Tíminn - 28.02.1991, Page 10

Tíminn - 28.02.1991, Page 10
10 Tíminn Fimmtudagur 28. febrúar 1991 Fimmtudagur 28. febrúar 1991 Tíminn 11 Eftir Egil Ólafsson Góöar líkur eru á aö hægt sé meö aröbærum hætti aö rækta fræ hér á landi samhliöa öörum búskap: Erfrærækt aróbærari en heysala Margt bendir til að hægt sé að stunda arð- bæra frærækt hér á landi. Mikil eftirspum er eftir fræi og verðið hátt. Árlega eru flutt- ir inn tugir tonna af fræi. Hugsanlegt er tal- ið að íslenskt grasfræ geti keppt við innflutt fræ, en mestir möguleikar em þó taldir vera í framleiðslu á fræi til uppgræðslu, einkum lúpínufræi sem hentar sérstaklega vel við íslenskar aðstæður. Þetta kom fram í erindi um frærækt sem búgrein sem Jón Guð- mundsson, sérfræðingur hjá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, hélt á ráðunauta- fundi Búnaðarfélags íslands, sem haldinn var fyrir skömmu. Hér á landi hafa mestar rannsóknir verið gerðar á frætöku af lúpínu og beringspunti, en unnið er að því að hefja umfangsmiklar rannsóknir á snarrótarpunti. Enn sem komið er stundar enginn bóndi frærækt sem hluta af sínum búskap. Fræræktar- rannsóknir hér á landi hófust að nýju hjá Rannsóknarstofnun landbúnaðarins árið 1972, en áður hafði Klemens Kristjánsson, bóndi á Sámsstöðum í Fljótshlíð, gert ítar- legar tilraunir með frærækt. Frá árinu 1988 hefúr RALA verið með tilraunastarfsemi í samvinnu við Landgræðslu ríkisins. Rann- sóknimar hafa farið fram í Gunnarsholti, en þar em nú stórir fræakrar sem fara stækkandi. Lúpína breytir melum í gróið land Flest bendir til að ræktun Alaskalúpínu sé mjög arðbær í dag. Meginástæðan fyrir því er að mikil eftirspum er eftir fræi af plönt- unni og verðið því hátt. Mestu máli skiptir þó að kostnaður við ræktunina er mjög lít- ill vegna þess að ekki þarf að bera áburð á jarðveginn. Kostnaðurinn felst nær ein- göngu í kaupum á fræi og girðingum þar sem þær em ekki fyrir. Lúpína þykir mjög hentug til að rækta upp mela og eyðisanda. Rætur hennar mynda áburð og búa þannig í haginn fyrir aðrar jurtir. Lúpína er þess vegna í miklu uppáhaldi hjá ræktunar- mönnum. Árið 1986 hófust tilraunir með að rækta lúpínu til frætöku á ökmm sem unnt var að fara um á vélum. Tilraunimar hafa skilað góðum árangri og er ljóst að hægt er að rækta þessa jurt í stómm stfl. Lúpína þarf engan áburð og má sá henni í lélegt rækt- unarland. Eftir 3-4 ár er hægt að slá lúpínu- akra og hirða ffæ. Fræuppskera hefur verið mæld á tveimur stöðum á landinu, Stór- ólfsvöllum og Geitasandi í Rangárvalla- sýslu. Árið 1988 fengust 90 kíló af fræi af hverjum hektara á Stórólfsvöllum, árið eft- ir 30 kíló af hektara og í fyrra 10 kfló af hektara. Af ökmnum á Geitasandi fengust 35 kíló af hektara árið 1989 og 65 kfló í fyrra. Mismikil uppskera milli ára á sér eðli- legar skýringar. Áiíerði var misgott og akr- amir misgóðir milli þessara tveggja staða. Fræakrar endast ekki nema í um þrjú ár eft- ir að þeir gefa fyrstu uppskem. Það verður því annað hvort að herfa þá að nýju eða taka nýja akra til ræktunar. Mikil eftirspum eftir lúpínufræi og verðið er hátt Lúpínufræ selst eins og er frá Fræverkun- arstöðinni í Gunnarsholti á 4000 krónur kflóið og er eftirspurn mikil. Meðan verðið er svo hátt er fræræktunin arðbær, jafnvel þó að ffæuppskeran sé ekki meiri en 15 kfló af hektara. Ólíklegt er að verð á lúpínufræi verði áfram svona hátt, en líklegt er talið að lúpínufræ kosti í framtíðinni tvöfalt meira en grasfræ, a.m.k. er verðlagningin þannig í Evrópu. Þegar reynt er að meta verðmæti uppsker- unnar má ekki horfa framhjá því verðmæti sem felst í fallegra og frjósamara landi. Lúp- ínan framleiðir áburð og býr þannig í hag- inn fyrir aðrar jurtir. Eftir að lúpínan hefúr ráðið ríkjum í ökmnum í nokkur ár og gef- ið af sér ffæ deyr hún út og gras og aðrar jurtir taka við. Með fræræktinni er því ver- ið að breyta rým landi í fjósamt land. í heild má segja að ræktun lúpínufræs eigi rétt á sér í íslenskum landbúnaði. Ólíklegt er að bændur, sem á annað borð hafa land sem hentar til þessarar ræktunar og hafa að- gang að sláttuþreskivél, tapi á ræktuninni. Verður snarrótarpuntur notaður tíl uppgræðslu á hálendinu? Hérlendis er hægt að kaupa fræ af mörg- um hentugum grastegundum. Þó er ekki hægt að kaupa erlendis beringspunt og snarrót. Þessar tvær tegundir verðum við að rækta hérlendis ef við viljum á annað borð nota þær til ræktunar. Fræverðið á þessum tegundum ræðst því eingöngu af framboði og eftirspurn innanlands. Allmik- il reynsla er komin á frærækt hér á landi, en í þeirri ræktun koma einkum fjórar teg- undir til greina. Þær em: túnvingull, vallar- sveifgras, beringspuntur og snarrótarpunt- ur. Þessar tegundir em allar notaðar í land- búnaði og hver tegund hefur sína kosti. Túnvingull, vallarsveifgras og berings- puntur em ágæt túngrös og einnig góð til uppgræðslu. Snarrótarpuntur hefur komið framúrskarandi vel út úr uppgræðslutil- raunum á hálendinu og hann er einnig not- aður sem túngras á Norðausturlandi. Fræuppskeran er mismikil milli ára Tilraunastarfsemi í jarðrækt veitir ekki alltaf skýr svör við spumingum um hvort hagkvæmt sé að fara út í viðkomandi rækt- un, því að verkleg afköst í tilraunastarfmu em oft mun minni en þegar um stórræktun er að ræða. Hins vegar gefa plöntumar iðu- lega meira ffæ af sér í hús í tilraunum en þegar þær em ræktaðar á stómm ökmm, því að í tilraunum er frætapið ekkert. Táls- vert af ffæi tapast á stómm ökmm, einkum ef hvasst er í veðri þegar ffæið er fullþrosk- að. Klemens á Sámsstöðum telur að túnvin- gull gefí 220-550 kfló af hektara á þriðja ári frá sáningu og vailarsveifgras gefi 200-400 kfló af hektara. Sum ár bregst uppskeran nær algerlega og em akrarnir þá ekki slegn- ir. Það einkennir þessar tegundir að ef þær gefa mikið eitt til tvö ár er uppskeran lítil eftir það. Minna er vitað um uppskem ber- ingspunts og snarrótar, en Klemens á Sámsstöðum telur snarrót gefa af sér 150- 200 kfló af fræi af hektara. Beringspuntur hefur gefið af sér 200 kfló hið mesta, en oft- ast nær er uppskeran rétt innan við 100 kfló af hektara. Meiri tekjur af frærækt en heysölu Tekjur af grasfrærækt em mismunandi milli ára. Veðurfar skiptir að sjálfsögðu máli. Fræakramir gefa mest ffæ á fyrstu ræktunarámnum, en dala svo. Ef fræakur gefur mikið ffæ eitt árið má búast við að hann gefi lítið af sér árið eftir. í erindi sínu setti Jón upp dæmi um líklega ffæuppskem á einum hektara af bering- spunti í meðalári. Miðað er við að borinn sé á eðlilegur áburðarskammtur og áburðar- kostnaður á sex ára tímabili sé 54 þúsund krónur. Líkleg uppskera í fimm ár er 400 kfló. Hvert kfló er selt á 800 krónur, þannig að heildartekjur em 320 þúsund yfir allt tímabilið. Að frádregnum áburði em tekj- umar af hverjum hektara í sex ár 266 þús- und. Til samanburðar má nefna tekjur af hey- sölu á sama tímabili. Áburðarkostnaður yrði heldur meiri eða 90 þúsund. Gert er ráð fyrir að uppskera sé 5 tonn á ári í þessi fimm ár og heyið selt á 14 krónur kflóið. Heildartekjur yrðu þá 350 þúsund. Að ffá- dregnum áburðarkostnaði yrðu tekjumar 260 þúsund í sex ár. Þess má geta að ffæ af beringspunti kostar í dag ffá framleiðend- um í Alaska 1300 krónur kflóið. Það ætti því að vera ljóst að undir eðlilegum kringum- stæðum ættu bændur að geta haft þokka- legar tekjur af ffæræktinni. Frærækt getur stutt við annan búskap Jón lagði áherslu á í erindi sínu að þar sem frærækt er stunduð ætti hún að vera hluti af öðmm búskap bænda. í því sambandi benti hann á eftirfarandi: í fyrsta lagi em við fræslátt notuð sömu uppskemtæki og í byggræktun. Uppskemtíminn skarast hins vegar ekki. Frærækt eykur því nýtingu þeirra tækja sem þegar em fyrir hendi hjá mörgum bændum. I öðm lagi er hægt að nota fræakrana sem tún eftir að þeir em hættir að gefa af sér nægilega mikið ffæ. Einnig er hugsanlegt að selja af þeim tún- þökur. í þriðja lagi hefur komið í ljós við til- raunir á beringspunti að eftir ffætekju er hægt að nota grasið sem fóður. Því er þá rúllað upp og gefið hrossum. í fjórða lagi má af öðrum frætegundum nýta hálm til svepparæktar, sem nauðsynlegt er að fjar- lægja af ökmnum. Gæði íslenskra fræja eru ekki nóg Gæði íslenskra fræja em alls ekki nóg í samanburði við erlent fræ. Fræ sem ræktað er hér á landi er nánast alltaf með lægri spímnarprósentu en grasfræ sem ræktað er í suðlægum löndum. íslenska vallarsveif- grasið kemur verst út, en Iúpínan og ber- ingspunturinn er með hæstu spímnarpró- sentu af þeim tegundum sem ræktaðar em hér á landi. Á erlendu grasfræi er spímnar- prósentan í kringum 90%. Spímnarpró- senta í íslensku óburstuðu lúpínufræi var um 22-53% í tilraunum sem gerðar vom 1987-1989. Samsvarandi prósenta fyrir ber- ingspunt var 60-76%. Þessar tölur em þó ekki alveg eins slæmar og þær líta út fyrir að vera, því að mikið af fræinu sem ekki spírar er í dvala og spírar árið eftir sáningu. Þá hefur 80-90% af fræinu spírað. Dvali í fræ er hins vegar ókostur. Hægt er að hækka spímnarprósentu með því að bæta ffæverkun og ffægeymslur. Þurrka verður fræið strax eftir slátt, því að annars hitnar í því og það skemmist Hægt er að þurrka fræið með súgþurrkun. Auk þess er nauðsynlegt að hreinsa fræið. Ein- faldast er að láta Fræverkunarstöðina í Gunnarsholti sjá um það. Kostnaður við ffæhreinsun er um 10-15% af fræverði. Fræverkunarstöðin, sem er í eigu RALA og Landgræðslunnar, getur hreinsað 4-5 sinn- um meira magn af ffæi en nú er ræktað hér á landi. Frærækt er áhættusamur búskapur Jón Guðmundsson dregur engan dul á að frærækt er áhættusamur búskapur. Alvar- legasta hættan er að fræið fjúki áður en því verður náð í hús. Annar óvissuþáttur er sal- an. Fræmarkaður hér á landi er u.þ.b. 50 tonn á ári, en óljóst er hver hlutdeild inn- lends ffæs getur orðið, því að stór hluti þessa markaðar er sala á vallarfoxgrasffæi. Þörfin fyrir landgræðslufræ er hins vegar mikil. Þá getur veðurfar eyðilagt ffæupp- skemna. Ur áhættunni má draga með því að tengja ræktunina öðmm markmiðum búskapar og það þarf að vanda val á því landi sem væntanlegir fræakrar eiga að vera á. Skilyrði til ffæræktar em best á Suð- urlandi, en þar hafa tilraunimar farið fram. Líklegt er talið að svæði á Austurlandi séu einnig vel fallin til ffæræktar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.