Tíminn - 21.02.1991, Síða 4
4 Tíminn
Fimmtúdagur 21. febrúar 1991
Nú stefnir allt I aö landhemaður hefjist innan örfárra daga. Hér „sjást" læknar í liði bandamanna æfa sig í búningum sem eiga að verja þá fyrír eit-
urefríum.
Friðsamleg lausn ekki líkleg:
LANDBARDAGAR
YFIRVOFANDI
Líkur á að friðaráætlun Sovétmanna nái fram að ganga minnkuðu
allverulega í gær. írakar hétu því að berjast áfram og Sovétmenn
fengu ekkert svar frá þeim við friðartillögunum.
Talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, Vitaly Churkin, sagði
að ekki hefðu veríð sett nein tímamörk á svar íraka. í opinberrí til-
kynningu frá íröskum stjórnvöldum í gær kom fram að bandamenn
undir forystu Bandaríkjamanna hefðu hafnað öllum fríðartilraun-
um þeirra. Bandarísk og bresk stjórnvöld hafa lýst yfír að þau geti
ekki sætt sig við þær tillögur sem Sovétmenn hafa lagt fyrir íraka,
þar sem þær uppfylli ekki kröfur Öryggisráðsins og segjast munu
halda bardögum áfram.
Norman Schwarzkopf, hershöfðingi
í Bandaríkjaher, sagðist í viðtali við
Los Angeles Times halda að allur
kraftur væri farinn úr íraska hem-
um. Hann sagði að írakar misstu um
hundrað skriðdreka á dag eða tvö
herfylki og það gæti enginn her hald-
ið það út.
Fréttamenn, sem eru í fremstu víg-
línu í Saudi-Arabíu, sögðu í gær að
bandarískir herflokkar héldu uppi
stöðugum skærum á íraska herinn.
Þeir sögðu ennfremur að bandarískir
landgönguliðar hefðu sótt fram og
komið sér upp bækistöð á svæði sem
var áður undir yfirráðum íraka. Hátt-
settur bandarískur hershöfðingi
staðfesti þetta og sagði að þeir hefðu
sótt eitthvað fram.
í gær vom gerðar harðar loftárásir á
Bagdad og á tímabili féllu sprengjur
þar með fimm mínútna millibili.
Annars einbeitti flugherinn sér að
flugvöllum, Lýðveldishernum (sér-
þjálfuðum sveitum á landamærum
Iraks og Kúvæts) og íröskum sveit-
um sem eru við landamæri Saudi-Ar-
abíu.
Tom Kelly, háttsettur lautinant í her
Bandaríkjamanna, sagði í gær að
landherinn væri tilbúinn og biði bara
eftir skipun um að sækja fram. „Ef
kemur til bardaga munum við sigra
íraka á skömmum tíma,“ sagði Kelly.
ítalir styðja tillögur
Sovétmanna
Talsmaður Giulio Andreotti, utan-
ríkisráðherra Ítalíu, sagði í gær að
tillögur Sovétmanna, sem gerðu ráð
fyrir að írakar hæfu brottför sína frá
Kúvæt einum degi eftir umsamið
vopnahlé og tryggðu að ekki yrði á þá
ráðist, væru í fullu samræmi við
samþykkt Öryggisráðsins. Hann
sagði að ítalska stjórnin styddi tillög-
ur Sovétmanna, andstætt stjórnum
Bandaríkjanna og Bretlands.
Aðstoðarforsætisráðherra íraks, Sa-
adoun Hammadi, fór í óvænta opin-
bera heimsókn til Kína seint á þriðju-
dag til viðræðna við þarlend stjórn-
völd um Persaflóastríðið. Li Peng,
forsætisráðherra Kína, átti viðræður
við Hammadi. Að sögn Nýja Kína, op-
inberrar fréttastofu í Kína, þá hvatti
Peng til að írakar færu tafarlaust
með her sinn frá Kúvæt. íraski að-
stoðarforsætisráðherrann sneri aftur
til íraks í gær.
Reuter-SÞJ
Fréttayfirlit
BAGDAD - (rakar sögðu I gær
að bandamenn undir forystu
Bandarfkjamanna hefðu hafnað
öllum friðartilraunum þeirra. Þeir
sögöu ekkert um hvort og þá
hvenær þeir hygðust svara frið-
artillögum Sovétmanna. I
Moskvu sagði talsmaður sov-
éskra stjórnvalda að enginn tfmi
hefði verið ákveöinn á endur-
komu Tareq Aziz, utanrfkisráð-
herra íraks, til Moskvu, en búist
var við að hann færði Moskvu-
stjórninni svar Saddams við frið-
artillögum hennar.
NIKÓSÍA/RIYADH - Irakar
sögðust hafa fellt marga land-
gönguliða bandamanna þegar
bandamenn gerðu skærur á þá,
en bandamenn segjast ekki hafa
misst neinn, en eyðilagt varöstöð
fraka f írak og nokkur brynvarin
farartæki.
LONDON - Bretar svörnðu frið-
artillögum Sovótmanna og
sögðu að þær uppfylltu ekki kröf-
ur Óryggisráðs Sameinuðu þjóð-
anna og hemaðaraðgerðir
myndu halda áfram.
LOS ANGELES - Norman
Schwarzkopf, hershöfðingi í
Bandaríkjaher, sagðist halda að
íraski herinn væri búinn að vera.
MOSKVA - Leiðtogar Riddar-
anna, óopinberrar þjóðvarðliða-
hreyfingar f Georgíu f Sovétríkj-
unum, segja að tveir meðlimif
samtakanna og einn prestur hafi
látið Iffið f árás sovéska hersins á
eina af bækistöðvum þeirra á
mánudag.
VÍN - Yfir 7Q0 albanskir stúdent-
ar eru nú í hungurverkfalli og
krefjast þess að fyrrverandi harð-
stjóri landsins, Enver Hoxha,
verði ekki kenndur við eina há-
skóla landsins. Stúdentamir
veltu risastórri styttu af kommún-
istaleiðtoganum af staili sfnum í
miðborg Tirana f gær.
PARÍS - Frönsk lögreglukona
var skotin til bana í París í gær.
Þetta er f fyrsta sinn sem lög-
reglukona er myrt f Frakkfandl
síðan konum var leyft að ganga f
lögregluna árið 1975. Engin sjá-
anleg ástæða var fyrir verknaðin-
um. Starfsfélagi hennar, sem var
karimaður, særðist f árásinni.
Þau vom að fylgjast með hrað-
akstri. Reuter-SÞJ
GATT-viðræðurn-
ar hefjast að nýju
Evrópubandalagiö setti í gær
fram nýjar tillögur um aö draga
úr vemdun landbúnaðarafurða
sinna gagnvart landbúnaöarvör-
um annarra þjóöa. Aöilar komust
aö samkomulagi um aö heija viö-
ræðumar aö nýju á grundvelli
þessara tillagna og er búist við að
GATT-viðræöurnar hefjist form-
lega næsta þríðjudag. I þessum
nýju tillögum skuldbindur EB sig
formiega til að komast að sam-
komulagi við hin aðildarríkin um
að draga úr vemdun eigin land-
búnaðar á þremur sviðum, þ.e.
draga úr innflutningstollum og
styrkjum til innaniands- og út-
flutningsframieiðsiu.
Bandaríkjamenn vildu ekki hefja
viðræður á öðmm sviðum við-
skipta fyrr en einhver viðræðu-
gmndvöllur værí fundinn í iand-
búnaðarmálunum. Nú telja þeir
að þessi gmndvöliur sé fundinn.
„Ég heid að nú sjáum við í fyrsta
skipti fram á einhvem árangur í
landbúnaðarviðræðunum,“ sagði
einn af fulitrúum Bandaríkja-
manna. Fleirí fulltrúar utan EB
tóku í sama streng og Iögðu
áherslu á formlegar skuidbind-
ingar EB.
Fulltrúar EB sÖgðust ekki halda
að þeir hefðu gert einhverja stóra
breytingu á tillögum sínum.
Þessar tillögur væm í gmndvall-
aratriðum eins og þær sem þeir
settu fram í desember í Briissel.
Reuter-SÞJ
Holland:
Hryðjuverkamenn IRA
dregnir fyrir rétt
Réttarhöld yfír fjórum meintum
hryðjuverkamönnum IRA hófust í
Hollandi í gær. Þeir em ákærðir
fyrir morð á tveimur áströlskum
ferðamönnum í júní í fyrra. Þetta
munu verða ein stærstu réttarhöld,
sem hafa veríð haldin á meginland-
inu yflr hryðjuverkamönnum IRA.
Gífurieg öryggisgæsla er vegna
réttarhaldanna.
Áströlsku ferðamennirnir, Stephen
Melrose og Nick Spanos, voru
drepnir í hollenska bænum Roerm-
ond í júní í fyrra. írski lýðveldisher-
inn (IRA) lýsti sig ábyrgan fyrir
verknaðinum, en baðst afsökunar,
því samtökin héldu að þeir væru
breskir hermenn í sumarfríi.
Saksóknarinn sagði að fjórmenn-
ingarnir, Paul Hughes 27 ára, Sean
Hick 30 ára, Gerard Harte 27 ára og
Donna Maguire 24 ára, væru öll
ákærð fyrir morð eða aðild að morði
og fyrir að vera meðlimir ólöglegra
samtaka.
Öryggisgæsla við réttarhöldin er
mikil. Ekið var með sakborningana
til dómhússins í gær í skotheldum
bifreiðum og bundið var fyrir augu
þeirra. Um 150 lögreglumenn
mynduðu varðhring kringum svæð-
ið og leitað var á öllum sem fóru inn
FINNLAND STYRKIR EGYPTALAND
Finnar hafa ákveðið að breyta 78 milljóna dollara
skuld Egypta í styrk tii að hjálpa þeim að komast
yfir tapið, sem þeir hafa orðið fyrir vegna Persa-
flóastríðsins. Finnska sendiráðið í Kairó til-
kynnti þetta í gær.
Tálsmaður sendiráðsins sagði að þeim lánum,
sem Finnar hafa veitt Egyptum á síðastliðnum
áratug, og vöxtum sem hefðu komið á þau, yrði
breytt í styrki. Hann sagði að ákvörðun finnsku
stjórnarinnar næði til 1. janúar 1991. Þetta munu
vera um 78 milljónir dollara. Þá sagði talsmaður-
inn að finnska stjórnin hefði einnig ákveðið að
leggja 85 milljónir dollara næstu fjögur árin í
styrk til þróunarverkefna í Egyptalandi.
Egyptar, sem eru mikilvægir aðilar fjölþjóða-
hersins í Saudi-Arabíu, hafa orðið illa úti fjárhags-
lega í þessari deilu.
Bandaríkjamenn hafa þegar breytt 7 milljarða
skuld Egypta í styrk og nokkur ríki við Persaflóa
hafa afskrifað skuldir af svipaðri upphæð.
Reuter-SÞJ
í dómhúsið.
Eiginkona Melroses og unnusta
Spanos voru með þeim þegar þeir
voru skotnir. Þær hafa þegar borið
vitni, en munu ekki koma fýrir rétt-
inn.
Búist er við að réttarhöldin standi
yfir í fjórar vikur.
Hollenska lögreglan, sem hefur
unnið að þessu máli með lögregl-
unni í Belgíu, Þýskalandi, Bretlandi
og írlandi, telur að fjórmenningarn-
ir tilheyri deild innan IRA sem sé
ábyrg fyrir fjölmörgum öðrum
hryðjuverkum á meginlandinu.
Lögreglan handtók fjórmenningana
stuttu eftir verknaðinn, eða í júní á
síðasta ári. Yfirvöld í Þýskalandi hafa
óskað eftir að Hick, Hughes og
Maguire verði framseld, en þau eru
grunuð um hryðjuverk í Þýskalandi.
Roermond er lítill bær nálægt
þýsku landamærunum. Hann er
mjög vinsæll ferðabær meðal
breskra hermanna. IRA myrti einn
breskan hermann og særði tvo í
þessum bæ árið 1988.
Reuter-SÞJ