Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 1
í Niðjar víkinganna laug- uðu sig í ánni Jórdan Hér birtist annar hluti ritgerðar Einars Arnórs- sonar um suðurgöngur íslendinga fyrr á öldum. í fyrstu grein var greint frá þeim viðurlögum er kirkjan ákvað vegna ýmissa ávirðinga manna og hlut þeirra viðurlaga í suðurgöngum, svo og gildi slíkra ferða fyrir sáluhjálp manna. Nú verð- ur lýst helstu leiðum þeim er íslenskir Rómar- og Jórsalafarar völdu sér. „Flestir íslendingar hafa fariö hina „eystri leið", því að þeir hafa farið suður úr Noregi. í Leiðarvísi þeim, sem getið var í fyrsta hluta þessarar frásagnar Einars Arnórssonar og birtist í síðasta Helgarblaði, er þeirri leið einni lýst allraekilega, og bendir það til þess, sem vita mátti, að ís- lenskir Rómferlar hafi hana lang- mest farið. Gert er ráð fyrir því að farið sé úr Noregi. Þaðan eru tvær leiðir nefndar. Vestri leiðin er til De- venter eða Utrecht í Hollandi, þar sem menn taki staf og skreppu og vígslu til Rómarferðar. Vígslu tóku pílagrímarnir reyndar enga, en þeir hlutu blessun prestsvígðs manns, beðið var fyrir þeim og ferðabæn var þeim gefin. Frá Deventer eða Utrecht skyldi svo fara um Köln til Mainz. Og mætast þar leiðir þeirra sem hina leiðina fóru úr Noregi og nefnd er í Leiðarvísi. Liggur hún úr Noregi til Álaborgar. Þaðan fóru menn um Vebjörg — Heiðabæ — Slesvík — Itzehoe til Stade í Hanno- ver. Þaðan mátti tvær leiðir fara til Mainz: Önnur, hin vestri, lá um Ver- den — Nienburg — Minden — Pa- derborn til Mainz. Hin, sú eystri, lá um Hildesheim og fleiri minni bæi til Mainz. Þaðan lá leiðin svo um Speier — Strassburg til Basel (Basl- araborg) í Svisslandi. Þaðan var far- ið um Solothurn til Vevey norðan- vert við Genfarvatn, sem nefnt er Marteinsvatn í leiðarvísinum. Þar er sagt að saman komi leiðir þeirra manna er fari suður Mundíufjöll (Alpafjöll), Frakka, Flæmingja, Kelta, Engla, Saxa og Norðmanna. Eins og fyrr segir hafa margir þeirra, sem af vestari löndum fóru til Róm, farið vestri leiðina, suður Frakkland, sem áður er getið. Frá Vevey fór pílagrímaskarinn svo suð- ur til St. Maurice og suður St. Bern- harðsskarð, þar sem Bernhardsspít- ali var — og er — og þaðan til Pét- ursspítala, á háfjalli sem kallað er, þar sem snjór er sagður á grjóti og ís á vatni um Ólafsmessu, þ.e. um mánaðamótin júlí-ágúst. Komið til Ítalíu Síðan var haldið til þorps, sem Leiðarvísirinn kallar Þrælaþorp, en heitir nú Etroubles, fyrir sunnan Stóra St. Bernhardsskarð og er þá loks komið í Ítalíu. Þaðan var svo farið um Milano — Pavia til Piac- enza, þar sem leiðir mættust þeirra sem fóru vestri leið (suður Frakk- land), sem fyrr segir, og þeirra sem suður um Álpafjöll fóru. Síðan er leiðin rakin suður Ítalíu um Lucca, Pisa og ýmsa óþekktari bæi í Mið- Ítalíu, alla leið til Rómaborgar. Norðurlandabúar færa einatt borg- arheiti til síns máls, stundum alveg eftir því hvernig þeim heyrðist þau hljóma, eins og Sutri á Ítalíu, sem þeir nefndu Sútara, eða þeir þýddu útlendu heitin, svo sem Aqua Pen- dente er þeir kölluðu Hanganda- borg. Hér hefur annars verið stuðst við staðaheitaskrána úr Alfræði ís- lenskri I. Numið margt eftir að breyta Um einstaka bæi, sem leiðin lá um, er þess venjulega getið að þar sé kirkja, helguð þeim eða hinum helg- um manni, og biskupssetur, ef því er að skipta. Vikið er og stundum að þjóðum þeim, sem land eða hérað byggja. Sagt er t.d. að á Saxlandi (þá NorðVestur-Þýskalandi) sé þjóð kurteisust, „ok nema þar Norðmenn margt eftir breyta“. í borginni Lucca á Ítalíu er sagt að sé „róða“ (kross) sú er Nikodemus hafi látið gera eftir „guði sjálfum" (þ.e. Jesú Kristi). Er það krossmark með Kristi á (Volto Sancto). Hafi hún tvisvar mælt. Annað sinnið hafi hún gefið skó sína aumum manni, en hitt sinnið hafi hún borið vitni rægðum manni. Sjá má nokkurn veginn hversu margir dagar eru ætlaðir til ferðar- innar frá Álaborg á Jótlandi og til Rómaborgar. Eru 45 dagleiðir taldar milii tiltekinna staða, en sums stað- ar sýnist þó vera sleppt úr dagleiða- tali milli borga á Ítalíu. En suður- göngumenn hafa ekki ferðast hvíld- arlaust. Þeir hafa ekki getað hjá því komist að hvíla sig marga daga á leiðinni. Líklegt er að feröin frá Ála- borg til Rómaborgar hafi varla tekið alls minna en 9-10 vikur. Sendiför Ketils í sögu Guðmundar biskups Arason- ar eftir Arngrím ábóta Brandsson segir frá sendiför Ketils nokkurs, prests og þjóns Guðmundar bisk- ups, frá Þrándheimi til Rómaborgar og þaðan aftur til Þrándheims (Bisk- upasögur III, 378 o.s.frv.). Presti þessum er svo lýst að hann hafi ver- ið mikill maður vexti og sterkur, og má því ætla að hann hafi mátt lúka Annar hluti ferð sinni á styttri tíma en pílagrím- ar almennt sem verið hafa allmargir veikari burða og sumt konur eða jafnvel sjúkir menn. Lagði Ketill prestur upp frá Þrándheimi „litlu eftir Kyndilmessu" (2. febrúar) áriö 1225. Fór hann landveg til Óslóar og þaðan á skipi til Danmerkur. Þaðan fór hann til Þýskalands og létti ekki ferðinni fyrr en hann kom til Róma- Hagia Sofia í Konstantinópel eöa Ægisif, eins og norrænir menn nefndu hana. Ef fararefni leyföu komu ýmsir suöurgöngumenn hér við, en staðurinn var einn sá helg- asti í kristninni. Kirkjan var full- gerð árið 537. borgar „rétt fyrir coenam domini“ (þ.e. skírdag). Páskadag bar upp á 30. mars þetta ár og hefur Ketill prestur því verið kominn til Róma- borgar fyrir 27. mars. Til ferðarinn- ar sýnast því hafa farið allt að 50 dögum eða nálægt 7 vikum. Hefur ferðin tekið óvenjulega skamman tíma, að því er virðist. Á uppstign- ingardag tekur prestur við páfabréfi, þar sem erindi hans fyrir biskup er greitt, en síðan leggur hann land undir fót og „hleypr svo norðr eftir löndum", að á 33. degi er hann kom- inn norður undir Eystrasalt, við Rostock. Þaðan tekur hann sér far til Þrándheims og er kominn þang- að á Jónsmessu (24. júní). Ferðin norður hefur þá tekið nálægt 45 dögum. Sögnin um ferðalag þetta er ekki annars staðar en í sögu Arn- gríms, en fyrir það getur hún verið sönn í aðalatriðum. Lýsing Rómaborgar í áðurnefndum leiðarvísi er Róma- borg lýst að nokkru leyti. Hún er sögð 4 mílna löng og 2 mílna breið. Þar eru sagðir vera 5 biskupsstólar og 9 höfuðkirkjur, en því er við bætt að enginn muni vera svo fróður að hann viti tölu allra kirkna í borg- inni. Dýrlegust kirkna í Rómaborg er kirkja Péturs postula talin. Hún er sögð 460 fet að lengd og 270 feta breiö. Hafi þar nær staðið kross Pét- urs, sem hann hafi verið píndur á, og þar eru sögð varðveitt „hálf' bein postulanna Péturs og Páls, en „hálf“ í kirkju Páls postula. í háaltari kirkju Péturs eru og sögð varðveitt bein 30 lærisveina Krists, þeirra er fylgdu Pétri í Rómaborg. Áð kirkju Jóhannesar skírara (Lateran) eru greindir ýmsir helgir dómar. Þar er blóð Krists, klæði Maríu meyjar, mikill hluti beina Jóhannesar skír- ara, umskurður Krists, mjólk úr brjóstum Maríu, þorngjörð Krists, nokkuð af kyrtli hans, auk margra annarra helgidóma. Auk þessa er getið legstaðar ýmissa helgra manna í ýmsum af kirkjum borgarinnar. Rómaborg er um þessar mundir mesta borg á jörðinni, að vitneskju manna á vesturhluta hennar. Jörð og stræti eru þar öll sögð roðin blóði heilagra manna (Alfr. ísl. I, 23). Róm Hér segir áfram af suðurgöngum íslenskra manna til forna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.