Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 14. maí 1991 Vinningstölur laugardaginn 11. maí '91 HEILBRIGPISMAL VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.573.704 2.a', 223.348 3. 4af 5 115 6.700 4. 3af 5 3.382 531 Hver á að gæta bróður míns? Alþjóðlegur dagur hjúkrunarfræðinga, 12. maí, er að þessu sinni helgaður málefnum fólks sem á við andleg og félagsleg vandamál að stríða. Hjúkrunarfræðingara hafa einatt látið sig varða andlega og fé- lagslega heilbrigði skjólstæðinga sinna jafnt inni á sjúkrahúsum sem utan þeirra. Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.586.742 kr. i Ath. Vinningar undir 12.000 krónum eru greiddir út á Lottó sölustöðum. í okkar flókna samfélagi er hægt að fullyrða að fæstir komist í gegnum lífið án þess að þurfa að takast á við einhver andleg eða félagsleg vanda- mál — streitu, svefntruflanir og hús- næðisbasl, svo eitthvað sé nefnt. Geð- sjúkdómarnir eru líka algengari en margur kýs að trúa, s.s. geðdeyfð, kvíðatruflanir, alkóhólismi og geð- klofi. Innan og utan sjúkrahúsanna er boðið upp á margvíslega meðferð og stuðning handa þeim sem eiga við slíka vanheilsu að stríða. Það telst til grundvallarmannrétt- inda að geta fengið bót meina sinna ef hægt er, eða hjálp við að lifa þau, séu þau ólæknanleg. Þann 27. janúar VIRÐISAUKASKATTUR Endurgreiðsla virðisaukaskatts til íbúðarbyggjenda Hvað er endurgreitt? Virðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhús- næðis er endurgreiddur. Endurgreiðsl- an nær til virðisaukaskatts af: • Vinnu manna við nýbyggingu íbúðar- húsnæðis. • Hluta söluverðs verksmiðjufram- leiddra íbúðarhúsa hér á landi. • Vinnu manna við endurbætur og við- hald á íbúðarhúsnæði í eigu umsækj- anda. Endurgreiðslubeiðni Sækja skal um endurgreiðslu á sér- stökum eyðublöðum til skattstjóra í því umdæmi sem umsækjandi á lögheimili. Eyðublöðin eru: • RSK 10.17: Bygging íbúðarhúsnæðis til sölu eða leigu. • RSK 10.18: Bygging, endurbætur og viðhald íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Uppgjörstímabil Hvert uppgjörstímabil er tveir mánuðir, janúar og febrúar, mars og apríl, maí og júní, júlí og ágúst, september og október, nóvember og desember. Skiladagur Endurgreiöslubeiðni skal berast skatt- stjóra fyrir 15. dag næsta mánaðar eftir aö uppgjörstímabili lýkur. Sérstakt uppgjörstímabil vegna endurbóta og við- halds á árinu 1990 Beiðni um endurgreiðslu vegna við- halds og endurbóta íbúðarhúsnæðis sem unnið var 1990 skal skilað í einu lagi til skattstjóra í síðasta lagi 20. janúar 1991. Athygli skal vakin á því að frumrit sölureikninga skal fylgja um- sókn um endurgreiðslu vegna vinnu við endurbætur og viðhald. Hvenær er endurgreitt? Hafi beiðni um endurgreiðslu verið skilað á tilskildum tíma fer endur- greiðslan fram eigi síðar en 5. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna nýbygginga og eigi síðar en 20. dag næsta mánaðar eftir skiladag vegna endurbóta og viöhalds. Launamiðar og húsbyggingarskýrsla Athygli skal vakin á því að þeir sem sækja eða hafa sótt um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu manna við íbúðarhúsnæði á árinu 1990 skulu fylla út launamiða (RSK 2.01) fyrir 20. janúar 1991 vegna greiddra launa og verktaka- greiðslna. Launamiðann skal senda til skattstjóra. Þeir sem sótt hafa um endurgreiðslu vegna nýbyggingar skulu einnig senda skattstjóra húsbyggingarskýrslu (RSK 3.03) með skattframtali sínu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI 1989 gáfu Alþjóðasamtök um geð- heilbrigðismál einmitt yfirlýsingu þess efnis að mannréttindi geðveikra skyldu vera þau sömu og heilbrigðra. í yfirlýsingunni var lögð áhersla á að samfélagið stæði vörð um málefni geðsjúkra. Alþjóðasamtök hjúkrun- arfræðinga (International Council of Nurses) hafa tekið undir þessa yfir- lýsingu af heilum hug. Ósakhæfir afbrotamenn og geðsjúk- ir fangar eru hópur sem hefur orðið afskiptur innan íslenska heilbrigðis- kerfisins. Eins og alþjóð veit er hvorki til sérstök deild fyrir geðsjúka afbrotamenn inni á sjúkrastofnunum né fangelsum landsins. Dómsmála- ráðuneyti og heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneyti hafa ekki sinnt málefnum þessa hóps sem skyldi, enda hér um minnihlutahóp að ræða sem á sér ekki sterka málsvara í sam- félaginu — eða hvað? Bandalag kvenna í Reykjavík hefur verið málsvari þessa hóps um árabil. Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík, sem haldinn var 22. og 23. febrúar sl., ítrekaði fundurinn fyrri áskoranir varðandi það, að ósakhæfir afbrotamenn og geðsjúkir fangar skyldu eiga sama rétt á heilbrigðis- þjónustu og vistun á heilbrigðis- stofnun og allir aðrir landsmenn, svo sem lög um heilbrigðisþjónustu nr. 59/1983 kveða á um. Aðalfundurinn lagði einnig á það þunga áherslu að málefni ósakhæfra afbrotamanna og geðsjúkra fanga væru heilbrigðismál og skyldu því heyra undir heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneyti eigi síður en dómsmálaráðuneyti. Það er ekki til sóma fyrir Alþingi ís- lendinga að réttargeðdeild skuli ekki vera komin í gagnið ennþá, svo mikl- um tíma sem búið er að eyða í um- ræður og nefndarstörf um málefni geðsjúkra afbrotamanna. Sem betur fer virðist þó loksins núna hilla und- ir stofnun slíkrar deildar á íslandi. En hvað þurfti til? Aðdragandinn er hörmulegur og verður ekki rakinn hér. í lögum um fangelsi og fangavist nr. 48/1988,8. grein, segir: „Fangi sem á við andlega eða líkamlega fötlun að stríða eða þarfnast af öðrum ástæð- um sérstaks aðbúnaðar skal afplána í því fangelsi sem uppfyllir þau skilyrði um slíkan aðbúnað." Það er ljóst að þessum lögum hefur ekki verið fram- fylgt. Mikilvægt er að réttargeðdeild- in standi undir nafni hvað varðar að- búnað og sinni ekki einvörðungu gæsluhlutverki sínu eins og hvert annað fangelsi, heldur að áhersla verði lögð á geðmeðferð veitta af sér- menntuðum læknum og hjúkrunar- fólki. Sú umræða hefur heyrst í samfélag- inu að ekki sé vert að eyða fjármagni og tíma í meðferð geðsjúkra afbrota- manna vegna slæmra og engra bata- horfa þeirra. Slíkar skoðanir hljóta að byggjast á þröngsýni eða vanþekk- ingu nema hvoru tveggja sé. Einstak- Guðný Anna Arnþórsdóttir lingar með líkamlegan sjúkdóm og slæmar eða engar batahorfur fær sína læknis- og hjúkrunarmeðferð á stofnunum samfélagsins og sem bet- ur fer hefur enginn neitt við það að athuga. Það er siðferðileg skylda ís- lenska samfélagsins að sinna málefn- um ósakhæfra afbrotamanna og geð- sjúkra fanga í Ijósi heilbrigðis- og fangelsislaga, og síðast en ekki síst í ljósi mannréttinda. Málefni geðsjúkra virtust eiga upp á pallborðið í kosningabaráttunni fyrir síðustu alþingiskosningar. í fjölmiðl- um landsins birtist hver greinin á fætur annarri um málefni geðsjúkra. Þessar greinar voru skrifaðar af fólki á framboðslistum stjórnmálaflokk- anna. Greinarhöfundar lögðu áherslu á hversu brýnt væri að sam- félagið sinnti þessum málaflokki sem skyldi Fagna ber þeirri umræðu með von um að hún skili sér ekki aðeins í aukinni umræðu um málefni geð- sjúkra — en orð eru til alls fyrst — heldur einnig í auknum fjárveiting- um ríkisvaldsins til geðheilbrigðis- mála. Höfundan Eydís Sveinbjamardóttir er hjúkrunarfræðingur og er verk- efnastjóri á Geðdeild Borgarspítal- ans. Guðný Anna Amþórsdóttir er hjúkr- unarframkvstj. Geðdeilda Borgar- spítalans og lektor í geðhjúkmn við H.í.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.