Tíminn - 21.02.1991, Qupperneq 5

Tíminn - 21.02.1991, Qupperneq 5
'Lauðárdágur í'6. febVúar ‘Í 991 Tíminn 5 Lagafrumvarp um aukið eigið fé banka og útreikning þess eftir mismunandi áhættuflokkum útlána: Helmingi minni áhætta að lána íbúðareiganda Nýtt lagafrumvarp gerir ráð fyrir veigamiklum breytingum á bankalögum. Hinar helstu eru breytt skilgreining á eigin fé banka, hækkun á lágmarkshlut- falli úr 5% upp í 8% og breytingu á þeim áhættugrunni sem eiginijárhlutfal- ið miðast við. í því síðast nefnda felst m.a. að engin áhætta er talin af lánum til rikissjóðs, sem hafa þá engin áhrif á eiginfjárhlutfallið. Og lán gegn veði í íbúðarhúsnæði verður í helmingi lægri áhættuflokki en öll önnur lán til ein- staklinga og/eða atvinnurekstrar. Byggist þetta á reynslu fjölda erlendra banka. Af þessu leiðir t.d. að vegna milljón kr. Iáns gegn íbúðarveði nægir banka að leggja til hliðar 40.000 kr. (4%) vegna eiginfjárhlutfallsins, í stað 80.000 kr. (8%) ef um væri að ræða sjálfskuldarábyrgð eða önnur veð. Bankamir verr búnir undir áföll Við lauslega athugun á eiginfjár- stöðu íslenskra banka, reiknaðri eft- ir þessum reglum, sagði Björn hafa komið í ljós að allir, utan Lands- bankinn, hafi verið sæmilega yfir 8% hlutfallinu. En líka hafi komið í ljós að eigið fé bankanna umfram 8% hlutfallið mundi minnka við breytinguna. Það þýði að bankarnir mundu þola áföll verr heldur en samkvæmt núgild- andi reglum. Björn Líndal segir ljóst að bank- arnir standi frammi fyrir stórauk- inni samkeppni. Þar komi m.a. til breyttar gjaldeyrisreglur, sem þegar hafa tekið gildi. Þá sé ljóst að erlendum bönkum verði hleypt inn á íslenska markað- inn fyrr eða síðar. Skattlagning sparnaðar, sem meira og meira sé farið að brydda á, kunni líka að hafa áhrif á vilja fólks til að spara, þannig að bankarnir þyrftu þá að keppa enn frekar við önnur tilboð á markaðn- um. - HEI V Bankaeftirlitið hefur kynnt Seðla- bankanum, viðskiptabönkum og sparisjóðum þessi frumvarpsdrög. Á ráðstefnu bankanna um málið kom fram að ákvæði þess eru sniðin að til- Iögum svonefndarar Baselnefridar, sem skipuð er fulltrúum seðlabanka og bankaeftirlita tíu stærstu iðnríkja heims. Markmið breytinganna er sagt tvíþætt: Að treysta íjárhag og stöðug- leika banka sem stunda alþjóðavið- skipti. Og að samræma reglur ein- stakra ríkja um lágmark eigin íjár og útreikning þess. Tillögumar (oft kall- aðar BIS- reglur) hafa víða verið lög- festar. Með upptöku reglnanna hér á landi yrði um verulega breytingu að ræða frá núgildandi lagaákvæðum. Ahætta lána frá 0% til 100% í máli Björns Líndal, aðstoðarbanka- stjóra Landsbankans, kom m.a. fram, að ein meginbreytingin verður á þeim áhættugmnni sem eiginfjár- hlutfall bankanna miðast við. Gert er ráð fyrir að öllum eignum banka- stofnana (fyrst og fremst útlánin) og dótturfyrirtækja þeirra verði skipt í fjóra áhættuflokka á gmndvelli þess hversu mikil hætta þykir á að eignin (lánið) tapist. Samkvæmt því flokkast lánin eftir mismunandi áhættustuðl- um, sem í grófum dráttum skiptast þannig: Áhættustuðull 0%: Gildir fyrir pen- ingaeign og kröfur á ríki og seðla- banka innan OECD, eða með ábyrgð þeirra. Áliættustuðull 20%: T.d. kröfur á fjölþjóða þróunarbanka, sveitarfélög, innlánsstofnanir og opinber fyrirtæki innan OECD eða með ábyrgð þessara aðila. Áhættustuðull 50%: Gildir ein- göngu fyrir kröfur tryggðar með veði í íbúðarhúsnæði innan við 80% af fasteignamati. Áhættustuðull 100%: í þennan flokk falla öll önnur almenn lán bankanna bæði til einstaklinga og atvinnuvega. íbúðaveð ein í 50% áhættuflokki Þetta þýðir t.d. að lán með 0% stuðli dregst að fullu frá áhættugmnni og hefur því engin áhrif á eiginfjárhlut- fall bankans. Sömuleiðis er ljóst að allar almennar lánveitingar til ein- staklinga og atvinnuvega, annarra en þeirra sem leggja íbúð að veði, lenda í 100% flokki. Þau lán reiknast því að fullu í áhættugmnninum, þannig að gegn þeim þarf banki að leggja til hliðar jafnvirði 8% lánsupphæðar vegna eiginfjárhlutfalls. Reglur þessar sagði Bjöm Líndal enn auka á mikilvægi þess fyrir bank- ana að taka kjörvaxtakerfi í notkun á öll sín útlán. Enda hljóti mismunandi áhrif lána á eiginfjárstöðuna að end- urspeglast í mismunandi útlánsvöxt- um gagnvart viðskiptamönnum. Þýðir það kannski að Iántakendur megi búast við að vaxtamunur milli einstakra áhættuflokka (t.d. 50% flokks og 100%) verði enn meiri held- ur en hann er nú milli núgildandi álagsflokka á kjörvexti? „Það má áætla að þetta skerpi nauð- syn þess að gera upp á milli viðskipta- vinanna í ávöxtun, þ.e. láta mun á áhættu koma fram í þeim vöxtum sem bankarnir áskilja sér,“ sagði Björn. Hve munurinn verði mikill milli álagsflokka sagði hann erfitt um að segja. „En mér finnst fremur lík- legt að þetta komi til með að auka þennan mun.“ Varðandi helmings- mun á áhættu vegna þeirra, sem leggja íbúð að veði fyrir láni, og allra annarra, sagði Bjöm þar byggt á reynslu sem fengist hefur erlendis, sérstaklega meðal 10 stærstu iðn- ríkja. Lán með veði í íbúðarhúsnæði hafi reynst mun betur tryggð en önn- ur. Val á lántakendum breytist Geta reglumar ekki einnig haft áhrif á það hverjum bankarnir helst vilja lána? T.d. hvort þeir verði enn fúsari, eða tregari, að lána ríkissjóði en nú er? Bjöm segir áhrifin á eiginfjárhlut- fallið hljóta að hafa áhrif á útlánin. Varðandi Ián til ríkissjóðs muni m.a. hafa áhrif hversu hátt yfir lágmarks- hlutfelli eiginfjár bankamir em. Banki sem er nálægt lágmarkinu eigi nokkurra kosta völ: Hann geti farið í 100% flokkinn, þ.e. að því gefnu að hann njóti nægilegs hagnaðar af þeim viðskiptum — þ.e. sé þá ekki undir hæl ríkisvaldsins um þá vexti sem hann áskilur sér — og reyni þannig að vinna sig út úr vandanum upp í eðlilega stöðu. Hann geti líka farið þá leið að selja útlán (t.d. skulda- bréfapakka sem hann á) og beint lán- veitingunum í lægri áhættuflokkana. Stjórnendur banka verði að leggja mjög nákvæmt mat á það hvaða möguleiki sé líklegastur til að skila árangri hverju sinni. LODNULEIÐANGUR Á LAUGARDAGINN Hafrannsóknarstofnun er nú að undirbúa nýjan Ioðnuleiðangur við Suðurland. Loðnuskipstjórar telja að mikið sé af loðnu og mun meira en mælingar fiskifræðinga hafa bent til. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson mun leggja upp í rannsóknarleið- angur nk. laugardag og kanna sér- staklega göngu sem skipin voru að veiða úr við Ingólfshöfða í fyrradag. Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar, sagðist telja líklegt að þetta væri sama ganga og mæld- ist austur af Hvalbak fyrr í mánuðin- um, en ekki að þetta væri ný ganga. Um það væri hins vegar ekkert hægt að fullyrða og það yrði kannað af Árna Friðrikssyni. Aðspurður hverju hann svaraði gagnrýni loðnuskip- stjóra, sem komið hefði fram á mæl- ingar stofnunarinnar, sagði Jakob: „Við getum ekkert gert annað en að mæla þetta eftir okkar aðferðum sem við höfum gert öll undanfarin ár og allt þangað til í fyrra hafa skip- stjórar verið mjög ánægðir með mælingarnar. Við höfum gert þetta með margfalt meiri vandvirkni nú, því við erum búnir að halda uppi fjórföldu rannsóknarstarfi miðað við venjuleg ár,“ sagði Jakob. Jakob sagði að gangan, sem væri nú á milli Vestmannaeyja og Reykjanes, væri mjög góð. „Hér áður fyrr fylgdu tvær til þrjár viðbótargöngur í kjöl- far fremstu göngunnar, en í fyrra kom aðeins ein ganga. Skipstjórarn- ir sögðu það sama í fyrra og svo datt botninn úr því og þeir náðu ekki einu sinni að klára kvótann. Ég held að það sama sé upp á teningnum núna. Við eigum ekki von á neinu verulegu magni til viðbótar og það eru vandræðin," sagði Jakob. Hann sagðist búast við að gangan myndi hrygna eftir u.þ.b. tvær vikur, en vonaðist til að hún myndi hrygna inni á Faxaflóa, því það hafi sýnt sig að hrygning þar skilaði sér í góðum árgangi. —SE Þorsteinn slæst Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yflr á þingflokksfundi í gær að hann hygðist gefa kost á sér til áfram- haldandi formennsku í flokkn- um, þrátt fyrir að varaformaður flokksins gæfí einnig kost á sér. Þetta kom fram í fréttum út- varpsins í gærkvöldi. Davíð Oddsson varaformaður hefur ekki ennþá sagt til um hvort hann muni gefa kost á sér í for- mannssætið. Hópur ungliða í flokknum hefur að undanfömu safnað undirskriftum til stuðn- ings Davíð. Davíð Stefánsson, for- maður Sambands ungra sjálf- stæðismanna, sagði að hvorki Heimdallur né SUS stæði form- lega fyrir þessari undirskriftasöfn- un, heldur væm það nokkrir aðil- ar innan félaganna. Davíð sagðist engar áhyggjur hafa af þessu máli þessa dagana, hann hefði áhyggj- ur af kosningabaráttunni. „Ég tek ekki þátt í þessari undirskrifta- söfnun og ég tel að við eigum að einbeita okkur að öðrum málum þessa dagana," sagði Davíð. —SE

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.