Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 1
Þingstaðurinn á Þingvöllum á 18. öld. Hægra megin Öxarár sjást landfógetabúð fjarst, lögmannsbúð og þá lögrétta. KOLU BEIN FA UPPREISN Þingvellir í byrjun júlímánaðar 1681. Hljóð sumamóttin tindr- ar yfir Skjaldbreið og bláum hraunum. Nokkrir dökkklæddir menn koma vagandi með hrís- bagga á baki, varpa þeim af sér við Öxará, þar sem hún fellur um völlinn. Þetta eru búendur úr Þingvallasveit, þeir hafa að boði yfírvalda þingsins tínt hrís í hrauninu um nóttina og boríð í köst. Skammt frá stendur tjald úr vaðmálum og berst mannamál út í nóttina: „Vor herra Jesús! Sökum þíns dauða og pínu og heilagrar þolinmæði fyrirgefi þér allar þínar syndir, sem þú hefur játað guði og heilagri ÁíqeriislqaCÁma Magnússonar á fiencCur ís- Censkri réttvísi vegnagaCcCramáls JZra Tálssonar er eitt það þungorðastaí réttarfarssögu Candsins kirkju. En af þeirrí bífalingu og skipan sem ég óverðugur af guði hefi þá til segi ég þér fyrír- gefningu allra þinna synda í nafni föður og sonar og anda heilags. Amen.“ Það er fulltrúi hinnar evangelisku kirkju á ís- landi sem mælir þessi orð, séra Hannes Björnsson, prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Hann er skörulegur maður og vel máli farinn, enda vanur að vera siðamaður í meiri háttar brúðkaupsveislum. En í þetta skipti er hann að búa syndugan, íslenskan almúgamann til hinn- ar eilífu veislu. Presti hefur ver- ið falið að veita honum krísti- legar fortölur „til yfirbótar og trúarstyrkingar um sína sálu- hjálp.“ Honum til föruneytis eru tveir lögréttumenn, Halldór Þórbergsson á Seylu og Sigurð- ur Jónsson á Knerri. Þeir skulu vera vitni að játningu þess manns sem liggur í járnum í tjaldinu, sakfelldur dauðamað- ur. Hlekkjamaðurínn Hlekkjamaðurinn heitir Ari Pálsson, kynjaður vestan úr fsa- fjarðarsýslu, múgamaður 17. aldar, kominn til Þingvallar, skráður í alþingisbókina og þar með kominn á spjöld íslandssög- unnar. Frammi fyrir valdsmönn- um hins geistlega og veraldlega valds, presti og lögréttumönn- um, stynur hann upp játningu sinni: Hann hafi haft og með- höndlað óleyfilega fjölkynngi- konst, reynt með sömu konst um kotruvers forvitnast um hvort ein kvenpersóna væri hrein mey eður ei. Fyrir þessar sakir og fjölkynngiskonstar meðferð kveður hann sig hafa forskuldað tímanlegt straff eftir guðs réttferðugum dómi. Valdsmönnum í tjaldinu létti mjög við þessa játningu Ara Pálssonar. Dómsmenn alþingis höfðu þegar fyrir nokkrum dög- um dæmt svo „í herrans trausti og að heilags anda náð tilkallaðri að yfirveguðu guðs heilaga orði sem og konunglegu lögmáli, er fjallar um galdra og fordæðu- gjörninga að opt nefndur Ari Pálsson straffist á lífinu sem svarinn og sannprófaður galdra- maður.“ En allt til þessa hafði Ari vottað sakleysi sitt. Nú gátu þeir þvegið hendur sínar. Séra Hann- es lýtur niður að hinum seka manni, fer með aflausnarorðin yfir honum og spyr: „Trúir þú sannarlega þetta vera þína sanna og rétta trúfesti?" Ari svarar lágt: „Já!“ Þá rétti prestur úr sér og sagði: „Nú máttu vera fullviss upp á allra þinna synda fyrirgefning og að þær eru þér fyrirlátnar fyr-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.