Tíminn - 19.02.1991, Side 13

Tíminn - 19.02.1991, Side 13
Þriðjudagur 19. febrúar 1991 Tíminn 13 -----------------------------------------------\ í Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Sigríðar Bjamadóttur áður húsfreyju á Hömrum. Gunnar Jóhannesson Krístín Carol Chadwick Jóhanna Jóhannesdóttir Ingibjörg JóhannesdóttirTönsberg bamaböm og flölskyldur þeirra. ----------------------------------------------------------\ 'li' Eiginmaður minn og bróðir okkar Gísli Ólafsson Skipholti 53, Reykjavfk lést á Landakotsspítala sunnudaginn 3. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks Landakotsspltala. Eiginkona og systkini hins látna. BÍLALEIGA AKUREYRAR Traustir hiekkir í sveiganlegri keðju liringinn í kringum iandið Revkjavík: 91-686915 Akureyri: 96-21715 Borgarnes: 93-71618 ísaljörður: 94-3574 Blönduós: 95-24350 Sauðárkrókur; 95-35828 Egiisstaðir: 97-11623 Vopnafjórður: 97-31145 Höfn í Hornaf.: 97-81303 ÓDVRIR HKLGARPAKKAR VETRARHJOLBARÐAR Nýir fólksbílahjólbarðar HANKOOK frá Kóreu Gæðahjólbarðar á mjög lágu verði frá kr. 3.180,- Örugg og hröð þjónusta BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 91-84844 Bílaleiga með útibú ailt í kringutn landið, gera þér inoguiegt að leigja bíl á einum stað ogskila honutn á öðruni. Nvjustu MITSUBISHI bílarnir alltaf til taks Robin Rafstöðvar OG dælur FRÁ BENSÍN EÐA DIESEL* Mjög gott verð Rafst.: 600-5000 w Dælur: 130-1800 l/mín Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Simi 91-674000 Ókevpis HÖNNUN auglýsingar ÞEGARÞÚ AUGLÝSIR í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 SPEGILL Hvílir bölvun yfir Lennon-ættinni? Tíu árum eftir að John Lennon var skotinn til bana á götu í New York hefúr Pauline stjúpmóðir hans svipt hulunni af ástæðunni fyrir hinum undarlegu tengslum Johns og föður hans Freddies í bók sem ber nafnið „Daddy Come Horne". Pauline, sem er átta árum yngri en John, gitist Freddie Lennon þegar hún var tvítug. Freddie var þá 55 ára en yngdist allur upp við að eignast nýja konu. Hann var sjómaður að at- vinnu, en hafði komið heim úr strfð- inu að konu sinni Juliu í sambúð með öðrum manni. Þegar svo John Lenn- on varð frægur sögðu öll dagblöðin frá því að pabbi hans hefði farið að heiman þegar hann var bam að aldri. „Bobby, nýi maðurinn hennar Juliu, vildi ekki að John byggi hjá þeim, sennilega vegna þess að hann minnti of mikið á Freddie,“ segir Pauline. „Freddie tók John til sfn og ætlaði að flytjast til Nýja-Sjálands, en einn góð- an veðurdag var Julia mætt og John var neyddur til að velja milli foreldra sinna. í framhaldi af því var honum komið fyrir hjá Mimi frænku sinni." Aftur lágu leiðir þeirra feðga saman þegar fólk fór að veita því athygli hversu líkir þeir voru, og það var ekki bara í útliti. „Þeir elskuðu sömu hluti, hafið og tónlistina," segir Pau- line. John og Cynthia fyrri kona hans tóku svo Pauline og Freddie inn á heimili sitt þegar móðir Pauline reyndi að koma í veg fyrir að þau giftu sig. John var ekki auðveldur í umgengni en Freddie vildi allt til vinna að eiga gott samband við son sinn. Svo gerð- ist það f þrítugsafmæli Johns að hann sneri sér skyndilega að pabba sínum, ásakaði hann fyrir að hafa farið frá sér þegar John var lítill og hótaði að drepa hann. Þá ákvað Freddie að skrifa ævisögu sína svo að John sæi hvemig allt væri í pottinn búið og Pauline segir að John hefði orðið ánægður þegar hann komst að hinu sanna. Skömmu síðar var Freddie fluttur á spítala og dó sex vikum síðar úr krabbameini. John vogaði sér ekki að fara frá Bandaríkjunum á þeim tíma, en hringdi í pabba sinn á sjúkrahús- inu og þeir sættust fúllum sáttum. Eftir lát Freddies sat Pauline með tvo unga syni, stjúpbræður Johns, David og Robin. David, sá eldri, hefur þegar sýnt að hann hefur erft tónlist- arhæfileikana og fór snemma að semja lög. Pauline giftist aftur og er þakklát fyrir það öryggi sem gott hjónaband færir sonum hennar. Hún segir að engu sé líkara en að bölvun hvíli á Lennon-fjölskyldunni. Allir dreng- imir hafi misst feður sína á unga aldri. „En ég átti þó 10 dásamleg ár með Freddie," segir hún. Freddie og John Lennon voru mjög líkir og þaö ekki bara í út- liti, segir í bókinni. Pauline, stjúpmóðir Johns Lennon, hefur nú sent frá sér bók þar sem hún skýrir m.a. frá samskiptum þeirra feðga. Þegar John vár giftur Cynthiu tóku þau Freddie og Pauline inn á heimili sitt um tíma. Það endaði með ósköpum, þó að Pauline og Cynthiu hafi samið ágætíega.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.