Tíminn - 28.02.1991, Qupperneq 15
Fimmtudagur 28. febrúar 1991
Tíminn 15
DAGBÓK
og unnið að dagskrárgerð fyrir börn, auk
þess sem hún samdi handrit og leikstýrði
fyrstu svokölluðu sápuóperu sem saenska
sjónvarpið gerði.
Þá hefur hún sett á svið söngleiki og
revíur í leikhúsi og einnig unnið að gerð
útvarpsþátta og leikstýrt útvarpsleikrit-
um.
f skrifum sínum dregur Bodil Malmsten
upp sláandi mynd af Svíþjóð í dag, land-
inu og íbúum þess. Oft fjallar hún um
sorg, tómleika og söknuð, sem hún lýsir
af mikilli alvöru, en mitt í allri alvörunni
örlar óvænt á góðlátlegri glettni.
í anddyri er sýningin Samaland, sýning
um menningu og þjóðlíf Sama, opin dag-
lega kl. 9-19 nema sunnudaga kl. 12-19.
Myndlistarsýning í
menntamálaráAuneytinu
Kristbergur Pétursson, Magnús S. Guð-
mundsson og Ttyggvi Þórhallsson sýna ol-
íumálverk, grafíkmyndir og teikningar.
Sýningin verður opnuð þriðjudaginn 26.
febrúar kl. l4,30 f fundarherberginu á
þriðju hæð í Sölvhóli.
Sýningin verður opin alla virka daga frá kl.
9-17 og henni lýkur 19. apríl.
Dularfullir atburðir á
fjallahótelinu
Nk. sunnudag, 3. mars kl. 16, verður kvik-
myndin „Fjallahótelið" sýnd í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10. í myndinni segir frá því er lög-
regluforinginn Glebskí þarf í skyndi að fara
í embættiserindum til fjallahótels nokkurs.
Þegar hann hyggst snúa þaðan aftur að lok-
inni rannsókn, sem enga vísbendingu gefur
um að afbrot hafi verið framið þar, fellur
snjóflóð á veginn til hótelsins. Tefst því
brottför lögreglumannsins um nokkra
daga. En þá fara að gerast ýmsir dularfullir
atburðir, sem Glebskí telur rétt að rannsaka
nánar.
Kvikmyndin „Fjallahótelið" var gerð í Eist-
landi undir leikstjóm Grígoríjs Kromanov.
Meðal leikenda: Júrí Jarvet, Uldis Putsitis,
Kard Sebris og Irina Krauzaite.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Umboðsmenn Tímans:
Kaupstaður: Nafn umboösmanns Heimili Sími
HafharQörður Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228
Kópavogur Linda Jónsdóttir Hamraborg 26 641195
Garðabær Ragnar Borgþórsson Holtagerði 28 45228
Keflavík Guðríður Waage Austurbraut 1 92-12883
Njarðvik Kristinn Ingimundarson Faxabraut 4 92-13826
Akranes Aðalheiður Malmqvist Dalbraut 55 93-11261
Borgames Inga Björk Halldórsdóttir Kveldúlfsgötu 26 93-71740
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir Silfurgötu 25 93-81410
Ólafsvík Linda Stefánsdóttir Mýrarholti 6A 93-61269
Gmndarfjörður Anna Aðalsteinsdóttir Grundargötu 15 93-86604
Hellissandur Ester Friðþjófsdóttir Háarifi 49 93-66629
Búöardalur Sigurlaug Jónsdóttir Gunnarsbraut 5 93-41222
ísaflörður Jens Markússon Hnífsdalsvegi 10 94-3541
Bolungarvik Kristrún Benediktsdóttir Hafnargötu 115 94-7366
Hólmavík Eiísabet Pálsdóttir Borgarbraut 5 95-13132
Hvammstangi Hólmfrlður Guðmundsd. Fífusundi 12 95-12485
Blönduós Snom Bjarnason Urðarbraut 20 95-24581
Skagaströnd Ólafur Bernódusson Bogabraut 27 95-22772
Sauðárkrókur Guðrún Kristófersdóttir Barmahlíð 13 95-35311
Siglufjöröur Sveinn Þorsteinsson Hllðarvegi 46 96-71688
Akureyri Halldór Ingi Ásgeirsson Hamarsstig 18 96-24275
skrifstofa Skipagötu 13 (austan) 96-27890
Svalbarðseyri Þröstur Kolbeinsson Svalbarðseyri 96-25016
Húsavík Friðrik Sigurðsson Höföatúni 4 96-41120
Ólafsfjörður Helga Jónsdóttir Hrannarbyggð 8 96-62308
Raufarhöfn Sandra Ösp Gylfadóttir Aðalbraut 60 96-51258
Vopnafjörður Svanborg Vfglundsdóttir Kolbeinsgötu 44 97-31289
Egilsstaðir Páll Pétursson Árskógum 13 97-11350
Seyðlsflörður Margrét Vera Knútsdóttir Múlavegi 7 97-21136
Neskaupstaöur Birkir Stefánsson Miðgarði 11 97-71841
Reyðarfjöröur Ólöf Pálsdóttir Mánagötu 31 97-41167
Esk'rfjörður Berglind Þorgeirsdóttir Svínaskálahllö 17 97-61401
Fáskrúösfjörður Guðbjörg H. Eyþórsd. Hlíðargötu 4 97-51299
Djupivogur Jón Biörnsson Borgarlandi 21 97-88962
Höfn Skúli Isleifsson Hafnarbraut 16A 97-81796
Selfoss Margrét Þorvaldsdóttir Enqiaveqi 5 98-22317
Hveragerðl Vilborg Þórhallsdóttir Laufskógum 19 98-34323
Þoriákshöfn Halldóra S. Sveinsdóttir Egilsbraut 22 98-33627
Eyrarbakki Þórir Eriingsson Túngötu 28 98-31198
Stokkseyri Andrés Ingvason Eyjaseli 7 98-31479
Laugarvatn Halldór Benjamlnsson Flókalundi 98-61179
Hvolsvöllur Jónina og Árný Jóna Króktúni 17 98-78335
Vík Ingi Már Björnsson Ránarbraut 9 98-71122
Vestmannaeyjar Marta Jónsdóttir Helgafellsbraut 29 98-12192
Jakob Jónsson sýnir
í Gallerí Stöðlakoti
í Gallerí Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6,
opnar Jakob Jónsson sýningu á verkum
sínum nk. laugardag, þ. 2. mars, kl.
12.00.
Á sýningunni verða um 14 verk unnin
með olfupastel og álímingum á pappír.
Þessi sýning er 6. einkasýning Jakobs.
Sýningin er opin daglega kl. 12-18 og
lýkur sunnud. 17. mars.
Frá Félagi eldri borgara
Kópavogi
Annað spilakvöldið í 3ja kvölda keppn-
inni sem nú stendur yfir, verður haldið
föstudaginn 1. mars nk. og hefst kl.
20.30 að Auðbrekku 25. Dans á eftir. Jón
Ingi og félagar sjá um fjörið.
Allir velkomnir!
Sænsk bókakynning
í Norræna húsinu
Laugardaginn 2. mars kl. 16.00 verður
kynning á sænskum bókum í Norræna
húsinu. Gunnel Persson, sendikennari í
sænsku við Háskóla íslands, kynnir
bókaútgáfuna í Svíþjóð 1990 og gestur á
bókakynningunni verður sænska ljóð-
skáldið Bodil Malmsten.
Bodil Malmsten (f. 1944) er þekkt ljóð-
skáld í Svíþjóð. Ljóðasöfn hennar seljast
í stórum upplögum og hún á sér stóran
og tryggan hóp lesenda. Þó var það ekki
fyrr en á níunda áratugnum sem hún
sneri sér að Ijóðagerð af fullri alvöru.
Hún stundaði myndlistamám á sjöunda
áratugnum, bæði við listaskóla og lista-
háskóla, en fór síðan að vinna við leik-
hús. Hún hefur skrifað leikrit og leik-
stýrt, m.a. fyrir sjónvarp. Hún hefur sett
upp verk eftir Strindberg fýrir TV- teat-
em (leiklistardeild sænska sjónvarpsins)
Aöalfundur Búlgaríufélagsins
Búlgarfufélagið á íslandi, sem er ferða-
og kynningarfélag, heldur aðal- og
skemmtifund sinn sunnudaginn 3. mars
nk. í Komhlöðunni í Torfunni, Banka-
stræti 2, kl. 15.00.
Á dagskrá verður:
1) Stutt aðalfundarstörf.
2) Breytingamar í Búlgarfu: Juliana
Grigorova, hagfræðingur frá Sofia, segir
frá og svarar spumingum.
Kaffihlé
3) „Eitthvað fýrir sælkerana". Kennt
verður að matreiða búlgarskan matar-
rétt.
4) Könnun á áhuga fólks á ferð til Búlg-
aríu f ágúst nk. sumar.
Allir velkomnir.
Stjómin
Vandaö bókasafn á uppboöi
hjá Klausturhólum
Laugardaginn 2. mars nk. efna Klaustur-
hólar til 164. uppboðsins, sem fer fram í sal
fýrirtækisins að Laugavegi 25 og hefst kl.
14.00.
Það eru ýmsir forvitnilegir gripir á þessu
uppboði, bæði í fræðum og skáldskap, og
flestar bækurnar eru bundnar inn f vandað,
handunnið skinnband. Nefna má m.a. Zo-
ologiske Meddelelser fra Island eftir dr.
Bjama Sæmundsson, Skriðuföll og snjóflóð
1.-2. bindi eftir Ólaf Jónsson og Odáða-
hraun 1-3 eftir sama höfund, Breiðdælu,
sögu Breiðdals eftir Jón Helgason ritstjóra,
Barðstrendingabók eftir Kristján á Garðs-
stöðum, Sögu Hafnarfjarðar eftir Sigurð
Skúlason magister, Acta yfirréttarins á ís-
landi 1797-1804, Chess in Iceland eftir
Willard Fiske, þann sem gaf töflin til
Grímseyinga um aldamótin og safnaði sam-
an merkasta bókasafni utan Islands og gaf
það til Cornell- háskóla f Ithaca, Iðnsögu Is-
lands 1- 2 eftir Guðmund Finnbogason,
Hver er maðurinn? — íslendingaævir eftir
Brynleif Tobíasson, gömlu Biskupasögur
Bókmenntafélagsins, meðal útg. var Jón
Sigurðsson forseti, tímaritið Heima er best
frá upphafi til 1970, Tíðindi um stjómar-
málefni (slands 1.-3. bindi, undanfara
Stjómartíðinda og blaðið Göngu-Hrólf,
sem út gaf Jón Ólafsson, ritstjóri og síðar
alþingismaður, til hrellingar þeirra tíma yf-
irvöldum, enda var síðasta eintak blaðsins
gert upptækt af landsstjóminni og ritstjór-
inn hraktist til Vesturheims.
Bækurnar verða til sýnis að Laugavegi 25
nk. föstudag kl. 14-18.
Hallgrímskirkja
Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl.
18.
Kársnessókn
Starf með öldruðum í Borgum í dag kl.
14 í umsjón frú Hildar Þorbjamardóttur.
Æskulýðsstarf 10-12 ára bama í Borg-
um ídagkl. 17.15.
Laugarneskirkja
Kyrrðarstund í hádeginu í dag. Orgel-
leikur, fýrirbænir, altarisganga. Léttur
hádegisverður eftir stundina.
Bamastarf 10-12 ára í dag kl. 17.
Æskulýðsfundur í kvöld kl. 20.
Neskirkja
Opið hús fýrir aldraða í dag kl. 13-17.
Biblíuleshópur í dag kl. 18, í umsjón sr.
Ólafs Jóhannssonar.
Ljósmyndaklúbburinn kl. 20. Áhugafólk
velkomið.
Ferðafélag íslands:
Snæfellsjökull á fullu tungli
1.-3. mars. Allir eiga þá ósk heitasta að
ganga á Snæfellsjökul og nú er tækifærið
að komast þangað utan hefðbundinna
páska- og hvítasunnuferða. Svefnpokagist-
ing að Görðum, ein sú besta á Snæfellsnesi.
Náttúmfar Snæfellsness er engu líkt. Til-
valið að hafa með göngu- eða fjallaskíði, en
ekki skilyrði. Sund á Lýsuhóli. Brottför
föstud. kl. 20. Námskeiði f ferðamennsku að
vetri er frestað til 16. mars.
Vetrarfagnaður Ferðafélagslns 9.-10.
mars að Flúðum.
Viðburður í félagsstarfi vetrarins sem eng-
inn ætti að láta fram hjá sér fara. Brottför
laugard. kl. 9, en einnig hægt að koma á
eigin vegum. Gönguferðir á laugardegin-
um. Vetrarfagnaður f Félagsheimilinu
Flúðum á laugardagskvöldið. Fordrykkur;
glæsileg máltfð; góð skemmtiatriði f umsjá
skemmtinefndar F.í. Dansað langt fram á
nótt. Frábær gistiaðstaða í herbergjum.
Heitir pottar á staðnum. Allir velkomnir,
jafnt félagsmenn sem aðrir. Hagstætt verð.
Pantið tímanlega á skrifstofunni, Öldugötu
3, símar: 19533 og 11798. Telefax: 11765.
Munið aðalfundinn fimmtudaginn 7. mars.
Fimmtudagur 28. febr. kl. 20. Kvöldganga
á fullu tungli — blysför. Létt kvöldganga og
blysför að Gjáarrétt í Búrfellsgjá og yfir
Smyrlabúð í Sléttuhlíð. Verð: 500 kr., frítt f.
böm m. fullorðnum. Blys kr. 100.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan-
megin (Hægt að taka rútuna á leiðinni, t.d.
á Kópavogshálsi og í Garðabæ). Fjölmenn-
ið.
Feröafélag íslands
Útivist um helgina
Helgarferðir 1.-3. mars
Básar að vetri. Fyrsta ferðin í Bása í ár.
Gönguferðir við allra hæfi, jafnvel
gönguskíðafæri. Fararstjóri Ásta Þor-
leifsdóttir.
Tindfjöll á fullu tungli. Gist í skála.
Gengið á Tindfjallajökul. Tilvalið að vera
á gönguskíðum, þó ekki skilyrði. Farar-
stjóri Reynir Sigurðsson. Brottför í báðar
ferðimar föstudag kl. 20.00. Miðar og
pantanir á skrifstofu Útivistar.
Tunglskinsganga
Föstudag 1. mars. Katlahraun- Sela-
tangar. Fjörubál við ströndina.
Dagsferðir sunnudag 3. mars
Kl. 10.30: Reykjavíkurgangan, 7. ferð.
Gengin gömul leið sem Skálholtsmenn
fóru á fýrri tíð frá Stóra-Hálsi að fjalla-
baki Ingólfsfjalls um Djúpa-Grafning að
Gljúfurholti.
Kl. 13.00: Skálafell sunnan Hellisheiðar.
Létt fjallganga.
Árshátíð Útivistar
verður haldin í Básnum að Efstalandi 9.
mars nk. Miðar og pantanir á skrifstofu.
Kvenfélag Háteigssóknar
heldur fund þriðjudaginn 5. mars kl.
20.30 á kirkjuloftinu. Spiluð verður fé-
lagsvist og það verða kaffiveitingar.
Frá Félagi eldri borgara
Opið hús í Risinu, Hverfisgötu 105, í
dag fimmtudag. Kl. 14 hefst félagsvist.
KI. 20.30 verður dansleikur.
Árshátíð Félags eldri borgara verður
haldin á Hótel Sögu 8. mars nk. Upplýs-
ingar á skrifstofunni.
Sigurður Árni Sigurðsson
sýnir í listasalnum Nýhöfn
Sigurður Árni Sigurðsson opnar sýn-
ingu í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti
18, laugardaginn 2. mars, kl. 14-16.
Á sýningunni eru málverk og teikning-
ar unnar á þessu og síðasta ári.
Sigurður Árni segir um verk sín að þau
séu: „Jarðbundnar myndir sem ekki er
hægt að henda reiður á.“
Sigurður Ámi er fæddur á Akureyri
1963. Hann stundaði nám við Myndlista-
skólann á Akureyri frá 1983-’84 og við
Myndlista- og handíðaskóla íslands, mál-
aradeild, frá 1984-’87. Þaðan fór hann til
framhaldsnáms í Frakklandi og stundaði
Guðrún Matthíasdóttir sýnir í FÍM-salnum
Fimmtudaginn 28. febrúar kl. 17 opnar Guðrún Matthíasdóttir málverkasýningu I FÍM-saln-
um, Garðastræti 6.
Sýningin verður opin alla daga kl. 14-18 og stendur til 18. mars.
nám við Ecole Nationale d’art de Cergy-
Pontoise frá 1987- ‘90. Síðastliðið sumar
var honum boðið að dvelja og starfa á
vinnustofu I Séte í Suður- Frakklandi,
Ateliers d’été Villa Saint-Clair, en á
hverju ári er þremur ungum myndlistar-
mönnum boðin þessi aðstaða. Valið er út
frá sérstöku þema og að þessu sinni var
þemað „málverk í dag“.
Þetta er fýrsta einkasýning Sigurðar
Áma I Reykjavík, en hann hefur einnig
tekið þátt í samsýningum hér heima og í
Frakklandi.
Sýningin, sem er sölusýning, er opin
virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18
um helgar. Lokað mánudaga. Henni lýk-
ur 20. mars.
Leggjum ekki af stað i feröalag í
lélegum bíl eöa illa útbúnum.
Nýsmurður bíll meðhreinniolíu og
yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík-
legur til þess að komast heill á
leiðarenda.
UMFERÐAR
Ð
6224.
Lárétt
1) Sínkur 5) Trekk 7) Titill 9)
Steinn 11) Box 13) Vond 14) Sjúk-
dómur 16) 50117) Meinti 19) Tíma-
bilsins
Lóðrétt
1) Nýr 2) Eins 3) Húsdýra 4) Sund-
færi 6) Að utanverðu 8) Blóm 10)
Ávöxtur 12) Lítill 15) Nafars 18) Tví-
hljóði
Ráðning á gátu nr. 6223
Lárétt
1) Myrkar 5) Ráf 7) Óp 9) Flög 11)
Lús 13) Afl 14) Kata 16) UU 17)
Ógagn 19) Þrasta
Lóðrétt
1) Mjólka 2) RR 3) Káf 4) Afla 6)
Ugluna 8) Púa 10) Öfugt 12) Stór
15) Aga 18) As
Bilanir
Ef bilar rafmagn, hitaveita eða vatnsveita má
hríngja í þessi símanúmer:
Rafmagn: I Reykjavík, Kópavogi og Seltjarn-
arnesi er simi 686230. Akureyri 24414, Kefla-
vik 12039, Hafnaríjörður 51336, Vestmanna-
eyjar 11321.
Hitaveita: Reykjavlk simi 82400, Seltjarnar-
nes simi 621180, Kópavogur 41580, en eftir
kl. 18.00 og um helgar i slma 41575, Akureyri
23206, Keflavík 11515, en eftir lokun 11552.
Vestmannaeyjar simi 11088 og 11533, Hafn-
arfjörður 53445.
Simi: Reykjavík, Kópavogi, Seltjamarnesi,
Akureyri, Kefiavik og Vestmannaeyjum til-
kynnist I sima 05.
Bilanavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita-
veita o.fl.) er i sima 27311 alla virka daga frá
kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dögum er
svaraö allan sólarhringinn. Tekið er þar við til-
kynningum á veitukerfum borgarinnar og I
öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig
þurfa að fá aðstoð borgarstofnana.
27. febrúar 1991 kl. 9,15
Kaup Sala
Bandarikjadollar 55,490 55,650
Steriingspund ....106,466 106,773
Kanadadollar 48,200 48,339
Dönsk króna 9,4814 9,5088
Norsk króna 9,3143 9,3412
Sænsk króna 9,8030 9,8313
Flnnskt mark ....15,0932 15,1367
Franskurfranki ....10,7031 10,7339
Belgiskur franki 1,7669 1,7720
Svissneskur franki... ....42,2781 42,4000
Hollenskt gyllini ....32,2701 32,3631
Þýskt maik ....36,3702 36,4751
Itölsk líra ....0,04868 0,04882
Austumskur sch 5,1703 5,1852
Portúg. escudo 0,4162 0,4174
Spánskur peseti 0,5848 0,5865
Japanskt yen ....0,41738 0,41858
97,052 97,332
Sérst. dráttarr. 78,é959 78,9228
ECU-Evrópum 74,9032 75,1192