýlinu stuðning Hjörtur E. Þórarinsson setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna. í upphafi ræðu sinnar minntist Hjörtur látinna þingfulltrúa og starfsmanna Búnaðarfélags íslands. Hann vék síðan að verkefnum þingsins og sagði að eitt stærsta mál þingsins væri breytingar á félagskerfi bænda. Síðasta Búnaðarþing skipaði milliþinga- nefnd til að fjalla um þetta mál og leggja tillögur nefndarinnar fyrir nýkjörið þing. Búnaðarþing var á sínum tíma sniðið að skipu- lagi Alþingis. Nú er fyrirhugað að gera breytingar á skipulagi Alþingis og sagði Hjörtur tímabært að starfshættir Búnaðarþings væru teknir til endur- skoðunar. Hann sagði að breytt þjóðfélag og breyttur landbúnaður kallaði á breytingar á skipulagi félagskerfis bænda. í því sambandi minnti hann á búgreinafélögin sem stofnuð hafa verið á seinni árum. Hjörtur minntist á fjárhagsstöðu Búnaðarfélags íslands og búnaðarsambandanna, en hún hefur mikið verið til umræðu á seinustu þingum. Hann greindi frá því að staðan hefði batnað mikið á síð- asta ári fyrir forgöngu stjórnvalda og flutti þeim þakkir fyrir þeirra hlut í því máli. Undir lok ræðu sinnar ræddi Hjörtur um sam- drátt í hefðbundnum landbúnaði. Hann sagðist telja að ef þéttbýlisstaðimir út um allt land væm öflugir, þyrfti samdráttur í sauðfjárrækt ekki að leiða til mikillar byggðaröskunar. Dreifbýlið gæti þá haft stuðning af þéttbýlisstöðunum úti um allt land. Landbúnaöarstefna síðustu ára felur í sér skipulagt und- anhald Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra vék í upphafi ræðu sinnar að þeim breyttu að- stæðum sem landbúnaðurinn býr nú við. Hann sagði að landbúnaðurinn ætti ekkert val, hann yrði að taka mið af þessum breytingum, en spurningin væri bara hvaða stefnu hann ætti að taka. Steingrímur ræddi lítillega um GATT- við- ræðumar og viðræðurnar um evrópskt efnahags- svæði. Hann sagði ljóst að þær umræður um landbúnaðarmál, sem hefðu orðið á þessum vett- vangi, ættu eftir að hafa áhrif á íslenskan land- búnað. Hann sagðist óttast að hagsmunum land- búnaðarins yrði fómað í viðræðunum um evr- ópskt efnahagssvæði. Landbúnaðarráðherra sagði Ijóst að fólki mundi fækka á landsbyggðinni, ef ekkert kæmi í staðinn fyrir þann samdrátt sem óhjákvæmilegur er í hefðbundnum landbúnaði. Hann sagði að því miður hefðu þær nýju atvinnugreinar, sem mest- ar vonir voru bundnar við, loðdýrarækt og fisk- eldi, brugðist að verulegu leyti. Hann benti þó á að botninum væri náð í loðdýrarækt og verð á skinnum færi hækkandi. Ráðherra sagði ljóst að breytingar væru fram- undan hjá sauðfjárframleiðslunni. „Svokölluð sjömannanefnd, skipuð fúlltrúum stjórnvalda, bændasamtakanna og aðila vinnumarkaðarins, skilaði frá sér tillögum varðandi sauðfjárræktina nú fyrir stuttu. Þar er komið á framfæri tillögum um hvað aðhafst skuli þegar núverandi samning- ur rennur út og í raun þegar á síðari hluta gildis- tíma hans. Þessar tillögur fela í sér að mörgu leyti mjög róttækar og mjög erfiðar aðgerðir til lausn- ar þeim vanda, sem sauðljárræktin stendur nú frammi fyrir. Von er á tillögum er varða mjólkur- framleiðsluna innan skamms. Það liggur vita- skuld f augum uppi að menn getur greint á um þær aðferðir, sem lagðar eru fram í tillöguformi til lausnar þessara vandamála. En vandinn er fyr- ir hendi. Hann er mikill og hann snertir marga. Þó að menn greini á um aðferðir verða menn aft- ur á móti að gera sér ljóst að undan því verður ekki vikist að tala um hlutina eins og þeir eru. Fyririiggjandi staðreyndir um vandann eru eitt. Annað er á hvaða hátt menn vilja taka á honum og leita lausna. Menn komast, hvernig sem allt veltur, ekki framhjá því að innanlandsmarkaður fyrir kindakjöt hefur dregist stórlega saman frá því sem áður var. Það lætur nærri að um 3.000 tonn hafi tapast í sölusamdrætti innanlands og það á sama tíma og verð á útflutningsmörkuðum hefur hrapað niður fyrir 30% af skilaverði, úr 60- 70% fyrir áratug eða rúmlega það. Það kerfi, sem hefur verið við lýði, hvað sem um það má segja, hefur ekki reynst fært um að framkalla markviss viðbrögð framleiðenda né afurðastöðva við þess- um vanda. Á það má minnast í þessu sambandi að fyrir nær fimm árum síðan kom út skýrsla starfs- hóps um stöðu sauðfjárræktarinnar, sem sagði nánast nákvæmlega fyrir í öllum aðalatriðum það ástand sem sauðfjárræktin býr við í dag." Steingrímur sagði að skilgreina mætti landbún- aðarstefnu seinni ára þannig að hún feli í sér skipulagt undanhald. Reynt hafi verið með skipu- lögðum hætti að draga úr framleiðslu og fækka búum. Landbúnaðarráðherra sagði ekki æskilegt fyrir landbúnaðinn áð vera endalaust í vörn og minnti á að sókn væri besta vömin. Hann sagðist vera sannfærður um að bændur hefðu þann kjark til að bera sem þarf til að takast á við ný verkefni. Landbúnaðurinn verður að standast samkeppnina Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsam- bands bænda, ræddi um álit sjömannanefndar í ræðu sinni og sagði: „Þeir, sem um málefni land- búnaðarins fjalla, hvort sem er af hálfu hins opin- berra, á vegum samtaka bænda eða annarra, standa gagnvart því að gera landbúnaðinum kleift að sinna sem best fjölþættu hlutverki sínu. Það verður að horfast í augu við það að hefðbund- inn landbúnaður okkar, líkt og landbúnaður meðal flestra vestrænna þjóða, hefur á undan- fömum árum og áratugum búið við framleiðslu- getu umfram markaði. Jafnframt hefur landbún- aðurinn meðal fjölmargra þessara þjóða, þar á meðal hér á landi, gegnt því hlutverki að skapa lifandi landsbyggð en það er og hefur verið þjóð- hagslegt markmið þjóða, þar á meðal íslendinga, og liggja til þess margháttaðar ástæður. Ljóst er að samdráttur í hefðbundnum búskap hér á landi, einkum í sauðfjárrækt, og átak til hagræðingar og lækkunar vöruverðs, stangast á við hitt sjónarmiðið um að dreifðri byggð verði haldið uppi sem mest óbreyttri, nema að ný at- vinnutækifæri bjóðist. íslenskur landbúnaður vill leggja allt það af mörkum, sem í hans valdi stendur, til að byggð í dreifbýli hér á landi fái að dafna. Staða landbún- aðarins í þeirri baráttu er hins vegar þröng um þessar mundir. Afurðir hans eiga í harðri sam- keppni við önnur matvæli, innlend sem erlend, og þann iðnað sem vinnur úr þeim. í því sam- bandi er ástæða til að minna á að í gangi eru og hafa verið um skeið alþjóðlegir viðskiptasamn- ingar sem að líkindum leiða til frjálsari viðskipta með búvörur er hingað til. Það er því óhætt að segja að íslenskur landbún- aður þurfi á öllum möguleikum sínum til hag- ræðingar að halda til að standast þá samkeppni sem bíður hans.“ Búnaðarþing beðið um álit á tiliögum sjömanna- nefndar Annað tveggja aðalmála þessa Búnaðarþings er framtíð sauðfjárræktar í landinu og álit sjö- mannanefhdar. Við setningu þingsins óskaði landbúnaðarráðherra eftir því að þingið segði álit sitt á tillögunum. Tillögumar voru kynntar á fundi, sem formenn búnaðarsambandanna héldu á laugardaginn, en almennir þingfulltrúar voru ekki búnir að kynna sér tillögurnar í gær. Greini- legt var þó að þingfulltrúum finnst nefndin leggja til mikinn niðurskurð strax í haust. Nefnd- in leggur til að í fjárstofni Iandsmanna verði fækkað um 70 þúsund fjár, sem er 13% fækkun. Þetta samsvarar því að öllu sauðfé á Vesturlandi sé slátrað. Fulltrúar á þinginu nefndu að þeir ættu mjög erfitt með að sætta sig við svo harða aðgerð, nema að samhliða sé gripið til einhverra aðgerða til að styrkja byggð í dreifbýli. Aðrir benda hins vegar á að ekki gangi til lengdar að kostnaðurinn við byggðastefnuna sé borgaður í gegnum búvöruverðið. Gera verði greinarmun á landbúnaði og byggðastefnu. Menn eru hins veg- ar sammála um að eitthvað verður að koma í staðinn fyrir þau störf, sem fyrirsjáanlega munu tapast á næsta ári, þ.e.a.s. verði tillögur sjö- mannanefndar framkvæmdar óbreyttar. Sumir óttast að ef farið verður út í að breyta til- lögum sjömannanefndar í veigamiklum atriðum, sé hætta á að aðilar vinnumarkaðarins snúist gegn þeim og gegn nýjum búvörusamningi. Ger- ist það er hætta á að búvörusamningurinn verði pólitískt þrætuepli og þá kann það skipulagða undanhald, sem landbúnaðarráðherra talaði um í sinni ræðu, að breytast í óskipulagðan flótta og hrun. Eftir Egil Ólafsson Kemst Búnaðarþingað ein- hverri niðurstöðu um breytingar á félagskerfi bænda? Hitt meginmál þingsins eru breytingar á fé- lagskerfi landbúnaðarins. Þetta mál hefur lengi verið til umræðu á Búnaðarþingi og í öðrum stofnunum landbúnaðarins. Landbúnaðarráð- herra gangrýndi þingfulltrúa fyrir að bregðast Frá upphafi búnaðarþings. Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra í ræðustóli. of hægt við í þessu máli. Hann sagði að ef horft sé framhjá minniháttar lagfæringum á félags- kerfinu hafi kerfið verið óbreytt síðustu 50 ár. - Hann vitnaði til ræðu sem Jón Viðar Jón- mundsson ráðunautur flutti við setningu ráðu- nautafundar Búnaðarfélags íslands fyrir skömmu. Þar sagði Jón Viðar m.a.: „Ef við nú horfum til okkar umhverfis, þá held ég við getum í hreinskilni viðurkennt að hag- ræðingu hljótum við fyrst og fremst að geta sótt með aukinni samvinnu og um leið einföld- un á því kerfi sem við búum við í dag. Vegna fá- mennis þá eru einingar okkar litlar. Alltof mikl- um tíma og starfsorku er varið í alls konar stjómun á hlutum sem f raun verða sífellt minni að umfangi og þess vegna líklegt að þetta skili í raun ákaflega litlu í aðra hönd. Vafalítið er hér mestan ávinning að sækja í þessum hluta landbúnaðarins á einföldun þessa stjómkerfis. Þetta á bæði við um áðurnefndar þjónustu- stofnanir greinarinnar og ekki síður féiagskerfi bændasamtakanna. Þess vegna hlýtur það að vera krafa til okkar í þeirri umræðu, sem nú á sér stað um hagræðingarátak í íandbúnaði, að taka einnig til á þessu sviði innan hans. Ein af meinsemdum okkar fámennis er að slík um- ræða vill oftast snúast upp .' einskisverða tog- streitu stofnana og félagasamtaka. Þar verðum við að horfa til sömu lausna og við sjáum í framkvæmd í nálægum löndum. Við leggjum niður félög og stofnanir og myndum ný en færri og öflugri á grunni þeirra. Umsköpun og uppbyggingin hefur einfaldlega ætíð í sér vöxt og sköpun, sem íslenskur landbúnaður hefur fulla þörf fyrir í dag. Annað vandamál er hin fé- lagslega uppbygging kerfisins, sem leiðir til að breytingarnar þurfa að byggja á félagslegri sam- stöðu um þær. Kostir hins félagslega lýðræðis eru því miður ekki mestir þegar þörfin fyrir skjótar og markvissar ákvarðanir er til staðar." Tfmamynd: Pjetur Heyrst hefur að þær tillögur, sem liggja fyrir Búnaðarþingi, séu ekki nóg og markvissar. Einn þingfulltrúi orðaði það svo að þær fælu í sér flóknara og dýrara kerfi, öfugt við það sem stefnt er að. Landbúnaðarráðherra lagði áherslu á í sinni ræðu að breytingar á félags- kerfi landbúnaðarins yrðu að miða að því að gera kerfið einfaldara og ódýrara og varaði sér- staklega við lausnum sem gengju í aðra átt. sík-:: SS88S85*SSÉí5:í ■ ■ ■ ■ .

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.