Tíminn - 28.02.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.02.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 28. febrúar 1991 Irakar fallast á fleiri skilyrði Öryggisráðsins Verða að fallast á þau ölI, segja bandamenn írakar komu með nýjar friðartillögur í gær. Þeir sögðust vilja hlíta álykt- unum Öryggisráðs Sþ. númer 662 og 674 auk áiyktunar númer 660 sem þeir höfðu áður samþykkt. Þeir sögðust ætla að sleppa öllum stríðs- fongum ef vopnahlé yrði komið á. Þeir sögðu að þeir gætu ekki gengið að hinum ályktununum og sérstak- lega ekki þeim sem settu viðskipta- bann á írak. Útvarpið í Bagdad sagði að ákvörðunin um þessar nýju tillög- ur hefði verið tekin á fundi Bylting- arráðsins á þriðjudag. Bandamenn sögðust ekki geta samþykkt þessar friðartillögur þar sem þær tækju ekki til allra ályktana Ötyggisráðs- ins. Ályktun Öryggisráðsins númer 662 kveður á um að innlimun Kúvæts í írak sé marklaus og ályktunin númer 674 segir að írakar séu samkvæmt al- þjóðalögum lagalega ábyrgir fyrir hvers konar eigna- eða manntjóni sem þeir valdi, þ.e. þeir þurfi að greiða stríðsskaðabætur. „Þeir ganga ekki enn að öllum 12 ályktunum Sameinuðu þjóðanna," sagði háttsettur embættismaður hjá bandaríska vamarmálaráðuneytinu sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann sagði að bandamenn gætu ekki afiétt viðskiptabanninu. Níu breskir landgönguliðar létu líf- ið í gær þegar flugmaður bandarískr- ar orrustuþotu taldi þá vera íraska hermenn og skaut á þá. Flugvélin sem skaut á Bretana er af gerðinni A- 10 og hönnuð til að sprengja skrið- dreka. Bandamenn hafa umkringt þann hluta írakshers sem enn er eftir í Kú- væt og suðurhluta íraks og í gær ein- beittu herir bandamanna sér að úr- valssveitum írakshers, Lýðveldis- hernum, en ógn annarra hersveita er lítil. Það sem eftir er af 150 þúsund manna Lýðveldisher íraka er í suður- hluta íraks. Hann skiptist í átta her- deildir en um 500 bandarískir skrið- Stríðiö heldur áfram þar til Saddam Hussein fellst á að hlíta öllum ályktunum Öryggisráðsins. drekar gerðu árásir á þrjár þeirra í gær. Lýðveldisherinn kemst ekkert frekar til fraks en aðrar hersveitir ír- aka. Bandamenn hafa eyðilagt allar brýr yfir ána Efrat og skurðinn Shatt al- Arab í austri og bandarískar og franskar hersveitir loka undankomu- leiðinni í vestri. Failhlífahermenn bandamanna lentu nálægt írösku borginni Nassiriya norðvestur af Basra en aðalflóttaleið íraskra her- manna liggur um borgina. Bandamenn náðu fullum yfirráðum yfir Kúvætborg í gær við mikinn fögnuð borgarbúa. Tveggja daga skriðdrekabardögum milli banda- rískra og íraskra landgönguliða um flugvöll borgarinnar lauk í gær með sigri þeirra bandarísku. Að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins þá eyðilögðu bandarísku sveitirnar um 100 íraska skriðdreka í bardög- unum. Iðnaðarmenn eru þegar byrj- aðir að laga til í borginni. Sendiherra Breta í Kúvæt hélt til Kúvæts í gær og ætlar að opna sendiráðið í Kúvæt- borg í dag. Andspymuhreyfmgin sem starfaði í Kúvætborg tóku um 4.000 íraska hermenn til fanga. Reuter-SÞJ Fréttayfirlit Kúvætborg - Kúvæskir her- menn tóku völdin í Kúvætborg ( gær og fögnuðu með borgarbú- um sem hafa mátt þola miklar þjáningar af völdum íraskra her- manna. Andspymuhreyfingin í Kúvæt sagðist hafa tekið 4 þús- und (raska hermenn til fanga. Bandarískir hermenn náðu flug- vellinum í borginni eför að hafa eyðilagt um hundrað íraska skríð- dreka að sögn bandaríska vam- armálaraðuneytisins. Bagdad - írakar sögðu í gær aö fallhlífahenmenn bandamanna heföu lent i borginni Nassiriya, sem er norövestur af borginni Basra, til þess að loka helstu flóttaleið íraskra hermanna frá Kúvættil íraks. Riyadh - Iraskar herdeildir streymdu fra Kúvæt til borgarinn- ar Basra í frak svo hálfgert öng- þveiti skapaðist Bandamenn héldu áfram árásum á herdeild- imar vegna þess að þær voru vopnaðar og bandamenn sögð- ust ekki vílja hætfa eigin öryggi. En bandamenn sögðust mundu hætta árasunum um leið og írösku hermermimirafvopnuðust París - Háttsettur franskur hers- höfðingi sagði að sjö bandarískir og tveir franskir hermenn hefðu látið líflð þegar þeir hertóku íraska bækistöð. Talsmaður breskra heryflrvalda sagði að tíu breskir hermenn hefðu látið Irflð og sex særst í átökum síðan landbardagamir hófust á sunnu- dag. Riyadh - Bandarískir hermenn hafa fúndiö mikið magn af írösk- um efnavopnum í Kúvæt en eng- ar fréttir hafa boríst um að (raskir hermenn hafi beitt slíkum vopn- um. Heryfirvöld bandamanna telja að skemmdir á fiarskiptabún- aði irakhers, sem loftárásir und- anfama 38 daga hafa ollið, eigi mikinn þátt i að þeim hafl ekki verið beitt París - Francoís Mitterand fórseti Frakklands sagði f gær að það Sti ekki orðið vopnahlé fýrr en tar gengju að öllum samþykkt- um Örygglsráðs Sþ. Hann útilok- aði að bandamenn myndu sækja fram til Baghdad. Ankara - Tyrkir styðja þá kröfu bandamanna að frakar gangi að ödum samþykktum Öryggisráðs- ins til að vopnahlé geti oröið. London - John Major forsætis- ráðherra Bretlands sagði í gær að það væri ekki f áfbrmum banda- manna að hertaka svæði í irak né lima landið í sundur. Bagdad - Það mun taka a.m.k. eitt ár að koma rafmagnsveitu Bagdadborgar í fullt lag, að sögn írasks verkfræðings, en sprengjur bandamanna hafa unnið mikið tjón á henni. Kaupmannahöfh - Leiðtogar Eystrasaltslýðveldanna hvöttu til að haldin yrði alþjóðleg ráðstefría tn að þrýsta á kröfur þeirra um sjáifstæði. Dhaka - Fyrstu frjálsu kosning- amar í Bangladesh (tuttuga ára sögu landsins vom haldnar í gær. Óvenjulega margar konur tóku þátt í kosningunum. Reuter-SÞJ Enginn vill kaupa Wartburg. Austur-Þýskaland: Kraftmeiri bflar fleiri dauðaslys Dauðaslysum í Austur-Þýskalandi fjölgaði 'um 75% á síðasta ári og á sama tíma hafa þau ekki verið færri í Vestur-Þýskalandi síðan árið 1953, að sögn samgöngumálaráðherra Þýska- lands, Guenther Krause. Aðalorsökin fyrir þessari fjölgun í Austur-Þýska- landi er talin vera sú að Austur-Þjóð- verjar eigi nú mun kraftmeiri bíla en fyrir sameiningu ríkjanna og vegimir eru jafnslæmir og áður. Gífurleg sala varð á notuðum vest- rænum bílum til Austur- Þýskalands eftir að Berlínarmúrinn féll haustið 1989 og þá sérstaklega vestur-þýsk- um s.s. Bens og BMW sem eru mun kraftmeiri og hraðskreiðari en aust- ur-þýsku bílamir. Krause sagði að Austur-Þjóðverjar vildu sýna að þeir ættu kraftmikla bfla og kynnu að aka þeim. Kraftmiklir bflar þurfa góða vegi og vegakerfið í Vestur-Þýskalandi er með því betra sem gerist í heiminum en það sama er ekki hægt að segja um vegakerfið í Austur-Þýskalandi. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.