Tíminn - 18.05.1991, Side 2

Tíminn - 18.05.1991, Side 2
10 T HELGIN Laugardagur 18. maí 1991 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 -108 Reykjavík ■ Sími 678500 Fax 686270 FORSTÖÐUMAÐUR Staða forstöðumanns við lítið heimili fyrir ung- linga er laus til umsóknar. Starf forstöðumanns felst m.a. í umsjón með daglegum rekstri heimil- isins ásamt ábyrgð á faglegum störfum þess. Forstöðumaður gegnir vaktavinnu. Reynsla og menntun sem félagsráðgjafi eða hliðstæð menntun á sviði sálar- og uppeldisfræði áskilin. Starfið er laust 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Upplýsingar gefur forstöðumaður, Anna Jó- hannsdóttir, í síma 681836 og forstöðumaður unglingadeildar, Snjólaug Stefánsdóttir, í síma 625500. ÞROSKAÞJÁLFI - MEÐFERÐARFULLTRÚI Fjölskylduheimili fatlaðra barna, Akurgerði 20, óskar eftir að raða þroskaþjálfa eða meðferðar- fulltrúa. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af starfi með fötluðum börnum. Vegna kynsamsetningar barnanna óskum við eftir karlmanni í þetta starf. Um er að ræða 70% kvöld- og helgarvinnu. Einnig óskum við eftir að ráða þroskaþjálfa eða meðferðarfulltrúa í 50% starf. Allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í s. 681311 og 21682. Umsóknarfrestur er til 28. maí nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknar- eyðublöðum sem þar fást. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólinn óskar eftir að ráða táknmálstúlk í fullt starf á næsta skólaári. Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum, sími 685140. Umsóknarfrest- ur er til 25. maí nk. Rektor FOSTURHEIMILI Óskað er eftir fósturheimili í sveit á Austurlandi fyrir 13 ára dreng í stutt- an tíma, einn til þrjá mánuði. Þeir sem vilja sinna þessu vinsam- lega haf- i samband við undirritaðan sem veitir nánari upplýsingar. Félagsmálastjórinn Egilsstöðum sími 97-11166 SVEITASTARF ÓSKAST 12 ára strákur óskar eftir að komast á gott sveita- heimili. Upplýsingar í síma 642554. GARÐSLATTUR Tökum að okkur að slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoðum og gerum verðtilboð. Upplýsingar í síma 41224, eftir kl. 18.00. ir dauða og pínu Jesú Christi. Svo ertu nú sannlega orðinn að guðs barni og sannur manns erfingi Christi til eilífs lífs, til himnarikis vistar, gleði og dýrð- ar.“ Athöfninni var lokið. Valds- mennirnir gengu út og héldu heim til búða sinna, en Ari Páls- son sat eftir í járnum og beið guðs dýrðar. Þingvallasveitar- bændur héldu áfram að bera hrís á köstinn. Hinn 6. júlí 1681 var Ari Páls- son brenndur á Þingvelli. Réttlætið rís úr ösku Árin liðu, aska Ara Pálssonar löngu kulnuð, mál hans gleymt og grafið. Ný öld, hin 18., er gengin í garð með felli á mönn- um og skepnum, allt sem lífs- anda dró í landinu virtist feigt. En þá gerðust þau tíðindi að réttlætið reis upp úr gröf sinni um stund og rétti hlut snauðra manna og umkomulausra, jafn- vel þeirra sem ekki voru lengur ofan moldar. Meðal þeirra var Ari Pálsson, hinn „sannprófaði galdramaður", sem stigið hafði á bálið á alþingi 1681. Hinn 28. júlí 1708 eru búendur í Þingvallasveit kvaddir með boðseðli á Þingvöll að hlýða á boðskap Árna Magnússonar, rit- ara hans kónglegu hátignar. Meðal þessara bænda voru sum- ir sem borið höfðu hrís að bálk- esti Ara Magnússonar galdra- manns fýrir hartnær 30 árum. Nú komu þeir að hlýða á orð þess manns sem voldugastur var á íslandi, konunglegs sendi- manns, er mátti rifta dómum og gerningum æðstu embættis- manna landsins. Bændurnir horfa forvitnisaug- um á Árna Magnússon þar sem hann stendur að Lögbergi og heldur á dómskjali með viðfest- um innsiglum í nettum hönd- um. Hann er hærri meðalmaður á vöxt og þrekinn, dökk sundur- gerðarlaus fötin falla vel að lík- amanum, rólegur í fasi, augun blá, fastleitur, svo sem hann sé vanur að rýna í þá hluti sem ekki liggja opnir fýrir. Hann var seinmæltur, en lagði mikla áherslu á orðin eins og hann vildi brenna þau inn í þann sem hann talaði við. Árni horfir hvössum augum á bændurnar sem standa lotlegir fyrir framan hann og þora varla að líta upp á þennan voðamann sem ferðast um land allt og stendur uppi á hárinu á kaupmönnum, sýslu- mönnum og lögmönnum og jafnvel sjálfum MuIIer, hinum danska amtmanni á Bessastöð- um. Árni opnar dómskjalið og tekur að lesa og það fer hrollur um áheyrendur: „...þá dæmum við að nefndur dómur í máli Ara Pálssonar sé óréttur og ekki á lögum byggður og Ari Pálsson móti rétti af lífi tekinn. Og jafn- vel þótt kunnugt sé að nokkrir dómar hafi í viðlíkum málum dæmdir verið á sama hátt sem þessi, þá kunnum við ekki þenn- an alþingisdóm þar að afsaka, ekki heldur með vanvisku dóm- arans, þar lögin svo ljóslega gagnstæð eru.“ Árni vílar ekki fyrir sér að bregða dómaranum um að hafa framið vísvitandi réttarmorð á Ara Pálssyni, enda dæmir hann dómarann í máli hans, Sigurð Björnsson, lög- mann sunnan og austan á ís- Iandi „fýrir þennan sinn órétta dóm hafa til kóngsins forbrotið allt sitt lausagóss." Að loknum lestri dómskjalsins hurfu Þingvallabændur aftur til síns heima, inn í íslenska fá- Árni Magnússon gekk á hólm við djöfulinn sjálfan og forneskju embættismannavaldsins í landinu með málsrannsókn sinni. sinnið, inn í lágkúruleg kotin, þar sem draugar og djöflar glottu úr hverju skúmaskoti. Fyrir þrjátíu árum höfðu þeir borið hrís í köst til að brenna þennan vestfirska galdrahund og gert það með góðri samvisku. Þeim hafði verið kennt það frá blautu barnsbeini að galdra- menn væru réttdræpir óbóta- menn. Valdsmenn landsins, andlegrar og veraldlegrar stétt- Koluð bein fá upp- reisn æru ar, höfðu barið það inn í almúg- ann að djöfullinn, hinn voldugi, meinfýsni myrkrahöfðingi yrði liðfærri með hverjum galdra- manninum sem stigi á bálið. Stólræður prestanna og dóms- úrskurðir lögmanna og sýslu- manna blésu óaflátanlega í glæður óttans við þessa fulltrúa djöfulsins á jörðunni. Þingvalla- sveitarbændur vissu ekki hverju þeir áttu að trúa eftir lestur Árna Magnússonar að Lögbergi, er hann hreinsaði hinn óþekkta galdramann af sökinni og brá upp ljósi skynseminnar á for- myrkvaðri öld. En það hafði Árni Magnússon gert — hvorki meira né minna. Réttum tveimur árum eftir að Árni Magnússon hafði rift galdrabrennudómnum yfir Árna Magnússyni varð hann að reifa allt málið á nýjan leik fyrir yfir- rétti. Árni var þá staddur að Hvammi í Dölum er hann sendi árið 1710 vísilögmanni og land- fógeta skjal eitt mikið, þar sem rakin er saga galdramáls Ara Pálssonar. Sennilega er þetta skrif Árna Magnússonar mesta ákæruskjal sem um getur í ís- lenskri réttarfarssögu, aldar- spegill og sjálfslýsing í senn. Andskotinn verður frumvottur Á miðju sumri ársins 1676 tók kona ein í Isafjarðarsýslu, Þor- katla Snæbjörnsdóttir að nafni, sótt nokkra og taldi vera af völd- um Ara Pálssonar. Ekki fékk þó Þorkatla fest hendur í hári Ara fýrr en í ársbyrjun 1679, er hún fékk á héraðsþingi á Rafnseyri að sverja galdraáburð sinn á Ara Pálsson. Á sama þingi sver Guð- mundur nokkur Bjarnason þess eið að hann hafi fundið galdra- spjald á bænum Lokinhömrum daginn eftir brottför Ara þaðan. Og loks kemur fram á þessu þingi eiðsvarinn framburður Borgars Sigurðssonar að óhreinn andi í hundslíki hafi tal- að við sig og sagst vera sendur af Ara Pálssyni og ætti „sig eður eitthvað sitt að drepa.“ Árni Magnússon gerir þá at- hugasemd við þennan síðasta eið að nú sé andskotinn gerður frumvottur, en hann hafi aldrei verið vitnisbær haldinn. Smám saman bætist í vitnahóp- inn móti Ara Pálssyni Sigurður nokkur Bjarnason, sem ber það á Ara að hann sé valdur að veik- leika barns síns og þau hjónin Indriði Narfason og Þuríður Jónsdóttir saka hann um að vera valdan að sjúkleika hennar. f júnímánuði 1680 eru ákærendur orðnir svo margir að Ari fer fram á að sér verði veittur tylftareiður og var hann dæmdur honum með þeim eiðstaf að aldrei hafi hann á ævi sinni með göldrum, gjörningum, rúnum, ristingum, signingum, særingum, blóð- vökvum, dagavali eður kveðskap neinum manni eða skepnu skaða gjört á lífi eða limum, góssi eða eignum og ei sé hann valdur að veikleika Þorkötlu Snæbjarnar-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.