Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 11
Laugardagur 20. apríl 1991 HELGIN 19 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Blanche Taylor ásamt verjanda sínum. Hún nertaði öllum sakargiftum. McDougall yppti öxlum. Yfirleitt, sagði hann, myndi grunurinn bein- astað eiginkonu fórnarlambsins. Eit- ur er yfirleitt notað af kvenkyns morðingjum. Lögreglumaðurinn mundi ekki eftir einu einasta tilfelli þar sem karlmaður hafði gerst eitur- byrlari. En í máli prestsins virtist það mjög ólíklegt að kona sem hefði einungis verið gift í viku byrlaði manni sínum eitur vísvitandi. Þar að auki virtist engin ástaeða vera fyrir hendi. Prest- urinn var fjarri því að vera auðugur maður og hvorugt hjónanna hafði staðið í ástarsambandi utan hjóna- bands. McDougall sagði að hann og sam- starfsmenn hans mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði til þess að komast að því hvaðan eitrið væri upprunnið. Hann vonaði innilega að í ljós kæmi að presturinn hefði á ein- hvern hátt tekið eitrið inn fyrir ein- skæra slysni. Lögreglumennimir hófu nú að grennslast fyrir hjá vinum hjónanna og safnaðarmeðlimum. Alls staðar fengu þeir sömu svörin. Enginn gat látið sér til hugar koma að eitrað hefði verið fyrir prestinum af ráðn- um hug og þegar nafn Blanche var nefnt í því sambandi voru allir sam- mála um að sú hugmynd væri blátt áfram fáránleg. Allir bentu á að hún væri sannkristin kona, ötull starfs- maður safnaðarins og væri nátengd eiginmanni sínum og þætti innilega vænt um hann. Þegar McDougal hóf að rannsaka æviferil Blanche komst hann fljót- lega að því að unnusti hennar, Raym- ond Reid, hafði látist og eiginmaður hennar nokkrum árum þar á undan. Þessar upplýsingar vöktu upp nýjar hugmyndir hjá McDougalI. Margir kvenkyns eiturbyrlarar myrða hvað eftir annað. Eitt af illræmdari málum af því tagi var Hilley-málið, þar sem aðlaðandi húsmóðir í Dixie hafði eitrað fyrir móður sinni, föður, tengdamóður og eiginmanni og reyndi jafnvel að eitra fyrir dóttur sinni áður en hún náðist. í flestum slíkum málum er ástæðan sú að morðinginn girnist tryggingafé fórn- arlamba sinna. McDougall hélt nú til sjúkrahússins þar sem Raymond C. Reid hafði látist og bað um að fá að sjá sjúkraskýrslu hans. Á dánarvottorðinu stóð að banameinið hefði verið Guillain- Barré sjúkdómur. Með því að yfir- heyra hjúkrunarfólkið komst McDougall að því að rétt fyrir dauða sinn hefði Reid safnað slíkum bjúgi á líkamann að hann hafði þyngst um 38 kíló og húðin hefði brostið vegna þrýstingsins. Reid hafði tvisvar sinnum verið lagður inn á sjúkrahús á einu ári og hafði látist 7. október 1986. Engin krufning hafði verið framkvæmd þar sem úrskurðað var að hann hefði íát- ist af eðlilegum orsökum. Lögreglumaðurinn fékk að heyra nánast sömu sögu á þessu sjúkrahúsi og hann hafði heyrt fyrr. Því var hald- ið fram að Blanche væri hreinasti engill, hefði annast Reid þegar hann var heima og varla vikið frá sjúkra- beði hans þar til hann lést. McDougall spurði hvort Blanche hefði fært Reid mat eða drykk þegar hún heimsótti hann. Honum var sagt að uppáhaldsábætir Reids hefði verið bananabúðingur og hefði Blanche oft fært honum hann og matað hann á honum. „Eftirherman mikla“ Að þessum upplýsingum fengnum hélt McDougall á fund efnafræðinga, meinafræðinga og eiturefnafræðinga og spurði hvort hægt væri að ruglast á einkennum Guillain-Barré sjúk- dóms og arsenikeitrunar. Fræðingarnir voru allir á einu máli. Arsenik hefur verið kallað „eftirher- man mikla" þar sem einkenni þess geta tekið á sig myndir hinna ýmsu sjúkdóma, svo sem hjartaáfalls, melt- ingartruflana og fleira. Og ólíkt strykníni, sem hefur beiskt bragð og drepur nær samstundis, er hægt að gefa arsenik í smáum skömmtum í töluverðan tíma og erf- itt er að finna það nema einhverjar ástæður gefi tilefni til þess að leitað sé að því sérstaklega. Sérfræðingam- ir sögðu það mögulegt — en ekki hægt að slá því föstu án sérstakrar rannsóknar — að ruglast á einkenn- um Guillain-Barré sjúkdóms og ar- senikeitrunar. Og hvað aðgengi að arseniki varðaði komst lögreglumaðurinn að því að það er að finna í mörgum efnum sem seld eru til notkunar í baráttu við meindýr og illgresi. McDougall setti nú menn sína í það að rannsaka feril Blanche gaumgæfi- lega í því skyni að komast að því hvort fleiri henni nákomnir hefðu látist skyndilega. Nú tilkynnti starfsfólk sjúkrahúss- ins að Blanche væri öskureið yfir því að mega aðeins heimsækja mann sinn í fylgd starfsfólks. Hún kvartaði yfir því að varla væri hægt að ræða um einkamál þegar alltaf væri ein- hver óviðkomandi viðstaddur. Þegar henni var leitt fyrir sjónir að þetta væri gert til þess að vernda prestinn frá öðru morðtilræði, bauð hún að leitað yrði vandlega á henni áður en hún færi inn til hans. Æviferill Blanche Lögreglumenn komu nú með þær upplýsingar að Blanche væri af stórri fjölskyldu komin og faðir hennar hefði verið sjálfskipaður predikari sem setti upp tjaldsamkomur í bæj- um og borgum. Blanche og aðrir fjöl- skyldumeðlimir léku á hljóðfæri og sungu sálma á meðan faðirinn þrum- aði um eld og brennistein og helvítis- vist yfir þeim sem frömdu hór og aðr- ar syndir og sneru ekki af viliu síns vegar. Þegar faðir hennar yfirgaf fjölskyldu sína þegar Blanche var enn ung að árum, varð hún bitur og neitaði að hitta hann framar. Hún skipti þó um skoðun árið 1965 og fór að heim- sækja hann. Það var eins og við manninn mælt, faðir hennar veiktist snögglega og Blanche hjúkraði hon- um þar til hann lést úr hjartaslagi. Hún giftist James Taylor fljótlega eftir að þau útskrifuðust úr gagn- fræðaskóla. Þau lifðu ósköp venju- legu lífi, þótf sagt væri að Táylor hefði verið drykkfelldur fjárhættu- spilari. Og þó svo að hann hefði virst bæði hraustur og sterkur, veiktist hann skyndilega. Hann dó úr hjartas- lagi. Lögreglumennirnir komust að því að Blanche hefði hafið störf í stór- markaðnum tveimur árum áður en Táylor lést. Þar kynntist hún Raym- ond Reid og Gróa á Leiti fór af stað með sögur um að samband þeirra væri töluvert nánara en vera skyldi. Reid og kona hans skildu og tveimur mánuðum síðar fékk Taylor hjartas- lag. McDougall byrjaði nú að leita að ástæðum sem Blanche hefði getað haft fyrir að ryðja þessum mönnum úr vegi. Hann komst að því að Blanc- he hafði látið gera erfðaskrá fyrir Re- id þar sem hún myndi erfa einn þriðja hluta af eigum hans en restin gengi til ættingja hans. Reid var tryggður fyrir 130.000 dollara, þann- Warren Sparrow saksóknarí krafðist dauðarefsingar. ig að Blanche fékk 45.400 dollara. En hvað föður hennar og fyrrum eiginmann varðaði var enginn fjár- hagslegur ávinningur fyrir hana. Og gat verið að hún hefði verið nógu lúmsk að krefjast aðeins þriðjungs af fé Reids til að leiða frá sér grun? En aðalmálið var eftir sem áður að sanna að hún hefði eitrað fyrir núver- andi eiginmanni sínum. Til þess að leiða líkur að því að þetta væri röð eiturbyrlana bað McDougall yfirvöld um leyfi til að grafa upp lík föður hennar, eiginmanns og unnusta. Yf- irvöld þurftu þó veigameiri ástæður en lögreglan hafði á þessu stigi máls- ins og þar sem presturinn yrði ör- uggur á sjúkrahúsi á næstunni var ákveðið að bíða þar til öruggari sann- anir fengjust. McDougall hélt nú aftur á fund prestsins og skýrði honum frá grun sínum varðandi föður hennar, eigin- mann og unnusta. Prestinum fannst þessi grunur hans fjarri öllu lagi. Lögreglumaðurinn spurði hann þá hvort hann vissi til þess að Blanche hefði haft arsenik undir höndum. T.d. til að eitra fyrir meindýrum, eins og rottum eða maurum. Presturinn hugsaði sig um og brá síðan greini- lega. Þegar hann var spurður hvað ylli, sagði hann að Blanche hefði eitt sinn beðið sig um að kaupa eitur. Það hefði verið á meðan hún bjó með Re- id. Hún hefði sagt að maurar herjuðu á húsið og hún yrði að eitra fyrir þeim. Presturinn mundi að eitrið hét Anti-Ant og að Blanche hefði sagst hafa notað það áður. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega hvenær þetta var, en það hefði verið á meðan Reid var veikur og hann mundi nafn- ið á eitrinu og hvar hann hafði keypt það. McDougall hafði nú samband við framleiðendur eitursins og var tjáð að það væri búið til úr sykri, vatni — og arseniki. Umbúðimar voru þannig úr garði gerðar að ekki var hægt að opna þærafslysni. Hann fór með Anti-Ant til eiturefna- fræðings til að láta kanna hversu mikið arsenik væri í hverjum pakka. Hann fékk þau svör að það nægði til að drepa mann 5,5 sinnum. Hann hafði varla fengið þessar upplýsingar þegar niðurstöður bárust úr rann- sókninni á hárum af höfði prestsins. Þær leiddu í Ijós að presturinn hafði innbyrt mikið magn af arseniki í langan tíma og ætti samkvæmt öll- um sólarmerkjum að vera löngu dauður. Samkvæmt niðurstöðum rannsókn- arinnar hafði Blanche byrjað að eitra fyrir manni sínum löngu áður en þau giftust. En spurningin var hvers vegna. Líklegast var talið að hún hefði gert það til að veikindi hans og dauði síðar meir hefðu færri spurn- ingar í för með sér. Líkin grafln upp Nú gáfu yfirvöld leyfi til að grafa upp lík föður, eiginmanns og unnusta Blanche. Frumrannsókn leiddi í Ijós að arsenik var að finna í þeim öllum, en til að komast að magninu og hve- nær eitrið hefði verið tekið inn þurfti að framkvæma rannsókn á hárum hjá rannsóknastofu Kalifomíuhá- skóla. Saksóknari ákvað að nú lægju fyrir nægar sannanir til að ákæra Blanche fyrir morðið á Raymond Reid og morðtilraunina við prestinn, en beið með að ákæra vegna dauða föður hennar og eiginmanns þar til frekari sannanir fengjúst. Þannig að á með- an presturinn var enn að jafna sig á sjúkrahúsinu var Blanche handtekin ogfangelsuð. | Blanche hélt blaðamannafundi í fangaklefanum. Þar kom hún fram sem roskin amma, lúsiðin sannkristin kona sem hefði verið ranglega sökuð um að hafa myrt og reynt að myrða þá fjóra menn sem henni hefði þótt vænst um í lífinu. Hún talaði um æsku sína þegar hún ferðaðist um ásamt föður sínum og söng sálma, um þá sorg sem hún hefði orðið fyrir þegar eig- inmaður hennar til 14 ára og faðir barnanna hennar hefði látist fyrir aldur fram. Hún ræddi um það áfall sem dauðsfall Reids hefði verið henni. Hún bað blaðamennina um að horfa á sig og spurði hvort þeir gætu ímyndað sér að hún hefði reynt að myrða kirkjunnar mann sem hún hefði þar að auki gefið ást sína, lík- ama og sál við giftingu. Þetta bar árangur og margir urðu til þess að veita henni stuðning sinn op- inberlega og töldu hana gersamlega ófæra um að skaða nokkurn mann. Síðan bárust niðurstöður rannsókn- anna frá Kaliforníuháskóla. Þær leiddu í Ijós að föður hennar höfðu verið gefnir þrír stórir skammtar af arseniki á sex vikna tímabili. Hver skammtur var ekki banvænn í sjálfu sér en þetta hefði dregið það mikið úr mætti hans að það sem greint var sem hjartaslag hefði mjög líklega verið afleiðingar eitursins. Svipaðar niðurstöður voru varðandi eigin- mann hennar. En skýrslan um Raymond Reid var afdráttarlausust. Þar kom í Ijós að hann hefði fengið fjóra stóra skammta af arseniki frá 5. apríl 1986 og þar til hann lést 7. október sama ár. Því var slegið föstu að eitrið hefði dregið hann til dauða. Bréf að handan Skömmu síðar hafði saksóknari samband við McDougall og tjáði hon- um að nokkuð hefði gerst sem myndi að öllum líkindum gera málssókn þeirra á hendur Blanche að engu. Hún hefði fengið bréf á meðan hún var í fangelsinu. Bréfritari hefði játað að hafa eitrað fyrir bæði Reid og prestinum. Það var maður að nafni Jackson sem hafði skrifað bréfið og sagði hann ástæður morðann vera þá að hann hefði elsk- að Blanche í mörg ár og ekki getað hugsað sér að sjá hana með öðrum mönnum. Jackson hafði látist tveim- ur dögum eftir að bréfið var skrifað. McDougal neitaði að trúa þessu. Hann áleit að Blanche hefði á ein- hvern hátt frétt af dauða mannsin og falsað bréfin. Hann bað um að fá afrit af bréfinu og rithandarsýnishom frá bæði Blanche og Jackson. Hann reyndi einnig að komast að hvort Blanche og Jackson hefðu þekkst en ekkert kom í ljós sem benti til að svo hefði verið. Rithandarsérfræðingar lögreglunn- ar komust að þeirri niðurstöðu að Jackson hefði ekki getað skrifað bréf- in, en skriftin á bréfinu væri mjög lík rithönd Blanche, Réttarhöldin hófust þann 21. októ- ber 1990. Saksóknari byggði mál sitt aðallega á niðurstöðum sérfræðinga og því að þama væri greinilegt mynstur í framkvæmd morðanna. Presturinn steig í vitnastúku og skýrði frá því þegar Blanche hafði beðið hann um að kaupa fyrir sig mauraeitrið. Hann sagði einnig frá því, mjög ófús að vísu, að hann og Blanche hefði verið elskendur áður en Reid lést og löngu áður en þau gengu í hjónaband. Þegar Blanche var kölluð sem vitni virtist hún vera í fullkomnu jafn- vægi. Þegar saksóknari yfirheyrði hana sagðist hún hafa elskað mann sinn, James Táylor, af öllu hjarta. Þau hefðu að vísu átt við sína erfiðleika að stríða í hjónabandinu en þeir hefðu verið að baki þegar hann lést og hún hefði harmað dauða hans mjög. Sama sagði hún um Raymond Reid. En þegar kom að sambandi hennar við prestinn kom annað hljóð í strok- kinn. Hún hefur kannski verið reið vegna framburðar hans um það þeg- ar hann keypti fyrir hana eitrið. Hún sagði að hann hefði ofsótt sig og neit- að að láta sig í friði. Hún kvaðst hafa elskað Reid þegar hún kynntist prest- inum og hefði alls ekki hugsað sér að skipta um mann. Hún neitaði því að hún og presturinn hefðu tekið upp ástarsamband áður en Reid lést eða að þau hefðu rætt hjónaband á þeim tíma. Hún kvaðst aðspurð kannast við Anti-Ant, en aldrei hafa haft slíkt eit- ur undir höndum og alls ekki hafa byrlað það nokkrum manni. Síðan var dregið fram bréfið sem Blanche hafði sagt vera frá Johnson en rithandarsérfræðingar höfðu sagt að væri falsað og að öllum líkindum skrifað af henni sjálfri. Saksóknari fór hörðum orðum að ákærða hefði reynt að koma sök sinni yfir á látinn mann. Það tók kviðdómendur langan tíma að komast að niðurstöðu um hvort Blanche væri sek eða saklaus. Loks þegar kviðdómur gaf upp ákvörðun sína hafði hann ákveðið að hún væri sek um tvö morð. Saksóknari hafði farið fram á að hún yrði dæmd til dauða, þannig að aftur þurfti kviðdómur að draga sig í hlé til að ákveða hvort hún skyldi dæmd til ævilangrar fangelsisvistar eða lífláts. Aftur tók ákvörðunin langan tíma, en úrskurðurinn kom að lokum og hljóðaði upp á dauðadóm. Verjendur hennar áfrýjuðu til Hæstaréttar. Síðan hefur Blanche einnig verið ákærð fyrir morðin á föður sínum og eiginmanni. Óvíst er hvort sú ákæra kemur nokkru sinni fyrir rétt. Það verður allavega ekki fyrr en Hæsti- réttur hefur úrskurðað hvort hún skuli lifa eða deyja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.