Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1991, Blaðsíða 4
12 T HELGIN Laugardagur 18. maí 1991 Konungur stórmyndanna fallinn frá Fyrir skömmu lést einn þekktasti kvikmynda- leikstjóri síöari áratuga, David Lean. Hér minn- ist Adrian Tumer þessa afkastamikla höfundar ýmissa kunnustu stórmynda í okkar minni, en greinin birtist í Sunday Times fyrir nokkru. Arabíu Lawrence (1962) laðaði að sér milljónir áhorfenda. ,Allir, lfka þeir sem sjaldan fara í bíó, eru kunnir kvikmyndum Davids Lean. Hann náði til milljónatuga í verkum sínum. Við munum er Tre- vor Howard strauk sandkornið úr auganu á Celiu Johnson í „Brief Encounter" (1945) og upphafsins að „Great Expectations" (1946), þegar Magwitch hræöir Pipp litla með orð- unum: „Þegiðu, skítseyðið þitt, eða ég sker þig á háls!“ Við munum Iíka eftir því er brúin yfir Kwaifljótið var sprengd í loft upp í samnefndri mynd (1957), því er Omar Sharif kemur á vettvang eins og þruma úr heiðskíru lofti í Arabíu Lawrence (1962), þegar ridd- araliðið þeysir yfir ísinn í Zhivago lækni (1965) og því er stormurinn geisar í Dóttir Ryans (1970). Og hefði Lean lifað mundi „Nostromo" eftir sögu Joseps Conrad hafa orðið ein perlan í viðbót: til dæmis sigl- ingin yfir flóann undir Ijómandi stjörnum með stolinn silfursjóð í farteskinu. Tökur áttu að hefjast í september nk. Lean elskaði kvikmyndir. Hann elskaði myndavélar, linsur og leik- stjórnarbúnað af sama ákafa og aðr- ir karlmenn elska konur. Hann var sem bergnuminn af þeim eiginleika kvikmyndarinnar að geta látið dag- draumana rætast og flytja áhorfand- ann til fjarlægra staða. Flóttinn frá veruleikanum var honum mikið at- riði. Rétt eins og hann sjálfur flúði heimahaga sína í sveitinni og síðar England, þar sem ég ætla að honum hafi þótt hann vera bundinn og ór- frjáls. Skorti hann ástríðu gagnvart lífinu? Fyrir skömmu sagði einn gagnrýn- enda Sunday Times, sem var að rita um kvikmyndagerð fyrir daga Le- ans, að þótt Lean hefði haft ástríðu til kvikmynda þá hefði hann skort ástríðu er kom að lífinu sjálfu. Þetta túlkaði gagnrýnandinn sem svo að fyrir vikið gæti hann ekki talist meðal meiri listamanna í hópi kvik- myndaleikstjóra. Þetta er beinskeytt athugasemd og þess virði að vera at- huguð nánar. En líklega væri nær {september nk. hugöist David Lean hefja tökur á Nostromo eftir sögu Joseps Conrad. En sú mynd verður varla að veruleika eftír fráfall hans. Iagi að segja að viss kuldi og tilfinn- ingaleg niðurbæling hafi einkennt myndir hans. í myndunum Brief Encounter, The Passionate Friends, Summer madness, Dóttir Ryans og A Passage to India er alls staðar fjall- að um tilfinningalega og kynferðis- lega bælingu. Sama á við um Brúna yfir Kwai-fljótið og Arabíu Lawr- ence, en þar rekst hernaðarlegur agi á við tilfinningalega tjáningarþörf. Það var líka án vafa þetta sem laðaði Lean að Uppreisninni á Bounty, sem hann gafst upp við eftir fimm ára starf og þetta gæti hafa laðað hann að Nostromo. Lean var líka gagnrýndur fýrir að búa til „happy-ends“ með fjárhags- legan ávinning í huga. En slíkt rek- ast menn sjaldan á í mestu myndum hans. Pip er vonsvikinn maður í Great Expectations. Kvenhetjurnarí Brief Encounter, The Passionate Friends, Madelaine, Summer Mad- ness og A Passage til India, hverfa inn í gráa veröld hverdagsleikans eftir að ofsi og tilfinningar hafa leik- ið lausum hala skamma hríð. Zhi- vago deyr sem hið fjötraða skáld og Lara hafnar í gúlaginu. Rosy Ryan er ofurseld fordæmingunni. Síðasta setning Nicholsons í Brúnni yfir Kwai-fljótið er: „Hvað hef ég gert?“ og vísar til að alla ævi hefur hann verið samviskusamur hermaöur. Lykilsetningin í Arabíu Lawrence eru þessi orð söguhetjunnar: „Hver ertu?“ (Lean lagði honum sjálfur þessa setningu í munn.) Lawrence fær ekki svarað því og stendur að lokum uppi sem hálfgerður ómerk- ingur er bæði Englendingarnir og arabarnir yppa öxlum yfir. Lean hlaut ástsæld (og mikla auð- legð) vegna þeirra mynda sinna er mestu gengi áttu að fagna. Þegar ég sagði eitt sinn við hann að Zhivago læknir væri mislukkuð sem lista- verk af því að þar skorti hina raun- verulegu hetju, hreytti Lean út úr sér að hún hefði samt sem áður fært honum meiri tekjur en allar aðrar myndir hans til samans. Kunni best við sig í Hollywood Hann kunni alltaf best við sig í Hollywood, eftir að hann hafði unn- ið til fyrstu óskars-verðlaunanna, en það var árið 1957. Bresk kvikmynda- félög buðu honum heldur ekki fleiri verkefni. Þar í landi hneigðust menn nú fremur til að gera minni og raunsærri myndir og höfnuðu óraunveruleikakenndum breið- David Lean ásamt Alec Guin- ness í A Passage to India. áleit að Bretar lítilsvirtu hæfileika hans til að framleiða þessi metsölu- verk í Hollywoodstíl og fann sér við- kunnanlegri félagsskap vestra, eins og þá leikstjórana Wilder, Wyler og Zinneman. Á síðari árum tóku yngri menn að skáka honum, eins og þeir Milus, Scorsese og Spielberg. Sá síðastnefndi tók við verki sem hann hafði haft hug á, Empire in the Sun. Úrlausn hans var mjög í anda Leans. í kvikmynd Richard Attenboroughs, Ghandi, gætir og mjög áhrifa frá að- ferð Leans og hún var í rauninni enn ein Lean-myndin. Annars er réttara að ræða um Lean sem fýrirmynd í kvikmyndategund fremur en fyrir- mynd í listrænni sköpun, því fáir fá tækifæri til að fást við svo rándýr verkefni. Ég hitti hann fyrst árið 1978, en þá birtist hann í stöðvum National Film Theatre þar sem ég þá starfaði. Ég held að hann hafi verið hissa á að hitta mann í breska kvikmyndaiðn- aðinum er dáðist að verkum hans. Eftir það hittumst við nokkuð reglu- Iega. Það var hrífandi að hlusta á hann tala um kvikmyndir og ferðalög, en svo voru líka efni sem alls ekki mátti koma að: þar á meðal var sonur hans, Peter, og stuðningur hans við málefni fatlaðra, en hann kostaði gerð margra kynningarmynda fyrir samtök þeirra. Á þessum árum var hann á ferð og flugi og hafði ekki annað með sér en ferðatöskuna, nýja fylgikonu — og stundum Rolls Royce bílinn. Margt breyttist hjá honum eftir að hann lauk við A Passage to India, sem var fyrsta mynd hans í 14 ár og hlaut stórkost- legar viðtökur. (Lean hlýtur að hafa orðið ögn hissa, því hann taldi myndina ekki heppnaða nema að hálfu leyti.) Hann breytti tveimur vöruskemmum nærri höfninni í glæsiheimili þar sem m.a. var lyfta og sérstakur snúningspallur fýrir Rolls Royce bílinn. Honum féll sú hugsun vel í geð að húsið stóð ein- mitt þar sem Bill Sykes átti að hafa mætt endalokum sínum í Oliver TWist. Allt í einu fór hann að fást til að koma fram í kunnum sjónvarpsþátt- um, þótt annars væri honum gjarnt að halda sjálfum sér utan sviðlj- ósanna. Það gladdi mig er hann mætti í hádegisverðarboð sem ég efndi til í tilefni af heimsókn Akira Korosawa í febrúar 1987. Einmitt þá bar fundum hans saman við franska framleiðandann Serge Silberman, sem á endanum lagði til fjármagn til gerðar kvikmyndar eftir Nostromo Joseps Conrad. Fjögur ár eru liðin. Hann kvæntist sjöttu konunni og flutti til Suður- Frakklands, þar sem hann var að vinna að Nostromo er kallið kom. Menn með minni metnað hefðu dregið sig í hlé og byrjað að rita ævi- minningarnar. Ég spurði hann eitt sinn um minningar hans og hann kvaðst ætla að skrifa þær þegar hann yrði orðinn of gamall til þess að vinna lengur. Nú söknum við þessarar minningabókar. En líka þeirrar myndar sem Nostromo mundi hafa orðið undir leikstjórn BÆNDUR Við sýnum: Traktora. Rúllubindivélar. Pökkunarvélar og áburðardreifara hjá neðangreindum aðilum. B.T.B.......Borgarnesi Kf. Hrútfirðinga .Borðeyri Kf. Húnvetninga .... Blönduósi Þórshamri ........Akureyri Kf. Rangæinga .Hvolsvelli Kr. Árnesinga.....Selfossi Munum bæta við sýningarstöðum eftir því sem aðstæður leyfa. M liís oiifúj HOFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK S!M! 91-670000 'fjáRsævi ntyru rnT afi(TiTearis.1 Tann * harfsJ' kr< r.J3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.