Tíminn - 01.03.1991, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.03.1991, Blaðsíða 7
Föstudagur 1. mars 1991 Tíminn 7 Bandaríkjamenn, sem fæddust eftir síðari heimsstyijöld og ólust upp við frjálslyndi í ástum, tru á vald blómanna og kaup á öllu tilbúnu, mat jafnt sem klæðnaði og öðru, eru nú famir ur í kirkjum, heldur stunda þeir kirkju- legt starf sem líkja má við verslanamið- stöðvarlíf. Þeir kalla það „mega“kirkju. Þaö erflöriegt andrúmsloft á altarisgöngu bama í Pasadena í Kalifomíu. Bandaríkjamenn næra andann með smáréttum og sáluhjálp Kirkjumar bjóða upp á fjölbreytta þjónustu Þessar nýju kirkjur þjóna ekki bara andlegum þörfum safnaðarmanna. Þær bjóða upp á alls kyns þjónustu, allt frá sálfræðilegri ráðgjöf til að- stöðu til íþróttaiðkunar. Þær eru orðnar svo vinsælar að talsmenn yf- ir 4,000 kirkjna skýra frá því að í söfnuði þeirra séu meira en 1,000 meðlimir. Á hverjum hálfum mán- uði bætast 300 kirkjur við og meðal- mæting er yfir 2,000 manns. Lykillinn að velgengni þeirra er að þessar nýtískukirkjur byggjast ekki á því sem sagt er í stólnum, heldur hafa „fleiri hliðardyr", að því er John Vaughan, við rannsóknarstofnun al- þjóðlegra „mega“kirkna í Missouri, segir. „Það þarf að vera gott bílastæði, staður lýrir krakkana til að leika sér og íþróttaaðstaða," segir hann og bætir því að dagar helvítisboðunar og fordæmingar séu liðnir. „Það þýðir ekkert að troða trúnni í söfn- uðinn með illu. Þetta fólk er vant því að velja eða hafna, það vill bara fá að vita hvað kemur því að góðum notum," segir Vaughan. íþróttaiðkanir og skemmtiatriði Kirkja ein í Houston í Texas laðar að sér sóknarbömin 17,000 með því að auglýsa glæsileg tilboð eins og skyndibitastað, ábót og víðáttu- mikla íþróttaaðstöðu, þar sem 196 lið í hafnabolta, körfubolta, veggja- bolta og fótbolta geta leikið sér. Kirkja ein í Kalifomíu, í grennd við Disneyland, lokkar yfir 5,500 manns til sín á hverri viku með því að bjóða upp á guðsþjónustu í skemmtistfl. ,Mega“kirkjufyrirbærið er ekki bundið við hið svokallaða „biblíu- belti" í suðvesturhluta Bandaríkj- anna þar sem alls kyns sérvisku- dýrkun hefur verið í hávegum höfð um langa tíð. Fjölmennasti söfnuð- ur landsins er í Hammond, Tenn- essee, en þétt á hæla henni er Willow Creek Community Church í Chicago, og kirkjur með íjölmenn- ari söfnuði en 6,500 manns má finna allt frá Oklahoma til Florida og New Jersey. Auglýsingafyrirtæki og markaðskönnuðir gefa góð ráð „Ef forráðamenn kirkna vilja fjölga í söfnuðinum er aðalatriðið og bjóða upp á góðan aðbúnað," segir Vaughan, en hann starfar við að gefa Ráðgjöf um eyðni er nauðsynlegur þáttur kirkjustarfsins víða. prestum góð ráð frá skrifstofu sinni í South West Baptist háskólanum. Til að auka aðdráttaraflið snúa kirkjunnar menn sér til auglýsinga- fyrirtækja á Madison Avenue og markaðskönnunarsérfræðinga til að fá ráðgjöf um hvemig best megi ná til þeirra 18 milljóna á aldrinum 30-40 ára, sem álitið er að hafi aftur snúið áhuga sínum að kirkjunni. Prestur, sem hefúr glöggt auga fyr- ir sálnamarkaðnum, er nauðsynleg- ur í ríkjum eins og Kalifomíu þar sem mikið framboð er á veraldlegu skemmtiefni, segir félagsfræðingur við Kalifomíuháskóla í Santa Bar- bara. „Fólk hefur verið alið upp við dýrk- un á þeim rétti að geta valið og hafnað. Það vill fá að vita hvað trúin getur gert fyrir það. Að miklu leyti gerir það ekki greinarmun á að rækta trú og fá andlega meðferð. Kirkjurnar em farnar að koma til móts við þessa staðreynd," segir sami félagsfræðingur. Kirlgur mega ekki líta út fyrir að vera kirkjur og bflastæðin verða að vera fullnægjandi Jess Moody, 65 ára, sem er prestur við nýlega byggða kirkju í ríkmann- legu úthverfi í norðurhluta Los Angeles, er sálnahirðir eins af örast vaxandi söfhuðum í Ameríku. Þar má finna kvikmyndastjömur eins og Burt Reynolds og Dennis Quaid inn- an um óþekktara fólk. Þessi prestur segir kirkjuna hans hafa látið fara fram markaðskönnun á því hvers fólk óskaði af kirkjunni sinni og bætir við: „Þar sem Páll postuli sagði okkur að kirkjan ætti að gefa öllum kost á öllu við sitt hæfi, ætlum við að gera það.“ Markaðssérfræðingamir sögðu séra Moody að ef kirkjan ætlaði að fylgjast með tímanum og auka fylgi sitt, mætti hún ekki líta út fyrir að vera kirkja og bflastæðin yrðu að vera fúllnægjandi. Útkoman varð sú aö kirkja séra Moodys líkist helst geysistórri hvítri hlöðu, sem umgirt er hvítri plastgirðingu. Umhverfis kirkju séra Moodys er mikið hestaland og tekur byggingin mið af því, og bflastæðið er flóðlýst og dugir fyrir 800 bfla. Þar er líka leikfimissalur fyrir böm sem innan skamms fa að skilja eftir lófaför sín í steinsteyptum stéttum umhverfis kirkjulandið. Það á að nefnast „Children’s Walk of Fame“I Líkamsræktarstöðvar fyrir full- orðna em líka á staðnum, en inni í kirkjunni annast hópar sálfræðinga og meðferðarsérfræðinga góða and- lega líðan sóknarbamanna. Heilög ritning að löguð skilningi nútímafólks Séra Moody heldur því eindregið fram að kirkjuhald hans haldi sig stíft við biblíuna. En heilög ritning hafi verið aðlöguð svo að hún sé skiljanlegri áheyrendum á dögum 30 sekúndna auglýsinga. Það má lesa „Kwikscan" biblíuna hans í 30 klukkutíma köflum og þar eru lykil- orðin feitletmð til glöggvunar. Nýja testamentið hans má lesa í 30 tólf mínútna lotum. ,Af hverju ættu trúarbrögð að vera torskilin? Klaustursjálfspíning hefúr ekkert með það að gera. Fólki í Kali- forníu líkar vel að taka lífinu með ró og skemmta sér,“ segir Moody, sem er ákafur stuðningsmaður einstak- lingaklúbbs kirkjunnar sinnar. Dagar sjálfsfómar og iðrunar virð- ast löngu liðnir. „Regla númer eitt, tvö og þrjú í þessum bransa er að kirkja má aldrei verða stærri en bfla- stæðin við hana,“ segir aðalprédikar- inn við kirkju í Austin í Texas. Þar em sóknarbörnin 3,000.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.