Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.05.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn AÐ UTAN Þriðjudagur 14. maí 1991 Miðausturlönd: Verulegur ágreiningur er milli Sýrlendinga og ísraelsmanna James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Alexander Bessmertnykh, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, héldu sameiginleg- an fréttamannafund í Kairó í Eg- yptalandi í gær eftir að þeir höfðu borið saman bækur sínar, en þeir hafa átt viðræður við Araba og ísra- elsmenn undanfarna daga vegna fyrirhugaðrar friðarráðstefnu um Palestínumálið. Baker sagði að enn væri djúpstæður ágreiningur milli Sýrlendinga og ísraelsmanna um fríðarráðstefnuna, sérstaklega um hlutverk Sameinuðu þjóðanna. Bessmertnykh virtist bjartsýnni en Baker og sagði að mörg vandamál hefðu verið leyst og aðeins ætti eft- ir að leysa nokkur. Baker átti viðræður við Hafez al- Assad Sýrlandsforseta í Damaskus á sunnudag. Honum mistókst að fá hann til að slaka á kröfum sínum, en þær felast m.a. í að Sameinuðu þjóðirnar gegni mikilvægu hlut- verki í friðarráðstefnunni og að hægt sé að kalla aðildarþjóðir ráð- stefnunnar aftur saman þegar þurfa þykir. ísraelsmenn vilja hins vegar að Sameinuðu þjóðirnar, sem þeir álíta vera sér fjandsamlegar, verði útilokaðar frá ráðstefnunni og að ráðstefnan taki aðeins einn dag og að henni lokinni hefjist tvíhliða samningaviðræður milli þeirra og Araba. Baker fer til ísraels síðar í þessari viku, en bandarískir embættismenn eru svartsýnir á að árangur verði af þeirri för, þar sem ágreiningurinn er enn þetta mikill. Einn möguleikinn, sem hefur verið til umræðu, er að halda ráðstefnu án þess að Sýrlend- ingar verði með. Baker segist ekki enn vera farinn að velta fyrir sér þeim möguleika, þar sem aðild Sýr- lendinga að friðarráðstefnunni sé gríðarlega mikilvæg. Að sögn bandarískra embættis- manna verður þetta seinasta för Bakers til Miðausturlanda, þ.e.a.s. ef enginn vendipunktur á sér stað í viðræðunum. Talsverðrar bjartsýni gætti í her- búðum Bandaríkjamanna á laugar- dag eftir að Saudi-Arabía og fimm önnur Persaflóaríki lýstu yfir vilja sínum til að hafa áheyrnarfulltrúa á friðarráðstefnunni. Menn vonuðust eftir meiri sveigjanleika af hálfu Sýr- lendinga og ísraelsmanna í kjölfar yfirlýsingarinnar, en sú von hefur ekki ræst. Bessmertnykh aflýsti för sinni til James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mistókst að fá Sýríend- inga til að slaka á kröfúm sínum. Baker sést hér skoða byggingar í Damaskus. Líbanons í gær, en til stóð að hann færi þangað eftir viðræðurnar við Baker í Egyptalandi. Að sögn sendi- herra Sovétríkjanna í Líbanon þá mun utanríkisráðherrann ekki fara til Líbanons í þessari ferð sinni um Miðausturlönd, vegna „óvæntra að- stæðna" sem komið hefðu upp. Bessmertnykh fór þess í stað strax til Saudi-Arabíu. Utanríkisráðherra ísraels, David Levy, kom til Brússel í gær. Hann telur Evrópubandalagið taka mál- stað Araba í deilunni. Hann mun eiga viðræður við utanríkisráðherra EB í dag og ætlar hann að reyna að fá þá til að taka upp hlutleysisstefnu. Utanríkisráðherra Spánar, Francisco Fernandez Ordonez, sagði við frétta- menn í Madrid í gær að friðarráð- stefnan ætti að vera alþjóðleg og EB ætti að taka þátt í slíkri ráðstefnu. Hann benti á að Arabar og ísraels- menn ættu meiri viðskipti við EB en nokkur önnur samtök eða ríki. ísra- elsmenn hafa verið á móti alþjóð- legri ráðstefnu. ísraelskir embættis- menn sögðu í gær að EB gæti tekið þátt í þeirri ráðstefnu sem fyrirhug- uð væri, sem áheyrnarfulltrúi líkt og Sameinuðu þjóðirnar. Reuter-SÞJ Dæmt í máli Winnie Mandela: Sek um mannrán og aðild að misþyrm- ingu Ijögurra manna Fréttayfirlit KAIRO, Egyptalandi - Jam- es Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að það væri djúpstæður ágreining- ur milli sýrlenskra og israelskra stjórnvalda um tilhögun þeirrar friðarráðstefnu, sem stendur til að halda um Palestlnumálið. Baker sagði að sérstaklega greindi þau á um hvaða hlut- verki Sameinuðu þjóðirnar eigi að gegna á ráðstefnunni. Sýr- lendingar sökuðu í gær ísraeis- menn um að spilla viljandi fyrir friðartilraunum Bakers og Bessmertnykhs með ögrandi yf- irlýsingum. KAIRÓ, Egyptalandi - Alex- ander Bessmertnykh, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði i gær að með íhlutun sinni i Norður-lrak væru Bandarikja- menn að leika sér að eldinum. KÚVÆTBORG, Kúvæt - Dómsmálaráöherra Kúvæts sagði í gær að hver sá er fund- inn yrði sekur um njósnir meðan Irakar höfðu landið á valdi sinu yröi aflifaöur. LONDON, Englandi - Til skotbardaga kom I gær milli breskra landgönguliða og Iraka nálægt sumarhöll Saddams Hussein í Norður- (rak og a.m.k. tveir írakar urðu fyrir skotum, að sögn BBC. Breska vamarmála- ráðuneytið sagði að skotið hefði verið á Bretana og tveir af árás- armönnunum hefðu „horfið úr augsýn" þegar bresku land- gönguliðarnir svöruðu fyrir sig. Atburðurinn átti sér stað á verndarsvæðum Bandamanna. SUMAIL, írak - Sameinuðu þjóðirnar sendu í gær flutninga- lest meö matvæli til Dahúk I Norður-lrak til að reyna að fá kúrdiska flóttamenn til að snúa aftur til borgarinnar. Þeir hafa veigrað sér við því vegna ótta við íraskar hersveitir, sem hafa borgina á valdi sínu. Vemdar- svæði Bandamanna er aðeins nokkra kílómetra frá Dahúk. WASHINGTON, Bandaríkj- unum - George Bush Banda- ríkjaforseti bannaði i gær alla notkun bandariskra efnavopna og fyrirskipaði eyðingu allra slíkra vopna I eigu Bandarikja- hers. BELGRAD, Júgóslavíu - Yf- ir 90% þeirra, sem greiddu at- kvæði í þjóðaratkvæðagreiðsi- unni í héraðinu Krajina, sem er I Króatlu í Júgóslavlu, vllja að Krajina sameinist Serbíu ef Króatfa klýfur sig út úr júgóslav- neska rikjasambandinu. Vara- forseti Júgósiavíu, Króatinn Stipe Mesic, iýsti kosninguna ólöglega. Mesic tekur við for- setaembættinu á miðvikudag- inn. SEOUL, Suöur-Kóreu - Ekk- ert iát er á mótmælum gegn stjórnvöldum í Suður- Kóreu og virðast þau frekar vera að fær- ast í aukana. Stjórnvöld hafa markað haröa stefnu gegn and- ófsmönnum og í gær var gefm skipun um að handtaka helstu leiðtoga stúdenta, en stúdentar eru í forystu fyrir óeirðunum. JÓHANNESARBORG, Suö- ur-Afríku - Stjómvöld í Suður- Afríku standa ráðþrota gagnvart átökum liðsmanna Afriska þjóð- arráðsins (ANC) og Inkatahreyf- ingarinnar. Einn ráðherra rlkis- stjórnarinnar sagði í gær að til greina kæmi að setja aftur á neyðariög I landinu ef viðræður De Klerks, forseta landsins, við leiðtoga ANC og Inkatahreyfing- arinnar skiluðu engum árangri. Um helgina létust 37 blökku- menn f átökunum. Reuter-SÞJ Barist upp á „líf og dauða“ í Suður-Kóreu Winnie Mandela, eiginkona Neisons Mandela leiðtoga Afríska þjóðarráðs- ins (ANC), var í gær fundin sek um mannrán fjögurra manna frá me- þódistakirkjunni í Soweto og aðild að misþyrmingu þeirra á heimili hennar í Soweto fyrir tveimur árum. Bflstjóri hennar, John Morgan, var fundinn sekur um mannrán, en sýknaður af ákærum um misþyrm- ingu. Þriðji sakbomingurinn, Xolis- wa Falati, húsvörður Mandela, var fundinn sekur bæði um mannrán og misþyrmingar. Refsing verður ákveðin að lokinni málsvörn sakborninganna, en þang- að til mega sakborningarnir ganga lausir gegn tryggingu. Winnie Mandela sagði við frétta- Winnie Mandela, eiginkona Nel- sons Mandela leiðtoga Afríska þjóðarráðsins (ANC). menn að loknum réttarhöldunum í gær að hún væri saklaus. Verjandi hennar, George Bizos, hefur ákveðið að áfrýja dómnum. Dómarinn, M.S. Stegmann, sagði að Mandela og Falati hefðu hjálpað til við mannránið. Mandela hefði síðan látið aðallífvörð sinn, Jerry Richard- son, og Morgan um að misþyrma mönnunum fjórum. Richardson hefur verið tekinn af lífi fyrir að myrða einn mannanna. Steg- mann sagði að Falati heföi reynt að rugla sig með því að bera vitni um það að Mandela hefði ekkert vitað um mannrániö. Dómarinn sagði að það þyrfti jafn- mikiö ímyndunarafl til þess að ímynda sér það eins og að ímynda sér Hamlet án prinsins. Stegmann sagði að þó svo að hann féllist á þá fullyrðingu Mandela að hún hefði ekki verið í Soweto þegar verknaðurinn átti sér stað, þá væri vitneskja hennar um atburðinn nægjanleg ástæða til að dæma hana seka. Hann sagði að staðhæfingar Mandela hefðu verið tvíræðar og oft hrein rökleysa. Eiginmaöur Winnie Mandela, Nel- son Mandela, var í fangelsi vegna bar- áttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnu stjórnvalda þegar atburðirnir munu hafa átt sér stað. Hann sýndi engin svipbrigði þegar dómarinn las upp úrskurð sinn. Vinir hans segja að hann hafi talið eiginkonu sína saklausa og litið á réttarhöldin sem enn eina aðför hvíta minnihlutans gegn blökku- mönnum. Reuter-SÞJ Mjög harðvítugar mótmælaaögerðir hafa gcisað í Suður-Kóreu undan- famar vikur, einar þær verstu í landinu í fjögur ár. Ólætin bmtust út eftir að óeiröalögregla barði ung- an stúdent til bana þann 26. aprfl og þau hafa stöðugt færst f aukana. Andófsmennirnir krefjast afsagnar forseta landsins, Roh Tae- woo, og ríkisstjórnarinnar. Einnig vilja þeir að sveitir óeinkenniskiæddra óeirðalögregluþjóna verði bannaðar. Stúdentar hafa leitt mótmælin og í gær lýstu samtök þeirra því yfir að frá og með þessari viku yrði barist upp á líf og dauða. Þrettán leiðtogar stúdenta í jafnmörgum háskólum í borgunum Pusan og Ulsan fóru í hungurverkfall í gær til að leggja áherslu á kröfur sínar. Roh Tae-woo forseti hélt í gær fund með helstu flokksbræðrum sínum í Frjálslynda lýðræðisflokknum (DLP) til að ræða mótmælin, en DLP hefur farið með stjórn landsins síðan árið 1988. Á fundinum, sem haldinn var í Seoul, var boðuð hörð stefna gegn mótmælendum og fljót- lega voru gefnar skipanir um hand- töku nokkurra stúdentaleiðtoga. Á sama tíma og forsetinn sat á fundi með flokksbræðrum sínum réðust stúdentar á höfuðstöðvar DLP í Seoul. Til átaka kom við lög- reglu og særðust tíu stúdentar og einn iögreglumaður. Reuter-SÞJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.