Tíminn - 21.02.1991, Qupperneq 7

Tíminn - 21.02.1991, Qupperneq 7
Fimmtudagur 21. febrúar 1991 Tíminn 7 VETTVANGUR ■................. ;■ ' Einar Már Guðvarðarson skólastjóri: VITFIRRT HUGDETTA Opið bréf til Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra Herra Jón, mikill var fögnuður fjallanna, vættanna og margra manna hér við Eyjafjörð þegar ljóst var að fjörðurinn „hentaði“ ekki undir þá vitfirrtu hugdettu sem oft er kölluð „nýtt álver á íslandi". Af augljósum ástæðum fjölgar þeim mönnum stöðugt hér á landi sem gera sér glögga grein fyrir hinum mörgu annmörkum sem fylgja þessari hugdettu og þó þeir séu fyrst og fremst fjárhags- legir þá er heillavænlegra að menn sjái það sem er nefi þeirra næst en að þeir sjái alls ekki neitt, séu staurblindir eins og það er stundum orðað. En þó er einn maður sem lætur eins og hann sé öðrum tregari í þessum efnum, en það er iðnaðar- ráðherra landsins, þú, herra Jón Sigurðsson. Ég skrifa lætur, því það fer hvorki framhjá mér né mörgum öðrum sem ég hef spjall- að við, að öll hegðun þín í þessu máli, þar sem allar forsendur eru brostnar og hafa reyndar verið það frá því áður en álverið í Straums- vík var byggt, einkennist af látalát- um og fíflsku sem samræmist ekki vitsmunum þínum og innsæi í öðrum þeim málum sem þú hefur glímt við. Það er augljóst að það eru ekki Iengur hagsmunir lands og þjóðar sem sitja í fyrirrúmi en einhverjir aðrir annarlegir hags- munir sem framkalla grunsemdir og sjónarmið um persónu þína sem örugglega eru allt önnur en þau sem þú vilt sjá í þjóðarspegl- inum, allt önnur en þér sæma sem iðnaðarráðherra landsins. Ég leyfi mér að aðvara þig áður en það er um seinan og bendi þér á að þrátt fyrir allt og allt hefur orðatiltækið „orðstír aldrei deyr“ dýpri og var- anlegri merkingu en þig virðist gruna, ef tekið er mið af hvað þú lætur út úr þér á opinberum vett- vangi. Þú virðist alls ekki gera þér grein fyrir að hvorki þú né annar skapar atvinnutækifæri. Sá ofmetnaður sem birtist í viðhorfum manna sem telja sig geta skapað atvinnu fyrir aðra, og þegar verst Iætur þröngvað henni upp á aðra og auðvitað án tillits til afleiðinga, lýsir fordómum, mannfyrirlitn- ingu og skorti á trausti, sem sæm- ir ekki þeim sem samkvæmt lög- um og eiðsvarinni skyldu ber að gæta hagsmuna annarra í sam- ræmi við óskir og þarfir þeirra. Ég leyfi mér að fullyrða að það sé ein- mitt hið gagnstæða sem þú ert að gera í þessu máli. Og sumir myndu jafnvel ganga svo langt að kalla það landráð og svik og há- marksóvirðingu við lýðræði og sjálfsákvörðunarrétt allrar þjóðar- innar. Þú virðist gleyma því að þú ert þjónn þjóðarinnar í iðnaðar- og atvinnumálum en ekki herra hennar. En snúum okkur aftur að „sköp- un atvinnutækifæra". Það eru að- stæður hverju sinni, aðstæðurnar í heild sinni, sem fela í sér atvinn- una og með því að bregðast rétt við aðstæðunum vinnur maður- inn. Hugvit okkar birtist í því hvernig við bregðumst við, m.ö.o. hvernig við sjáum aðstæðurnar og þar með vinnum úr þeim. Gæfa mannsins ræðst af því hve einlæg- lega og þar með ópersónulega hann skynjar og bregst við að- stæðunum, hve heill hann er og samkennd hans mikil með því sem ER. Þannig er maðurinn þolandi, þiggjandi og skapandi þjónn. Ekki aðskilin og einangruð vera, sem er blekking sjálfsins og varnarháttur þess til eigin viðhalds, en sem ein heild. Og þegar við sjáum að svo er, er tilgangurinn augljós og guð- dómlegur og uppspretta sannrar samkenndar og gæfu. Með þessum orðum er ég ekki að réttlæta sjálf- an mig og afstöðu mína eða reyna að sýna fram á að ég sé minni gallagripur en þú og flest okkar. Mannleg eymd á mörgum sviðum talar þar sínu máli með sínu máli, en aftur á móti hef ég lært ýmis- legt um annmarka og varnarhætti sjálfsins í hinum ólíkustu aðstæð- um, jafnt meðal svonefndra róna og ræfla, einfaldra bænda, menntamanna, listamanna, heit- trúaðra og trúlausra, m.ö.o. fólks af ýmsum stéttum á flakki mínu um heiminn í austri, vestri, suðri og norðri. Þessi reynsla hefur skerpt skilning og innsæi hans sem ritar þessi orð og kennt hon- um ýmislegt um sjálfið og varnar- hætti þess. Þegar upp er staðið eigum við öll, án tillits til þjóðern- is, litarháttar eða svonefndrar fé- lagslegrar stöðu meira sameigin- legt en hinir ýmsu persónulegu hagsmunir gefa í skyn og það er sú eining og sú heild, það öryggi, traust og vissa sem er inntak hennar, sem okkur ber siðferðileg skylda til að hlýða og þjóna. Það Jón Sigurðsson sem einkennir allar vitfirrtar hug- dettur og gjörðir er að þær eru úr tengslum við samræmi tilvistar, forsendu lífs og vaxtar og þar með dauða og hrörnunar, hins heilaga tilgangs sem er uppspretta allrar vonar og trúar og gerir mannin- um kleift að skynja fegurðina í ljótleikanum og ljótleikann í feg- urðinni, jafnt sem hið rétta í hinu ranga og hið ranga í hinu rétta, sannleikann í ósannleikanum og ósannleikann í sannleikanum. Þinn „leikur" er ekki sannur, hann er heldur ekki ósannur, en hann er firrtur viti, einkennist af blindni sjálfsins í máttvana til- raunum þess til að viðhalda sjálfu sér, þeirri blekkingu sem birtist í orðum þínum og athöfnum og er þegar grannt er skoðað heljarótti mannlegrar sjálfsmeðvitundar við eigin dauða. Hin ópersónulega vit- und heildar og samræmis er ótta- laus. Skýrleiki, öryggi, vissa og traust eru fátækleg orð til að lýsa nokkrum af einkennum hennar. Ert þú, herra Jón, viss í þinni sök? Að lokum vil ég geta þess að fyrir mér er það afstaða og þar með bar- átta „upp á líf og dauða", eins og sagt er, að margnefnd hugdetta um að reisa annað álver hér á landi, sem eru þær aðstæður sem ég lifi og hrærist í, verði ekki að raunverulegri framkvæmd. Ég mun ekki bregðast þeirri sýn, vissu og trausti sem tilvist mín grundvallast á. Ég mun ekki bregðast móður Jörð lífs eða lið- inn. Afstaða mín er afdráttarlaus og einörð. Ef þú álítur að ég sé einn um þessa afstöðu þá vil ég minna á að íslensk náttura, sem auðvitað er ekki íslensk frekar en önnur náttúra, vættir hennar og vonandi nokkrir menn, jafnt sam- landar sem aðrir, eru sama sinnis og undirritaður. fslandi og íslendingum ber sið- ferðileg skylda til að breyta í sam- ræmi við þá vitund sem þeir hafa um sjálfa sig og þar með umhverfi sitt. Þeir hafa ekkert val annað en að þjóna og vernda það sem er grundvöllur tilvistar þeirra. Ef þú ert enn í vafa um hvað það er þá ráðlegg ég þér að halla þér aftur í stólnum, loka augunum, draga að þér lífsandann í gegnum nef og niður í þindina, þar til þér er það Ijóst. Það getur tekið mínútur, klukkustundir, daga, vikur, mán- uði, ár, áratugi, jafnvel tekst það ekki áður en þú deyrð. En þú mátt ekki gefast upp einfaldlega vegna þess að þú hefur engan annan val- kost. Það er aðeins ein Ieið til lífs- ins og það er lífið. Jens i Kaldalóni: ekki orða bundist Eg get Mikil var sú guðs náðargjöf Dagblaðinu og Reykvíkingum til handa, er sú þruma úr heiðskíru lofti leið yfir borgina í fréttum og frásögnum öllum að fyrir einhverja óskýranlega handvömm eða óafvitandi tilviljun hefði einhver örlítil logaglæta kviknað of- an á ammoníaksgeymi áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi. Það varð nú aldeilis handagangur í öskjunni að Iýsa þeim hrikalegu nátturuhamförum sem svo af gætu hlotist, að slík eyðingar- hætta yrði áfram láta svífa yfir til- veru borgar Davíðs, með öllum þeim háskalegasta eyðingarmætti sem líkja mætti við sviðna jörð, eymd og dauða í öllu sínu skelfi- legasta veldi. Feitari biti hafði ekki hlaupið á fjörur Dagblaðsins frá fyrstu út- gáfu þess, enda stóð ekki á orð- kynnginni á bænum þeim, að lýsa þeirri ógn og skelfingu sem þetta óþurftarfyrirtæki hefur valdið skattborgurum borgarinnar. Tólf sinnum lægra orkuverð en hjá borgarbúum. Frelsi yrði á sölu og innflutningi á áburði. Hana ber að leggja niður. Ekki einungis fjar- lægja — meðal annars frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Hún borgar sig ekki og burt með verksmiðj- una, rétt eins og ólmum hundum væri sveiað úr hlaðvarpanum eftir hörkurifrildi. En þó allt meinlítið um það að segja hjá okkar indæla Dagblaði og Vísi. Það hefði verið óviðfelldnis skrítinn póll í hæð- ina, sem þeir hefðu tekið, ef í öðr- um dúr að mælt hefðu og þá eng- inn mark tekið á réttlætiskenn- ingu þeirra eftir það, í íslenskum landbúnaðarmálum í túlkunum sínum. En það var nú ekki eingöngu af þeim undirtektum DV sem ég tek mér penna í hönd, heldur miklu fremur af því að sá maður geystist fram á sjónarsviðið að vonað mað- ur tekið hefði slíkum hlutum sem þessum með eilítið meiri dóm- greind og ábyrgðarmeiri tilfinn- ingu en raun varð á, þá er hann finnur þá helgustu hvöt hjá sér háleitasta að sletta sem blautum sjóvettlingi framan í bændur og búalið þessa lands, að framleiðsla þeirra, líf og starf væri ekki svo hátt skrifað, hvað þá heldur þess virði, að til munaðar tæki á hinn minnsta veg, að vera að reka hér áburðarverksmiðju, því þjóðhags- lega séð væri hún á allan máta svo lítils virði að skilja mátti að frekar væri upp á sport en þarfar, og því ekki mikið kapítal að flytja inn nokkra poka af áburði, ef einhver þyrfti að bera í garðinn sinn. Þetta er nú í stórum dráttum samúðin þessa mikla manns til meðbræðra sinna utan borgar- markanna. Ég verð að segja eins og er að þetta álit og orðfæri kom flatt upp á margan manninn. Eng- inn vill borgarbúum hið minnsta mein né á nokkurn hátt bölvun gera. Þeir eru okkar kærustu meðbræður, eins og allir okkar kæru meðbræður þessa lands, en það þjónar engri manngöfgi né forystuþjónustu nokkurs manns að henda steinum í náungann, ennþá síður draga í svaðið þá stétt þjóðar sinnar sem föstustum stoðum allrar tilveru hennar hafa staðið og standa ennþá að fram- leiða henni til handa einar þær dýrustu nauðsynjar sem síst af öllu hún án getur verið til sinna lífsins þarfa og meta þær að eng- um verðleika, eða jafnvel svo smá- um að ekki sé orð á hafandi, og svo sem einskis verðar, að hvort séu eða ekki. Það er svo aumkvunarlegur aumingjaháttur allra manna, þeirra sem halda því fram að þetta og hitt eigi að flytja inn í öllum mæli, hjá þjóð eins og okkar sem á öllum sviðum öðrum verðum að hlíta þeim örlögum að þótt við framleiddum allt það sem frekast má verða af okkar rammleik í landinu sjálfu er svo óendanlegt af öllu mögulegu og ómögulegu sem við verðum að sækja yfir þá Atlantsála sem umlykja land okk- ar og geð þeirra og manndómur sem sífellt stara á að allt megi flytja frá útlöndum sem sjálfir við getum bjargað okkur um, er á svo litla vigt mælanlegur að ekki þarf hálfs pundara til. Þegar háreistir höfðingjar vita það allra best að þjóðin hangir fram af heljarbrún, að ekki sést í botninn vegna skuldamilljarða og milljarða á milljarða ofan þarf bara í vextina eina, geta Ieyft sér að syngja þá sálma síknt og heil- agt að flytja eigi inn kjöt og smjör, kartöflur, ost, fisk og flest annað til matarforða í viðbót við páska- eggin öll og súkkulaðið, buxurn- ar, skyrtur, skó og jakka, sparka svo í áburðarverksmiðjuna báð- um fótum og segja henni að fara helst á stundinni til ljóta kallsins, setja bara upp í staðinn, í einum hvelli, dýrasafn og þá sennilega þá fram í sækir eitthvað apakattarbú til þess þá að nota öll herlegheitin til einhvers gagns og unaðar fýrir aldna og óborna með þá helgustu tilfinningu í fórum sínum að þá fyrst sé búandi hér á landinu kalda, bera aldrei þá reisn sem þjóðarsál okkar sæmir. En þá greip ég andann á Iofti er ég las í DV frá 20. apríl á fyrra ári, eftir sjálfan Hauk Helgason: „Höf- um í huga að enn í ár verður mik- ill halli gagnvart útlöndum. Við megum ekki rétt einu sinni fara að eyða um efni fram og auka er- lendar skuldir." Já, hvílíkt hnoss- gæti sér maður ekki borið á borð á síðum Dagblaðsins á hverjum degi og ég vil svo kærleikslega þakka þessum spekingi þessa ein- dæmu andagift í öllu sínu veldi og segja honum um leið að við bændurnir erum ekkert betur á okkur komnir núna með 300 króna verðið á eggjunum en með- an þau kostuðu 12 krónurnar eft- ir myntbreytinguna 1981 og því síður þótt núna kosti eitt reykt lambalæri 4000 krónur eða rúm- lega helminginn af öllu lambs- verðinu sem bóndanum er ætlað með holdi og hári, sem ef best lætur. Nei, Haukur minn, það eru fíflin í hagkerfinu okkar íslenska sem stjórna fjármálunum og verðlag- inu í öllu formi þar af leiðandi, sem þú ætti að nota visku þína í að gagnrýna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.