Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.03.1991, Blaðsíða 1
Hvassafell í Saurfoæjarhreppi í Eyjafirði SHjaspell að Hvassafelli Hin þrettán ára gamla Randíður Bjarnadóttir varð leiksoppur í hatrömmu vaidatafii kirkju og veraldlegs valds á íslandi Hvergi er bjartara yfír íslandi en á Þingvöllum. Og hvergi hefur bjartara verið yfir íslenskri sögu en á þess- um stað, þar sem allshetjarþing þjóðarinnar var háð í hartnær níu aldir. En þótt Islendingar minnist fyrst og fremst heiðríkjunnar í sögu sinni þegar þeim verður hugsað til Þingvalla þá syrtir þó oft að í minningunni. Þar voru menn réttaðir og konum drekkt og þar urðu átök með höfðingjum landsins er barist var um auð og völd. Svo var einnig einn heiðan vordag í lok júnímán- aðar árið 1481, daginn eftir þingsetningu, er Ólafur Rögnvaldsson Hólabiskup gekk í fullum skrúða ásamt klerkum sínum til lögréttu, búinn konunglegu verndar- bréfí handa Hólakirkju og persónulegu vemdarbréfí Kristjáns konungs I af Danmörku biskupi til handa, ásamt fíeiri gemingum. Biskup lét lesa bréf sín í lögréttu, meðal þeirra vom forboðunarbréf yfir Hrafni lögmanni Brandssyni að Skriðu í Reykjadal. Biskup bannaði lögmanni að nefna nokkra dóma meðan hann væri undir forboði heilagrar kirkju og fyrirbauð öðmm mönnum að ganga í dóma eftir nefningu hans. Komst biskup svo að orði að Hrafn lögmaður skyldi ekki „skemma lögréttuna og aðra dandimenn með sinni náveru.“ Háreysti i lögréttu Þegar hafinn var lestur biskups- bréfa gerðu lögmaður og menn hans háreysti mikla og „hrópuðu þeir þar upp í lögréttunni, lemj- andi sínum höndum saman með óp og kall og háreysti, svo þau bréf skyldu ekki mega heyrast sem bisk- upinn vildi lesa láta. Sögðust þeir hvorki sæta kóngsins bréfum né nokkrum öðrum þeim biskupinn lét þar upp lesa. Nokkrir af mönn- um lögmanns buðust til að skera sundur kóngsins bréf og til að draga biskup og presta hans út af lögréttunni og sögðu að hann ætti ekki þar að vera.“ Sumir hinna æstustu í liði Iögmanns hótuðu klerkum lífláti ef þeir hefðu sig ekki á brott úr lögréttunni. Biskup og klerkar hans létu þá undan síga, en biskup mótmælti harðlega þess- um aðförum og gat þess að hann ætti sæti í norska ríkisráðinu sem þá fór með konungsvald á íslandi eftir andlát Kristjáns konungs I. Viðburðirnir á Alþingi 1481 eru einhver hörðustu átök sem um getur í viðskiptum leikmanna og kaþólskrar kirkju. Raunar var hér þó um enn meira deilt. Ólafur Rögnvaldsson var ekki aðeins kirkjuhöfðingi þessa stundina heldur einnig fulltrúi hins danska konungsvalds. íslenskir leikmenn og höfðingjar risu hér ekki aðeins gegn drottinvaldi kirkjunnar, held- ur einnig gegn sjálfum konung- dómnum. Tilefni þessara pólitísku stórtíðinda var þó af óskyldum rót- um runnið: legorðsmál norð- lenskra feðgina, ríks bónda og ungrar dóttur hans, Bjarna Óla- sonar og Randíðar að Hvassafelli í Eyjafirði. Efnabóndi Um ætt Bjarna Ólasonar vita menn ekki. Það eitt er víst að 1461 gengur hann að eiga Margréti, dóttur ólafs Loftssonar hins ríka á Möðruvöllum. Allt bendir því til að Bjarni Ólason hafi verið vel ættað- ur og efnaður. Hann hefur þá verið maður um tvítugt og ungu hjónin munu hafa reist bú á Hvassafelli sem var erfðajörð Margrétar. Þegar hann byrjar búskap á hann að minnsta kosti fjórar jarðir sjálfur, en fær þrjár með konu sinni. Með- al jarða hans voru Þverá í Fnjóska- daí og Vík í Flateyjardal. Á næstu tveimur áratugum kemur hann lítt eða ekki við sögu, en þó er vitað um nokkur jarðakaup hans. Hon- um hefur græðst fé á þessum árum og hann ver því í jarðir, svo sem siður var ríkra manna á 15. öld. Það er ekki fyrr en árið 1480 að Bjarna Ólasyni skýtur upp úr myrkri þessarar heimildasnauðu aldar og er hann þá bendlaður við þann kynferðisglæp að hafa átt mök við Randíði dóttur sína. Þótt Bjarni byggi að Hvassafelli í Eyjafirði, sem mun hafa verið höf- uðból hans, þá sýnist svo sem hann muni hafa dvalið Iangdvölum að öðrum búum sínum, Þverá f Fnjóskadal og Vík í Flateyjardal. Var slíkt altítt um höfðingja og rík- isbændur á þeim tímum. Á báðum þessum búum er getið Randíðar, dóttur Bjarna, og virðist svo sem hún hafi ekki verið alin upp á Hvassafelli. Af því hafa menn dreg- ið þá ályktun að hún hafi ekki ver- ið dóttir Margrétar Ólafsdóttur, konu Bjarna. Randíður er þó með vissu fædd eftir að Bjarni.Ólafsson, faðir hennar, kvæntist Margréti, því hún er talin um 13 ára að aldri 1477. Skjalleg heimild frá 16. öld skýrir þó frá því að Randíður hafi verið dóttir Margrétar Ólafsdóttur og er þá allt eins líklegt að hún hafi verið alin upp á Hvassafelli hjá for- eldrum sínum en fylgt föður sínum á ferðum milli búa hans er hún tók að stálpast. Hneykslismál berst biskupi til eyrna Það mun hafa verið fyrri hluta árs 1480 að Ólafi biskupi Rögnvalds- syni bárust þau tíðindi til eyrna að Bjarni bóndi Ólason á Hvassafelli hefði samrekkt dóttur sinni. Ólafur biskup var norskur að ætt og talinn aðalborinn, drambsamur maður og ágjarn til fjár og valda. Þegar hér var komið sögu hafði hann setið rúmlega tvo áratugi að Hólum, átt í útistöðum við höfðingja og leik- menn og rakáð saman fé sjálfum sér og kirkjunni til handa. Leg- orðsmál og hórdómsbrot voru kirkjunni drjúgar tekjulindir á þessum árum, því að kirkjan hafði dómsvald í slíkum málum öllum og dæmdi menn í refsingar og fé- sektir fyrir kynferðisleg afbrot. Við samlagi foreldra og barna lágu hin- ar þyngstu refsingar kristniréttar. Sá, er sannur varð að sök um slíkt afbrot, varð óbótamaður þar til hann hafði þegið skrift og lausn af biskupi. í öðru lagi hafði hann fyr- irgert öllu fé sínu, föstu og lausu, og féll það hálft til konungs en hálft til kirkjunnar. Ef sökunautur játaði brot sitt varð hann að ganga þá skrift er biskup setti honum, en ef hann synjaði fyrir það, þá skyldi hann staðfesta þá synjun með tylftareiði. Sá eiður var þannig að hinn sakborni synj- aði sjálfur með eiði fyrir þann verknað sem á hann var borinn og með honum tólf menn er honum voru nefndir. Skyldu þeir sverja það að þeir hygðu honum eiðinn særan eða ósæran. Ef menn feng- ust ekki til að sverja sakborningi eiðinn særan, dæmdist hann óbótamaður. Hvalreki á fjörur kirkjunnar Blóðskammirnar voru jafnan hinn mesti hvalreki á fjörum hinn- ar kaþólsku kirkju, en veiðin bæði mikil og góð þar sem Bjarni Ólason var. Fyrstu vitnin, sem fram komu í málinu, voru hjónin Jón Þorsteins- son og Guðrún Guðmundsdóttir og munu þau hafa staðið fyrir búi /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.