Tíminn - 19.02.1991, Page 2

Tíminn - 19.02.1991, Page 2
2Tíminrv Þriðjudagur 19. febrúar 1991 Sunnlendingar stefna að vinnslu á heimalöguðu lopa- bandi. Hugmyndir Helgu Thoroddsen ráðgjafa eru: Heimavinnsla á ull- inni sem stóriðn- aðurinn tekur ekki Að undanfómu hafa Búnaðarsamband Suðurlands og Samband sunnlenskra kvenna staðið fyrir athyglisverðum fundum. Þar hefur verið fjallað um leiðir á vinnslu ullar með öðrum hætti en í verksmiðju. Helga Thoroddsen er ráðgjafi í þessu verkefni. Hún segist binda vonir við að kynna megi þessa ull sem alíslenska vöru og selja hana meðal annars í listvefnað. Búið er að halda tvo fjölmenna fundi á Flúðum og Hvolsvelli. Helga segir hafa komið þar fram áhuga fyrir verkefninu og um- ræður verið líflegar. Hún segir að eldra fólk hafi sérstaklega sýnt þessu áhuga. Það muni sjálft eft- ir ullarvinnu og því hafi sviðið hver þróunin hafi síðar orðið. „Mínar hugmyndir eru að fólk vinni sjálft þá ull sem stóriðnað- urinn vill síður. Þar á ég við mis- lita ull og góða hvíta ull. Þannig læri fólk að meta þetta hráefni og vinna það sjálft," sagði Helga. Hún leggur til að fólk vinni band úr lopanum og þegar það sé kom- ið megi gera annað og meira. Markaðurinn fyrir ull af þessu tagi virðist vera nægur. Helga segir að á fundi ýmissa aðila sem þessu tengjast og var haldinn síð- astliðið haust hafi komið fram að fólki finnist vanta þetta tæra ís- lenska band. „Síðan hef ég áhuga á að koma með sýnishorn af svona bandi og kynna það fólki sem hefði áhuga á að vinna úr því. An þess að gera neina mark- aðskönnun finnst mér að hér innanlands sé þörfin fyrir hendi. Eins í Bandaríkjum, þar sem ég var við nám, veit ég að er mikil eftirspurn eftir listvefnaðar- bandi. Þetta er spurning um markaðssetningu sem miðar að því að kynna ísland og það sem landið hefur upp á að bjóða. Við hönnunina verðum við síðan að fá fólk sem hefur smekk, til dæmis textílhönnuði," sagði Helga. Hún segist binda vonir við að fólk sem vill vinna við þetta standi saman og stofni sameigin- leg fyrirtæki. Hefur Helga verið að leita eftir gömlum spuna og kembivélum en hefur orðið lítið ágengt. Því hefur hún borið ví- urnar í sunnlenska hagleiks- menn til að smíða slíkar véiar. Rokka segir hún ekki raunhæft að ætla sér að nota. Sem stendur er Helga í hálfu starfi við þetta verkefni hjá Bún- aðarsambandi Suðurlands og er í samstarfi við Framleiðnisjóð, Byggðastofnun og iðnráðgjafa Suðurlands. Nýlega hefur Byggðastofnun samþykkt að ráða hana í hálfa stöðu og mun hún þá Sunnlendingar hyggjast nú fara aö vínna ullina heima, elns og áður tíðkaðist Þó ekki með rokk eins og þessi kona, heldur með tækjum sem svara kalli tímans. eingöngu starfa á vegum stofn- unarinnar. Aðspurð sagðist hún velta fyrir sér að færa út kvíarnar og starfa að þessu víðar en á Suð- urlandi. Á hinn bóginn væri aftur á móti spurning hve mikið ætti að dreifa kröftunum. -sbs. Kvennalistinn í Reykjavík: Framboðslisti Kvennalistans í Reykjavík fyrir komandi alþingiskos- ingar hefur verið ákveðinn. Sex efstu sæti listans skipa; 1. Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir blaðakona, 2. Kristín Einarsdóttir þingkona og lífeðlis- fræðingur, 3. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur, 4. Guðrún J. Hall- dórsdóttir þingkona, 5. Guðný Guð- björnsdóttir uppeldissálfræðingur og 6. sætið skipar Þórhildur Þorleifs- dóttir þingkona og leikstjóri. Myndhöfundasjóður íslands stofnaður: Ætlað að gæta réttar og hagsmuna myndhöfunda Nýlega var haldinn stofnfundur Myndhöfundasjóðs fslands. Að honum standa myndhöfundar, þ.e. myndlistarmenn, teiknarar og Ijósmyndarar. Er sjóðnum ætlað að gæta hagsmuna þeirra og höf- undarréttar félagsmanna vegna birtingar á verkum til almennings og vegna annarrar hliðstæðrar notkunar. Dæmi um hagnýta notkun mynd- verka sem eru gjaldskyld er birt- Nefnd sem kanna á óveðurstjónið Forsætisráðherra hefur skipað fjög- urra manna nefnd til að fara yfir tjónið sem varð af völdum ofsaveð- ursins sem varð 3. febrúar síðastlið- inn. Mun nefndin hefja störf bráð- lega og á endanum skila skýrsiu um starf sitt. Hlutverk nefndarinnar verður að leggja mat á það fjárhagstjón sem varð og sundurliða þau tjón sem ekki fást bætt eftir eðli þeirra og umfangi og athuga hvort unnt hefði verið að tryggja sig fyrir þeim. Einn- ig er henni ætlað að setja fram til- lögur um hvernig megi í framtíð- inni sem best tryggja að tjón af völd- um óveðurs og náttúruhamfara fáist bætt. Skal nefndin meðal annars meta hvort ástæða sé til aukinna skyldutrygginga í þessu sambandi. Formaður nefndarinnar er Kristján Guðmundsson, fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi. -sbs. ing myndverka í sjónvarpi, blöð- um, tímaritum, auglýsingum og fleiri prenthlutum. Einnig sýning- ar á myndverkum í stofnunum og sýningarsölum. Myndhöfunda- sjóðurinn mun koma á samvinnu við hliðstæð samtök á Norður- löndum. Ennfremur má gera ráð fyrir hann fái aðild að Fjölís sem fer með höfundarréttarmál vegna fjölföldunar efnis í skólum og á fleiri sviðum. Á stofnfundinum kom fram að löngu væri tímabært að taka höf- unda-og birtingarétt föstum tök- um. Fimm menn voru kjörnir í stjórn. Formaður hennar var kjör- inn Knútur Brunn hrl., fulltrúi Sambands íslenskra myndlistar- manna. -sbs. Öll börn leikskóla Fundur fulltrúa 12 foreldrafé- laga við leikskóla í Reykjavfk hef- ur sent frá sér áfyktun þar sem lýst er furðu á að lagt sé fram á Álþingi frumvarp um leikskóla sem sérstakt skólastig án þess að samhliöa sé tryggöur réttur allra barna til skólans. Bent er á að í frumvarpi þessu hafi vcriö ákvæði sem tryggði öllum bðrn- um á leikskólastigi rétt Ul hans. f áfyktuninni er fyst yflr stuðn- ingi við leikskóla sem forskóla fyrir öll böm sem heyri einungis undir ráðuneyti menntamála. Jafnframt eru studdar tillögur um ríkisframlag til uppbyggingar leikskóla og taiið sjálfsagt að riki og sveitarfélög sameinist um að tryggja öllum bömum rétt til leikskóla. -sbs. Alþjóðlegri kvenna- ráðstefnu frestað Akveðið hefur verið að fresta um ár alþjóðlegri kvennaráðstefnu sem ráðgert hafði verið að halda hér á landi í júní næstkomandi. Verður ráðstefnan haldin í júní 1992. Það var samdóma álit þeirra sem standa að undirbúningi hennar að of skammur tími væri til undirbún- ings svo viðamikils verkefnis. Markmið ráðstefnunnar er að ræða nýja sýn í breyttum heimi og ber ráðstefnan heitið: Heimsþing kvenna um framtíðarsýn. Áætlaður fjöldi þátttakenda er um 1000 og er í ráði að halda undirbúningsfund sér- staklega með konum frá Austur- Evrópu og þróunarlöndunum. Fyr- irhugað er að bjóða til ráðstefnunn- ar fyrst og fremst konum en einnig köríum sem lagt hafa fram skerf til réttindabaráttu kvenna og nýrra við- horfa í heiminum. -sbs. Fyrsta tungu- málatölvan sem er með íslensku Flugleiðir hafa nú til sölu í flugvélum sínum litla og handhæga tungumálatölvu. Hún er með 6 tungumála minni, þar með talinni íslensku. Þetta er fyrsta tungumálatölvan sem er með íslensku innbyggðri. Tölvan heitir Hexaglot T-200 og er framleidd af bandaríksu fyrir- tæki. Með henni er hægt að fá þýðingu af einu tungumáli yfir á annað á rúmlega 16.700 orðum og á yfir 3000 orðasamböndum. Flugleiðir munu selja tölvuna á sérstöku kynningarverði til að byrja með sem er 6.500 krónur en í verslunum í Reykjavík kostar hún rúmar 10.000 krónur. -sbs.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.