Tíminn - 21.02.1991, Qupperneq 19
Tíminn 19
Fimmtudagur21. febrúar 1991
Bikarkeppnin í handknattleik:
Hafnarfjarðarliðin
fengu slæma útreið
Víkingur og ÍBV leika til úrslita í bikarkeppninni 2. mars
Birgir Sigurösson skorar eitt
marka sinna í gærkvöld framhjá
Þorláki Kjartanssyni, markveröi
Hauka. Birgir hefur átt viö meiösl
aö stríða að undanfömu, en þaö
var ekki á honum aö sjá í gær-
kVÖId. Tlmamynd Áml Bjama
EM U-21 árs:
Spánverjar
sigruðu Frakka
Frakkar biðu lægri hlut á heima-
velli í fyrrakvöld er þeir mættu
Spánverjum í Evrópukeppni 21
árs landsliða í Tours. Manjarih
skoraði sigurmark Spánverja í
1-0 sigri þeirra.
Tékkar eru efstir í riðlinum
með 6 stig úr 3 leikjum, Spán-
verjar hafa 6 stig úr 4 leikjum,
Frakkar 3 stig úr 4 leikjum, AI-
banir 2 stig úr 3 leikjum og ís-
lendingar hafa 1 stig úr 4 leikj-
um.
í sömu keppni unnu Portúgalir
Möltubúa 2-0 í fyrrakvöld. Portú-
galir hafa góða stöðu í efsta sæti
síns riðils með 7 stig úr 4 leikj-
um. BL
Vináttulandsleikur:
Nýtt lió Argentínu lék
vel gegn Rúmenum
Argentínska landsliðið, með að-
eins 3 leikmenn eftir úr liðinu sem
tapaði 0-1 fynr V-Þjóðverjum í úr-
slitaleik HM í knattspymu á Ítalíu
sL sumar, lék vel gegn Rúmenum
í vináttulandsleik í Argentmu í
fyrrakvöld og sigraði 2-0.
Góð markvarsla rúmenska mark-
varðarins Solt Petry, kom í veg fyr-
ir að heimamenn skoruðu fyrr en á
38. mín. að miðvallarleikmaðurinn
Dario Franco skallaði í markið eftir
aukaspymu Davids Biscontis af 40
metra færi. Þegar tvær mínútur
voru liðnar af síðari hálfleik bætti
Antonio Mohamed öðru marki við
eftir góða sendingu frá Diego La-
torre.
Þjálfari argentínska liðsins, Alfio
Basile, sem er eftirmaður Carlos
Bilardos, sagði eftir leikinn: „Strák-
amir léku eins og þeir hefðu alltaf
verið í landsliðinu. En það er enn
mikil vinna fyrir höndum." BL
Deildarmeistarar Víkinga bökkuðu
hreinlega yfir Hauka og spóluðu, er
liðin léku til undanúrslita í bikar-
keppninni í handknattleik í Hafnar-
firði í gærkvöld. Víkingar tóku leik-
inn í sínar hendur þegar í upphafi og
unnu stóran sigur 21-32.
Varnarleikur Hauka gekk engan
veginn upp í gærkvöld. Þeir léku
mjög framarlega og reyndu að stöðva
skyttur Víkinga. Víkingar nýttu sér
eyðurnar sem mynduðust í vörninni
og prjónuðu sig hvað eftir annað í
gegn og skoruðu. Hæðargarðsdreng-
irnir náðu þegar 4 marka forystu í
upphafi leiksins 4-8 og voru 8 mörk-
um yfir í leikhléi 9-17. í upphafi síð-
ari hálfleiks náðu Víkingar 11 marka
forystu 9-20, en eftir það slökuðu
þeir á og Haukar náðu að komast hjá
algjörri niðurlægingu. Lokatölur
vom 21-32.
Vamarleikur Víkinga var sterkur.
Hilmar Sigurgíslason tók Petr Bamr-
uk úr umferð með góðum árangri.
Bamruk skoraði 2 mörk í leiknum,
það fyrra um miðjan síðari hálfleik.
Mótlætið fór í skapið á Tékkanum,
sem greinilega var ekki sáttur við
dómgæsluna í leiknum. Leikurinn
var mjög harður og til merkis um
Enska knattspyrnan:
Enn jafntefli!
Everton og Liverpool verða að mæt-
ast í þriðja sinn í 5. umferð ensku
bikarkeppninnar. í gærkvöld skildu
liðin jöfn á Goodison Park 4-4 í
framlengdum leik.
Mörkin. Everton: Sharp 46. mín.
og 73. mín. Cottee á 89. mín. og
114. mín. Liverpool: Beardsley 32.
mín. og 71. mín. Rush 77. mín og
Barnes 102 mín.
Það lið, sem sigrar að lokum, mæt-
ir West Ham í fjórðungsúrslitum.
í 2. deild sigraði Brighton Leicest-
er 3-0 í gærkvöld. BL
það var skyrta Birgis Sigurðssonar,
línumanns Víkinga, gauðrifin eftir
leikinn. Ráð væri fyrir Birgi að leika í
skotheldu vesti í næsta leik. Ekki
veitir af, lætin eru svo mikil í kring-
um hann.
Leikurinn var fjörugur, en munur-
inn á getu liðanna var of mikill og
spenna því engin. Haukar gerðu ara-
grúa mistaka meðan Víkingar léku
eins og þeir sem valdið hafa. Allt Vík-
ingsliðið lék glimrandi vel og ekki er
hægt að taka neinn leikmann út úr.
Hjá Haukum var fátt um fína drætti,
en skástir í slöku liði voru þeir Óskar
Sigurðsson og Sveinberg Gíslason.
Mörkin Haukar: Óskar 5, Sveinberg
5, Sigurjón 3, Steinar 2, Bamruk 2,
Sigurður 2, Snorri 1/1, og Pétur 1.
Víkingur: TVufan 8/1, Árni 6/3, Karl 5,
Birgir 4, Bjarki 3, Dagur 2, Björgvin
2, Hilmar 1 og Ingimundur 1.
Enska knattspyrnan:
Markvörður WBA
í eplakasti
Mel Recs, markvörður enska 2.
deildarliösins West Bromwich
Albion, hefur verið kærður til
knattspymusambandsins og
lögreglunnar fyrir að henda
epli í áhorfanda á þriðjudags-
kvöldið þegar WBA tapaði 2-3
fyrir Middlesbrough.
Stuart Pearson, starfandi
framkvæmdastjóri WBA, segir
að Rees hafi hent eplinu upp í
stúku eftir að því hafði verið
fleygt inn á völlinn. En áhorf-
andi varð fyrir eplinu og kærði
markvörðinn. Rees færði Midd-
lesbrough sigurinn er hann fór
með boltann inn fyrir marklín-
una þremur mínútum fyrir
leikslok.
Úrslitin í 2. deild í fyrrakvöld:
Middlesbrough-WBA ......3-2
Swindon-Sheffield Wednesday .2-1
ÍBV í úrslit í fyrsta sinn
Vestmannaeyingar sigruðu FH-inga
29-25 í hinum leik undanúrslitanna í
Eyjum í gærkvöld. Staðan í leikhléi
var 14-13 ÍBVívil.
Þar með er Ijóst að Víkingar og Vest-
mannaeyingar leika til úrslita í bikar-
keppni HSÍ 2. mars nk. ÍBV leikur þá
sinn fyrsta bikarúrslitaleik í hand-
knattleik.
BL
Evrópukeppni landsliða
í knattspyrnu:
Frakkar með
góða stöðu
eftir 3-1 sigur
á Spánverjum
Frakkar unnu Spánverja 3-1 í 1.
riðli undankeppni Evrópumóts
landsliða í knattspymu í París í
gærkvöld. Frakkar hafa þar með
tekið afgerandi forystu í riðlinum.
Hetja Frakka í gær var Jean- Pierre
Papin sem skoraði stórkostlegt
mark úr vonlausri aðstöðu á 58.
mín. Þá var staðan 1-1 eftir að Jose
Maria Bakero Franck hafði komið
Spánverjum yfir á 11. mín. og
Franck Sauzee jafnað fyrir Frakka á
15. mín. Síðasta markið í leiknum
gerði síðan Laurent Blant fyrir
Frakka á 77. mín.
Frakkar eru nú svo til öruggir um
að komast í úrslit keppninnar, sem
fram fara í Svíþjóð á næsta ári.
Staðan í 1. riðli er nú þessi:
Frakkland....4 4 0 0 8-3 8
Spánn........4 2 0 2 14-7 4
Tékkóslóvakía ..3 2 0 1 5-4 4
ísland...... 4 1 0 3 4-5 2
Albanía......3 0 0 3 0-12 0
Næsti leikur verður 26. maí, en þá
mætast Albanía og ísland ytra. BL
Tennis:
Björn Borg leikur
gegn Jimmy Connors
Eins og skýrt hefur verið frá í
fjölmiðlum hefur sænski tennis-
leikarinn Björa Borg ákveðið að
hefja keppni á ný eftir 8 ára fjar-
vem frá stórmótum. Borg æfir
nú af kappi og í apríl nk. mun
hann leika tvo sýningarleiki
gegn fyrrum keppinaut sínum,
Bandaríkjamanninum Jimmy
Connors. Fyrri leikurinn verður
í London og sá síðari í Mflanó.
Björn Borg, sem er aðeins 34
ára gamall, tekur þátt í sínu
fyrsta stórmóti síðar í mars. Það
er Opna Monte Carlo mótið sem
hefst 22. aprfl. BL
Hjólreiðar:
„Hætti keppni um leið og
ég tel mig ekki geta unnið
siguríTour de France"
Fremsti hjólreiðakappi Frakka,
Laurent Fignon, segir að um
leið og hann telji sig ekki geta
sigrað í Tour de France keppn-
inni, muni hann hætta keppni.
Fignon, sem er 30 ára, sigraði í
keppninni 1983 og 1984.
„Frammistaða mín síðustu ár
hefur takmarkast af meiðslum
sem hafa hrjáð mig. Ef ég hef
heppnina með mér get ég ekki
séð annað en ég geti endurtekið
leikinn frá 1983 og 1984.
í keppninni 1989 tapaði Fignon
fyrir Greg Lemond frá Bandaríkj-
unum og aðeins munaði 8 sek-
úndum á þeim í lokin.
Nýlega sagði Lemond í viðtali að
hann væri mjög bjartsýnn á að
hann sigraði í keppninni í ár.
Þessi mesta hjólreiðakeppni árs-
ins er mjög umtöluð þessa dag-
ana þegar keppnistímabil hjól-
reiðamanna er að hefjast, en
keppnin er ekki á dagskrá fyrr en
íjúlí. BL
NBA-deildin:
Sixers-sigur á Seattle
í framlengdum leik
Það var hart barist í NBA- deild-
inni í fyrrínótt og fá stig skildu
Iiðin að þegar upp var staðið.
Framlengingu þurfti til aö fá
fram úrslit í leik Philadelphia
76ers og Seattle Supersonics í
Spectrum höllinni, en Barkley
og félagar fögnuðu sigri að lok-
um.
Úrslitin urðu sem hér segir:
NY Knicks-Atlanta Hawks .......102-110
NJ Nets-Sacramento Kings........97- 83
Philadelphia-Seattle Supers....107-104
Charlotte Homets-Indiana......102-115
Chicago Bulls-Washington......118-113
Milwaukee Bucks-Miami Heat.....116- 90
Houston Rockets-LA Lakers.....103-112
Phoenix Suns-Boston Celtics ...109-105
Portland TVail Blazers-Dallas.107-100
BL
Körfuknattleikur:
Haukar-KR í kvöld
í kvöld er einn leikur á dagskrá
f deildinni. Haukar og KR eig-
ast við í íþróttahúsinu við
Strandgötu kl. 20.00. Haukar
verða að sigra í leiknum til að
halda í vonina um sæti í úr-
slitakeppninni, en KR-ingar
geta tryggt sér sætið með sigri.
Staðan í úrvalsdeildinni
í körfuknattleik:
A-riðill:
Njarðvík ... 22 18 4 2096-1677 36
KR ....... 22 14 8 1850-1769 28
Haukar ... 22 11 11 1859-1869 22
Snæfell ...22 5 14 1711-1952 10
ÍR ........21 4 17 1699-1968 8
B-riðill:
Keflavík .... 22 16 6 2172-2021 32
Tindastóll . 23 15 8 2162-2072 30
Grindavík. 23 16 7 1977-1877 30
Valur.....23 7 16 1896-1216 14
Þór .......22 5 17 2077-2118 10
BL