Tíminn - 28.02.1991, Síða 5

Tíminn - 28.02.1991, Síða 5
Fimmtudagur 28. febrúar 1991 Tíminn 5 Magnús L. Sveinsson segir líkur á 10-12% launaskriði hjá verslunarmönnum milli 1989 og 1990: Fær ekki staðist segja VSI og Kjararannsóknir Rangur gíróseðill fylgir útskriftum „Þessi ályktun Magnúsar fær því miftur ekki staðist Þetta er svona álika og að líta út í sólstofuna og sjá að það leggur birtu niður um skjáinn og álykta út frá því að það sé komin sumarblífta úti,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri VSÍ m.a. um þá ályktun Magnúsar L. Sveinssonar, að 25% hældnin á ið- gjaldagreiðslum til Lífeyrissjóðs verslunarmanna milli 1989 og 1990 geti bent til þess að verslunarmenn hafi notið allt að 10- 12% launa- skriðs milli þessara ára. Þórarinn vísar m.a. til upplýsinga um skatt- skil í staðgreiðslukerfi. „Við trúum þvf td. ekki að það vanti 10% í skattskil af þeim tekjum sem iðgjöld skila sér af til lífeyrissjóðsins." Greidd iðgjöld til Lífeyrissjóðs versl- unarmanna voru í kringum 25% hærri upphæð árið 1990 en árið áð- ur. Þessi mikla hækkun sagði Magn- ús hafa komið öllum í opna skjöldu, ekki síst vegna þess að almennt hafi menn talið að það hafi fremur verið samdráttur í fyrirtækjum heldur en hitt. Magnús segir eðlilegar skýring- ar fyrir þessu að hluta. „En við eigum eftir að skýra um 10- 12% af þessari hækkun, það er stað- reyndin. Og meðan ég fæ ekki við- hlýtandi skýringu þá hlýt ég að spyrja: Hvað er þetta annað en launa- skrið? Ég vil þó taka skýrt fram að sé þetta launaskrið þá liggur ljóst fyrir að fólkið á hinum almennu launa- töxtum hefur ekki notið þess. En sé þetta launaskrið þá er það líka mjög athyglisvert að laun geti hækk- að svona mikið að meðaltali á sama tíma og verðbólgan fer niður. Það stríðir mjög gegn þeim rökum sem vinnuveitendur og ráðamenn þjóðar- innar hafa ævinlega beitt; að laun mættu ekkert hækka, því þá færi verðbólgan upp úr öllu valdi. Þess vegna spyr maður: Er lögmálið þannig að verðbólgan þjóti upp ef verkalýðshreyfingin semur um eilitla launahækkun, en ef hins vegar vinnuveitendur ákveða einhliða sam- svarandi launahækkun þá getur verðbólgan farið niður? Þetta er stóra spurningin," sagði Magnús L. Sveinsson. „Þetta er í besta falli misskilningur sem fram kemur í þessum ummæl- um Magnúsar," sagði Þórarinn V. Þórarinsson. „FVrst er til þess að líta að sjóðsfé- lögum fjölgaði á síðasta ári um rúm 5%. Þar af kom Lífeyrissjóður apó- tekara og lyfjafræðinga (um 400 manns) inn í heilu lagi, sem er stétt sem liggur í tekjum yfir meðaltali þeirra sem greiða til Lífeyrissjóðs verslunarmanna. í öðru lagi segja tölur Kjararann- sóknarnefndar okkur, að vinnutími verslunarfólks lengdist um rúma klukkustund milli ára hjá verslunar- fólki. Þriðji þátturinn er sá, að árið 1990 varð hið fyrsta sem greiða skyldi fúllt iðgjald til lífeyrissjóða af öllum laun- um. í fjórða lagi gengu innheimtur ið- gjalda betur á síðasta ári. T.d. skiluðu sér þá inn iðgjaldsskuldir, m.a. úr ríkisábyrgðasjóði á launum vegna gjaldþrota umfram það sem venja hefur verið“. Þegar litið væri til alls þessa og sfð- an til upplýsinga frá Kjararannsókn- arnefnd um launaþróun í fyrirtækj- um og síðast en ekki síst upplýsinga úr staðgreiðslukerfi skatta, þar sem fram kemur að tekjur hafi hækkað að meðaltali um 10% milli áranna 1989 og 1990, „þá stendur, því miður, ekki steinn yfir steini af þeirri óskhyggju að það hafi orðið 10-12% launaskrið hjá verslunar- og skrifstofufólki," sagði Þórarinn. „Ég vildi svo sannarlega að launa- kjör og tekjur fólks hefðu mátt hækka meira heldur en vænst var. En það er ekkert í þróun iðgjalda til Líf- eyrissjóðs verslunarmanna sem bendir til þess að launaþróun hafi þar orðið með marktækum hætti um- fram það sem annars staðar var eða menn almennt gátu búist við,“ sagði Þórarinn. Gylfi Arnbjörnsson hjá Kjararann- sóknarnefnd kvaðst ekki geta tjáð sig um gögn Magnúsar sem slík. „Hér erum við hins vegar sammála um það að lífeyrissjóðsiðgjöld eru mjög slæmur mælikvarði á launaþróun, út af því að óvissuþættirnir í því máli eru svo margir.“ Gylfi nefndi sem dæmi að einn aukavinnutími á viku hafi um 3,5% áhrif á iðgjaldaupp- hæð. „Samkvæmt okkar könnunum getum við ekki staðfest ályktun Magnúsar um verulegt launaskrið, og þaðan af síður með þeim könnun- um sem við stundum með Hagstof- unni. Við höfum þvert á móti dregið þær ályktanir út frá okkar könnun- um — sem við teljum betri mæli- kvarða á laun en lífeyrissjóðsiðgjöld- in — að það sé ekki launaskrið milli þessara ára.“ Gylfi sagði vitanlega ekki hægt að útiloka að eitthvað sé um launaskrið. „En að halda því fram að VR félagar hafi fengið 10-12% launaskrið að meðaltali — það er útilokað að það geti gerst án þess að það mundi koma fram í einhverjum könnunum m.a. gegnum staðgreiðslukerfi skatta. Þess vegna koma svona yfirlýsingar okkur mjög mikið á óvart. Því auðvit- að höfum við haft vakandi auga með launaskriði, enda í okkar verkahring að gera það,“ sagði Gylfi. - HEI Fyrir mistök við ílagningu VISA- reikningsútskrifta í umslög, sem berast korthöfum þessa dagana og eru með gjalddaga þann 5. mars nk., fylgir rangur gíróseðill út- skriftinni í einhverjum tilfellum. Hér er um að ræða u.þ.b. 2000 útskriftir í Kópavogi og nágrenni. Aðilar fá gíróseðil næsta korthafa í röðinni miðað við götunúmera- röð. Þórður Ólafsson, hjá banka- eftirliti Seðlabankans, sagði að þarna hafi átt sér stað mistök og þeir ætluðu sér ekki að setja sig sérstaklega inn í þetta mál. Eðli- I frétt blaðsins í gær um VISA við- skipti slæddust villur sem við viljum leiðrétta. Velta VISA í fyrra nam 31 milljarði króna en ekki 31 milljón eins og sagt var. Gild kort voru 86 lega væri það bagalegt ef þessi mistök yllu mönnum óþægindum en það væri mál sem viðkomandi aðilar þyrftu að leysa sín á milli. VISA biður þá korthafa sem fyrir þessu verða góðfúslega afsökunar og biður þá jafnframt um að eyði- leggja gíró-seðilinn. Jafnframt er þess óskað að þeir snúi til þess af- greiðslustaðar banka eða spari- sjóðs þar sem þeir hafa viðskipti, en þar mun réttur greiðsluseðill verða útbúinn um leið og gengið er frá málinu. þúsund í árslok en ekki 96 þúsund og meðalfærslufjöldi á kort á mán- uði í Evrópu er 3,4 en ekki 4,3 eins og sagt var. Við biðjumst velvirðing- ar á þessum mistökum. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FL. B.1985 Hinn 10. mars 1991 er ellefti fasti gjalddagi vaxtamiöa verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl.B 1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr.11 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,-kr. skírteini = kr. 4.007,15 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1990 til 10. mars 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 3009 hinn 1. mars 1991. Athygli skal vakin á því aö innlausnarfjárhæö vaxtamiöa breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.11 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1991. Reykjavík, febrúar 1991. SEÐLABANKI ÍSLANDS —SE Leiörétting

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.