Tíminn - 21.02.1991, Blaðsíða 18

Tíminn - 21.02.1991, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 21. febrúar 1991 ÚR VIÐSKIPTALÍFINU Markaður hlutabréfa: ENSKILDA-SKÝRSLAN Ráðgjafar frá Enskilda Securities tóku 1988 saman skýrslu um ís- lenskan hlutabréfamarkað ásamt fulltrúum frá Iðnþróunarsjóði og Seðlabanka íslands. Á eftir fara kaflar úr skýrslunni. „Þegar við byrjuðum á athugun- um okkar, gerðum við ráð fýrir því, að þær mundu fyrst og fremst bein- ast að viðskiptakerfi og reglum Verðbréfaþings íslands. Við kom- umst fljótlega að því, að ... hin lága velta á þinginu átti sér dýpri orsak- ir heldur en reglurnar sjálfar og umhverfi þeirra. Hér á eftir fer út- dráttur af aðalþáttunum, sem við teljum, að hafi hindrað þróun á virkum hlutabréfamarkaði á ís- landi..." (Bls. 1) „Bein fjárfesting í atvinnulífinu gegnum hlutabréfamarkað mundi verða til að veita atvinnulífinu meira aðhald og gera það hag- kvæmara í rekstri auk þess sem raunhæfari markaðsaga yrði beitt við val fjárfestinga... Með því að setja lagaramma utan um núver- andi markað verður hægt að sjá til þess, að hann þróist og vaxi á heil- brigðan hátt ... Með því að beina öllum viðskiptum í opinberlega skráðum hlutabréfum á einn mark- að, mundi vera mögulegt að liðka markaðinn og að auðvelda kaup og sölu hlutabréfa. — Virkur innlend- ur markaður ásamt traustum regl- um um hann, myndi líklega leiða til nýrrar fjármagnsuppsprettu." (Bls. 2) Eftirspurn „Á íslandi hafa einstaklingar mun minna skattalegt hagræði af því að festa fé í hlutabréfum en skulda- bréfum. Þótt fjárfesting í hlutabréf- um í ákveðnum félögum sé frá- dráttarhæf frá skatti að vissu marki og arður einnig ... er tekjuskattur samt lagður á söluhagnað. Þá er hlutabréfaeign einnig eignaskatt- skyld sé hún umfram tiltekna fjár- hæð. Skuldabréf eru á hinn bóginn skattfrjáls að öllu leyti nema að skuldabréf önnur en ríkisskulda- bréf eru eignaskattskyld." (Bls. 3) „... flestir fjárfestar eiga skuldabréf sín til gjalddaga fremur en að breyta samsetningu á skuldabréfa- eign sinni með hliðsjón af mark- aðsaðstæðum. Núverandi skulda- bréfamarkaður er fyrst og fremst markaður fyrir ný skuldabréf og viðskipti á eftirmarkaði eru mjög lítil ... eru skuldabréf, sem gefa af sér milli 8-14% (skattfrjálst) í raunvexti skiljanlega miklu meira aðlaðandi en hlutabréf... hugtakið um að safna hagnaði (eða tapi) gegnum breytingar á stofnvirði hef- ur ekki átt miklum vinsældum að fagna á íslandi... jafnvel í dag er að- eins auglýst verð á hlutabréfum níu stórra fyrirtækja. Minnihlutahlut- hafar hafa þess vegna í raun verið lokaðir inni í fyrirtækjum í fjöl- skyldueigu." (Bls. 3) „Lífeyrissjóðirnir ráða yfir um 50% af fé því, sem stendur til boöa til fjárfestingar á íslandi. Þeir eru í rauninni skyldaðir til að fjárfesta 55% af sjóðsinnstreymi sínu í Byggingarsjóði ríkisins... Flestir ... mega ekki samkvæmt reglugerðum sínum fjárfesta í hlutabréfum ... eru ríkisskuldabréf meirihlutinn af verðbréfamarkaðinum og eru þau auglýst sem öruggasta leiðin til að fjárfesta peninga." (Bls. 4) Framboð „Fyrirtæki hafa ... fram að þessu verið treg til að gefa út hlutabréf, þar eð: Flest fyrirtæki... eru einka- fýrirtæki í eigu fjölskyldna ... Stærri fyrirtæki... eru undir stjórn smárra hópa ... þrátt fyrir hátt hlutfall skulda gagnvart eigin fé, þá hefur ekki reynst erfitt að fá lán ... Það, að enginn virkur hlutabréfa- markaður er til, hefur torveldað fýrirtækjum að virða hlutabréf sín og því er mikil hætta á, að hluta- bréfaútgáfa sé ranglega verðlögð." (Bls. 4)1 Skráning verðbréfa „Meirihluti núverandi skulda- bréfaútgefenda telur skráningu skuldabréfa á Verðbréfaþinginu ekki mikils virði. Margar útgáfur eru því ekki skráðar á þinginu ... stór hluti af þeim viðskiptum, sem nú eiga sér stað á eftirmarkaði, fara fram utan þings nema þau sem Seðlabankinn stundar..." (Bls. 5) Hlutabréfamarkaður á íslandi Ráðgjafar Enskilda Securities og starfsmenn Iðnþróunarsjóðs og Seðlabankans drógu saman tillögur s.ínar í stuttu máli: „Lífeyrissjóðirnir ráða yfir u.þ.b. 50% af því fé, sem fýrir hendi er til fjárfestingar í verðbréfum á íslandi. Því er virk þátttaka þeirra á hluta- bréfamarkaðnum óhjákvæmilegur hluti af þróun hans... Samkvæmt frumvarpsdrögunum yrði lífeyris- sjóði heimilt að fjárfesta allt að 5% af árlegu greiðsluflæði sínu í hluta- bréfum. Við ... erum þó þeirrar skoðunar, að lífeyrissjóðum ætti að vera heimilt að fjárfesta allt að 25% af árlegu greiðsluflæði sínu í hluta- bréfum. — Hvetja ætti stjórnir líf- eyrissjóða til að framselja vald sitt til almennra verðbréfaviðskipta- ákvarðana í hendur hæfra starfs- manna, sem annast daglega fram- kvæmdastjórn þeirra." „Við teljum það vera til hagsbóta að skrá verðbréfasjóði á verðbréfa- þinginu. Hægt er að höndla með hlutdeildarbréf sjóðanna á sama hátt og hlutabréf..." „Okkur hefur verið tjáð, að skatt- lagning tekna af skuldabréfum væri ólíkleg á næstunni, og því höfum við gert ráð fýrir ... að skattameðferð verði jöfnuð með því að veita frekari ívilnanir á tekj- ur af fjárfestingu í hlutabréfum ... Við höfum lagt til ákveðin mörk fýrir skattundanþágur ... eftir að hafa litið yfír þau mörk, er tíðkast annars staðar í Evrópu ... Undan- þiggja ætti skattlagningu sölu- hagnaðar frá tekjuskatti hjá ein- staklingum upp að árlegu hámarki, er nemur 400.000 kr. (11.000 doll- urum)... Til að hvetja einstaklinga til fjárfestingar í ákveðnum einka- fýrirtækjum leggjum við til... „við- skiptahvatningu" („business exp- ansion scheme“) ... fjárfesting án áhrifa („arm’s- length" invest- ment“) í fyrirtækinu yrði frádrátt- arbær frá skatti að hámarki 1 millj- ón króna (28.000 dollara) á ein- stakling á ári... Við teljum, að út- gáfa jöfnunarhlutabréfa sé tíma- frek og ónauðsynleg... frádráttar- hæfni arðgreiðslna verði aukin í 15% af nafnvirði hlutabréfa... Sá arður, sem Ieyfður er skattfrjáls hjá einstaklingum, ætti að hækka í 150.000 kr. (4.200 dollara) eða 15% af nafnvirði slíkra fjárfestinga, hvort sem lægra yrði... Stimpil- gjald er nú 2% á útgáfu nýrra hlutabréfa. Við leggjum til, að stimpilgjaldið verði lækkað í 1/2% ... undanþága vegna hlutabréfa frá eignaskatti ætti að vera aukin í 2 millj. kr. (56.000 dollara) ... þeir, sem ekki eru heimilisfastir hér á landi, verði algjörlega undanþegnir eignaskatti ... þegar markaðurinn er kominn vel á skrið, teljum við, að leggja mætti á veltuskatt, er nemi 0,5% á innlend verðbréfavið- skipti..." „Við teljum það mikilvægt að hvetja til aukins áhuga hjá erlend- um fjárfestum... Þeir, sem ekki eru heimilisfastir á íslandi, geta nú í raun ekki átt meira en 50% af hlutafé í ákveðnum íslenskum fýr- irtækjum ... til viðbótar hafa mörg fyrirtæki frekari takmarkanir í samþykktum sínum, sem útheimta samþykki stjórnar fyrir sölu hluta- bréfa til útlendra fjárfesta ... Er- lend eignaraðild í slíkum fýrirtækj- um ætti frekar að vera takmörkuð við ákveðið hlutfall atkvæða eða hlutabréfa, eins og nú er alls staðar á Norðurlöndum ... Sá möguleiki að gefa út hlutabréf með takmörk- uðum atkvæðisrétti er þegar fyrir hendi í íslenskum lögum og ... hvetja (á) fyrirtæki til að nota sér þessi ákvæði." (Bls. 5-11) J6n Helgason Guðnl Ágústsson Unnur Stefánsddttír Reykjanes Skrífstofa Kjördæmlssambandsins aö Hamraborg 5, Kópavogi, er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 17-19. Sími 43222. K.F.R. Kópavogur Opiö hús aö Hamraborg 5 alla laugardaga kl. 10-12. Heitt á könnunni. Fulltrúaráðið Hraungerðishreppur - Sandvíkurhreppur Ártegur stjórnmálafundur að Þingborg fimmtudaginn 21. febrúar kl. 21.00 Suðurland Skrifstofa Kjördæmasambandsins á Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 15.00-17.00. Síminn er 22547. Norðuriand vestra Skrífstofa Einherja, kjördæmisblaðs framsóknarmanna, hefur veriö flutt frá Sauöárkróki á heimili ritstjóra aö Ökrum I Fljótum. Hægt er að ná I ritstjóra alla daga I slma 96-71060 og 96-71054. K.F.N.V. Keflavík - Opin skrifstofa Félagsheimili framsóknarmanna aö Hafnargötu 62 er opiö alla virka daga milli kl. 17 og 18. Starfsmaður framsóknarfélaganna, Guöbjörg, verður á staðnum. Siml 92-11070. Framsóknarfélögin. Félagar eru hvattírtíl að lita inn. KS.F.S. Konur- Námskeið - LFK Námskeið vegna undirbúnings kosninganna veröur haldið dagana 20., 26., febrúar og 5. mars aö Hafnarstræti 20 kl. 20.30-22.30. Nánari uppl. hjá Þórunni I sima 91-624480. Framkvæmdastjóm LFK Kópavogur Skrifstofa Framsóknarfélaganna I Kópavogi er opin á mánudags- og miö- vikudagsmorgnum kl. 9-12. Slmi 41590. Sljóm fulltrúaráðs Framkvæmda- stjómarfundur SUF veröur haldinn 25. febnjar aö Hafnarstræti 20, 3. hæö, kl. 20.00. Félagsvist Spiluö veröur félagsvist aö Eyrarvegi 15, Selfossi, þriöjudagskvöldin 19. febr., 26. febr. og 5. mars kl. 20.30. Kvöldverölaun — Heildarverölaun. Fjölmennum. Framsóknarfélag Selfoss Noröuriandskjördæmi eystra Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarmanna I Noröuriandskjördæmi eystra veröur opin alla virka daga frá 11. febrúar nk., kl. 16-18, aö Hafnar- stræti 90, Akureyri, sími 21180. Létt spjail á laugardegi Ný stefna í landbúnaðarmálum Laugardaginn 23. febrúar kl. 10.30 veröur haldinn fundur I húsnæði Fram- sóknarflokksins að Hafnarstræti 20, III. hæð, um nýja stefnu I landbúnaö- armálum. Á fundlnn mæta fulltrúar sjömannanefndarínnar. B-listlnn I ReykjavUc Ungir framsókn- armenn Félagsmálanámskelö verður haldið á Blfröst dag- ana 22.-24. febrúar. Leiðbelnandl veröur Egill Helöar Gislason. Ungir framsóknarmenn á listum fyrir komandi al- þingiskosningar eru sérstaklega hvattir til aö mæta. Skráning fer fram á skrifstofu flokksins eöa I síma 624480. _______________________________SUF Kópavogur Fundur I Bæjarmálaráöi fimmtudaginn 21. febrúar kl. 20.30 að Hamraborg 5. Nefndarmenn beönir aö mæta. __, , Stjomin Egill Heiöar Aðalfundur Framsóknarfé- lags Sauðárkróks verður haldinn fimmtudag 21. febrúar kl. 20.30 að Suöurgötu 3. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning Bæjarmálaráös. 3. Önnurmál. _ ,, ,,, _ .,, Framsoknarfelag Sauðarkmks Framsóknarfólk Sauðár- króki og Skagafirði Framvegis veröur skrifstofan ( Framsóknarhúsinu opin á laugardags- morgnum milli kl. 10-12. Komiö og takiö þátt I undirbúningi kosninganna. Kaffi á könnunni. Framsóknarfélag Sauðárkróks. MUNIÐ að skila tilkynningum í flokks-starfið íímanlega - þ.e. fýrir kl. 4 daginn fyrir útkomudag. Borgnesingar — Nærsveitir Spiluð veröur félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 22. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Borgamess. Varafonmaður SUF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.