Tíminn - 09.03.1991, Síða 12

Tíminn - 09.03.1991, Síða 12
20 T HELGIN Laugardagur 9. mars 199Í Það er víðar en á íslandi, sem ævi- sagnaritun er viða- mikil bókmennta- grein og ævísögur eftirsóttar af lesend- um. En það eru deildar skoðanir um hvernig nálgast beri efnið. I eftirfarandi grein eftir Ulic O’Connor er birtist nýlega í The Sunday Times eru ýmsar skoðanir á þessu efni viðraðar. Norman Mailer. Á innfelldu myndinni er Gary Gilmore. Hvernig á að rita Á hún að vera staðreyndasafn, eða þarf höfundurinn að vera gædd- ur gáfu til að geta túlkað persónu sína fyrir lesandanum? Er ævisagnaritun að sprengja af sér öll bönd? Þungi og stærð ýmissa nýrri ævisagna krefst þess að menn hafi með sér púlt í rúmið, því heim- ildaefnið er orðið svo mikið að vöxt- um, allra handa skjöl, efrii á hljóð- böndum, sendibréf og fjöldi smærri og stærri hneykslismála, sem er ómissandi í slíkum ritum nú til dags. John Carey, sem ritaði um- sögn um ævisögu Dickens eftir Pet- er Ackroyd á fyrra ári segir að höf- undur hafi „þjappað saman i einu bindi öllu sem vitað er um efnið“. „Öllu sem vitað er um efnið“? Ekki hefðu menn á borð við Lytton Strac- ey, sem er einn brautryðjenda nú- tíma ævisöguritunar, hafa fallist á þetta. Aðferð hans var sú að velja úr staðreyndum og gefa nútíma les- anda mynd af söguhetju sinni í listi- lega sömdum texta, svo að hann líkt og stæði þeim lifandi fyrír hug- skotssjónum á síðunum. Stracey vildi endurskapa ævisöguritun sem listgrein. í formála að bók sinni „Fremstu menn Viktoríutímans" segir hann: ,/Evisöguritarinn á að róa út á þann víða sæ sem viðfangs- efnið er og sökkva niður í hann fötu hér og þar, sem koma mun upp með sýnishorn þess er í djúpinu leynist og rannsaka það af einlægri for- vitni". André Maurois gerði sér líka grein fyrir möguleikum ævisöguritunar sem listgreinar og í bók sinni um Shelley vildi hann láta „vatnasym- fóníu" listræns innsæis hljóma undir frásögninni. Virginia Woolf, sem hreifst af til- hugsuninni um að rjúfa viðjar og skorður viktóríönku „mektar- manna" — hefðarinnar í ævisögu- ritun rivr.?'; 19'' i.;f vjQ opnum eina ai nýua ^. :sagna, verður ljóst að afstaða höfúndanna til við- fangsefnisins hefur breyst...höfund- inn velur og greinir. í stuttu máli þá er hann hættur að vera annálaritari, en hefur gerst listamaður". „Velur og greinir". Þetta er óravegu frá því sem einkennir margar nýj- ustu ævisögumar nú, þær er mestu gengi eiga að fagna. Þar er okkur um sem ungum manni. En þá vakn- ar sú spurning hvort það mikla safna staðreynda sem skráð er í ein- um kaflanum á eftir öðrum gefur lesandanum neitt skýrari mynd að þessum einum hinna mestu höf- unda á öldinni. Kannske eru menn ekki miklu nær en ef þeir hefðu að- eins lesið miklu lauslegri ágrip. Hugh Kenner, sem er kunnur gagnrýnandi og höfundur bókar um Ezra Pound og samtíma hans, sem náði miklum vinsældum, hallast að því síðasttalda. Hann telur að Ell- mann hafi brugðist bogalistin í því sem verður að teljast meginmark- miðið í ævisögu: að láta lesandann skynja nálægð þeirra sálna sem „gera lífið þess vert að skrifa um það og lesa um það“. í ritdómi um bók- ina um Joyce eftir Ellemann sakaði Kenner hann einnig um að nota sér ótæpilega eitt og annað í ritum Joyce til þess að fylla upp í, þegar aðrar heimildir skorti. „Hver mun hafa þolinmæði til að kynna sér slík- an sparðatíning að öld liðinni"? „Sparðatíningur". Já, einmitt. Holroyd. Þríðja bindi ævisögu Bemards Shaw ei væntanlegt innan skamms. sem sem tiltækt er um viðkomandi söguhetju og hefur höfundurinn reynt að mat- reiða það á sem læsilegastan hátt. Það verður svo lesandans að mynda sér skoðun á þeim sem um er ritað — hver verður að gerast sinn eigin listamaður, ef svo má segja. Þessi aðferð einkennir einkennir bækur tveggja ævisöguritara er nýskeð hafa vakið athygli, þeirra Michael Holroyd og Richard Ellmann, sem nú er látinn. Ekki leikur vafi á að Ellmann lagði geysilega vinnu í ævisagnaritun sína. Þótti ævintýri líkast hvemig hann þefaði uppi ótrúlegustu smá- muni er hann safnaði efninu til bók- ar sinnar um James Joyce, sem minnti á útsjónasemi Sherlock Holmes. Hann gekk svo langt að hann þóttist geta sé hverjir mundu vera hinar raunverulegu fyrirmynd- ir af persónum í Dubliners og Odys- seifi hinum nýja. Hann hafði uppi á skólabræðrum Joyce í menntaskól- anum í Dublin og tókst þannig að bregða upp heillandi mynd af hon- Richard Ellemann. Á innfelldu mynd- inni er söguhetja hans James Joyce. Menn mega gæta sína að týna sér ekki í mergð neðalmálsgreina Ell- manns. í vinsælli ævisögu er hann ritaði um Oscar Wilde gekk hann langt til þess að sannfæra lesendur um að Wilde hefði látist af sýfilis. Það taldi hann skipta meginmáli vegna skilnings síns á persónu Wil- des. í þesu skyni rangtúlkar hann dánarvottorð það er læknir ritaði við dauða Wildes. í vottorðinu er hvergi að finna neitt er bendir til að hann hafi liðið af kynsjúkdómi. Dánarmeinið er sagt vera heila- bólga. Og Ellemann lætur ekki þar við sitja. Hann vísar einnig í skjal um banasjúkdóm Wildes er Royal Society og Medicine eignaðist 1958, en lætur þess hvergi getið að skjalið var ritað sérstaklega til þess að sanna að sýfilis var ekki orsökin að dauða Wildes. Þetta er vissulega í mikilli andstöðu við þá áminningu Desmond MacCarthy að ævisögurit- arinn ætti að líta á sjálfan sig sem „listamann sem bundinn er trún- aðareiði". Holroyd hlaut mikla og verðskuld- aða viðurkenningu fyrir verk sitt í tveimur bindum um Lytton Stracey. Því fylgdi hann eftir með tveggja binda verki um ævi Augustus John og á þessu ári kemur út þriðja bindi af ævisögu Bernard Shaw, er hann hefur ritað. Hér er moðað úr ókjör- um af heimildum sem sanna öf- undsverðan dugnað höfundar og lesandinn er ekki í vafa um að þama sé allur fáanlegur fróðleikur um söguhetjumar saman kominn. En ekkert bendir til að Holroyd hyggist fylgja aðferð Strachey eða Maurois. Urvinnsla hans er meira í ætt við að- ferð skjalavarðarins og annálaritar- ans, en að hann vilji með ritun sinni Iaða fram þá glóð sem Maurois von- aði að léti lesendum finast þeir „vera í vinnustofu Balzacs og deila með honum reynslu hans og minning- um“. Ekki er að efa að sá sem tekst á hendur ferð í gegn um hin tvö miklu bindi Holroyds um Strachey verður hinn ánægðasti með allt þetta magn af fróðleik. En á sú ánægja rætur að rekja til löngunar- innar að heyja sér fróðleik eða þess að menn öðlist dýpri skilning á merkum listamanni? Holroyd hefði án vafa þótt spurningin út í hött og að þetta skipti ekki máli. En sé litið á verkið í Ijósi þeirra kenninga sem settar voru fram fyrir um 60 árum af höfundum sem vildu beina ævi- sagnaritun inn á nýjar brautir, ber þá ekki að spyrja á þessa leið? En hvar eru þá þeir höfundar sem fóru að tillögum þeirra er lögðu til nýja nálgun í ævisaganritun? Ekki er verið að útiloka aðra, þótt hér sé bent á Norman Mailer, sem segja má að teljist til ævisagnahöfunda sem „velja“ fremur en „safna“. Ævi- saga hins dæmda morðingja Gary Gilbert eftir Mailer, „The Executi- oners Song“, er dæmi um listræna ævisögu. Áður en Mailer hófst handa við ritun „The Executioners Song“ (1977) var hann þegar kunn- ur sem einn fremsti prósa-höfund- ur Bandaríkjanna. En þegar í upp- hafi hafði nútíma tækni í mynd hljóðritaðra samtala o.fl. íþyngt honum með slíkum ókjörum af upplýsingum að hefði hann mis- notað þær hefði verið af og frá að úr hefði orðið bókmenntaverk, þótt bókin hefði komist á metsölulista. Ef til vill átti sú staðreynd að hann hafði lokið prófi í loftsiglingafræði frá Harvard þátt í því að honum tókst að pæla í gegn um 15 þúsund síður af hljóðrituðum viðtölum og hundruð af minnisbókum og gera listaverk úr öllu saman. I „The Executioners Song“ er engin sögu- flétta. Við þekkjum upphafið, mið- þáttinn og endirinn. En hin sanna saga af morðingja sem krafðist að vera tekinn af lífi (í andstöðu við ýmsa hópa er börðust gegn dauða- refsingu) gat keppt við hvaða skáld- skap sem var, færi skapandi lista- 'maður um hana höndum. Þetta 1 gerði Mailer sér ljóst er hann sagði: . „Ég vildi að ég hefði sjálfur upp- hugsað þessa sögu, því það hefði verið ótrúleg hugdetta. Skáldskap- argyðjurnar hafa verið mér góðar, því þær fengu mér um síðir efni í sögu, sem bað um að verða skrif- uð“.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.