Tíminn - 01.03.1991, Blaðsíða 15
Tíminn 15
Föstudagur 1. mars 1991
Þeir mætast á laugardag þjálfaramir Sigurður Gunnarsson og Guðmundur Guðmundssor
Sigur Skagamanna
Skagamenn tryggðu sér um
síðustu helgi íslandsmeistara-
titil í 2.fl. karla í innanhúss-
knattspyrnu. Skagadrengirnir
sigruðu KR í úrslitaleik, 8-4,
eftir skemmtilegan úrslitaleik.
Mótið var haldið í íþróttahúsinu
í Garðabæ og var framkvæmd
mótsins í höndum Stjörnunnar
og var til mikils sóma.
Ólafur flautar ei
Ólafur Lárusson knattspyrnu-
dómari, sem mörg undanfarin
ár hefur dæmt í 1. deild íslands-
mótsins, hefur tilkynnt að hann
muni ekki dæma í deildinni í
sumar. Ákvörðunin kemur á
óvart þar sem Ólafur dæmdi vel
í fyrra og var meðal annars val-
inn dómari júlímánaðar af
Hörpu, sem var styrktaraðili 1.
deildar.
Það vekur einnig athygli að
stórveldið KR á þá engan dóm-
ara í hópi þeirra sem dæma í 1.
deild, þar sem Guðmundur Har-
aldsson lagði flautuna á hilluna
síðasta haust.
Á laugardag fer fram í Laugardals-
höll einn af stærstu íþróttaviðburð-
um í íslensku Íþróttalífi, en þá verð-
ur leikinn úrslitaleikurinn í Bikar-
Víkingur
Markverðir
leikir
Hrafn Margeirsson......60
Reynir Reynirsson......39
Aðrir leikmenn
Alexei TVufan..........29
Dagur Jónasson.........39
Birgir Sigurðsson......62
Björgvin Rúnarsson.....35
Ingimundur Helgason....62
Karl Þráinsson........204
Guðm. Guðmundsson.....329
Bjarki Sigurðsson.....157
Árni Friðleifsson.....138
Hilmar Sigurgíslason..197
Einar Jóhannesson.....147
Kristján Ágústsson .....7
Þjálfari: Guðm. Guðmundsson
Aðst. Þjálfari: Árni Indriðason
Liðstjóri: Ásgeir Sveinsson
Fyrirliði: Karl Þráinsson
keppni HSÍ. Að þessu sinni eru það
iið Víkings og ÍBV sem eigast við og
hefst leikurinn klukkan 16.30.
Þó að Víkingar, sem eru nýkrýndir
deildarmeistarar, verði að teljast sig-
urstranglegri, þá hafa Vestmannaey-
ingarnir yfirhöndina ef tekin eru úr-
slit úr leikjum vetrarins, en þó að-
eins á betri markatölu. Liðin áttust
við í eyjum þann 9. nóv. og þar fóru
Víkingar með sigur af hólmi, 27-26,
eftir hörkuleik. En í síðari leiknum,
þann 15. febrúar, sigruðu hins vegar
Eyjamenn með 6 mörkum, 29-23.
Þess ber þó að geta að Víkingar voru
þegar búnir að tryggja sér deildar-
meistaratitilinn og voru án sinna
bestu manna. Á þessum tölum sést
að búast má við hörkuleik og að við-
bættri fullri Höll af hávaðasömum
Víkingum og Eyjamönnum ætti
leikurinn að verða hin besta
skemmtun.
Þetta er í fyrsta skipti sem ÍBV leik-
ur til úrslita í bikarnum og má segja
að frammistaða liðsins í deild og
bikar hafi komið verulega á óvart.
Liðið hefur náð að tryggja sér sæti í
úrslitakeppni hinna sex efstu um fs-
landsmeistaratitilinn í handknatt-
leik. Kannski má þennan góða ár-
angur fyrst og fremst rekja til þjálf-
ara og besta leikmanns liðsins, Sig-
urðar Gunnarssonar, sem náð hefur
að binda liðið saman í prýðisgott
handknattleikslið. Þó má geta þess
að heimavöllur þeirra Vestmannaey-
inga skiptir þá miklu máli, jafnvel
meira máli heldur en það skiptir
nokkurt annað lið, en í þetta skiptið
eru það Víkingar sem njóta heima-
vallar. Það eru þrír leikmenn í liði
ÍBV er hafa ieikið bikarúrslitaleiki
áður. Sigmar Þröstur Óskarsson og
Gylfi Birgisson urðu báðir bikar-
meistar með Stjörnunni 1987 og
Gylfi síðan aftur 1989. Þá hefur Sig-
urður Gunnarsson leikið fjóra úr-
slitaleiki, alla með Víkingum. Þess
má geta að Víkingar unnu sigur í
þeim öllum.
Víkingar eru hins vegar engir ný-
græðingar í bikarúrslitaleikjum.
Þessi leikur er þeirra níundi. Af
þeim átta úrslitaleikjum sem þeir
hafa þegar leikið hafa þeir sex sinn-
um borið sigur úr býtum, en tapað
tvívegis, en það var á síðasta ári er
þeir töpuðu fyrir Val, og einnig árið
1981 er þeir máttu lúta í lægra haldi
fyrir Þrótti, sem á þeim árum hafði í
sínum röðum leikmenn eins og Sig-
urð Sveinsson og Pál Ólafsson. Þjálf-
ari Víkinga, Guðmundur Guð-
mundsson, hefur leikið alla bikarúr-
slitaleikina átta og leikur því vænt-
anlega sinn níunda leik á laugardag.
Síðast urðu Víkingar bikarmeistarar
1986 og þá stjórnaði Árni Indriða-
son, núverandi liðstjóri liðsins, Vík-
ingum. Þá lék Hilmar Sigurgíslason,
sem nú leikur í liði Víkings, í fyrra
með ÍBV.
Eins og áður sagði hefst leikurinn
kl. 16.30 laugardaginn 2. mars.
Heiðursgestir á leiknum verða þeir
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum, og Borgarstjór-
inn í Reykjavík, Davíð Oddsson.
Dagskráin í Höllinni hefst hinsvegar
kl. 15.45 þegar leikmenn hefja upp-
hitun og lúðrasveit hefur leik. Búast
má við fullu húsi því heyrst hefur að
hundruð Eyjaskeggja fjölmenni á
leikinn. Stuðningsmannafélag
þeirra hefur auglýst dagskrá og
koma þeir til með að hittast á
Kringlukránni kl 14.00 til að njóta
þar matar og drykkjar.
TbV'
ÍBY
Markverðir leikir
Sigmar Þröstur Óskarsson .. 72
Ingólfur Arnarsson.......38
Aðrir leikmenn
Sigurbjörn Óskarsson........87
Þorsteinn Viktorsson ...91
Guðfinnur Kristmannsson ..43
Gylfi Birgisson ............22
Sigurður Gunnarsson......52
Sigurður Friðriksson.....76
Davíð Hallgrímsson ..........4
Haraldur Hannesson..........22
Helgi Bragason...........17
Davíð Guðmundsson .......36
Jóhann Pétursson ........73
Svavar Vignisson..........4
Sigurður Ólafsson........49
Erlendur Richardsson.........3
Þjálfari: Sigurður Gunnarsson
Aðst.maður: Arnar Richardsson
Liðstjóri: Ragnar Hilmarsson
Fyrirliði: Sigmar Þ. Óskarsson
MOLAR
Kraftlyftingar
íslandsmótið í kraftlyftingum
verður haldið í íþróttahúsi Snæ-
landsskóla í Kópavogi laugar-
daginn 2. mars. Keppni hefst
klukkan 10.00 og áætlað er að
mótinu ljúki kl 16.00. Margt er
öflugra keppenda og má nefna að
Magnús Ver Magnússon hefur
náð sér eftir meiðsli og honum
til aðstoðar verður enginn annar
en Jón Páll Sigmarsson .
Roma á kafi í lyfjum
ítalska knattspyrnuliðið Roma
hefur átt undir högg að sækja
vegna notkunar leikmanna á eit-
urlyfjum en er nú að reyna að
rífa sig upp úr ruglinu. Til að
bæta gráu ofan á svart lést for-
seti félagsins á dögunum og
bættist þá við vandamálin óvissa
um framtíð félagsins. í nóvem-
ber voru tveir leikmenn liðsins,
þeir Carnevale, sem lék í loka-
keppni HM á Ítalíu, og mark-
vörðurinn Peruzzi, sem leikið
hefur með 21 árs landsliði Ítalíu,
dæmdir í eins árs bann. Eftir það
hefur leiðin einungis legið nið-
ur, en nú virðist vera að rofa til
hjá félaginu.
6.sekúndur
Von er á þeirri reglu frá FIFA
mönnum um að markvörður
megi aðeins halda á knettinum í
6 sekúndur, án þess að á hann sé
dæmt. Enginn regla hefur verið
til hve lengi markvörður megi
halda á knettinum, en þetta er
gert til að leikmenn fái ekki að
tefja leikinn.
Háskólaskemmtiskokk
Sunnudaginn 3. mars er fyrir-
hugað skemmtiskokk á vegum
Háskóla íslands og Búnaðar-
bankans og hefst það klukkan
14.00. Hlaupnir verða tæplega
fimm kílómetrar um vesturbæ-
inn og er hlaupin sama leið og
undanfarin ár. Hlaupið hefst og
endar við aðalbyggingu Háskól-
ans og hægt er að skrá sig í and-
dyri skólans allt til kl. 13.00 á
hlaupdag. Vegleg verðlaun
verða veitt.
Fjöldi æfingaleikja
Undirbúningur knattspyrnu-
liða fyrir komandi íslandsmót
er nú kominn í fullan gang. Lið-
in keppast við að leika æfinga-
leiki og með nýjum gervigras-
velli í Kópavogi hafa möguleik-
ar liðanna til að fá leiki aukist
til muna. Við látum fylgja með
úrslit í tveimur æfingaleikjum.
Valsmenn sigruðu lið ÍA á gervi-
grasinu í Laugardal 2-1 og þá
vann lið skipað leikmönnum 21
árs og yngri lið Fylkis 3-0 á
Kópavogsvelli.
Egill þjálfar Ármann
Egill Steinþórsson, sem um
árabil hefur þjálfað og leikið
með liðum í Færeyjum við góð-
an orðstír, hefur verið ráðinn
þjálfari knattspyrnuliðs Ár-
manns. Lið Ármanns má muna
sinn fífil fegri, en liðið hefur á
að skipa mjög glæsilegum gras-
velli. Mikill hugur er í mönnum
fyrir sumarið og eru æfingar
hafnar af fullum krafti. Þá hefur
Egill leikið með handknatt-
leiksliði Ármanns að undan-
förnu.
FIFA breytir
Þær fréttir berast nú frá her-
búðum FIFA að breytinga sé að
vænta á allra næstu dögum um
aldurshámark FIFA dómara og
þykja þær allbyltingarkenndar.
Sem kunnugt er hefur verið
miðað við að menn detti út af
milliríkjalistum um fimmtugt
en nú ku vera ætlunin að lækka
það niður í 45 ár, með um
tveggja ára aðlögunartíma.
Þetta þýðir það til dæmis að all-
ir ensku milliríkjadómararnir
sjö eru orðnir of gamlir og verð-
ur því skipt út á næstu tveimur
árum. Áhrifin á íslenska milli-
ríkjalistann, en hann skipa þeir
Óli Olsen, Eyjólfur Ólafsson,
Sveinn Sveinsson og Bragi
Bergmann, eru óljós.
Vandræði hjá
Man.Utd
Alex Ferguson, stjóri Man.Utd.,
á í miklum erfiðleikum þessa
daga, þar sem sex af lykilmönn-
um liðsins eru á hinum fræga
sjúkralista. Það gæti þýtt það að
hinn 18 ára gamli sonur stjór-
ans, Darren Ferguson, fengi
tækifæri á að spreyta sig á laug-
ardaginn. Þeir s. liggja eru
þeir Steve Bruc Bryan Rob-
son, Mark Robii Neil Webb,
Mark Hughes og ‘ke Phela og
það munar um r. a.