Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 10
18 Laugardagur 20. apríl 1991 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SVARTA EKKJAN Þegar lögreglan fór að kynna sér feril hinnar nýgiftu kom í Ijós að það jafngilti sjálfsmorði að ganga í hjónaband með henni. Það kom söfnuðinum í Carolina kirkjunni í Alamance sýslu ekki á óvart þegar presturinn tilkynnti væntanlegt brúðkaup sitt og Blanc- he Táylor. Þeim sem til þekktu leist vel á ráðahaginn. Presturinn, sem var 56 ára gamall, hafði verið einn á báti í nokkur ár og hin 57 ára gamla Blanche hafði verið ekkja í sextán ár. Blanche hafði gengið í söfnuðinn þremur árum áður og var nú ein af hans helstu stoðum og var óþreyt- andi í safnaðarstarfinu. Hún eyddi miklum tíma í hjálparstarf kirkjunn- ar og fjáröflun á hennar vegum, og restinni af tíma sínum eyddi hún í fé- lagsskap prestsins. Margir af samstarfsmönnum henn- ar í söfnuðinum vissu að hún hafði átt erfitt um dagana. Faðir hennar hafði verið predikari. Hún hafði gifst kærastanum sínum úr gagnfræða- skóla og þau höfðu átt saman 14 ár og komið sér upp fjölskyldu þegar hann lést skyndilega úr hjartaslagi. Þegar hún var orðin ekkja með lítil böm starfaði Blanche í vörumarkaði. Yfirmaður hennar var maður að nafni Raymond Reid. Hann hafði skilið við konu sína árið 1973. Sam- starfsmönnum og vinum fannst það meira en sjálfsagt þegar Blanche og Raymond fóru að vera saman og það var rætt um að hjónaband hlyti að vera á næsta leiti. í júní 1986 veiktist Raymond alvar- lega. Blanche flutti heim til hans til þess að sjá um hann svo lengi sem hann gæti dvalist heima. Læknar greindu mein hans sem Guillan- Barré sjúkdóm sem er sjaldgæfur en oft banvænn og leiðir í flestum tilfell- um til lömunar. Blanche var við hlið hans allar stundir sem hún átti laus- ar. Það var á þessum erfiðleikatímum sem hún kynntist prestinum. Hún hafði farið til páskamessu til að biðja fyrir því að Raymond mætti batna og tók síðan þátt í samverustundinni sem söfnuðurinn hélt eftir messu. Hún skýrði prestinum frá vandræð- um sínum og þeirri vanlíðan sem það olli henni að horfa upp á vin sinn til margra ára veslast upp úr banvænum sjúkdómi. Presturinn huggaði hana og ráðlagði henni að leita til guðs eft- irstyrkísorgsinni. Raymond versnaöi stöðugt á næstu vikum og Blanche fór æ oftar til kirkjunnar til að biðjast fyrir og fá hughreystingu hjá prestinum. Þegar Raymond Reid lést þann 7. október 1986 fylgdi presturinn henni til jarð- arfararinnar. Þegar Blanche hafði hátt misst vin sinn sökkti hún sér af heilum hug í safnaðarstarfið. Það varð brátt lýðum Ijóst að presturinn sýndi þessar að- laðandi ekkju meiri áhuga en safnað- arbörnum sínum almennt. Þegar trúlofun þeirra var kunngerð veltu konurnar í söfnuðinum því spenntar fyrir sér hvenær brúðkaup- ið yrði haldið. Þær voru ákveðnar í að sjá til þess að veislan yrði ógleyman- leg og hófu leynilega söfnun til þess að geta gefið parinu skemmtisigl- ingu í brauðkaupsgjöf. Presturinn og Blanche ákváðu að lokum að brúðkaupið yrði haldið sunnudaginn 23. ágúst að lokinni messu. Presturinn lét í ljós þá ósk sína að þetta yrði einföld athöfn að viðstöddum aðeins nánustu vinum og fjölskyldu brúðhjónanna. En safn- aðarkonurnar höfðu aðrar áætlanir á prjónunum. Þeim fannst presturinn og Blanche eiga aðeins það allra besta skilið. En þá tóku atburðir að gerast sem virtust ætla að skyggja á hjónabands- hamingjuna. Hvert óhappið rekur annað Blanche fann fyrirferðaraukningu í brjósti og í Ijós kom að um illkynja æxli var að ræða. Hún var lögð inn á sjúkrahús svo unnt væri að fjarlægja æxlið og þar var hún þann dag sem ákveðið hafði verið að halda brúð- kaupið. Presturinn var við sjúkrabeð hennar hverja þá stund sem hann átti lausa frá starfi sínu. Konurnar í söfnuðinum voru iðnar við að senda henni blóm og heimsækja hans og söfnuðurinn sameinaöist í bæn fyrir endurheimtingu heilsu hennar. Blanche var lengi að jafna sig eftir veikindin og brúðkaupinu var frestað um rúmt ár og var loks ákveðið að halda það 27. nóvember árið eftir. Viku fyrir brúðkaupið veiktist prest- urinn alvarlega, fékk magakrampa, var stöðugt flökurt og kastaði upp. Hann var ákveðinn í að láta ekki í minni pokann fyrir veikindunum og halda brúðkaupið á tilsettum tíma. Hann var því heima í umsjá Blanche í viku en þá þurfti að flytja hann á sjúkrahús í skyndi. Þar kom í Ijós að það sem að honum amaði var þarmastífla og hann gekkst undir skurðaðgerð til að fjar- lægja stífluna. Tryggðatröllið Blanc- he vék ekki frá hlið hans í veikindun- um. Þegar hún var beðin um að yfir- gefa sjúkrastofuna til þess að læknar og hjúkrunarfólk gæti sinnt störfum sínum sást hún iðulega halda til kap- ellu sjúkrahússins og efaðist enginn um að hún væri að biðja fyrir heit- manni sínum. Presturinn var lengi að jafna sig eft- ir skurðaðgerðina og enn þurfti að fresta brúðkaupinu. Aftur var nýr brúðkaupsdagur ákveðinn og nú þann 19. apríl 1989. Nú gekk allt að óskum og alsæl brúð- hjónin héldu í tveggja vikna brúð- kaupsferð með skemmtiferðaskipi. En viku eftir brúðkaupið veiktist presturinn aftur með sömu einkenn- um og fyrr — magakrampa, flökurl- eika og uppköstum. En að þessu sinni varð hann enn verr haldinn en áður, þar sem hann var enn máttvana eftir uppskurðinn. Blanche annaöist hann eftir bestu getu, en 4. maí var hann aftur kominn inn á sjúkraliús. Og sama sagan endurtók sig. Blanc- he stóð sem klettur viö hlið manns síns í veikindunum; kom til hans snemma á morgnana og dvaldi hjá honum langt fram á kvöld. Þar kom að ástand hans var talið lífshættulegt og hann var settur á gjörgæsludeild. Læknarnir áttu erfitt með að átta sig á veikindum prestsins. Þarmastíflan hafði verið fjarlægð með skurðað- gerðinni en samt voru sömu ein- kennin aftur komin í ljós. Sérfræð- ingar voru kallaðir til þegar læknarn- ir voru farnir að óttast að presturinn Iifði ekki af nema það tækist að greina sjúkdóminn. Grunsemdir vakna Þá lét einn sérfræðingurinn það álit sitt í ljós að vera kynni að sjúklingur- inn þjáðist af arsenikeitrun. Arsenik kemur ekki í ljós í venjulegum blóð- prufum, til þess þarf eiturefnarann- sókn. Blóðsýni voru nú send til eitur- efnafræðings og þá kom í Ijós að sjúklingurinn hafði í sér mikið magn af arseniki. Hjúkrunarliðið, sem hafði annast prestinn, skaut nú á ráðstefnu í skyndi. Hvernig hafði eitrið komist í líkama hans? Eina leiðin var að það hefði verið í mat eða drykk. Og þar sem engin önnur tilfelli um arsenik- eitrun höföu komið fram, hlaut það að hafa verið í einhverju sem hann einn haföi neytt, hvort heldur það haföi komist þangað af slysni eða af ásetningi. Þegar sá möguleiki var ræddur að kona hans hefði eitrað fyrir honum, mótmæltu læknar og hjúkrunarfólk því harðlega, þau höfðu annast hann í báðum sjúkrahúslegunum og voru sammála um að þau hefðu aldrei fyr- ir hitt umhyggjusamari manneskju en Blanche og minntust þess hversu oft hún hafði haldið til kapellunnar til aö biðja fyrir bata hans. Einn starfsmannanna benti nú koll- egum sínum nú á að það lægi ekki mest á að velta því fyrir sér hvernig eitrið hefði komist ofan í prestinn eða hver hefði séð til þess, heldur lægi mest á því að koma sjúklingn- um aftur til heilsu fyrst búiö væri að greina hvað að honum amaði. Starfsfólk sjúkrahússins hafði nú samband við lögregluna í Winston- Salem og skýrði frá því að það hefði sjúkling á sínum snærum sem þjáð- ist af arsenikeitrun en ekki væri vitað hvernig hún hefði átt sér stað. Þar sem presturinn bjó fyrir utan bæinn og því ekki í lögsögu bæjarlögregl- unnar var ákveðið að leita til fýlkis- lögreglunnar sem hafði betri tækja- kost og þjálfaðra starfslið til að sinna málum sem þessum. David McDougall rannsóknarlög- reglumanni var falin yfirstjórn rann- sóknar málsins. Hann hélt þegar til fundar við læknana til að komast að því hversu mikiö arsenik hefði verið í líkama sjúklingsins og á hvaða hátt hann hefði hugsanlega getið tekið það inn. Læknarnir skýrðu það út fyrir hon- um að jafnvel eiturefnarannsókn á blóðsýni leiddi ekki í ljós hversu mik- ið eitur hefði verið um að ræða þar sem það skilaði sér út með líkams- vessum. Eina leiðin til að komast að magninu væri að senda hár og negl- ur í greiningu. Á ferð sinni um lík- amann sest eitrið að í hári og nögl- um. Hægt væri aö fínna út hversu mikils eiturs sjúklingurinn hefði neytt og í hversu langan tíma, því vöxtur hárs og nagla sýnir það, á svipaðan hátt og árhringir í trjám. Slík rannsókn krefst sérstakrar rannsóknastofu með tækjabúnaði og þjálfuðu starfsliði til að rannsaka sýnin með aðferð sem kölluð er nift- eindavirkjun. Yfirleitt eru tekin tíu hár af höfði sjúklingsins og þau þveg- in upp úr blöndu úr vatni acetoni til þess að fjarlægja öll óhreinindi. Síð- an eru hárin klippt niður í sjö milli- metra langa búta frá rót fram að enda til að mæla vöxtinn. Hár vex að með- altali um sjö millimetra á tveimur og hálfri viku. Hvert hár er síðan sett í sellófanum- slag og síðan í nifteindakljúf. Þau eru rannsökuð með gammageislum til að mæla eiturmagnið í hverjum hár- bút og hversu langt er síðan eitrið barst inn í líkamann. McDougall komst að því að besta rannsóknastofan til þessara hluta væri í Kaliforníuháskóla í Irvine. Ef miðað var við hve mikið var þar að gera við aðrar rannsóknir þá liði að minnsta kosti mánuður þar til niður- stöður fengjust. Hann spurði læknana hvort þeir álitu að presturinn myndi lifa eitrun- ina af og fékk þau svör að þar sem þeir vissu nú hvað það væri sem hrjáði hann væru sterkar líkur á því að þeim tækist að bjarga lífi hans. En hann yrði lengi að jafna sig og yrði mjög veikburða í lengri tíma. McDougall gerði ráð fyrir því að ef verið væri að reyna að myrða prest- inn, væru allar líkur á að sá hinn sami gæfist ekki upp við svo búið. Hann gaf því ströng fyrirmæli um að enginn mætti heimsækja prestinn nema í fylgd starfsfólks sjúkrahúss- ins og hann mætti aðeins neyta mat- ar úr eldhúsi sjúkrahússins. Ástrík eiginkona McDougall fékk nú leyfi hjá lækn- unum til að ræða við sjúklinginn smástund. Prestinum hafði verið skýrt frá því að hann þjáðist af ar- senikeitrun og lögreglumaðurinn spurði hvort hann hefði nokkra hug- mynd um hvernig eitrið hefði getað komist ofan í hann. Presturinn hristi höfuðið neitandi. Aðspurður hvort hann hefði notað eitur til að vinna á meindýrum, til dæmis músum, rott- um eða maurum, sagði hann að eng- in meindýr hefði herjað á heimili hans og hann hefði heldur ekki notað eitur til að eyða illgresi úr garðinum sínum. Þá spurði McDougall hann hvort hann teldi það mögulegt að kona hans hefði gefið honum inn eitrið í mat eða drykk. Þessi spurning gekk gjörsamlega fram af prestinum og hann mótmælti harðlega. Blanche væri eiginkona hans, sannkristin kona sem hefði annast hann af ein- stakri alúð í veikindunum. Næst ræddi lögreglumaðurinn við Blanche. Hún lét í ljós mikla undrun þegar henni var sagt að maður henn- ar þjáðist af arsenikeitrun. Hún sagð- ist eiga bágt með að trúa því þar sem hún hefði alltaf verið hjá honum og borðað sama mat og hann, og ekki væri hún veik. Þegar hann spurði hana þessarar sí- gildu spurningar um hvort maður hennar ætti nokkra óvini, minnti Blanche hann á að maður sinn væri prestur og virtur og elskaður af söfn- uði sínum. Saksóknarinn í Alamance sýslu og aðstoðarmenn hans áttu yfirleitt nána samvinnu með lögreglunni varðandi rannsókn þeirra mála sem þeir bjuggust við að þurfa að sækja síðar. Þeir spurðu McDougall hvern- ig honum gengi í þessu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.