Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 14. maí 1991 Tíminn 5 Átján ær hafa gengið úti í vetur í norðanverðum Patreksfirði. Hugsanlega hafa þær verið þarna í tvo eða þrjá vetur: Útigangsær í Patreksfiröi Fundur ráðherra EB og EFTA þar sem reka átti lokahnykkinn á samningavið- ræður um evrópskt efnahagssvæði: Orófómurum tilhliðrun? Talið er a.m.k. átján kindur hafi gengið úti í vetur í norðanverðum Patreks- fírði. Ekki er talið útilokað að ærnar hafí dvalið þarna lengur en einn vetur. Famar hafa verið nokkrar ferðir til að reyna að handsama féð, en það hefur gengið illa vegna þess að það er mjög styggt. Fyrír páska tókst Unnsteini Pálssyni, sjómanni á Patreksfírði, að handsama þrjár kindur. Hann hefur sinnt þeim síðan og í lok aprfí eignuðust tvær þeirra lömb. Menn urðu fyrst varir við æmar þar sem þær voru að kroppa í fjallinu fyr- ir ofan Patreksfjörð. Síðar urðu sjó- menn varir við kindumar f fjörunni þegar þeir sigldu út fjörðinn. í mars og apríl voru gerðar tilraunir til að handsama kindumar, en það gekk illa vegna þess að æmar em sérstaklega styggar og yfir mjög erfítt land að fara. Fyrir páska fór Unnsteinn með hund í göngutúr út með firði og náði þá þrem kindum, einni veturgamalli á og tveimur tveggja eða þriggja vetra. Hann komst með þær heim með því að beita ýmsum kúnstum við flutn- ingana. Hann fékk síðan lánað gamalt fjárhús og útvegaði sér hey og hefur, ásamt konu sinni og bróður, alið þær þar. Kindumar þrjár bera greinileg merki kuldans sem getur verið mikill á þessum slóðum, ekki síst þegar saman fer mikið frost og hvass vind- ur. Eyru ánna eru kalin og sama má segja um skinn víðar á höfði þeirra. Unnsteinn sagði að æmar væru allar ómarkaðar og hann sagðist vera full- viss um að þær hefðu aldrei komið á hús. Sé þetta rétt, bendir flest til að æmar hafi lifað þama tvo eða þrjá vetur. „Æmar Voru ljónstyggar og það var erfitt að eiga við þær til að byrja með. Þær hafa róast mikið síðan og núna er hægt að klappa þeim,“ sagði Unn- steinn. Unnsteinn sagði að æmar hefðu ver- ið illa á sig komnar þegar hann náði þeim. Hagar á þessu svæði eru nánast engir, en fjörubeit er nokkur og lík- legt er að hún hafi bjargað þeim. Auk þess geta þær komist í lyng og mosa. ,Af þessum þrem ám var ein vetur- gömul og hún var ákaflega létt. Ég gat auðveldlega tekið hana undir aðra hendina og haldið á henni eins og hvolpi. Ég var hálf hissa á að æmar skyldu geta borið lifandi lömbum," sagði Unnsteinn. Hann sagði að æm- ar væru fomar að braggast Til merk- is um það nefndi hann að þær hefðu fljótlega gengið úr ullinni, en þær voru í tveimur og þremur reyfum. Það var í lok apríl sem tvær kind- anna báru. Lömbin eru spræk og dafna vel, þrátt fyrir að mæður þeirra hafi mátt þola erfiðan vetur og lítið og Iélegt fæði. Unnsteinn sagðist hafa haft hug á að ná hinum kindunum, en sagði að það gæti orðið erfiðara núna. Þær séu famar úr fjörunni og komnar eitt- hvað inn á fjall. Unnsteinn sagðist hafo gert sér ferð 1. maí út fyrir bæ- inn í þeim tilgangi að reyna að finna ærnar. Hann sagðist þá hafa séð átta kindur og fjórtán nýborin lömb. Ólafur Amfjörð, sveitarstjóri á Pat- reksfirði, ákveður hvað gera á við æmar. Hann sagðist gera ráð fyrir að með þær yrði forið eins og hvert ann- að óskilafé sem ekki tekst að bera kennsl á, en slíku fé ber að lóga á kostnað sveitarsjóðs. Það verður væntanlega gert í haust. Unnsteinn sagðist hins vegar hafa hug á að eign- ast kindumar og þá væntanlega lóga þeim í haust. Hann sagði að vanda- málið væri bara hvað ætti að gera við þær í sumar. Hann sagði að sér hefði dottið í hug að geyma þær í einni af Breiðafjarðareyjum. -EÓ Síðast þegar fréttist í gær- kvöldi virtist eitthvað þokast í samkomulagsátt í viðræðum EB og EPTA um myndun evr- ópsks efnahagssvæðis í Brus- sel. Ráðherrar frá aðildarlönd- um EB og EFTA funduðu í gærkvöldi eftir að embættis- menn höfðu fundað, en ljóst var eftir fundina í gærdag, að EB mun ekki gefa eftir með kröfur um aðgang að fiskimið- um íslendinga og Norðmanna í staðinn fyrir tollaívilnanir. í fréttum RÚV kl. 22 var greint frá því að Norðmenn og íslendingar hefðu gefið ádrátt um veiðar EB- þjóða úr sameiginlegum fiskistofn- um sínum. Þetta var haft eftir ut- anríkisráðherra Dana, Uffe EHe- mann Jensen. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra í gærkvöldi vegna þessara frétta. Eitthvað þokaðist í samkomulag- sátt í gær í einstökum málum, m.a. náðist samkomulag um sérstakan dómstól EB og EFTA þar sem meirihluti dómenda yrði frá EB. í fréttaskeytum Reuters síðdegis í gær kom fram að flest benti til að ótímabært hefði verið að boða til þessa fundar. Margir hefðu orðið fyrir vonbrigðum þegar það hafi verið ítrekað að tollaívilnanir kæmu ekki til greina án þess að floti EB fengi að veiða 30 þúsund tonn innan lögsögu íslands og Noregs. —SE 100 ára sparisjóður Frá Stefáni Císlasyni, fréttaritara Tímans á Hólmavík. Sparisjóður Kirkjubóls- og Fella- hreppa í Strandasýslu er 100 ára á þessu árí. Afmælisins var minnst með kaffisamsæti í Sævangi sl. sunnudag, að loknum aðalfundi sjóðsins. Sparisjóðurinn var stofnaður að Heydalsá í Kirkjubólshreppi 19. janúar 1891. Aðalhvatamenn að stofnun sjóðsins voru þeir Guðjón Guðmundsson alþingismaður á Ljúflingsstöðum og sr. Arnór Árna- son á Felli. Samkomulag þeirra ná- grannanna þótti ævinlega stirt, en þeir stóðu þeim mun þéttar saman um hagsmunamál byggðarlagsins, svo sem stofnun sparisjóðsins og fleiri mál. Starfsemi sparisjóðsins hófst í raun 20. janúar 1891, en þá lagði Bogi Benediktsson inn fyrstu peningana, kr. 19,70. Fyrstu árin stækkaði sjóð- urinn hægt, en á síðustu árum hafa umsvifin vaxið jafnt og þétt. Sam- kvæmt ársreikningum sjóðsins fyrir síðasta ár voru heildarinnlán hjá sjóðnum í árslok 1990 101,3 millj- ónir króna og höfðu þá aukist um 21,3% frá fyrra ári. Hagnaður á ár- inu 1990 var rúmar 5 milljónir króna og eiginfjárhlutfall í árslok 49%, reiknað samkvæmt lögum um sparisjóði. í 100 ára sögu sjóðsins hefur aldrei tapast svo mikið sem ein króna f sambandi við útlán. í tilefni aldarafmælisins ákvað stjórn sparisjóðsins að veita fjórum aðilum fjárstyrki, hvern að upphæð 125 þúsund. Þessir aðilar eru Hólmavíkurkirkja, Kollafjarðar- kirkja, Björgunarsveitin Björg á Drangsnesi og Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík. Auk þess færði stjóm sparisjóðsins lestrarfé- lögunum í Kirkjubóls- og Fella- hreppum bókagjafir. Sparisjóðsstjóri er Grímur Gísla- son og hefur hann gegnt starfinu í 15 ár. Sjóðurinn er til húsa á heimili sparisjóðsstjórans að Kirkjubóli, en þar hefur sjóðurinn haft aðstöðu óslitið frá árinu 1946. Auk spari- sjóðsstjórans er einn starfsmaður. Stjórnarformaður Sparisjóðs Kirkjubóls- og Fellahreppa er Jón Gústi Jónsson í Steinadal. Lelkskólinn við Áffaheiði sem opnaður var sl. föstudag. Kópavogur: Timamynd: PJetur Síóastliðinn föstudag var opnað- ur nýr leikskóli í Kópavogi, og er hann við ÁifaheiðL Hann er sér- staklega hannaður með sveigjan- lega starfsemi í huga. Húsið er teiknað af Sigurði Harðarsyni aridtekt, en aðrir hönnuðir eru Gunnar- Ólafsson verkfræðingur og Auður Sveins- dóttir iandslagsaridtekt. Bygging- arframkvæmdir hófust haustlð 1989 og er þetta einnar hæðar, 600 fermetra timburhús sem skiptist í þrjár deildir. Kostnaður með öllum búnaði, lóð og leik- tækjum er um 73 miiljónir króna. Á Áifaheiði geta dvalist um það bii 100 börn, 4 tfí 9 klukkustund- ir i dag og er samaniagður dvaiar- tfmi baraanna um 600 stundir á dag. Stöðugiidi starfsmanna eru 1,2 og ieikskólastjóri er Óiína Geirsdóttir fóstra. -sbs. Bændaskólinn á Hólum hefur fengið heimild til að útskrifa stúdenta: 23 búfræðingar útskrifuðust Frí Guttormi Óskarssyni, frettaritara Tímans á Sauöáricróki: Bændaskóianum á Hólum í Hjaltadai var siitið föstudaginn 3. maí við há- tiðlega athöfh í Hóladómkirkju að viðstöddu fjölmenni. Sr. Sigurður Guðmundsson vígslubiskup flutti hugvekju. Kirkjukór Hóladómkirkju söng við undiríeik Pálínu Skúladótt- ur. 23 búfræðingar útskrifuðust, 13 af búfræðibraut og 10 af fiskeldisbraut. Hæstu einkunn á búfræðiprófi hlutu Ásdís E. Gísladóttir frá Hofsá í Svarf- aðardal og Valdimar Ó. Sigmarsson frá Sólheimum í Sæmundarhlíð, Skagafirði. Þau fengu 1. einkunn 8,9, og hlutu veglega bókagjöf frá Búnað- arfélagi íslands. Skólinn var fullsetinn í vetur sem undanfarin ár. Tvær meginbrautir eru við skólann, fiskeldisbraut og bú- fræðibrauL Búfræðibrautin skiptist svo í hrossarækt og reiðmennsku annars vegar og almenna búfræði hins vegar. Verkleg kennsla, einkum í reiðmennsku, var stóraukin í vetur. f ræðu skólastjóra, Jóns Bjamasonar, kom fram að skólinn hefur fengið heimild til að brautskrá stúdenta sam- kvæmt sérstakri námsskrá. Meginmarkmið skólans er sérhæft búfræði- og fiskeldisnám, en þeir nemendur, sem lokið hafa ákveðnum einingaijölda í framhaldsskóla og þ.á m. almennum kjama til stúdentsprófs í íslensku, stærðfræði og erl. tungu- málum, eiga þess nú kost að ljúka stúdentsprófi frá Hólaskóla. Með sérstakri yfirlýsingu landbúnað- arráðherra sl. vetur er stefnt að aukn- um rannsóknum og tilraunum í fisk- eldi og fiskirækt á vegum Bændaskól- ans í samvinnu við Hólalax hf. og Veiðimálastofnun á Hólum. Verður höfuðáhersla lögð á bleikjurannsókn- ir og bleikjukynbætur. Er mjög mikil- vægt fyrir skólann að geta tengt sam- an rannsóknir og kennslu. Nú í vor stofhuðu nemendur, starfs- fólk og skólinn, Nemendagarða Hóla- skóla. Það er sjálfstæð stofnun sem hefur að markmiði byggingu og rekst- ur leiguíbúða fyrir nemendur skólans. En húsnæðisskortur háir nú starf- semi skólans. Gert er ráð fyrir að Nemendagarðamir eignist fyrstu íbúðimar nú í haust. Hafin er bygging Ijárhúsa fyrir lið- lega 300 fjár og gert er ráð fyrir að byggingu þeirra ljúki á næsta ári. Fjölbreytt námskeiðahald og endur- menntunarstarf fer fram á vegum skólans. Námskeiðin eru yfirleitt 3- 6 daga og tekið er fyrir ákveðið afmark- að eftii. Liðlega 400 manns sóttu slík námskeið við skólann á síðasta ári. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir þessi námskeið, en aukin þekking, fæmi og símenntun er for- senda þess að landbúnaðurinn bæti samkeppnisaðstöðu sína.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.