Tíminn - 19.02.1991, Page 10

Tíminn - 19.02.1991, Page 10
10 Tíminn Þriðjudagur 19. febrúar 1991 ■ MINNING Sigríður Bjarnadóttir Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka I Reykjavík 15. til 22. febrúar er I Breiðholts- apóteki og Apótekl Austurfaæjar. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til Id. 9.00 að morgni vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Uppiýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar f frá Hömrum síma18888. Fædd 14. febrúar 1893 Dáin 19. janúar 1991 Sigga á Hömrum — orðin hljóma í eyrum mér eins og ljúf tónlist, ljúf eins og hún sjálf. Þessi kona hefur orðið mér kærari en nokkur annar mér vandalaus. Frá því ég nokkurra mánaða gömul kom í fyrsta skipti í baðstofuna til hennar á Hömrum hafa leiðir okkar legið saman, í ná- lægð og fjarlægð í hartnær hálfa öld. Hamrar, Sigga og Jóhannes urðu hluti af lífi mínu, þar sem sam- an tvinnuðust leikir og störf, lífs- reynsla og þroski, gamall og nýr tími. Og nú er hún horfin á braut og löngu og farsælu lífsstarfi lokið. Eft- ir stöndum við öll sem elskuðum hana og þökkum fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá okkur svo lengi. Sigríður Bjarnadóttir fæddist að Minnibæ í Grímsnesi 14. febrúar 1893. Foreldrar hennar voru Bjarni Jörgensson bóndi þar og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir. Bjarni var sonur Jörgens bónda á Stærribæ Bjarnasonar og konu hans Stein- unnar Bjarnadóttur bónda á Vatns- leysu, Einarssonar. Móðir Steinunn- ar var Vigdís Halldórsdóttir, prests á Torfastöðum, Þórðarsonar. Móðir Vigdísar var Vigdís Pálsdóttir, prests á Torfastöðum, Högnasonar, „Presta-Högna", prests á Breiðaból- stað í Fljótshlíð, Sigurðssonar. Móð- ir Vigdísar Pálsdóttur var Þórdís Ás- mundsdóttir, bónda í Ásgarði, Sig- urðssonar, föður Sigurðar, langafa Jóns forseta. Ragnhildur, móðir Sig- ríðar, var dóttir Jóns söðlasmiðs Björnssonar á Akrakoti á Skeiðum, síðast á Hömrum. Móðir Jóns var Ragnhildur Jónsdóttir, prests á Klausturhólum, Jónssonar, prests í Hruna, Finnssonar, biskups í Skál- holti, Jónssonar. Móðir Ragnhildar var Margrét Kolbeinsdóttir, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar. Móðir Ragnhildar og amma Sigríðar var Katrín Snorradóttir, bónda að Hömrum í Grímsnesi, Jónssonar og konu hans Sigríðar Einarsdóttur, bónda á Hrygg í Hraungerðishreppi, Jónssonar. Að Sigríði stóðu, eins og sjá má, styrkir stofnar sunnlenskra ætta þar sem saman fléttuðust greind og dugnaður. Sjálf var hún einstaklega vönduð kona til orðs og æðis og lét alls staðar gott af sér leiða á langri ævi. í tæp 98 ár lifði hún og starfaði, órjúfanlega tengd bænum sínum Hömrum, þar sem hún sleit barns- skónum og hún stýrði búi í nær hálfa öld. Það var sem forlögin hefðu ætlað henni Hamra þar sem forfeður hennar höfðu búið á þriðju öld, sex ættliðir mann fram af manni. Þegar hún er aðeins rúm- lega ársgömul kemur móðursystir hennar, Ingibjörg húsfreyja á Hömr- um, að Minnibæ. Ingibjörg og mað- ur hennar Jörgen, sem var föður- bróðir Sigríðar, höfðu átt fimm börn og misst þau öll. Erindi Ingibjargar var að biðja systur sína að gefa sér bam í lítinn kjól sem hún hafði meðferðis. Ragnhildur kvaðst ekki vilja gefa henni barnið en féllst á að lána henni Sigríði í litla kjólinn. Þar með vom örlög Sigríðar ráðin og hún tengd Hömrum órjúfandi böndum. En allt er í heiminum hverfult og þegar hún var rétt rúm- lega fimm ára andaðist fóstra henn- ar. Sorgin sat lengi í litlu barns- hjarta. Sigríður var áfram hjá Jörgen fóstra sínum og föðurbróður í Hömrum, en við búsforráðum tóku nú Sigríður móðursystir hennar og maður hennar Kristinn Jónsson. Ár- ið 1904 keypti Jörgen vesturbæinn á Hömrum, en þar hefur löngum ver- ið tvíbýli, og ólst Sigríður upp þar uns hún stofnaði sitt eigið heimili í austurbænum árið 1920. Ragnhildur móðir Sigríðar mun hafa viljað taka litlu stúlkuna til sín er fóstra hennar dó, en Sigríður móðursystir hennar, sem hafði að hluta alist upp með henni, mátti ekki af henni sjá. Lítið var um skóla- göngu fyrir tæpri öld hjá þeim sem þá uxu úr grasi. Tólf ára fékk hún þær sex vikur náms sem áttu eftir að endast henni allt lífið og vorið 1907 fermdist hún upp á kverið. 1917 fékk hún svo tilsögn í hannyrðum hjá Sigríði Hildi, systur Guðmundar á Efri-Brú. Aðeins einu sinni dvaldi Sigríður fjarri Hömrum á sínum yngri árum, en það var veturinn 1918-19 er hún fékk tilsögn í mat- reiðslu og fatasaumi hjá Þorgerði í Einarshúsi á Eyrarbakka, systur Guðmundar oddvita. Vitnaði hún oft í veru sína þar og hversu ánægjuleg og gagnleg hún hafi verið. Það var svo árið 1920 sem Sigríður giftist manni sínum Jóhannesi Jóns- syni frá Þórisstöðum og bjuggu þau allan sinn búskap á Hömrum, en Jó- hannes lést 20. febrúar 1968. Þau Sigríður eignuðust þrjú börn, Ingi- björgu Tönsberg, kennara í Reykja- vík, Jóhönnu, kennara í Reykjavík, og Gunnar, bónda á Hömrum. í mínum huga er minning tengd hverjum steini og hverri þúfu á Hömrum og fáa staði veit ég fegurri eða búsældarlegri. Neðan við ið- grænan túnfótinn liðast Hvítá breið og lygn og minnir á hina öldnu hús- móður Hamra, sem líkt og áin var mild og umvefjandi en bjó þó yfir því afli og þeim krafti sem er nauðsyn- legur hverjum þeim sem velur sér það lífsstarf að yrkja jörðina. Hand- an Hvítár breiðir Skeiðin úr sér, lág- lend og grösug, og til beggja handa blasa við Vörðufell og Hestfjall o: ramma inn þessa miklu fegurð. Hvítárbakkanum trónir Ullarklettur þar sem ullin var breidd til þerris á mínum bernskuárum og ekki langt frá breiddi kartöflugarðurinn úr sér, þar sem hliðrað var til fyrir tjaldar- hjónum vor hvert af því þeim hafði litist vel á miðjan kartöflugarðinn til hreiðurgerðar. Þannig var rúm fyrir alla á Hömrum bernsku minnar, jafnt háa sem lága. í austrinu trónir svo Hekla, mikilúðlegt tákn þess afls sem í iðrum jarðar býr og minnir okkur á að heimurinn er fallvaltur og mannanna örlög órjúfandi tengd náttúrunni og duttlungum hennar. Sigríður var komin á miðjan aldur er ég man fyrst eftir henni. Hamra- heimilið hafði þó áður komið við sögu hjá fjölskyldu minni þar sem föðurbróðir minn Elías ólst þar upp að hluta hjá Sigríði móðursystur Sigríðar og Kristni manni hennar. Auk þess kom faðir minn á heimili Sigríðar og Jóhannesar ungur drengur og dvaldist hjá þeim í sjö sumur. Þar með var lagður grunn- urinn að þeim vinaböndum sem aldrei slitnuðu. Mörg voru þau spor- in sem lágu að Hömrum og öll jafn- ánægjuleg. Alltaf var tekið á móti okkur opnum örmum, þeim hjón- um var gestrisnin eðlislæg og sjálf- sögð. Sex ára fór ég í fyrsta sinn til sumardvalar að Hömrum. Þar beið Sigríður með opinn faðminn í hlý- legu baðstofunni sinni og ævintýra- heimur sveitarinnar opnaðist í allri sinni dýrð. Með festu og hlýju stjórnaði hún heimilinu og okkur Afmælis- og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveiraur dögum fyrir birtingardag. Þœr þurfa að vera vélritaðar. ungviðinu, sendi okkur niður að læk til þess að sækja eða leggja salt- fiskinn í bleyti, lét okkur hjálpa sér við að reyta arfann í matjurtagarðin- um, sækja kýrnar eða tína kúadellur í strigapoka með Björgu gömlu. Bjarga, eins og við kölluðum hana, hét fullu nafni Hallbjörg Bjarnadótt- ir og dvaldist hún hjá þeim Jóhann- esi um árabil og dó hjá þeim á Hömrum sumarið 1954. Bjarga var mikill vinur okkar barnanna og sagði okkur margar sögur. Mér eru sérstaklega minnisstæðir laugar- dagsmorgnarnir þegar Bjarga lá á fjórum fótum á baðstofugólfinu og skúraði það með sandi, ekkert gat orðið jafnhreint, jafnhvítt. Eftir að ég fór að muna eftir mér á Hömrum er Sigríður að mestu við innanbæjarstörf, en framan af bú- skap þeirra hjóna mun hún hafa gengið af miklum dugnaði í öll úti- verk eftir þörfum, en Jóhannes var oft fremur heilsulítill maður, þótt hann léti lítið á því bera. Af fáum minningum stafar jafnmikilli birtu og yl og þegar ég sat á skemli í hlýju fjósinu og heyrði taktfastar bunur mjólkurinnar í fötunum hjá þeim Jóhannesi og Sigríði. Ekkert var jarðbundnara eða veitti meira ör- yggi. Sama hlýjan fylgdi einnig stundunum með Jóhannesi úti í skemmu þegar hann dyttaði að meisum, hrífum eða orfi og fór með vísurnar sínar fyrir okkur. Eftir á hef ég oft dáðst að umburð- arlyndi Sigríðar þegar allur krakka- hópurinn, við Hermann dótturson- ur hennar og Halli, Gústi, Mummi og Ásgeir úr vesturbænum, ærsluð- umst og hlógum, skemmdum varp- ið í hænunum, hrekktum gæsirnar eða riðum röftum á bæjarhúsunum. Og inni í eldhúsinu beið mjólk og kex handa sísvöngum öngum. Slíkt umhverfi og áhrif eru holl litlu barni sem er að stíga sín fyrstu skref fjarri heimili sínu. Þeir komu líka sumar eftir sumar snúningastrák- arnir hennar og þar á eftir í heim- sóknir árum saman með konu og börn. Og ekki má gleyma laxveiði- mönnunum sem margir tengdust Hamraheimilinu sterkum vináttu- böndum. Siggu þótti blátt áfram miður ef þeir fóru austur úr án þess að koma inn og fá sér kaffisopa. Margur unglingurinn og barnið frá Sólheimum yljaði sér líka í eldhús- inu hjá Sigríði og þáði góðgæti og henni var ætíð vel fagnað þegar hún labbaði með brauðin sín í dós upp að Sólheimum til þess að setja þau í hverinn. Þótt Sigríður gerði ekki víðreist um ævina lét hún sjaldan undir höf- uð leggjast að fara í kvenfélagsferð- irnar og veittu þær henni mikla ánægju. Sigríður var komin vel á tí- ræðisaldur þegar hún fór sína síð- ustu ferð með kvenfélagskonunum. Prjónavélin kom inn í líf hennar eft- ir að hún varð sextug og mikið var hún dásömuð. Hver flíkin af annarri rann fram af höndum Sigríðar og vélarinnar í þau 30 ár sem þær unnu saman. Síðan tóku við handprjón- uðu rósavettlingarnir hennar sem glöddu öll barnabörnin og barna- barnabörnin hvenær sem færi gafst. Vettlingarnir sem yljuðu litlu lófun- um hans sonar míns fyrstu árin eru nú vandlega geymdir niðri í kistu sem dýrgripir væru. Ein er sú velgjörð sem Sigríði verð- ur seint fullþökkuð en það er elska hennar og hlýja í garð Ólafar systur minnar. I fjögur ár dvaldi Ólöf að mestu hjá þeim hjónunum á Hörm- um umvafin ástúð og kærleika. Aldrei þreyttist Sigríður á að sinna henni og hennar sérstöku þörfum og margan slaginn tóku þær saman. ,Ámma á Hömrum" er og verður Ólöfu minni kærari en flest annað og það var unun að sjá hve þær nutu þess að hittast á seinni árum þótt Hamrar væru þá víðs fjarri. Fyrir allar þær stundir vill Ólöf systir mín þakka af heilum hug. Enga manneskju hef ég séð eldast jafnvel og Sigríði á Hömrum, til hinstu stundar hélt hún fullum and- legum og líkamlegum kröftum, stál- minnug, forvitin, áhugasöm um allt og alla, ræðin og glettin, hlý og hug- ulsöm. Allt það besta magnaðist í fari hennar með aldrinum. Það var unun að vera samvistum við hana og allir fóru ríkari af hennar fundi. Skerta sjón bætti hún með upp- skurði á tíræðisaldri, heyrnina með heyrnartæki og svo var hún þotin út og suður eftir að hagur hennar rýmkaðist og búsforráðum sleppti. Margan vetrarpartinn dvaldi hún hjá Ingibjörgu fóstursystur sinni á Stokkseyri eða í Reykjavík hjá Helgu mágkonu sinni og Þorbirni bróður sínum meðan hann lifði og naut þeirra stunda vel. Sigríður átti ekki því láni að fagna að eyða síðustu æviárunum á Hömr- um. í sjö ár dvaldi hún á Kumbara- vogi á Stokkseyri. Aldrei heyrðist hún kvarta þótt vistin væri oft frem- ur dapurleg og hugurinn leitaði heim að Hömrum. Jákvætt hugarfar einkenndi Sigríði og hún gerði sér far um að gera gott úr öllu. Margir heimsóttu Sigríði að Kumbaravogi, en á engan er hallað þótt hér sé minnst alls þess sem dóttursonur hennar Erlingur og Eygerður kona hans gerðu fyrir hana og litli sonur þeirra Jóhannes, langömmubarnið og sólargeislinn, sem átti sinn besta vin í langömmu. Á seinni árum kom Sigríður oftast til okkar viku á haustin eða vorin. Þá átti ég mörg viðtöl við hana um gamla daga, siði og venjur, örnefni og landslýsingar, trú og fordóma og margt fleira. Síðasta viðtalið átti ég við hana fyr- ir tæpu ári þar sem hún lýsir af ná- kvæmni matargerð og matarvenjum bernsku sinnar. Öll eru þessi viðtöl til á segulbandi og bíða nú úr- vinnslu þjóðháttafræðinga. Úthald Sigríðar var með eindæmum. í bæj- arferðum allt fram á 98. árið þótti henni sjálfsagt að fara í að minnsta kosti tvær heimsóknir á dag, helst þrjár eða fjórar, svo hún kæmist nú yfir að heilsa upp á alla. Og allir fögnuðu Siggu á Hömrum, jafnt mágkonurnar komnar á tíræðisald- urinn sem börnin sem löðuðust að henni, spiluðu Ólsen- Ólsen og sprelluðu svolítið. Engri ferð sleppti sonur minn austur að Kumbaravogi til þess að heimsækja Siggu á Hömrum og heimsóknir hennar voru börnum mínum ætíð tilhlökk- unarefni. En nú verða heimsóknirnar ekki fleiri. Sigga á Hömrum er lögð af stað í lengri heimsókn, heimsókn sem bíður okkar allra. En eftir stöndum við full þakklætis fyrir að hafa fengið að verða samferða þess- ari yndislegu konu sem dreifði birtu og yl hvert sem hún fór. Langri og giftusamlegri ævi er lokið. Blessuð sé minning Sigríðar Bjarnadóttur frá Hömrum. Guðfínna Ragnarsdóttlr Neyðarvakt Tannlæknafélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátlðum. Slm- svari 681041. Hafnarfjöröun Hafnarfjarðar apótek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar I símsvara nr. 51600. Akureyrf: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða. Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opiö í þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opiö frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keflavfkun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokaö I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfbss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garöabæn Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. Læknavakt Læknavakt fyrír Reykjavfk, Settjamames og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavlkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Settjamamesi er læknavakt á kvöldin Id. 20.00-21,00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaðá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og tlmapantan- ir I sima 21230. Borgarsprtaiinn vaktfrá kl. 08-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (simi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (slmi 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúðirog læknaþjónustu erugefnar I simsvara 18888. Ónæmisaðgerðlr fyrir fulloröna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. SeHjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Sími 612070. Garöabær Heilsugæslustööin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, slmi 656066. Læknavakt er I slma 51100. Hafharfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt slmi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Simi 40400. Keflavik: Neyöarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamái: Sálfræðistöðin: Ráögjöf í sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadelld: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitall Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunaríækningadcild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspftall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítallnn í Fossvogl: Mánudaga til föstudaga kl 18.30 til 19.30 og eftir samkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarfaúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdelld: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppssp'taU: Alla daga kl. 15.30 tilkl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. - Rókadelld: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaðaspitali: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspitali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhliö hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartlmi kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavfkurlæknishéraðs og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Simi 14000. Keflavík-sjúkrahúsiö: Heim- sóknartlmi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgar og á hátlöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúslð: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, slmi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartfmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkviliö og sjúkrabifreiö simi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkviliö og sjúkrabifreið slmi 11100. Hafnarfjöröur: Lögreglan simi 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabíll sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar: Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 22222. Isafjörður: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið simi 3300, brunasimi og sjúkrabifreiö slmi 3333.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.