Tíminn - 01.03.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Föstudagur 1. mars 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason SkrifstofúrLyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Augtýsingasími: 680001. Kvöidsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1100,-, verð (lausasölu kr. 100,- og kr. 120,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91
Stríð og friður Persaflóastríðinu er lokið með miklum ósigri íraka. Sá ósigur verður þó fyrst og fremst að teljast niðurlag fyrir Saddam Hússein, einræðisherra landsins, því að ólíklegt er að hann eigi von langrar valdasetu úr þessu, ef eðlileg lögmál stjórnmála ráða. Sigurinn í þessu stríði kann að verða eignaður „fjöl- þjóðasamstarfi" og e.t.v. kenndur við Sameinuðu þjóð- irnar, en þetta er eigi að síður hernaðarsigur Bandaríkja- manna og umfram allt sigur Georgs Bush forseta. Sú niðurstaða er í samræmi við allan gang mála síðan innrás íraka í Kúveit átti sér stað 2. ágúst sl. Bandaríkja- forseti hefur haft meginfrumkvæði um fjölþjóða sam- stöðu gegn írak og ráðið virkum aðgerðum í því sam- bandi, viðskipta- og verslunarbanni, hafnbanni og síðar loftferðabanni, margra mánaða hernaðarumsátri og þeirri ákvörðun að hefja beinar styrjaldaraðgerðir með loftárásum og að lokum innrás landhers, sem á fáum dögum braut niður allar varnir íraka, sem í raun reynd- ust engar og komu að því leyti mjög á óvart, því að styrk- ur landhers íraka hafði verið talinn mikill og hermenn bandamanna búnir undir harða bardaga. Þess háttar bar- dagar voru raunar aldrei háðir. Þótt réttar tölur um mannfall í stríðinu liggi ekki fyrir, mun það teljast óveru- legt bandamannamegin, en þeim mun ægilegra meðal íraka. Það fer því ekkert milli mála um hernaðarsigurinn í Persaflóastríðinu og að það voru Bandaríkjamenn sem stóðu fremstir í stríðsaðgerðum. Því verður heldur ekki neitað að Bandaríkjamönnum tókst án mikillar fyrir- hafnar að láta bandamenn sína, þ.á m. Frakka og Breta, samþykkja forustuhlutverk sitt og fylgja sér um hernað- aráætlanir. Bandaríkjamenn hafa fundið svo til máttar síns gagnvart öðrum, ekki einungis Bretum og Frökkum, heldur og Sovétrfkjunum, að þeir hafa ekki þolað neina íhlutun um stríðsrekstur eða málamiðlun um styrjaldar- lok og lagt þannig áherslu á stöðu sína sem eina risaveld- ið í heiminum sem önnur ríki hafa orðið að viðurkenna og láta sér lynda, enda varla við öðru að búast meðan kollhríðin stóð. En hafi Bandaríkjamenn getað ráðið að mestu einir að- gerðum gegn írökum frá upphafi Kúveitstríðsins, og eigi þar af leiðandi svo mikinn þátt í sigrinum sem raun ber vitni, er ástæða til að halda að eftirleikur stríðsins verði þeim ekki jafnauðveldur. Milli Bandaríkjamanna og Frakka er skýr ágreiningur um málefni Miðausturlanda. Ekkert vafamál er að Sovét- menn ætla ekki að sitja hjá þegar framtíð Arabaheimsins kemur til umræðu eftir stríðið. Bretar eru að vísu hallir undir Bandaríkin á yfirborðinu, en hafa margt við það að athuga undir niðri að Bandaríkjamenn gefi út fyrirmæli um uppgjör stríðsins og framtíðarskipan mála á þessu heimssvæði. Sá ágreiningur sem mest vigt er í, verður lausn á hrakningi Palestínumanna. Vestræn lýðræðis- ríki, þ.á m. evrópsku stórveldin, eru nær undantekning- arlaust þeirrar skoðunar að efna verði til alþjóðaráð- stefnu um málefni Palestínumanna. Bandaríkin standa þar ein gegn öðrum lýðræðisríkjum. Arabalöndin hljóta að halda fram nauðsyn alþjóðaráðstefnu um Palestínu- málið. Raunar hlýtur það að verða eitt af grundvallarat- riðum í friðarsamningum og áætlunum um friðun Mið- austurlanda að sjónarmið heimamanna fái að njóta sín.
GARRI
Árleg úthJutuíi úr Kvifcmynda*
sjóði hcfur farið fram, og hefur
Rítóssjónvarpið m.a. fylgt því eftir
með umræðuþætti um kvifc-
myndagerö á íslandi, j»ar sem
fcvaddir voru til m.a. einn failerað-
ur sjónvarpsmaftur og einn ieik-
stjórí fyrir utan Kristínu Jóhann-
esdóttur, sem fengift hefur aðiid
aft einhverjum samnorrænum
sjóði til að gera fcvifcmynd um sjó-
slys, sem varft hér vift iand á
flórða áratugnum og þóttl heims-
siiguiegur viðburftur, efta því sem
nœst. Þá var Ámi Þórarinsson
fcvaddur á vettvang til að iýsa hvr
enn einu sinni yfir, aft hann er
hrífinn af öiium kvikmyndahand-
ritum sem hann ies, eins og hann
væri fcátínumaftur, sem hefur allt
gott að segja um dryktó finnist í
þeim eitthvert áfengismagn. Vlt-
uriegustu orðin, sem sögð voru á
þessu málþingi, komu frá Kríst-
ínu Jóhannesdóttur, sem sagði að
fjárveitingar tiJ fcvikmynda f nó-
verandi mynd væru aft drepa
þennan nýja sðnað í landinu.
Klíkumar og snilldin
Menntamálaráðuneytið og núver-
andi ráftuneytisstjóri þess hafa frá
fyrstu tíð og fram undir það síð-
asta haft mitó! áhrif á þróun þess-
ára mála, bvað afstópti rikisins
snertir og ráðandi stefnumið í út-
hlutunum. Þar hefur af einstakri
smásmygli verið staðið að veiting-
um takmaifcaðra íjármuna, sem
hafa miðað að þvs' að gera smátt
smærra. Um tíma var úthiutun
jafnvci komiu í hendur eins kvik-
myndagerðarmanns, sem auðvit-
að neytti færisins og keppti við
sjáJfau sig í myndgerð um sero
sóðalcgastan iýð, bæði í idæðnaði
og athöfnum, sem átti síðan að
fleyta okfcur á heimsmarkað, en
lenti að mestu hjá Svíum. Þegar
fcvikmyndavorið var að bytja var
fyrst og fremst hugsað til þess að
svelta fyrstu tilraunir vegna per-
sónulegrar andúðar á þeim, sem
gerðu þær. Eftir aft kvifcmyndir
fóm að snúast um skít og fata-
ræfla, sfcothrift og nauðganir lyft-
ist brúnin á þeim, sem sijómuöu
opinberu fjármagnl. Þá haffti Ifka
tefcist að tafca úr sambandi afla þá,
sem ííWegir voru tii einhvers ár-
angurs, en í staftinn kominn eins-
konar hirft í fcringum fcassa fcvifc-
myndasjófts, sem samanstóft af
skólabræðrum og fcunningjum,
sem öruggt var aö myndu aidrei
ógna því snilidarorfti, sem fór af
guilbagga ísienskra kvifcmynda.
Menn með snúrur
Engin furfta var, þótt Kristín Jó-
hannesdóttir heffti orft á því aö op-
inbert framlag til kvifcmynda í nú-
verandi mynd væri að drepa fcvifc-
myndimar. Kvikmyndasjóður er í
dag ekkert annað en hjálparstofn-
un kvikmyndanna, metnaðariaus
fyrir hönd þeirra, skáldsfcaparlaus
meft öllu og yfirþyrmd af ljótleika.
Jónas heitinn Guömundsson kall-
afti kvifcmyndafólkið menmna
með snúmmar. Það vom orð að
Sönnu vegna þess aó fcvifcmynda-
gerðarfólfc, sem ræður oröið eínu
og öllu um kvikmyndimar, er ektó
annað en fóik sem kann aft haida á
myndavéium. Leikstjórar em ektó
annað en fólfc, sem lært hefur til
leifcstjómar fyrir framan mynda-
vél. Þessi atriði em eflaust í Íagi,
En sagan og sfcáldsfcapurinn sem
gefur fcvikmyndinní iíf virðist
engu máii sfcipta. Þar getur hver
suflukoflurinn á fætur öðmm tefc-
ið sig til og sest niður við að
Firrtir allri list
í aðför þeirra tæknimanna, sem
fcalla sig fcvikmyndagerftarmenn,
að fcvikmyndinni, hefur alveg
gleymst, aft þeír hafa ekkert lært
nema aft fara meft vélar. Guftsgáfa
tll sagnagerftar er þeim efctó gefin
umfratn aftra menn, Frásagnar-
flstín er þrim vífts fjarri, eins og
hefur sýnt sig í verfcum þeirra.
Sfcorti hana hefja þeir bara byssu-
leifc á amerísfca vísu. Pramleið-
endur síöustu myndarinnar kvarta
nú mjög út af iítífli aðsókn. Þeir
hafa bmgðið á þaö ráð aft sfcrifa
fófld og biftja þaft aft sjá myndina.
Aumari geta menn ekki orftift, Það
sagfti sig sjálft aft þessi mynd,
gerft eftír lélegu leikriti sem gefck
efctó tiltakanlega vel, þar sem
hrottasfcapur og skothríft koma
fyrir, hlatrt aft þyfcja lítil tíftindi.
Hér á landi emm vift ektó byrjuð
að skjóta, þannig að skothríð
verfcar efctó trúverftug f mynd.
Þessi mynd fann náft fyrir augum
hjálparstofnunar fcvifcroyndanna.
En þaft gerir litla stoft. Nú virftist
svo fcomið, að Óumflýjaniegt sé að
íosa fcvikmyndasjóð úr höndum
fcvikmyndagerðarmanna, fcunn-
ingjahópa og vensia, og fcoma
honum í hendur manna meft
sæmilegu vitL Þá gæti fariö svo að
hægt yrfti aft blása lífi í nasir fcvifc-
myndanna, og koma kvifcmynda-
gerftarmönnum á þann stafl, þar
sem þeir hafa iært tii verfca.
Garri
VÍTT OG BREITT
Tap á heimavígstöðvum
Allt frá því hersveitir Saddams
Hussein hertóku Kúveit í byrjun
ágúst s.l. og aliir pótintátar olíu-
auðsins og yfirmenn hersins drifu
sig upp í Rollsa sína, Bensa og
íbúðarþotur og komu sér á brott,
hefur sigurganga íraska hersins
verið linnulaus. Og aldrei hafa
sigrarnir verið glæstari en eftir að
Svarthöfði hershöfðingi fór að
berja á íraska hernum fyrir alvöru.
Síðustu dagana hefur Saddam
leiðtogi lýst yfir daglegum stór-
sigrum og eftir að land hans er
orðið ein rjúkandi rúst og herinn
svo aumlegur að það er ekki einu
sinni hægt að taka hann til fanga,
lýsir Saddam yfir glæsisigrum oft á
dag.
Engin leið er að átta sig á hvernig
mál standa og hvort Irakar hafa
gefist upp eða ekki fyrir Svarthöfða
og köppum hans, en siguryfirlýs-
ingarnar ganga á víxl. Ljóst er þó
að Kúveit er nú hersetið af frelsis-
her og innrásarher á bak og burt.
Slen ríkir í íraksher
íraksher sýnist á tvist og bast og
er hvorki hægt að berjast við hann
né taka höndum og slen grúfir yfir
her hins heilaga málstaðar.
Á ísiandi skiptast menn í hópa í
afstöðunni til Flóabardaga, þeirra
sem vilja láta þýða CNN og Sky og
hinna sem vilja ómengaðar fréttir
af afrekum Svarthöfða og tækni-
undrum hans.
Ljóst er að Sky og CNN eru sigur-
vegarar í Flóabardaga á íslandi.
Fréttastofur innfæddra hafa látið í
minni pokann og eru hættar að
etja kappi við fréttaflóðið ofan úr
eternum. Þeir, sem urðu að láta
sér lynda að hafa ekki aðrar fréttir
af stórtíðindum dagsins sem Kú-
veit var frelsað og mikið herveldi
var að velli Iagt, en íslensku sjón-
varpsgengin, urðu að lepja heldur
þunnt í aðalfréttatímum miðviku-
dagsins. Önnur stöðin brá á það
ráð að taka hina margfrægu veg-
farendur í Austurstræti tali og
spyrja þá hvernig þeim litist á blik-
una. Hin stöðin fór með fréttaspól-
ur í heimahús og náði löngu og
yfrið fróðlegu viðtali um að mikið
verði að gera í vorhreingerningum
íbúða í Kúveitborg þegar ró færist
yfir og tóm gefst til að stöva af þeg-
ar rykið sest.
Það sem fréttastofur innfæddra
áttuðu sig ekki á var að það höfðu
ekki allir áhorfendur þeirra legið
nætur- og daglangt yfir fréttaflóði
CNN og Sky. Þær eru búnar að gef-
ast upp fyrir innrás ofurtækni-
vædds alþjóðafréttaliðs og hafa
reyndar lagt því allt það lið sem
unnt var að veita.
En líkast til vita íslensku endur-
sjónvarpsstöðvarnar ekkert af því
að búið er að mala þær með hnit-
miðaðri hátækni, fremur en Sadd-
am Hussein hefur hugboð um að
Svarthöfði hershöfðingi hefur öll
hans ráð í hendi sér. Því lýsir hann
yfir sigri í heilögu stríði oft á dag
og mun gera lengur en nokkur
sála nennir að hlusta á hann.
Tapað fréttastríð
Dagbiöðin flytja mun greinarbetri
fréttir af gangi Flóabardaga, enda
ekki annar eins flumbrugangur á
öflun upplýsinga og dreifingu
þeirra eins og hjá ljósvakamiðlun-
um.
En óðagotið stelur senunni og
enginn man stundinni iengur
hvernig stríðið stóð fyrir tíu mín-
útum, hvað þá nokkuð um víg-
stöðurnar í gær. En það þykir fróð-
legt að sjá flugvélar takast á loft og
eldglæringar þegar verið er að
skjóta. Og síðan eldhressa frétta-
hauka í felulitum og æðislega flott
greiddar stúlkur á hátískualdri
segja manni allt um stríðið. Þetta
eru sko fréttir sem segja sex.
Margt er samt á huldu um þetta
mest auglýsta stríð allra tíma og
hefur jafnvel vel ritskoðaður hluti
þess verið í beinni útsendingu. Og
margt er sagt sem hvergi er sýnt.
Gífurleg áhersla hefur verið lögð á
að sannfæra mann um hve öflugur
her Saddams Hussein var, hve bar-
dagahæfur hann átti að vera og vel
vopnum búinn. Hann átti yfir öfl-
ugum úrvalssveitum að ráða sem
ekki áttu að láta sig fyrr en í fulla
hnefana og eiturefnaógnin hefur
grúft yfir öllum frásögnum af ír-
aksher.
En satt best að segja virðist sem
íraski herinn hafi aldrei barist,
fremur en hinn dýri og tæknilega
fullkomni her Kúveita þegar inn-
rásin var gerð.
Úrvalshersveitirnar hafa enn ekki
fundist, fremur en hinar ógnvæn-
legu og ofuröflugu Alpahersveitir
Þriðja ríkisins á sínum tíma. Þær
voru aldrei annað en draugasögur
sem Bandamenn þeirra tíma
hræddu sjálfa sig með.
En hvort sem Svarthöfði hers-
höfðingi stendur yfir höfuðsvörð-
um eins mesta herveldis heims eða
fjölmennum og fákunnandi fjölda-
her vanþróaðrar þjóðar sem aldrei
eygði vonarglætu í átökum við of-
ureflið, verður kannski seint upp-
lýst. Enn er enginn orðinn ótví-
ræður sigurvegari í áróðursstríð-
inu og það er það sem skiptir máli.
Þess vegna getur Saddam Hus-
sein allt eins haidið áfram að hrósa
sigrum og endurtekið: Mikill er
Allah.
OÓ