Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. apríl 1991 HELGIN 11 drakk af og lærisveinar hans er þeir neyttu kvöldmáltíðarinnar eða honum var færður í drykkur á krossinn, kyrtill hans, skór, steinn sem látinn var undir höfuð hans, líkblæjur með sveitadúk og blóði Krists, mundlaug sú er geymdi vatnið sem hann þó úr fætur post- ula sinna, dúkur sá er hann þerrði þá með, reifar þær sem Kristur var vafinn, og gull það er vitringarnir færðu Jesú-barninu. Þar var og belti og stafur Maríu guðsmóður, vöndur Móse, kofi hins heilaga El- íasar spámanns, stóll Davíðs kon- ungs, beisli Konstantíns mikla, blóð Pantaleons píslarvotts, horn það sem Jósúa blés í áður en múrar Jeríkóborgar hrundu. Líkneskja helgra manna nokkurra er og getið, þar á meðal líkneskis Maríu með Jesúbarnið. Segir að gyðingur nokkur hafi stungið það með hnífi í barkann og hafi þá runnið úr því blóð. Þar er og rit það er drottinn reit sjálfur sínum höndum, o.s.frv. (Alfr. ísl. I. 25-26). Orkar það ekki tvímælis að mjög hefur verið freistandi og vænlegt til sálubóta að heimsækja Miklagarð. St. Jago di Compostella Sá staður, sem í vestur- og suður- hluta Evrópu þótti næstur eða ef til vill að jöfnu ganga við Rómaborg um helgi og til sálubóta, var St. Jago di Compostella á vesturströnd Spánar nyrst. Þar hvílir Jakob Ze- bedeusson, postuli Jesú Krists. Þangað fór Hrafn Sveinbjarnarson og síðar Björn Jórsalafari. En ann- ars þekki eg ekki sagnir um ferðir íslendinga þangað. Ekki verður það efað að suður- göngur íslendinga hafi skipt miklu máli. Um trú manna og guðsdýrk- un hefur þessa fyrst og fremst gætt. Þeir hafa aflað sér helgra dóma eitt- hvað og trú þeirra á mátt þeirra hefur styrkst. Helgisiðum manna sunnar í álfunni hafa þeir kynnst og trúrækslu yfirleitt. Þeir hafa senni- lega orðið flestir hrifnir af ýmsum mannvirkjum og byggingum, sem á vegi þeirra hafa orðið. Þeir hafa, að minnsta kosti sumir hverjir, kynnst siðum og háttum suður- manna og lært ýmsa kurteisi af þeim. Ekki er heldur ólíklegt að suðurgöngurnar hafi skipt nokkru bókmenntalega, einkum um helgi- rit og annálagerð. Sjóndeildar- hringur suðurfaranna hlýtur að hafa víkkað fyrir ferðalög þeirra. Þeir hafa séð svo fjöldamargt sem þá hefur ekki órað fyrir að til væri. Og þeir hafa heyrt svo margt sem þeir höfðu enga hugmynd um áður. Vitanlega hafa lærðir menn og þeir, sem áður höfðu fengið nokkra nasasjón af þeim fræðum sem þá- tímamenn ræktu, haft að þessu leyti meira gagn af ferðum sínum en almenningur. Skortur á mála- kunnáttu hefur verið ólærðum mönnum einkum tilfinnanlegur, en hinir betri klerkar hafa sjálfsagt haft mikil not latínukunnáttu sinn- ar. Þeir gátu bæði lesið rit á latínu og talað við aðra latínulærða menn og hafa sennilega haft nokkurt gagn af hvoru tveggja. Þegar heim kom hafa suðurfarar miðað hér- landsmönnum þeirri þekkingu sem þeir höfðu aflað sér, eftir því sem hver var lagaður til, og eftir því sem þeir máttu við henni taka sem heima sátu. Má og búast við því að ýmiss konar hjátrú, sem vér nú mundum kalla svo, og lygasögur hafi breiðst út frá suðurförum, því að sennilega hafa sumir „krítað lið- ugt“ þegar þeir voru að segja ferða- sögur sínar, enda hefur sjálfsagt kennt misskilnings hjá hvorum tveggja um það sem frá var sagt. Áhrif suðurfaranna á trúarlíf og kirkjuhætti hafa sennilega orðið talsverð og lyft undir kröfur þær sem síðar fer að bóla á um aukin völd klerkdóms og kirkju, þó að lík- lega verði ekki áþreifanlega bent á nokkur sérstök atriði í þá átt.“ Hér verður staðar numið að sinni, en í næsta blaði tekur til við að segja frá suðurgöngum einstakra íslendinga. A Frá grunnskólum p Kópavogs Innritun 6 ára barna, börn fædd 1985, fer fram í skólum bæjarins mánudaginn 22. apríl og þriðju- daginn 23. apríl frá kl. 13.00-16.00. Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem flytjast milli skólakerfa, flytja í Kópavog og/eða koma úr einkaskólum, fer fram sömu daga á skólaskrifstofu Kópavogs, Fannborg 4, kl. 9.00- 12.00. Símar 41988 og 41863. Skólafulltrúi. •jily- TILRAUNASTOÐIN A KELDUM FRÁRÆSISLAGNIR Tilboð óskast í gerð 345 m langrar holræsislagnar frá Keldum sem tengist Grafarvogsræsi. Verktími er til 8. júlí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, Reykja- vik, til og með miðvikudeginum 8. maí gegn 10.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriöjudaginn 14. maí kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK Sama verð og í fyrra Ný sending af ZETOR dráttarvélum á leið til landsins. Við hvetjum bændur til að staðfesta pantanir strax og tryggja sér nýjan ZETOR fyrir sumarið á betra verði en nokkru sinni fyrr. ZETOR 5211 47 hö..........kr. 646.000,- ZETOR 6211 59 hö..........kr. 723.000,- ZETOR 7211 65 hö..........kr. 752.000,- ZETOR 7245 65 hö..........kr. 954.000,- ZETOR 7711 70 hö..........kr. 828.000,- ZETOR 7745 70 hö..........kr. 1024.000,- ZETOR 7711 Turbo 79 hö. .kr. 918.000,- ZETOR 7745 Turbo 79 hö. .kr. 1160.000,- Verð án vsk. og skráningar 19/4 ‘91. ZETOR 7745 Turbo m/Hydrostatik vökvastýri Verðið á ZETOR hefur sjaldan verið betra og endursalan er örugg. Afturhlífar yfir framhjólum Tectyl ryðvörn Útvarp og segulband Leiðbeiningasnælda Vinnuljós framan og aftan Vélartengd loftdæla 100% læsing á framdrifi Lyftukrókur og þverbiti Sjálfstæð fjöðrun á framhjól- um á vélum án framdrifs Vökvastýri Sóllúga Yfirstærð á dekkjum Sérlega rúmgott og hljóðein- angrað ökumannshús w umboðið: «WJl r íslensk-tékkneska verslunarfélagið hf. Lágmúla 5, sími 84525, Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.