Tíminn - 28.02.1991, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 28. febrúar 1991
4 . f I I *■ .
Tíminn 19
ÍÞRÓTTIR
Körfuknattleikur:
Bandarískt stjörnulið
leikur í Barcelona ‘92
Allt útlit er nú fyrir að stórstjömur
NBA-deiIdarinnar leiki fyrir hönd
Bandaríkjanna á ólympíuleikunum í
Barcelona ‘92, en eins og kunnugt
er var reglum varðandi ólympíuleik-
ana breytt í apríl 1989 og leyfa at-
vinnumönnum að taka þátt í leikun-
um. Mikill áhugi er hjá þeim bestu í
bandaríska körfuboltanum að leika
fyrir land sitt og skapa bandaríska
liðinu þann sess á ólympíuleikunum
sem það áður skipaði.
Bandaríska íþróttablaðið Sport III-
ustrated valdi í sínu nýjasta tölublaði
fimm manna lið, fimm menn sem
allir hafa lýst áhuga sínum á að leika
í Barcelona ‘92. Það eru engir nýliðar
í íþróttinni og er ljóst að með slíku
liði á að skipa væru möguleikamir á
gulli vel yfir meðallagi. Liðið sem SI
valdi kynnir er skipað þeim Michael
Jordan, Patrick Ewing, Magic John-
son, Karl Malone og Charles Barkley.
Þessir leikmenn hafa allir Iýst áhuga
sínum, hvað sem svo verður þegar á
reynir. Þeir hafa látið hafa eftir sér
stór orð um þátttöku sína og má sem
dæmi má nefna, Magic Johnson LA
Körfuknattleikur: Bikarkeppni
KR mætir
Keflavík
Frá Margréti Saunders fréttarítara
Tímans á Suðumesjum:
KR-ingar mæta Keflvíkingum í
úrslitum í bikarkeppninni í
körfuknattleik, sunnudaginn
17. sept.
KR-ingar unnu stóran sigur á
Grindavík í Laugardalshöll í
fyrrakvöld, 120-94, og Keflvík-
ingar sigruðu Þór, 94-70.
Stig ÍBK: Sigurður Ingimund-
arson 21, Thornton 17, Albert
Óskarsson 13, Falur Harðarson
13, Jón Kr. 10, Egill Viðarsson 7,
Hjörtur Harðarson 5, Skúli
Skúlason 3, Jón Einarsson 2.
Stig Þórs: Dan Kennard 22,
Sturla Örlygsson 16, Jón Örn
Guðmundsson 13, Björn Sveins-
son 6, Konráð Óskarsson 3, Ei-
ríkur Sigurðsson 3, Helgi Jó-
hannesson 2, Davíð Hreiðarsson
3, Jóhann Sigurðsson 2.
KR-ingar eru núverandi ís-
landsmeistarar, en þeir sigruðu
einmitt Keflavík í þremur leikj-
um um íslandsmeistaratitilinn í
fyrra. Keflvíkingar léku einnig
til úrslita í bikarkeppninni á síð-
astliðnu keppnistímabili, en þá
Fimm manna liðið er Sport lllustrated valdi, hér umvafið ólympíuhríngjunum fimm, þykir ekki amalegt og til alls líklegt Frá vinstrí Michael Jordan,
Patríck Ewing, Magic Johnson, Karí Malone og Charies Barkley.
Lakers, sem segir: ,AIaður á allt ann-
að, af hverju ekki ólympíugull? Ég
verð með.“ Og Charles Barkley, Pila-
delphia 76er’s segir: „Ég vil örugg-
lega, örugglega, örugglega vera
með.“ Þá hefur Michael Jordan lýst
yfir áhuga sínum, eftir að hann sótti
heim Evrópu og kynntist áhuganum
á körfuboltanum þar. Jordan segir:
„Það er ekkert ákveðið, en auðvitað
velti ég því alvarlega fyrir mér.“
Patrick Ewing er sá eini fimmmenn-
inganna sem unnið hefur gull á
ólympíuleikunum en það var 1984 og
hann segist örugglega verða með.
Þrátt fyrir að gefið hafi ver.ið út að
það verði átta NBA-Ieikmenn af tólf
manna hópi, þá er ljóst að ekki hefur
verið settur kvóti á fjölda þeirra af
ólympíunefndinni. En heimildir inn-
an bandaríska köríúknattleikssam-
bandsins segja að þeir verði jafrivel
tíu af tólf.
En það er ekki ein hlið á þessu máli.
Það sem á er bent í því efni er að
svona stjörnur myndu ekki leika
nema til að græða á því. Kaldhæðnir
segja að Jordan geri ekkert nema til
að græða á því og ef honum finnst að
hann græði á því að leika í Barceiona,
þá geri hann það. Það sama má segja
um Magic Johnson. Þar séu peninga-
málin ofarlega í huga. Hann fór í ferð
um Evrópu til að kynna fyrirtæki og
afurðir þess og hann meira að segja
tók fyrsta skot og vígði þar með San
Jordi íþróttahöllina í Barcelona, en
þar verður einmitt körfuboltinn leik-
inn á ólympíuleikunum. Þá hefur
hann gert samning við spánskt kjöt-
pökkunarfyrirtæki, sem ku tengjast
hugsanlegri þátttöku Johnsons í
ólympíuleikunum.
En hver á að þjálfa mannskapinn?
Það er góð spurning. En samkvæmt
reglum sem valnefndin setur verður
hann að hafa þjálfað í minnnst átta ár
og þar af þrjú í NBA-deildinni. Þar ku
fyrrum þjálfari LA Lakers, Pat Riley,
vera efstur á lista meðal fjölmargra
jafningja, svo að það er ljóst að þar
verður valið erfitt.
Þó að aðeins hafi verið fjallað hér
um þá fimm sem SI valdi, þá var það
einungis gert til að gera lesendum
það Ijóst hversu feikilega sterku liði
Bandaríkin geta stillt upp á ólympíu-
leikunum í körfuknattleik. Ljóst þyk-
ir að flestir ef ekki allir gefa kost á sér
í liðið, því að körfuknattleikskeppnin
í Barcelona á eftir að vekja feikilega
athygli, þar sem loks gefst kostur á að
sjá bestu körfuknattleiksmenn heims
leika.
Þýtt og endursagt úr Sports Illustrated
Körfuknattleikur:
Knattspyrna:
Landsliöshópur
Firöinum I fynr EM valiim
Innimót í
Á laugardag gengst FH í samvinnu
við Olís og Stöð 2 fyrir knatt-
spymuhátíð í íþróttahúsinu í
Kaplakríka og hefst hún klukkan
16.30.
Keppnin verður með nýstárlegu
fyrirkomulagi. Leikið verður á
stærri velli, 40x32 m, með böttum.
Þá verða leikmenn fleiri eða sex,
einn markmaður og fimm útileik-
menn. Átta lið taka þátt í mótinu og
verður Ieikið með útsláttarfyrir-
komulagi.
Liöin sem leika eru átta efstu lið
Hörpudeildarinnar 1990 og verður
leikjaniðurröðun eftirfarandi:
Fram-KA
KR-Víkingur
ÍBV-FH
Valur-Stjarnan
Leikið verður í 2x9 mínútur að
undanskildum úrslitaleiknum sem
verður 2x12 mínútur. Verði jafnt
verður vítakeppni. Mótið verður
sýnt beintáStöð2.
Torfi Magnússon landsliðsþjálf-
ari í körfuknattleik hefur valið
17 manna hóp til æfinga og
keppni fyrir Evrópukeppni karia-
landsliða sem haldin veröur hér
á landi 1.-5. mai næstkomandi.
Eftirtaldir skipa hópinn:
Jón Kr. Gíslason .........ÍBK
Magnús Matthíasson ......Valur
Pétur Guðmundsson ......UMFT
Guöm. Bragason.........UMFG
Falur Harðarson ÍBK
Axel Nikulásson ••*•••*••»•••••••• KR
Páll Kolbeinsson ..........KR
Sig. Ingimundarson........ÍBK
Guðni Guðnason..............KR
Teitur Öriygsson.......UMFN
Valur Ingimundarson ...UMFT
Jón Amar Ingvarsson ...Haukar
Pálmar Sigurðsson .....Haukar
Albert Óskarsson.............ÍBK
Guðjón Skúlason Aubum Montg.
RúnarÁmason ............UMFG
Friðrik Ragnarsson.......UMFN
Inn í hóplnn koma KR-ingamir
Guðni Guðnason, Páll Kolbeins-
son og Axel Nikulásson. ívar Ás-
grímsson gaf ekki kost á sér.
Þá hefur Körfuknattleikssam-
bandið ráðið t Thomas,
sem í vetur hefv ;fað úrvals-
deildarlið Hauk \ aðstoðar-
þjálfara bæði 1 og karla-
landsiiðsins.