Tíminn - 28.02.1991, Blaðsíða 20

Tíminn - 28.02.1991, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 & 686300 AKTU EKKI ÚT f ÓVISSUNA. AKTUÁ SUBARU iHSlf a Ingvar | Itt Helgason hf. Sævartiöfða 2 Higpp S(m| 91.674000 0 I í niiim FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 1991 Þórarinn Tyrfingsson segir nútímaáfengismeðferð byggja á mörgum úrræðum: Hefur færst í vöxt að ófullir fari í meðferð Það hefur færst í vöxt að óvirkir alkóhólistar leiti á náðir SÁA áð- ur en þeir detta í það, ef löngunin í brennivín ætlar að verða þeim ofviða. í flestum tilfellum er þeim sinnt á göngudeild samtak- anna, en fyrir kemur að þeir leggjast inn á Vog. Samkvæmt Þórami Tyrfingssyni hefur það nú færst í vöxt að óvirkir alkóhólistar fari inn á Vog áður en þeir detta í það. Leitað var álits Þórarins TVr- fingssonar yfirlæknis á Vogi: „Málið er náttúriega að fólkið okkar, sem er orðið ansi margt, lendir nú í ýmsum áföllum í líf- inu, t.d. veikindum. Við höfum auðvitað þurft að grípa inn í þetta með fólkinu og reynum að hjálpa þegar því líður illa. Það höfum við yfirleitt gert á göngu- deildinni, en jafnvel hefur það farið svo að við höfum stundum tekið fólk hér inn á Vog í stuttan tíma, nokkra daga, þegar svona stendur á.“ Hvað með AA-fundi, eiga þeir ekki að hjálpa óvirkum alkóhól- istum að halda sér á sporinu? „Við erum að tala um að grípa inn í hættuástand, þegar sjúk- lingi líður verulega illa, er kom- inn í tilfinningalegt uppnám. Með allri virðingu fyrir AA-fund- um þá lækna þeir ekki allt.“ Er eðlilegt að taka ófulla menn í afvötnun? „Þetta er bara hluti af nútíma- áfengismeðferð. Það verður að taka tillit til þess að fólkið sem við erum að fást við er misjafnt og sjúklingahópurinn er að breytast. Að taka inn ófulla menn, til að koma í veg fyrir að þeir detti í það, er bara einn af þeim hlutum sem heyra til þegar við erum farin að þjónusta svona stóran hóp af ólíku fólki. Við get- um hugsað.okkur óvirkan alkó- hólista sem hefur verið úti í tvö ár. Síðan fær hann kransæða- stíflu. Þetta er auðvitað mikið áfall í hans lífi; hann þyrfti að vera á lyfjum og svo fram eftir götunum og mjög auðvelt fyrir hann að fara út af sporinu við þessar aðstæður. Það er ekki nema eðlilegt að við reynum að halda honum á sporinu. Og þetta hefur færst í vöxt, nútímaáfeng- ismeðferð er ekki bara afvötn- un.“ Kemur til ykkar fólk til að losna við lyf sem það hefur vanist á inni á sjúkrahúsum? „Hér erum við komnir inn á mjög viðkvæmt svið og ég er oft hissa á því hvað menn fara í vit- lausar áttir í lyfjaumræðunni. Það er eins og menn átti sig ekki á því að það er til tvenns konar fólk í þjóðfélaginu; það er fólk sem þú myndir gefa áfengi ef þú byðir því í afmælið þitt, og fólk sem þú myndir alls ekki gefa áfengi, vegna þess að það kostar það fjórtán daga í afvötnun að drekka. Sama gildir með svefn- lyfin og róandi ávanalyfin, sem notuð eru til þess að koma mönnum yfir kvíða og svefnleysi. Sumu fólki, og kannski flestu, er hægt að hjálpa með þessum lyfj- um án þess það hafi nokkur eftir- köst. Síðan er ákveðinn hluti af fólki sem má ekki nota þessi lyf, án þess að venjast á þau. Segjum að inn á sjúkrahús komi óvirkur alkóhólisti með sprunginn maga. Hann er vita- skuld svæfður. Eftir aðgerðina getur hann verið mjög kvalinn og þá er ekkert annað að gera, en gefa honum kvalastillandi lyf, þó í því felist áhætta. Ég get ekki séð að sjúkrahúsin séu að búa til dópista í stórum mæli," sagði Þórarinn Tyrfingsson að lokum. -aá. Flugleiðir: STJÓRNIN VILL HLUTAFJÁRBOÐ Stjóm Flugleiða fer fram á hve mikil hlutafjárauknlngin heimild aðalfundar félagsins verður að þessu sinni og ekki þann 21. mars nk. til að auka hefur verið ákveðið hvenær út- hlutafé í félaginu, segir í frétt frá boðið fer fram, þó er gert ráð fyr- Flugleiðum. Þetta er í samræmi ir að það verði í vor. við stefnu Flugleiða að stærri Hluthafar í Flugleiðum eru nú hluti fjármagns vegna kaupa á tæpiega 4200. Meðal þeirra sem nýja flugflotanum komi úr eigin eiga verulegan hlut í félaginu eru sjóðum fyrirtækisins, segir í lífeyrissjóðir og íjárfestingasjóð- fréttinnl. ir með um 80 þúsund félags- í fyrrahaust var hlutafé í Fiug- menn og hluthafa. Flest bendir leiðum auldð um 330 mil|jónir til að Flugielðir skjli rekstrar- króna að nafnvirði. Það seldist hagnaði fyrir árið 1990 og auld fýrir um 730 milljónir króna á hagnað vegna sölu flugvéla, segir markaðsverði. Ekki er ákveðið jafnframt í fréttinni. Formannsslagurinn í Sjálfstæðisflokknum: KOSNINGASKRIF- STOFUR OPNAÐAR Stuðningsmenn Þorsteins Páls- sonar og Davíðs Oddssonar, sem eins og kunnugt er sækjast báðir eftir því að verða valdir formaður Sjálfstæðisflokksins, hafa opnað kosningaskrifstofur. Kosninga- skrifstofa Þorsteins er á Suður- götu 7, rétt hjá tilvonandi ráð- húsi Reykvíkinga, en kosninga- skrifstofa Davíðs er í Hekluhús- inu að Laugavegi 172 og er hún rekin undir formerkjunum „Framboð ‘91“. Víglundur Þor- steinsson stjórnar kosningabar- áttu Þorsteins en Friðrik Frið- riksson er við stjórnvölinn hjá Davíð. —SE J^wtsbókasafniÖ & flkuv^n VÖKUBLAÐIÐ, BLAÐ ALLRA STÚDENTA Það hefur vakið athygli að forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, sendir Háskólanum kveðju í blaði Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta við H.í. Vaka er önnur af tveimur pólitískum hreyfingum innan Háskólans. Þegar forsetinn var beðinn um að skrifa í blaðið var honum sagt að það væri afmælisblað allra stúd- enta, gjöf þeirra til Háskólans á 80 ára afmælinu. „Okkur var ekki kunnugt um að þetta væri eitthvert sérstakt Vökublað. Af því sem okkur var sagt var ekki um annað að ræða en afmælisblað allra stúdenta, við gátum ekki tengt það neinni pólit- ískri fylkingu," sagði starfsmaður forseta, þegar málið var lagt fyrir hann. Tíminn hefur fyrir því heimildir að sumir þeirra sem auglýstu í blaði Vökumanna hafi gert það í þeirri trú að þar færi blað allra stúdenta. Kosningar verða í Háskólanum um miðjan mars. Þeim fylgja mikil út- gjöld og greinilegt að Vökumenn ætla að kosta öllu til að halda völd- um. -aá. Vilhjálmur Egilsson um samkeppni bjórframleiðenda og innflytjenda: 011 meðul reynd til að koma vörunni út „Ég mundi nú ekki fordæma þetta,“ sagði Vllbjálmur Egilsson, framkvæmdasfjóri Verslunarráðs íslands, þegar hann var inntur eftir því hvort lánastarfsemi og peningagreiðsiur bjórinnflytjenda til veitingahúsaeigenda gæti flokkast undir eðlilega viðskipta- hætti. „Þetta er spuming um hvaða form samkeppnin tekur. Sam- keppnin milli innflytjendanna birtist í þessum myndum og í rauninni sé ég ekkert ólöglegt við þetta við fyrstu sýn,“ sagði Vil- hjáimur. „Ef að mennimir vilja fóma fjárfúlgum til að ná í við- skipti þá er það náttúrlega þeirra mál. Maður sér þetta form af sam- keppninni birtast vegna þess hvemig viðskiptahættirnir em með áfengi hér á landi.“ Hann sagði að svona samkeppni ætti sér margar hliðstæður og tíðkaðist erlendis og því væri eðli- legt að hún kæmi einnig fram hér. ,„Menn reyna öll meðul í sam- keppninni til þess að koma sinni vöm út," sagði VHhjálmur. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.