Tíminn - 14.05.1991, Síða 2

Tíminn - 14.05.1991, Síða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 14. maí 1991 Skýrsla um tæringu ofna í Seljahverfi: Kalt rann inn á heitt vatn Þrír nýir þingmenn Framsóknarfiokksins tóku sæti á 114. Aiþingi, sem sett var í gær. Þeir eru Finnur Ingólfsson Reykjavík, Ingibjörg Pálmadóttir Vesturlandi og Jóhannes Geir Sigurgeirsson Noröurlandi eystra. Timamynd: Árni Bjama Forsætisráðherra hugðist láta sjónvarpa því þegar hann læsi upp tilkynningu frá ríkisstjórninni: 114. ALÞJNGI VAR SEn IGÆR Alþingi íslendinga, það 114. í röðinni, var sett í gær við hátíðlega athöfn. Þetta þing kemur fyrst og fremst til með að fjalla um tvö mál: frumvarp til laga um breytingu á stjórnarskrá og frumvarp til nýrra þingskapalaga. Áður en þing var sett gengu þing- menn til kirkju og hlýddu á messu sem séra Geir Waage, sóknarprestur í Reykholti, söng. Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, setti þingið, en síðan tók Matthías Bjarnason, aldursforseti, við stjórn þingsins. Síðan var þingfundi frestað. Það heyrir til undantekninga að Al- þingi sé sett að sumri til. Það var síðast gert árið 1974, en þá var þing sett á Þingvöllum ti! að minnast 1100 ára íslandsbyggðar. Alþingi var einnig sett sumarið 1959 og sumar- ið 1946. Fyrr á öldum var það hins vegar regla að þinghald færi fram á sumrin og stóð þá oftast nær í tvo mánuði. Vetrarþing var fyrst haldið árið 1909. Árið 1920 komst á sú regla að þing væri sett í febrúar, en eftir lýðveldisstofnunina var farið að setja Álþingi í október. Ástæðan fyrir því að þing er kallað svo snemma saman er sú að síðasta „Stórkostleg viðbrögð“ Alls söfnuðust í kringum 22 millj- ónir í landssöfnun Rauöa krossins til styrktar stríöshrjáðum, sem fram fór um helgina. Skafti Jóns- son hjá Rauða krossinum sagöist vera ánægöur með jákvæö viðbrögð almennings gagnvart söfnuninni. Stefnt var að því að safna25 millj- ónum. í gær voru komnar í sarpinn um 22 milljónir og þó er söfnuninni ekki endanlega Iokið. Eftir er að fara í fýrirtæki og eins hafa einstaka staðir úti á landi enn ekki skilað af sér. Sagðist Skafti Jónsson því vera vongóður um að það takist að ná settu marki þegar allt hefur skilað sér. „Við erum mjög ánægð með við- brögð almennings, þau voru stór- kostleg í einu orði sagt. Einnig feng- um við mjög marga sjálfboðaliða til starfa, þeir hafa verið vel á annað þúsund í það heila.“ -sbs. þing samþykkti að gera þær breyt- ingar á stjórnarskrá íslands að Al- þingi starfi framvegis í einni mál- stofu. Til að þessi breyting öðlist lagagildi þarf nýkjörið Alþingi að samþykkja breytinguna. Gamla þingið undirbjó einnig frumvarp til nýrra þingskapalaga, en þar er um að ræða breytingar sem eru í tengsl- um við umrædda stjórnarskrár- breytingu. Gert er ráð fyrir að þetta þing samþykki ný þingskapalög. Ekki er gert ráð fýrir að þingið taki önnur mál til umfjöllunar. Hins veg- ar er ekki hægt að banna þingmönn- um að leggja fram frumvörp eða þingsályktunartiilögur. Ólíklegt er talið að mikið verði um það. Lík- legra er að óskað verði eftir umræð- um utandagskrár, t.d. um hallann á fjárlögum eða samningana um Evr- ópskt efnahagssvæði. Á morgun verða kjörnir þingforset- ar. Gert er ráð fyrir að Saiome Þor- kelsdóttir verði kjörin forseti sam- einaðs þings. Ekki er búist við að kosið verði í þingnefndir, heldur að kosið verði í sérstaka nefnd sem fær það hlutverk að fjalla um málin tvö sem þinghaldið snýst um. Ríkisstjórnin fýrirhugaði að efna til stjórnmálaumræðna um tilkynn- ingu frá forsætisráðherra og að um- ræðunni yrði sjónvarpað. Ekki átti að vera um eiginlega stefnuræðu forsætisráðherra að ræða, því að samkvæmt lögum verður forsætis- ráðherra að leggja ræðuna fram skriflega viku áður en hún er flutt, svo að stjórnarandstöðunni gefist tækifæri til að kynna sér hana. Eng- in fordæmi eru fyrir því að efnt sé til beinnar sjónvarpssendingar um ein- hvers konar tilkynningu frá forsæt- isráðherra og því mótmælti stjórn- arandstaðan þessari málsmeðferð. Nú eru horfur á að stefnuræðan verði flutt 22. maí. Þrír þingflokkanna hafa kosið sér nýja formenn. Geir H. Haarde er nýr þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, en hann tók við af Ólafi G. Einarssyni sem er orðinn mennta- málaráðherra. Þingflokksformaður Alþýðuflokksins er Össur Skarphéð- insson. Fyrirrennari hans, Eiður Guðnason, er orðinn umhverfisráð- herra. Anna Ólafsdóttir Björnsson hefur verið kosin formaður þing- flokks Kvennalistans, en hún tók við af Málmfríði Sigurðardóttur sem náði ekki kjöri í síðustu kosningum. Þingflokksformaður Framsóknar- flokksins er Páll Pétursson og þing- flokksformaður Alþýðubandalagsins er Margrét Frímannsdóttir. -EÓ Hitaveitan hefur sent frá sér skýrslu um tæringu ofna í Seljahverfí. Höf- undar hennar eru Ásbjöm Einars- son og Einar Gunnlaugsson hjá Verkfræðiþjónustu þess fýrmefnda. Þeir rekja tæringuna til þess að súr- efnisríkt, kalt vatn hafi komist í heita vatnið. Til úrbóta vilja þeir að þrýstingur heita vatnsins veröi auk- inn þannig að hann veröi alltaf meiri en þrýstingur kalda vatnsins. Vegna þess að: „Húseigendur verða mun fyrr varir við miilirennsli á heitu vatni yfir í kalda vatnið, þannig að líta má á það sem skárri kost,“ eins og þar stendur. Skýrslan verður fijótlega rædd í borgarráði. I mars 1988 bárust Hitaveitunni til- kynningar um leka stálofna í nokkr- um húsum í Seljahverfi. Þar sem uppleyst súrefni tærir stál var súrefni í heita vatninu mælt. Það reyndist nokkuð. Töldu menn að þar væri skýringin komin. Ákveðið var að blanda brennisteinsvetni, sem hverf- ist við súrefni, í heita vatnið. Var allt tíðindalaust um tíma. Haustið 1989 bárust fleiri tilkynn- ingar. Meira brennisteinsvetni var sett í vatnið. Þó fjölgaði tilkynning- um. Þær voru nær allar úr Selja- hverfi. Þegar aðstæður þar voru skoðaðar kom í ljós að götuþrýsting- ur á köldu neysluvatni er víðast meiri en á hitaveituvatninu. Það er fátítt í Reykjavík. Með þessu getur kalda vatnið runnið yfír í heita vatnið og skýringin er fundin. Millirennsli getur stafað af tvennu. Annað hvort kemst kalt vatn inn á dreifikerfið vegna rangra eða bilaðra tenginga hjá stórum notendum. Eða að millirennsli er í einstökum hús- um sem búin eru sjálfvirkum blönd- unartækjum, „einnar handar loka“. Þar sem fýrri skýringin þótti senni- legri var ákveðið að auka framrennsl- isþrýsting hitaveitunnar þannig að hann væri alltaf meiri en á kalda neysluvatninu. Um tíma bárust held- ur engar tilkynningar. Á útmánuðum 1991 hófst ófriður- inn á ný. Var þrýstingur vatnsins þá enn mældur. Reyndist hann nánast jafnmikill á heita vatninu og því kalda. Nú er reynt að sanna að kalt vatn renni yfir í heita vatnið í ein- stökum húsum. Það gæti reynst erf- itt, að minnsta kosti mjög tímafrekt. Prófanir hafa á hinn bóginn sýnt að alls ekki er hægt að treysta því að ein- streymislokar hindri rennsli á köldu vatni í ofnlagnir húsa, ef þrýstingur kalda vatnsins er meiri en heita vatnsins. Sama gildir um sjálfvirk blöndunartæki og „einnar handar Ioka“. Ásbjöm Einarsson og Einar Gunn- laugsson leggja m.a. til „að þrýsting- ur heita vatnsins verði aukinn í Selja- hverfi, þannig að hann verði ávallt hærri en þrýstingur kalda vatnsins eftir hemlun í inntaksgrind. Húseig- endur verða mun íýrr varir við milli- rennsli á heitu vatni yfir í kalda vatn- ið, þannig að líta má á það sem skárri kost, ef um millirennsli er að ræða. Fylgjast þarf vel með því, að þrýst- ingsmunurinn haldist við öll skilyrði. Hönnunarforsendur Hitaveitunnar ættu og að vera þannig í framtíðinni, að millirennsli á köldu í heita vatnið geti ekki komið fýrir." Margir húseigendur hafa orðið fýrir miklu fjártjóni vegna tæringar ofna. Á fundi borgarstjórnar 20. desember 1990 var borgarlögmanni falið að segja af eða á um hugsanlega ábyrgð og bótaskyldu Hitaveitunnar. Borg- arlögmaður komst að þeirri niður- stöðu að Hitaveitan væri í engu bóta- skyld. Þar með er ekki öll sagan sögð. Á næstunni verður málið tekið fýrir á fundi borgarráðs. -aá. Þrýst á hvalveiðiráðið úr öllum áttum: Lífsbjörg í norðurhöfum til höfuðs Grænfriðungum Vísindanefnd Alþjóða hvalveiði- ráðsins fundar nú í Reykjavik. Að því verki loknu hefst ársfundur Hvalveiðiráðsins. Þar sitja margir merkir menn. Fleiri eru væntanleg- ir. Fæstum kemur á óvart að Græn- friðungar hafa, að gefnu tilefni, boðað komu sína hingað. En nú hafa ný samtök, „Survival in the High North“, tilkynnt fýrsta aðal- fund sinn hér í Reykjavík 26. maí. Þetta eru grasrótarsamtök stofnuð til höfuðs Grænfriðungum, ætlað að rétta af þann áróður sem þeir hafa haldið uppi. Landssamband íslenskra útvegs- manna og Sjómannasamband ís- lands eru aðilar að Survival in the High North. Óskar Vigfússon, for- maður Sjómannasambandsins, seg- ir: „Okkar markmið er að gæta hags- muna þeirra þjóða sem þurfa að nýta auðlindir sjávar, þar á meðal hvalinn. Við viljum reyna að rétta við þann einhliða áróður sem á fólki dynur. Samtökin eru ný, voru stofnuð á ársfundi Hvalveiðiráðsins í fýrra. Aðilar eru nokkur bæjarfélög í Norður-Noregi, Nordisk Fiskerlag, Sjómannasamband Færeyja, Sam- tök útgerðarmanna á Grænlandi, Landssamband íslenskra útvegs- manna og Sjómannasamband ís- lands. Það er viðbúið að fleiri komi til liðs við okkur á fundinum hér í Reykjavík. í vetur hafa okkar menn rætt við stjórnmálamenn, einkum í Svíþjóð og Danmörku. Árangurinn hefur kannski ekki verið eins góður og við væntum. En þetta er aðeins byrjun- in, við höidum ótrauðir áfram,“ seg- ir Óskar Vigfússon. -aá. Sigurður Ágústsson tónskáld er látinn Sigurður Ágústsson, tónskáld og söngstjóri í Birtingaholti í Hruna- mannahreppi, lést aðfaranótt sunnu- dagsins sl. á áttugasta og fimmta ald- ursári. SigurðurÁgústsson var bóndi í Birt- ingaholti og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fýrir sveit sína og var m.a. hreppstjóri um árabil. Þá var hann skólastjóri barnaskólans að Flúðum. Sigurður Ágústsson hóf ungur tón- smíðar og eftir hann liggur fjöldi tón- verka af ýmsu tagi. Þá stofnaði Sig- urður Hreppakórinn og var alla tíð driffjöður í tónlistarlífi síns heima- héraðs. Hann var kennari og skóla- stjóri Tónlistarskóla Ámessýslu um árabil og organisti í kirkjunum að Hrepphólum og Hruna. Sigurður var sæmdur riddarakrossi íslensku falka- orðunnar og var heiðursborgari í Hrunamannahreppi. Eiginkona Sigurðar var Sigríður Sigurfinnsdóttir. Hún lést árið 1983. ■Þau eignuðust sjö böm.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.