Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.04.1991, Blaðsíða 5
Laugardagur 20. apríl 1991 Tíminn 13 hve traustum grundvelli stendur oröstír hans? eða sjónhverfingamaður? fínstilla ameríska lýðræðið") og — bomm — nú er hámarkinu náð. Móses á fjallinu Wolfe stiklar nú á hinum miklu nöfnum: Marx, Weber, Nietzsche. Wolfe hefur miklar mætur á Nietz- sche — höfundi orðanna „Guð er dauður", en hann spáði því að á tutt- ugustu öldinni mundu verða háðar ferlegar styrjaldir, öldin mundi ein- kennast af sjálfseyðingarhvöt og menn muni leita nýrra gilda. Wolfe segir að þessa dagana séu allir að leita trúarlegra lausna. Hann segir að trimmarar öðlist trú- arlega tilfinningu með því að reyna á líkamann og að lyftingamenn bíði eftir „uppljómuninni". En einkum bendir hann á að í viðskiptaskólan- um í Harvard séu menn ekki ein- göngu að sækjast eftir efnalegri vel- gengni lengur. Þeir eru farnir að ræða um siðfræði líka. Sé Wolfe að leika Móses á fjallinu, þá virðist margt orka tvímælis, sem á lögmáls- töflur hans er skrifað. „Ég átti von á meira sannfærandi rökum," sagði Dixon arkitekt á eftir. „Þetta var skemmtilegt spjall — en ég kannaðist við margar af sögun- um“. Sleipur sölumaður Wolfe kann vel að vera skemmtileg- ur og hann bregður sér auðveldlega í líki margra persóna og talar með mismunandi mállýskuhreimi. Hann vill að áheyrendur fari ánægðir heim — og kaupi fleiri bækur eftir Tom- Wolfe. Sé Wolfe kænn skrumari, þá eru hvítu fötin vel valið vörumerki. Þau gegna sama hlutverki og digri vin- dillinn hjá Groucho Marx. Hann hef- ur klæðst svona fötum frá því um 1960 — segir þau vera „skaðlausa ögrun". Hann mun eiga minnst 40 hvíta klæðnaði. Wolfe er enn upp á sitt besta, en hann hefur verið í sviðsljósunum í Bandaríkjunum í þrjátíu ár. Hann hefur alltaf kunnað að velja rétta tímann. Hann velgdi hljómsveitar- stjóranum Leonard Bernstein undir uggum þegar hann ritaði eitt sinn grein (Radical Chick) um hann og hina frjálslyndu vini hans, eftir að þeir höfðu boðið félögum í baráttu- samtökunum Svörtu pardusdýrin í veislu heima hjá Bernstein. Og fleiri goð skulfu á stallinum þegar hann tók nútíma arkitekta til bæna í bók- inni „From Bauhaus to Our House“. Þá fékk og listamafían á Manhattan að finna til tevatnsins í „The Painted Word“. Ríku frúrnar, sem svelta sig til þess að vera gjaldgengar í sam- kvæmislífinu, eru ekki öfundsverðar af myndinni af þeim í „Bálkestinum". Jann Wenner, útgefandi tímaritsins Rolling Stone, segir að hann hafi skiiið tíðarandann og lýst honum betur en nokkur annar. Orð er hann bjó til komust á allra varir. „í fram- tíðinni munu sagnfræðingar skilja Ameríku nútímans best með því að lesa Tom Wolfe,“ segir Wenner. Dickens nútímans En það hlálega er að sextugur er Tom Wolfe sjálfur orðinn að nokkurs konar goði. Hann lifir og hrærist í aflokuðum hópi bókmenntamanna á Manhattan. Þar með er ekki sagt að hann hljóti enga gagnrýni frá öðrum bókmenntapáfum. Nýleg ritgerð Wolfe í tímaritinu Harper’s stórhneykslaði samkvæm- issalina f New York. Hann sagði að hinar innhverfu og rýru skáldsögur á síðari hluta 20. aldarinnar hefðu engu hlutverki að gegna. Það væri hann, Wolfe, sem bæri kyndil þeirra Dickens og Thackeray. Hann ritaði samskonar stór og digur raunsæis- bókmenntaverk. Hér þótt mönnum Wolfe slá öll met ósvífninnar. En það sem mest hefur farið í taug- arnar á betra fólkinu er að Wolfe fæst ekki til að fylgja neinni réttlínu. Þeg- ar það var alveg dottið úr tísku að skrifa um stríðshetjur ritaði hann metsölubók um efnið — „The Right Stuff“. í „Bálkestinum" lýsir hann ótta rfkra, hvítra At^eríkana við þá svörtu. „Hann er broddfluga," segir Craydon Carter, ritstjóri skopblaðs- ins Spy. „Hann hefur gaman af því að\ viðra óvinsælar skoðanir." Tvímælalaust er hann stjarna og eins og allar stjörnur í Ameríku verður hann að brosa rétt, taka í hönd fjölda manna og árita bækur. Að fyrirlestrinum í Tampa loknum mun hann sækja kampavínsveislu, sem hann hefur fallist á að þiggja af þeim bókmenntasinnuðu í borginni. Þeir mæta með snjáð eintak af „From Bauhaus to Our House" í vas- anum og vonast eftir að fá tveggja mínútna áheyrn mannsins í hvítu fötunum. Fyrirlestri Wolfes er nú komið að nútímanum. Hvað um hinn trú- hneigða tíunda áratug, Tom? Mun hann liggja á bæn lon og don? Fátt um svör En þegar Wolfe á að fara að svara fýr- irspurnum vefst honum furðu mjög tunga um tönn. Nú er minna um handatilburðina og alvöruþungann, sem hann beitti í ræðustólnum. Hann er næstum vandræðalegur. „Siðrænn trúarhiti er einmitt þetta — hiti!“ segir hann hæglátlega. „Það er of snemmt að segja hvað gerist, ef ný trúarbrögð ryðja sér til rúms. Ég veit ekki hvort þau munu endast. A sinn hátt er níundi áratugurinn enn ekki liðinn." Ég spyr mig hvort þessi heims- kunni veðurhani tíðarandans sé bara þreyttur í kvöld. Þessi næmi skynjari virðist einskis hafa orðið var er tíð- indum sætir. En hvað ber nýr áratugur í skauti sér? Menn vilja að vitringurinn segi sér það. „Ég bíð fram til ársins 1998 með að kveða upp úr um það,“ segir hann varlega. En til hvers var hann þá að halda fyrirlestur með svo stóru nafni? „Það er miklu auðveldara að tala en að skrifa," segir hann og lík- lega eru það mestu vísdómsorð hans í kvöld. Samt fær hann hinar ágætustu undirtektir hjá frammámönnum borgarinnar, eins og Arnold Kotler, sem er stórathafnamaður og hefur lesið hvert orð er Wolfe hefur skrif- að. Hann gengur fram og aftur um salinn, prúðmannlegur og fjarlægur og togar í ermalíningarnar, eins og prinsinn af Wales. Satt að segja gæti hann verið Karl prins, svo lotningar- fullir eru nærstaddir. „Hann er sá mesti," segir Shelton og heldur á safni blaðagreina frá sjö- unda áratugnum eftir Wolfe. Þetta er einmitt það sem Wolfe vill heyra. Hann er ritstritarinn, sem vill að af- urðir sínar séu bundnar í gyllt leður, en ekki pakkaö utan um fiskinn. Hann vill vera höfundur kenniorða dagsins í dag. „Radical Chic" má nú segjast hafa verið meitluð í stein og sama má segja um „Me Decade" og „Social X-Ray“. Kannske eigum við von á bók með nafninu „Siðrænn trúarhiti". „Verk hans munu lifa," segir Kotler af sannfæringarkrafti postulans. Það álítur Wolfe greinilega líka. Hann hlýtur hjartanlegt lófatak og menn færa honum gjöf. „Bókin mun lifa!" hrópar hann og lyftir upp handleggjunum, eins og boxari í hringnum. Þar með hverfur hann af vettvangi með Wolfe- aðdá- endurna í halarófu á eftir sér.“ Innkaupastofnun ríkisins, fyrir hönd Rikisspitala, óskar eftir til- boðum í unnið DILKAKJÖT. Gerður verður samningur til eins árs um sölu á dilkakjöti til eld- húsa Rikisspítala. Á árinu 1990 keyptu eldhús Ríkisspítala um 32,2 tonn af dilkakjöti, þar af 13,0 tonn af úrbeinuðum lærum, 9,4 tonn af smásteik og 3,0 tonn af úrbeinuðu hangikjöti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykja- vík, gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. apríl 1991 kl. 11. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVÍK ÞJÁLFUNAR- OG RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS, EGILSSTÖÐUM Tilboð óskast i innri frágang Þjálfunar- og ráðgjafarmiðstöðvar svæðisstjórnar fatlaðra á Austurlandi. Húsið stendur við Árskóga á Egilsstöðum og er 488 m2. Verktími ertil 15. febrúar 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með miðvikudeginum 8. maí gegn 10.000,- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 14. maí kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVlKURBORGAR Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími 678500 Fax 686270 STARFSMAÐUR Starfsmann vantar í eldhús og við þrif að Dal- braut 18-20. Upplýsingar gefur forstöðumaður í Norðurbrún 1 og í síma 686960. Umsóknarfrestur er til 26. apríl nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. FÉLAGSRÁÐGJAFAR Félagsráðgjafa eða fólk með hliðstæða menntun (t.d. á sviði sálar- eða uppeldisfræða) vantar til starfa við fjölskyldudeild, Hverfi II og Hverfi III. Um er að ræða nýjar stöður. Upplýsingar gefur Auður Matthíasdóttir í síma 74544 og Erla Þórðardóttir í síma 678500. Um- sóknarfrestur er til 2. maí nk. SUMARAFLEYSINGAR Fjölskyldudeild auglýsir eftir fólki í sumarafleys- ingar í júní-ágúst. Menntun á sviði félags-, upp- eldis- eða sálarfræði æskileg. Upplýsingar gefur yfírmaður fjölskyldudeildar í síma 678500. ÚTBOÐ Bæjarsjóður Hafnarfjarðar óskar eftir tilboðum í malbiksyfirlagnir sumarið 1991. Um er að ræða viðgerðarvinnu á eldra malbiki víðs vegar um bæinn, svo sem holuviðgerðir, af- réttingu, hjólfarafyllingu og malbiksyfirlögn. Útboðsgögn verða afhent, frá og með þriðjudeg- inum 23. apríl nk., á skrifstofu bæjarverkfræð- ings í Hafnarfirði, Strandgötu 6, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 30. apríl kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurínn í Hafnarfírði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.