Tíminn - 01.03.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.03.1991, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. mars 1991 Tíminn 5 Utanríkisráðherra um lok Persaflóastríðsins: Víðtæk samstaða helsta forsenda farsælla lykta „íslensk stjórnvöld fagna því að tekist hefur að binda enda á átök- in við Persaflóa og endurheimta Kúvæt úr höndum írakhers.“ Þetta segir meðal annars í yfirlýsingu frá Jóni Baldvini Hannibals- syni utanríkisráðherra um endalok stríðsins við Persaflóa. f yfirlýsingunni segir að nauð- syniegt sé, fyrir atbeina Samein- uðu þjóðanna, að koma þeirri skip- an mála á Persaflóasvæðinu að of- beldisaðgerðir eins og íraksstjórn hafi gert sig seka um gagnvart Kú- væt endurtaki sig ekki í einu eða öðru formi. f þessu skyni sé nauð- synlegt að viðræður hefjist hið fyrsta um lausn deilumála, afvopn- un og friðargæslu með það fyrir augum að tryggja varanlegan frið á svæðinu. „Lyktir átakanna við Persaflóa eru ekki aðeins mikill sigur fyrir sam- herjaríkin sem öxluðu þá byrði að hrekja her írak frá Kúvæt heldur einnig Sameinuðu þjóðirnar í heild sinni. Ein meginforsenda þess að farsællega hefur tekist að leiða málið til lykta er hin víðtæka samstaða í alþjóðlegu samstarfi um málið, ekki síst innan Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna. Sam- einuðu þjóðirnar hafa nú sýnt í verki að þær geta átt veigamikinn þátt í að bæla niður árásaraðgerðir og friðarrof eins og þeim er ætlað í stofnskrá." -sbs. Jón Baldvin Hannibalsson. Happdrætti Háskóla íslands: Ný gerð af happdrætti Happdrætti Háskóla íslands mun bráðlega fara af stað með nýja gerð happdrættis. Happdrætti af þeirri gerð hefur ekki áður verið starf- rækt hér á landi en líkist þó nokk- uð lottói íslenskrar getspár. Ragn- ar Ingimarsson, forstjóri HHÍ, sagði í samtali við Tímann að hug- myndin væri sú að tiltekið magn happdrættismiða yrði selt í ákveð- inn tíma, til dæmis viku eða mán- uð. Að þeim tíma loknum yrði dregið úr seldum miðum. Einn vinningur væri áberandi stærstur en aðrir vinningar síðan lægri. „Það hafa tvær leiðir komið til greina við framkvæmd þessa," sagði Ragnar. .Annars vegar að vera með takmarkað upplag happdrættismiða í hvert sinn og selja það upp. Hin leiðin er sú að hafa upplagið stórt og formið sveigjanlegt því það er ekkert vandamál að upplýsa tölv- urnar um hvaða miðar séu seldir og hverjir ekki. Ég býst við að seinni kosturinn verði fyrir valinu vegna þess hve við rennum blint í sjóinn með þetta.“ Framkvæmd þessa verður á grund- velli heimildar sem HHÍ fékk árið 1986, um að því væri heimilt að reka fleiri gerðir happdrætta en svo- kallað flokkahappdrætti. HHÍ hefur starfrækt slík happdrætti í 58 ár og segir Ragnar þau gefast vel. Það sé ódýrt í rekstri og vinningshlutfallið hátt, 70%. í þessu nýja happdrætti verður hlutfall vinninga 50% en í lottóinu er hlutfallið 40%. Þetta lága vinningshlutfall, miðað við flokkahappdrættin, segir Ragnar koma til vegna þess hve happdrætti af þessari gerð séu dýr í útgerð. „Við höfum ekki enn ákveðið hvenær þetta nýja happdrætti fer af stað. Við erum að semja reglur og þetta tekur allt sinn tíma. En við vonum að þetta geti farið af stað innan ekki mjög langs tíma,“ sagði Ragnar Ingimarsson. -sbs. Páll Pétursson. 39. þingi Norðurlandaráðs lýkur í Kaupmannahöfn í dag: FQrmannslausir Islendingar Verðjöfnunarsjóður sætir nú gagnrýni sumra fiskverkenda: Vinnslan rekin rétt við núllið „Við eigum nú í fyrsta sinn engan formann í nefndum Norðurlanda- ráðs og þessu höfum við mót- mælt,“ sagði Páll Pétursson, sendi- nefndarfulltrúi íslands á 39. þingi Norðurlandaráðs sem nú er haldið i Kaupmannahöfn. Mál þetta brenn- ur á fulltrúum íslands sem eru staddir á þinginu. Annars hafa mál- efni Eystrasaltsríkjanna og afstað- an til Evrópusamstarfsins verið þau mál sem hvað mest hafa verið í um- ræðunni á þinginu en því lýkur í dag. Sendinefnd Islands hefur sent for- sætisráði Norðurlandaráðs harðort bréf þar sem því er mótmælt að ís- lendingar skuli á komandi ári ekki eiga neinn formann í nefndum Norðurlandaráðs. Þetta segir Páll Pétursson helgast af því að stjórn- málasamtök hafi á síðustu árum verið smám saman að auka áhrif sín innan ráðsins á kostnað landsdeil- anna. Kandídat íslands til nefndar- formennsku var Sighvatur Björg- vinsson en sósíaldemókratar höfn- uðu honum. Og af sextán mikilvæg- ustu stöðum ráðsins, sem eru tíu forsætisnefndarmenn og sex nefnd- arformenn, eiga íslendingar aðeins tvo fulltrúa, Pál Pétursson og Ólaf G. Einarsson. Þeir eiga sæti í forsæt- isnefnd ráðsins. Forsetar Lettlands og Eistlands og varaforseti Litháens sækja þingið sem áheyrnarfulltrúar og í fyrradag ávörpuðu þeir það. Páll Pétursson segir veru þeirra hafa sett nokkurn svip á þingið og góður rómur hafi verið gerður að máli þeirra. í dag verður sérstök umræða um málefni þessara ríkja og samstarf Norður- landaþjóða við þau. Þá sagði Páll að málefni Evrópu- samstarfsins hefðu verið mikið til umræðu. Danir legðu mjög mikla áherslu á að fá aðrar þjóðir með sér inn í þetta samstarf í von um að nor- ræn sjónarmið eflist í þessu sam- starfi. Carl Bildt, leiðtogi sænskra hægri manna, lét hafa eftir sér að æskilegt væri að öll Norðurlöndin gengju í EB. Yfirþjóðlegt samstarf væri framtíðin og samstarf Norður- landanna ætti heima innan EB. Því hafa íslendingar hins vegar mót- mælt og bent á sérstöðu íslands í efnahags- og menningarlegu sjónar- miði og erlendir auðhringir gætu þess vegna kokgleypt íslenskt at- vinnulíf. -sbs. , Afstaða okkar hefur alltaf legið ljós fyrir. Við höfum frá upphafi gagn- íýnt stofnun þessa Verðjöfnunar- sjóðs og ályktuðum gegn honum á síðasta aðalfundi," sagði Amar Sig- urmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslutöðva, er borin var undir hann hörð gagnrýni á reglur sjóðs- ins sem fram kom í útvarpsfrétum gær. Beindist hún ekki hvað síst að því að fyrirtækjum skuli ekki heim- ilt að færa inneign sína í Verðjöfn- unarsjóði til eignar í ársreikning- um. „Mér finnst þetta alger mis- skilningur," sagði Kristján Ragn- arsson, form. Landsambands ísl. útvegsmanna. Núverandi fyrir- komulag sé miklu heppilegra, því þannig virki sjóðurinn jákvætt til jöfnunar. Auk þess þýði það ákveðið skattalegt hagræði. „Það er vitan- lega miklu betra að telja þetta til eignar þegar við fáum peningana heldur en þegar við leggjum þá til.“ Arnar sagði innborganir í sjóðinn orðnar mjög þungar. „Okkur sýnist viðbúið að þessar miklu innborganir valdi því að vinnslan í heild geti ver- ið rekin á núlli eða jafnvel undir núllinu um þessar mundir." Útreikn- ingur á stöðunni miðað við 1. mars stæðu nú yfir og sú niðurstaða ætti að liggja fyrir næstu daga. „Menn taka nú þátt í miklum hrá- efnisslag og eyða því miklu til hrá- efniskaupa, sem getur jafnvel þýtt það að þegar innborgun í Verðjöfn- unarsjóð hefur verið dregin frá sé vinnslan jafnvel rekin undir núlli,“ sagði Arnar. „Nei, útgerðarmenn eru ekkert endilega sáttir við sjóðinn. Margir telja óheppilegt að hafa svona sjóð — hver og einn eigi bara að gæta sinnar buddu. En ef við höfum verðjöfnunarsjóð, þá er hann betri eins og hann er heldur en ef honum yrði breytt þannig að innstæður yrðu eignafærðar. Með því mundi glatast stór hluti þess ávinnings sem hann sannarlega veitir." Kristján bendir sömuleiðis á að við slíka breytingu gætu líka komið upp eignarréttarerfiðleikar og nefndi í því sambandi frystitogarana sem glöggt dæmi. Innborganir þeirra í Verðjöfnunarsjóð séu þar teknar beint af afurðaverðinu áður en það kemur til skipta og þannig að hluta til af hlut sjómannanna. Þegar að því kemur að greitt verður úr sjóðnum eigi sjómennirnir, sem þá verða á skipunum, með sama hætti hlut í þeim greiðslum. „Ég efast þess vegna um að það væri beinlínis hægt að eignafæra sjóðinn á útgerðina. Það mætti a.m.k. búast við að miklar eignarréttardeilur milli sjómanna og útgerðar gætu komið upp í kringum það,“ sagði Kristján. Arnar sagði þá breytingu frá gamla kerfinu, að framlög í verðjöfnunar- sjóð yrðu eyrnamerkt hverjum og einum, út af fyrir sig til mikilla bóta. „Þessi verðjöfnunarsjóður er miklu réttlátari en gamli sjóðurinn. En okkur svíður það óskaplega mikið núna, að þurfa að láta svona mikla peninga inn í þennan sjóð, og eiga ekki von á þeim aftur nærri strax, á sama tíma og þessi fyrirtæki skulda allt of mikið, og hefðu viljað nota þessa peninga til þess að greiða nið- ur skuldir." Arnar sagði að fiskvinnslumenn hefðu miklu fremur kosið að fá heimild til svokallaðra sveiflujöfnun- arsjóða í gegnum skattakerfið, sem var hinn kosturinn í stöðunni þegar stjórnvöld voru að undirbúa verð- jöfnunina. Þ.e. að fyrirtækjunum væri heimilt að leggja til hliðar á góðu árunum, og binda það framlag inni á lánastofnunum, án þess að það yrði skattlagt, og fá þau framlög svo inn á nýjan leik á mögru árunum. Sömuleiðis nefndi Arnar dæmi sem mörgum þyki mjög óréttlátt. Fisk- vinnslufyrirtæki sem ætti t.d. 50 milljónir í verðjöfnunarsjóði væri kannski að fara á hliðina. Það mundi samt ekki fá þessar 50 milljónir, þótt þær mundu duga til þess að bjarga fyrirtækinu. Heldur yrði það að fara á hausinn og 50 milljónirnar síðan renna í óskiptan sjóð. „Þetta þykir okkur mjög óréttlátt, bæði gagnvart kröfuhöfum og öðrum," sagði Arnar Sigurmundsson. - HEI Eimskip tekur við nýjum Dettifossi Eimsldp mun í dag, 1. mars, manna áhöfn er á skipínu og er taka á móti nýju gámaskipi: Þór Elísson skipstjóri en Halldór Dettifossi. Kaupverð skipsins í Ágústsson yfirvélstjóri. maí á síðasta ári var 700 milljón- Kaupin á Dettifossi eru liður í ir króna en það hefur verið fVam endumýjun á sldpaflota Eim- til þessa verið í leiguverkefnum skips. Fyrir tveimur áram keypti erlendis fyrir fyrri eigendur. félagið ekjuskipin Brúar- og Lax- Nýja sldpið er tæpir 107 metrar foss og á síðasta ári Skógar-, á Iengd, getur flutt 458 gámaein- Reykja-, Urriða- og Stuðlafoss. ingar og hefur 7.700 tonna burð- Dettlfoss mun halda uppl viku- argetu. Það er smíðað hjá Sietas legri áætlun á Norðurlandaleið- skipasmíðastöðinni í Hamborg um Eimskips og hefur áætlun og er með 3.400 hestafla aðalvél. sína í Árósum í Danmörku 6. Ganghraðinn er 15 sjómilur á mars. Hingað til lands kemur klukkustund. Þá er skipið búið skipið 13. mars. tveimur 35 tonna krönum. 12 -sbs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.