Tíminn - 21.02.1991, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.02.1991, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 21. febrúar 1991 l W-m IVIINNINU Guðríður Guðlaugsdóttir Fædd 16. apríl 1912 Dáin 13. febrúar 1991 Yndisleg móðursystir er látin. Glaðvær, kímin og uppörvandi, sama á hverju gekk. Undir lokin var heilsan þorrin og hún lést á Land- spítalanum eftir skamma legu. Dúa, eins og hún var alltaf kölluð, fæddist í hjarta Suðurlands, að Götu í Holtum, og svo var kalt að mamma hennar tjaldaði yfir vögguna, hrímið var svo mikið í baðstofunni. Dúa var tvíburi og tók Ijósmóðirin Ágústa hana með sér og sagði bændahöfð- inginn Sigurjón í Raftholti, sonur Ágústu, að hann liti alltaf á Dúu sem systur sína. Ársgömul flutti hún með foreldr- um sínum, Guðríði Eyjólfsdóttur og Guðlaugi Þórðarsyni, að Vatnsnesi í Grímsnesi, þar sem hún ólst upp fram að fermingu. Þá keyptu for- eldrar hennar Tryggvaskála á Sel- fossi og var flutt í Skálann 1925. Á Selfossi og voru þá fimm hús og reisti pabbi Dúu það sjötta, Ingólf, sem stendur við Eyrarveg 1. Ævintýrið mikla var að byrja, Sel- foss var að rísa úr öskustónni og allt tengdist það Tryggvaskála meira eða minna. Fólkið borðaði þar, skemmti sér þar og hélt þar til. Fjöldi opin- berra stofnana byrjaði rekstur sinn í einhverju horninu á Skálanum. Plássið sjálft var líka sem ein fjöl- skylda, húsin spruttu upp, sem og atvinnufyrirtækin. Mjólkurbúið, Kaupfélagið, Sláturfélagið, bygging- arfyrirtæki, verslanir og þjónustu- stofnanir. Allir áttu leið um Skál- ann, þar sem Dúa vann og kynntist þessu öllu. Tugir ungra stúlkna hvaðanæva að unnu með Dúu og oft var glatt á Hjalla. Svo komu ungu mennirnir og slegið var upp balli. Rómantíkin blómstraði. Dúa fór í húsmæðraskóla, það var mikill áfangi og æ síðan unni Dúa menntun og fræðum. Þótti mjög gaman að tungumálum og sjálfsagt hefur það hjálpað þegar breski her- inn gekk hér á land og Árborgar- svæðið breyttist nánast í alþjóða- flugvöll. Dúa var þá gift Daníel Bergmann bakarameistara, en yngri systir hennar Bryndís var gift Grími Thor- arensen, syni Egils í Sigtúnum. Var nú hafist handa í samvinnu við Kaupfélag Árnesinga og bakað bein- línis fyrir allt Suðurland. Dúa tók á honum stóra sínum, því Danni var afburðamaður að dugnaði og hæfi- leikum. Eiginkonan unga stóð þá dag og nótt við hlið mannsins síns við bakaraofninn. Danni var líka mikill söngmaður og unni leiklist. Er mér það í barnsminni þegar pabbi og hann tóku lagið saman, báðir karlakórsbassar í Karlakór Reykjavíkur og Fóstbræðrum. I stríðinu hófst mikil sumarbú- staðaalda í landinu. Föðurbróðir minn hafði keypt land við Álftavatn í Grímsnesi í Þrastarskógi. Pabbi fékk nú hálfan hektara af þessu landi og reisti þar sumarbústað með svila sínum Magnúsi H. Magnússyni. Skömmu seinna komu Dúa og Danni og reistu sér bústað þarna hjá ásamt fleiri vinum. Þetta voru mikil hamingjuár. Synir Dúu og Danna, Grétar og Guðlaugur, fóru fyrir miklum herskara krakka og frænda- liðs. Farið var um allan skóg, buslað í vatninu og mjólkurpósturinn frá Miðengi notaður til útreiða. Svo sannarlega voru Æsir á Iðavelli og síðan stungið ofan í bala á kvöldin. Bakaríið á Selfossi var selt, Dúa og Danni fluttu til Reykjavíkur og keypt var bakarí á Nesveginum og seinna Tjarnarbakarí. Hlutirnir voru stundum erfiðir, þungur rekstur og hjónabandið gliðnaði. Dúa missti þó aldrei móðinn, enda stóðu synir hennar með henni sem klettar. Hún elskaði þá út af lífinu. Aftur fór að birta til. Dúa sneri sér að vinnumarkaðinum og Gulli stofnaði Karnabæ. Átti tugi versl- ana, saumastofu og innflutningsfyr- irtæki. Grétar gerðist hugsjónamað- ur fyrir SÁÁ. Það var yndislegt að sjá hvað þeir voru góðir móður sinni, enda hafði hún fórnað þeim öllu og tók nú þátt í velgengni þeirra af lífi og sál. Mamma mín fylgdist líka allt- af með, enda tvíburasystir. Svo lentu þær saman í Hátúninu. Önnur mjaðmarbrotin, hin með sjúk lungu og hjarta. Þær fylgdust hvor með annarri, tóku þátt í lífi hvorrar ann- arrar, nákvæmlega eins og þær höfðu alltaf gert. Stundum fannst manni að það hlyti að vera eitthvað undursamíegt við það að vera tví- buri. Amma átti tvenna tvíbura og svo var elsta systir. Allar lifðu þær sínu eigin lífi, en líka lífi hinna. Systur eru ef til vill bara svona. Ein- drægnin algjör. Dúa laðaði alla að sér og öllum þótti vænt um hana. Stundum átti hún sínar erfiðu stundir, en oft var hún líka mjög hamingjusöm. Þá geislaði hún af hamingju og gleði. Hún var vinamörg og með afbrigð- um trygglynd. Algóður Guð taki hana að hjarta sér og styrki synina í mikilli sorg, tengdadæturnar, barnabörnin og barnabarnabörnin. Nú hrímar ekki lengur á hana Dúu mína. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka i Roykjavik 15. til 22. febrúar er i Ðreiðhoits- apótekl og Apóteki Austurbæjar. Þaó apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að mongni virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfjaþjónustu eru gefnar I sfma1SS88. Neyðarvakt Tannlæknafélags fslands er starfrækt um helgar og á stórhátiðum. Sim- svari 681041. Hafnarfjörðun Hafnarfjarðar apófek og Norður- bæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvem laugar- dag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjömu apótek eru opin virka daga á opnunartlma búða. Apó- tekin skiptast á sina vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvl apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum tlmum er lyfja- fræðingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I slma 22445. Apótek Keffavíkur Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna fri- daga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Oplð virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað I hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Setfoss: Selfoss apótek eropið til kl. 18.30. Op- ið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00- 12.00. Akranes: Apótek bæjaríns er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opið rúmhelga daga kl. Læknavakt fyrir Reykjavfk, Settjamames og Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhrínginn. Á Settjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 oglaugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og timapantan- ir I síma 21230. BorgaspftSinn vaktfrá kl 08-17 alla virka daga fyrir fölk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (slmi 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (simi 81200). Nánari upplýsingar um lyfjabúðirog læknaþjónustu erugefnar I slmsvara 18888. Ónæmisaögerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt ' *f;; ' BÓKMENNTIR Wí-./Sv: .. ./ . í IW Bm K B«i 1^1 ■ ■ ■ « fara fram á Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmissklrteini. Vaxandi höfundur Mette Nygaard nefnist norskur höfúndur sem sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1988. Var það bókin „Hvílíkt nunnulíf", sem út kom á forlaginu Adventura, sem síðan hef- ur gefið bækur hennar út. Næsta bók kom svo 1989 og nefnist hún „Maðurinn án ári“. Nýjasta bókin er „Shamrock hraðlestin", 1990. Metta Nygaard er læknir og sál- fræðingur að mennt og vinnur sem geðlæknir. Hún er frá Bærum og gerðist kaþólsk er hún var um tví- tugt í læknisnámi, en hún er fædd 1935. Skömmu síðar tók hún þá ör- lagaríku ákvörðun að gerast nunna. Það gefur því auga leið að hún skrifar um það sem hún þekkir af eigin raun er hún skrifaði bókina „Hvílíkt nunnulíf". Hún fann sér klaustur á írlandi, Medical Mission- aies of Mary, eða MMM eins og regl- an nefnist, var í stöðugum vexti og þarfnaðist einmitt fólks eins og hennar. En þrautagangan varð of erfið og hún hætti að starfa sem nunna og fór í framhaldsnám og starfar nú á norsku sjúkrahúsi. Hún hefur hins vegar ekki skipt um trú á ný, þrátt fyrir erfiðleikana. Á Gaustad í Oslí starfar hún sem sál- arlækni, eins og einn gagnrýnand- inn sagði um hana. Bók hennar vakti mikla athygli og jafnvel svo að sumir gagnrýnendur sögðu: „Meg- um við fá meira að heyra." Ekki hefur staðið á því og hver bókin er annarri betri. Maðurinn án áru er saga manns sem hefur drepið ann- an mann. Hann berst í gegnum erf- itt líf án áru og mest hvílir á honum hvernig honum leið í seinni heims- styrjöldinni, í Finnlandi og Norður- Noregi. Það er svo ekki fyrr en í ell- inni að hann leitar svara við spurn- ingum sínum hvort tveggja með því að segja frá fortíðinni og tengja hana lífinu sem hann lifir í Noregi 1980. Hann hafði alltaf verið einn, aðrir voru honum ekki raunveru- legir. Síðasta bók hennar fjallar um prest sem lagður er inn á sjúkrahús systra á írlandi, svo að enn er hún á Mette Nygaard. þekktum slóðum. Sagt er að hann hafi lent í slysi á reiðhjóli. Hvers vegna er hann þá með skotsár á fæti? Það er ein af þessum gömlu athugulu systrum, systir Olga, sem fær ekki dæmið til að ganga upp. Þrátt fyrir samviskubit út af for- vitni sinni heldur hún áfram að grennslast fyrir um eitt og annað. Hún veit að IRA er mjög sterkur í nágrenningu, á jafnvel vini innan sjúkrahússveggjanna. Þarna lýsir hún á mjög raunsannan hátt bar- áttu systurinnar. Baráttu fólksins í nágrenninu, þar sem IRA-menn eru í augum þess hetjur en jafn- framt slær samviskan illa þegar valdi er beitt. Má segja að þarna sé hún í essinu sínu, þar sem hún lýs- ir sálarstríðinu og jafnframt óvæg- inni hörku hermdarverkamann- anna. Þá er stíll hennar og frásögn með afbrigðum góð. Hafa sumir sem um hana hafa skrifað sagt að ljóst sé að hún hafi verið fæddur rithöfundur en hvorki læknir né nunna. í fáum orðum má segja að Metta takist alveg einstaklega vel að sam- eina starf og reynslu geðlæknisins og rithöfundarins í bókum sínum. Sigurður H. Þorsteinsson. SeHjamames: Opið er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 virka daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Simi 612070. Garðabær Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, simi 656066. Læknavakt er I síma 51100. Hafnarfjöröun Heilsugæsla Hafnarfjaröar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, simi 53722. Læknavakt simi 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Slmi 40400. Keflavflc Neyðarþjónusta er allan sólartiringinn á Heilsugæslustöð Suðumesja. Slmi: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sál- fræðilegum efnum. Slmi 687075. Landspftallnn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspftali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunaríækningadoild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotssprtall: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Bamadeild 16-17. Heimsóknartimi annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspitalinn I Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafriarbúðir Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstöðin: Kl. 14 til kl. 19. - Fæðingarheimili Reykjavlkur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Kleppsspftalí: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16ogkl. 18.30 tilkl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshæiið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vifflsstaðasprtall: Heimsóknar- tlmi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St Jósepsspftali Hafnarfiröi: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. ÚR VIÐSKIPTALÍFINU - í öörum gír eða þriðja? EMU Á fundi stjórnarleiðtoga að- ildarlanda Efnahagsbanda- lags Evrópu í Róm í desem- ber 1990 var sett upp nefnd (í orði kveðnu ráðstefna) til að fjalla um tilhögun annars áfanga í efnahagslegri og peningalegri samfellingu (Economic and Monetary Union, EMU) aðildarlanda. Og er vænst, að hún hafí gengið frá tillögum sínum í haust. Annar áfanginn er eins konar millistig á milli núverandi stöðu, fyrsta áfanga, og þriðja áfanga, — sem hefjast skal 1994 að ályktun Evrópuráðsins í Róm í október 1990, — er upp verði tekinn sameigin- legur gjaldmiðill aðildar- landa og evrópskur seðla- banki taki að fullu við hlut- verki sínu. Fyrir nefnd þessa eða ráð- stefnu hafa verið lagðar tvær tillögur. Önnur þeirra er frá framkvæmdastjórn EBE (þótt ekki njóti ein- róma stuðnings hennar), en hin er frá bresku ríkisstjórn- inni. Að hinni fyrrnefndu skal evrópskur seölabanki hefja störf á öðrum áfanga og koma á vaxandi sam- vinnu á milli seðlabanka að- ildarlanda; undirbúin skal upptaka hins sameiginlega gjaldmiðils og unnið að samfellingu peningamála aðildarlanda; og frá fram- kvæmdastjórninni skulu koma ábendingar um efna- hagslega stefnumörkun, sem aðildarlönd geti þó hafnað. í bresku tillögunum er alls ekki vikið að þriðja áfanga, en lagt til, að þegar verði upp tekinn sameigin- legur gjaldmiðill („hard ecu“), sem gangi í aðildar- löndum ásamt gjaldmiðlum þeirra, en komi ekki í þeirra stað. Gjaldmiðil þennan skal Evrópski peningasjóðurinn gefa út og láta í skiptum fyr- ir gjaldmiðla aðildarlanda. Þessar bresku tillögur hafa nær engar undirtektir hlot- ið, þótt Frökkum og Spán- verjum Iítist vel á notkun slíks gjaldmiðils á öðrum áfanganum. Aftur á móti eru sammæli um, að á þriðja áfanga verði á vegum EBE reglulega samdar skýrslur um efna- hag aðildarlanda ásamt til- mælum um stefnumótun, þótt ekki um, hve langt þau skuli ganga. Þýskaland og Holland vilja jafnvel, að sektuð verði aðildarlönd, sem hafni EBE- tilmælum um minnkun fjárlagahalla síns, en önnur aðildarlönd vísa því á bug. Þótt framlög EBE til byggðamála skuli endurskoðuð 1992, vilja Spánn, Portúgal, írland og Grikkland setja ákvæði um aukningu þeirra upp í tillög- ur nefndarinnar, en önnur aðildarlönd hafa lagst gegn því. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili I Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöövar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Slmi 14000. Keflavfk-sjúkrahúslð: Heim- sóknartimi virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyri- sjúkrahúsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusimi frá kl. 22.00- 8.00, simi 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartlmi Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30-16.00 og kl. 19.00-19.30. Reykjavík: Seltjamames: Lögreglan simi 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið slmi 11100. Kópavogun Lögreglan simi 41200, slökkvillö og sjúkrabifreið simi 11100. Hafnarfjorður Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sfmi 51100. Keflavik: Lögreglan slmi 15500, slökkvilið og sjúkrabill simi 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138. Vestmanneyjar Lögreglan, simi 11666, slökkvilið simi 12222 og sjúkrahúsið simi 11955. Akureyri: Lögreglan slmar 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. Isaflörtur: Lögreglan slmi 4222, slökkvilið slmi 3300, brunasimi og sjúkrabifreið simi 3333.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.