Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 10

Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 14. maí 1991 Laxeldisstöðin í Kollafirði er brautryðjandi í laxahafbeit. Ljósmynd R.H. Laxahafbeitin í örum vexti Stífla og móttökubúnaður hjá Dalalaxi í Saurbæ. Ör þróun er þessi árin í iaxahafbeit- inni hér á landi. Sumarið 1990 komu úr sjó 91 þúsund laxar í 13 hafbeitarstöðvar. Það er mesti fjöldi laxa sem fengist hafði úr hafbeit á einu ári til þessa. í sumar má vænta veruiegs fjölda laxa inn í hafbeitar- stöðvarnar. Ef gert er ráð fyrir 5% endurheimtu má ætla að tæplega 300 þúsund laxar komi í stöðvarnar í sumar, bæði átsfiskur úr sjó og eldri lax. Á sumrinu 1990 var sleppt 5,6 milljónum gönguseiða í sjó frá hafbeitarstöðvunum, en á þessu sumri er stefnt að því að sleppa í haf- beit 6 milljónum gönguseiða af laxi, samanber skýrslu Veiðimálastofn- unar. íslendingar forystuþjóð íslendingar eru forystuþjóð á sviði laxahafbeitar við Atlantshaf, en um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því að þetta starf hófst með stofnun Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði. Nokkrum árum síðar reis Lárós- stöðin á Snæfellsnesi. Nú eru 13 hafbeitarstöðvar í rekstri, sem fyrr greinir, og má í því sambandi meðal annars nefna Vogalax hf. á Vatns- leysuströnd, Silfurlax hf. í Hrauns- firði á Snæfellsnesi og hafbeitarstöð Dalalax hf. í Saurbæ í Dölum. Laxveiðikvótakaupin Nýlega hefur verið gerður samn- ingur við Færeyinga um kaup á lax- veiöikvóta þeirra til þriggja ára. Það er Alþjóðlega laxakvótakaupanefnd- in undir forystu Orra Vigfússonar sem hefur komið þessu í kring. Er gert ráð fýrir að hlutur íslendinga í kvótakaupunum nemi um þremur milljónum króna á ári. Þá hafa bor- ist fréttir um að stjórnvöld á Græn- landi séu tilbúin aö ræða laxakvóta- mál, en hvort að það verði gert á svipuðum nótum og við Færeyinga er of snemmt að segja til um á þess- ari stundu. Sjóræningjar flæmdir brott Þá hefur tekist að fá stjórnvöld í Póllandi og Panama til þess að hætta að veita afdrep svonefndum sjóræningjabátum sem stundað hafa veiðar á laxi á svonefndu Gráu svæði í hafinu norðan Færeyja. Talið er að veiðst hafi á þessu ári 600 lest- ir af laxi 1990. Með þessu er fokið í flest skjól hjá laxveiðiþjófum þess- um. Eins og menn muna tóku Dan- ir fast á þeim bátum sem brutu lax- veiðibannið og eru þau mál fyrir dómstólum. Aukið veiðieftirlit Með minnkandi laxveiði í úthafinu mun laxinn skila sér í vaxandi mæli á heimastöðvarnar í ánum. Þessi hagstæða þróun með laxakvóta- kaupum og upprætingu á ólögleg- um veiðum í úthafinu eykur þrýst- ing á okkur sjálfa að standa vel í stykkinu í þessum efnum. Við get- um sjálfir ekki horft upp á það að lax sé veiddur ólöglega við strendur ís- lands hvorki í blóra við silungsveiði- heimildir né á annan hátt. Aukið veiðieftirlit þarf hér til að koma, svo að öruggt sé aö óviðkomandi aðilar fái ekki færi á að valda tjóni á þeim verðmætum sem laxveiðiárnar gefa hinum strjálu byggðum landsins bæði beint og óbeint. Þá hafa haf- beitarstöðvar lagt stórfé í fram- leiðslu gönguseiða. Þær þurfa því að fá sína uppskeru óskipta, sem skilar einnig verulegum tekjum til byggð- arlaganna. Á hinn bóginn hefur komið fram gagnrýni á fyrirkomu- lag á töku lax í sumum hafbeitar- stöðvum, bæði frá veiðiréttareig- endum og samtökum stangaveiði- manna. Villti laxastofninn og fískeldi Ljósmynd Einar Hannesson laxi í heiminum var á árinu 1990 224.000 lestir. Á hinn bóginn voru nytjar af villta laxastofninum tæp- lega 5.000 lestir hið sama ár. Á þessu sést að eldislaxinn er um 45 sinnum meiri en veiði á villtum laxi. Hins vegar er talið að inn í tölur um veiði á villtum laxi megi bæta um 40% vantalið, að dómi fróðra manna er- lendis um þetta efni. Verður heildar- veiði þá um 7.000 lestir sé þessu bætt inn í heildartölurnar. Er lax- eldisframleiðslan því 30 sinnum meiri en nemur veiði á villtum laxi í laxveiðiánum, við sjávarstrendur og úti í hafi. Með þetta í huga er ekki að undra þó að ýmsir veiðiréttareigendur hafi áhyggjur af framtíð villta laxastofns- ins. Það þarf ekki mikið út af að bera til þess að mikill fjöldi eldisfiska geti orðið að flökkufiskum, sem fyrr eða síðar leita í laxveiöiárnar, eins og reynslan hefur sýnt. Fyllsta ástæða er til þess að hafa í framtíöinni mikla aðgát í þessum efnum, svo tryggt sé að villti laxastofninn fái frið á sínum heimavelli fyrir að- komufiski og erfðablöndum stofns- ins sé þar með útilokuð. Sé laxeldisframleiðslan 1990 skoð- uð kemur í Ijós að Norðmenn eru stórtækastir í eldinu, en þeir fram- leiddu 158.000 lestir af eldislaxi. Næstir koma Skotar með 32.000 lestir, síðan Færeyingar með 13.000 lestir, þá írar með 8.000 lestir og Kanada með tæplega 8.000 lestir. Þá eru ótalin ísland með 2.800 lestir, Bandaríkin með 2.000 lestir, Norð- ur-írar með 100 lestir og Sovétríkin með 5 lestir. Alls eru þetta því 224.000 lestir af eldislaxi. Tveir setjarar óskast í umbrot á Macintosh (QuarkXpress). Vaktavinna. Uplýsingár hjá framkvæmdastjóra í síma 686300. Tíminn, tæknideild Sjómenn Stýrimann og vélavörð vantar á bát frá Horna- firði. Upplýsingar í síma 97-81818. m Borgey hf. _ Framleiðsia f fiskeltíi á AtlarítóhaTs- V v v V 4 4 * * * v •; * V v * pU Kvöld-, nætur- og helgidagavarsla apóteka í Reykjavik 10. til 16. maí er I Holtsapótekl og Laugavegsapóteki. Það apótek sem fyrr er nefnt annast eitt vörsluna frá kl. 22.00 að kvöldi til kl. 9.00 að morgnl virka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýsingar um læknis- og lyfja- þjónustu eru gefnar i síma 18888. NeyðarvaktTannlæknafelags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátiöum. Sim- svari 681041. Hafnarflörður Hafnarfjaröar apótek og Norð- urbæjar apótek eru opin á virkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og til skiptis annan hvern laug- ardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00- 12.00. Upplýsingar i simsvara nr. 51600. Akureyri: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartima búða, Apó- tekin skiptast á slna vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opið I þvi apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00- 12.00 og 20.00-21.00. Á öðrum timum er lyfja- fræöingur á bakvakt. Upplýsingar eru gefnar I sima 22445. Apótek Keflavíkun Opið virka daga frá k. 9.00- 19.00. Laugardaga, helgidaga og almenna frl- dagakl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00-18.00. Lokað i hádeginu milli kl. 12.30- 14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opið til kl. 18.30. Opiö er á laugardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opið virka daga til kl. 18.30. Opið er á laugardögum kl. 10.00- 13.00 og sunnudögum kl. 13.00-14.00. Garðabær Apótekið er opiö rúmhelga daga kl. 9.00-18.30, en laugardaga kl. 11.00-14.00. Læknavakt Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamames og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17.00 til 08.00 og á laugardög- um og helgidögum allan sólarhringinn. Á Seltjamamesi er læknavakt á kvöldin kl. 20.00-21.00 og laugard. kl. 10.00-11.00. Lokaöá sunnudögum. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapant- anir í síma 21230. Borgarspítalinn vakt frá kl. 08- 17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki- hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (Slysadeild) sinnir slösuðum og skyndiveikum allan sólar- hringinn (sími 81200). Nánari upplýsingar um lyflabúöir og læknaþjónustu erugefnar í sím- svara 18888. ÓnæmisaðgerÖir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram á Heilsuvemdarstöö Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi meö sér ónæmisskírteini. Seltjamames: Opiö er hjá Tannlæknastofunni Eiðistorgi 15 viri<a daga kl. 08.00-17.00 og 20.00- 21.00, laugardaga kl. 10.00-11.00. Sími 612070. Garöabæn Heilsugæslustöðin Garðaflöt 16-18 er opin 8.00-17.00, sími 656066. Læknavakt er í síma 51100. Hafnarljöröur. Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10 er opin virka daga kl. 8.00- 17.00, sími 53722. Læknavakt sími 51100. Kópavogun Heilsugæslan er opin 8.00-18.00 virka daga. Sími 40400. Keflavík: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöö Suðumesja. Sími: 14000. Sálræn vandamál: Sálfræðistööin: Ráögjöf í sál- fræðilegum efnum. Sími 687075. Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin: kl. 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Alla daga vikunnar kl. 15- 16. Heimsóknartimi fyrir feður kl. 19.30-20.30. Bamaspitali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítalans Hátúni 10B: Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. - Landa- kotsspítali: Alla virka kl. 15 til kl. 16 og kl. 18.30 til 19.00. Barnadeild 16-17. Heimsóknartími annarra en foreldra kl. 16-17 daglega. - Borg- arspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30 til 19.30 ogeftirsamkomulagi. Álaug- ardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnartoúöín Alla daga kl. 14 til kl. 17. - Hvíta- bandið, hjúkrunardeild: Heimsóknartími frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga ti föstu- daga kl. 16-19.30. - Laugardaga og sunnu- daga kl. 14- 19.30. - Heilsuvemdarstööin: Kl. 14 til kl. 19. - FæÖingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16.30. - Weppsspítali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. Kópa- vogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. - Vífilsstaöaspítali: Heimsóknar- timi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - SL Jósepsspítali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópavogi: Heim- sóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavikuriæknishéraðs og heilsu- gæslustöðvar: Vaktþjónusta allan sólarhring- inn. Sími 14000. Keflavík-sjúkrahúsið: Heim- sóknartími virka daga kl. 18.30-19.30. Um helgarog á hátíöum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00- 19.30. Akureyrv sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30-16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: Kl. 14.00-19.00. Slysavarðsstofusími frá kl. 22.00- 8.00, sími 22209. Sjúkrahús Akraness: Heimsóknartími Sjúkrahúss Akraness er alla daga kl. 15.30- 16.00 og kl. 19.00-19.30. Slökkvilið - Lögregla Reykjavik: Seltjamarnes: Lögreglan sími 611166, slökkvilið og sjúkrabifreiö sími 11100. Kópavogur. Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarflörður Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 51100, Keflavik: Lögreglan sími 15500, slökkviliö og sjúkrabill sími 12222, sjúkrahús 14000, 11401 og 11138, Vestmanneyjan Lögreglan, slmi 11666,, slökkvilið sími 12222 og sjúkrahúsið sími 11955. Akureyri: Lögreglan simar 23222, 23223 og 23224, slökkviliö og sjúkrabífreið sími 22222.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.