Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 6
14 T HELGIN Laugardagur 20. apríl 1991 Laugardagur 20. aprríl 1991 HELGIN ' TVÖFALDUR1. vinningur María og bömin. Tónlist: Richard Rodgers Söngtextan Oscar Hammerstein II. Leikhandrit: Howard Lindsay og Russel Crouse Þýöing: FIosi Ólafsson Leikstjóri: Benedikt Ámason Hljómsveitarstjóm: Agnes Löve Dansan Ingibjörg Bjömsdóttir Leikmynd: Oliver Smith Lýsing: Mark Pritchard Hljóðsetning: Autograph, Julian Beech, Georg Magnússon. Sýningarstaðun Þjóðleikhúsið. Allir þeir sem komnir eru á fullorðinsár þekkja til söngleiksins The sound of music og þá flestir vegna kvikmyndarinnar sem sýnd var hér á landi á sjöunda áratugnum svo mánuðum skipti og sló öll sýningar- met fýrr og síðar. Nú er þessi hugljúfi söngleikur kominn í Þjóðleikhúsið og áhorfendur láta ekki á sér standa. Áður en leikdómar birtast og frétt- ir taka almennt að berast frá þessari upp- færslu er uppselt á margar sýmngar fram í tímann. Söguþráðurinn er í stuttu máli á þann veg að hin unga María, sem hyggst ganga í klaustur, gerist óvænt barnfóstra hjá Georg von Trapp, kapteini í austurríska flotanum, en hann er ekkjumaður með 7 börn. María vinnur hug og hjörtu barnanna og síðar kapteins- ins einnig. Leikurinn gerist í þann mund sem Hitler leggur Austurríki undir sig. Von Trapp er mikill ættjarðarvinur og get- ur ekki hugsað sér að ganga til liðs við flota þriðja ríkisins eins og honum ber eftir inn- limunina. Fjölskyldan flýr til frelsisins yfir fjöllin fagurblá og allt fer vel að lokum. Sýning í Þjóðleikhúsinu er mjög falleg og hefur ákaflega vel tekist til með val í hlut- verk. Ber þar fyrst að telja Margréti Pétursdótt- ur sem Maríu. Bæði söngur og leikur er með miklum ágætum. Það fylgir henni mikil útgeislun og með hressilegri og óþvingaðri framkomu sinni á sviðinu hrif- ur hún ekki síður áhorfendur en María börnin í leiknum. Jóhann Sigurðsson er ákaflega afslappað- ur sem Georg von Trapp. Fyrst aginn uppmálaður en síðar Ijúfur sem lamb. Hlutverkið hæfir honum prýð- isvel og ekki skaðar hans ágæta og þrótt- mikla söngrödd. Börnin í leiknum eru 7 eins og áður seg- ir. Það eru engar ýkjur að segja að frammi- staða þeirra er aðdáunarverð og þá ekki síst þeirra yngstu. Allan tímann eru þau full- komlega í heimi leiksins, detta aldrei út úr hlutverkunum og leika af svo mikilli ein- lægni að bræðir hvert íshjarta. Örn Árnason og Helga Jónsdóttir eru í all- stórum hlutverkum og skila þeim stórvel. Örn sýnir gamla góða takta en passar að of- leika ekki. Helga gæðir hina lævísu Elsu Shraeder miklum ytri glæslileik og kemur einnig vel til skila því rotna sem undir býr. Ragnheiður Steindórsdóttir fer með hlutverk príorinnunnar og skilar því með prýði, bæði leik og ekki síður söngnum. Fjölmargir aðrir taka þátt í sýningunni. Leikmyndin er klassísk. Ósköp hlý og eðli- leg og skipting sviðsmynda gekk ákaflega fljótt fyrir sig, greinilegt að þar voru vanir menn að störfum. Söngvarnir í leiknum eru löngu orðnir hluti af því besta og vinsælasta sem samið hefur verið á þessari öld. Textarnir í þýðingu Flosa Ólafssonar eru á góðri íslensku og létt yfir þeim. Kvöldstund undir Söngvaseiði er afar notaleg. Um fólk líða straumar þægilegra tilfinninga, gleði og fögnuðar þegar hlut- irnir taka að snúast á þann veg að hið góða í manninum nær yfirhöndinni. Hér eru engin flókin vandamál á ferðinni. Engin stórátök þar sem leikarar froðufella. Við sjáum hér mannlegar tilfinningar tjáð- ar í tali og tónum pakkaðar inn í skraut- pappír, sumir kalla það væmið aðrir hug- ljúft, best er að hver dæmi fyrir sig. Gísli Þorsteinsson Kosningamiðstöðin okkar er að Borgartúni 22. Símar: 62-03-58 - 62-03-60 - 62-03-61 Akstur á kjördag: Símar 62-03-56 og 62-03-57 Komið í kosningakaffi og Framsóknar- takið þátt í lokasókninni 4^v> flokkurinn Áhugafélög um brjóstagjöf vilja stuðla að réttu fæðuvali „þín vegna og bamsins“ MUNDU EFT1R OSTINUM ^ Hann byggir upp

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.